Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D 68. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kúvending breskra íhaldsmanna: John Major afléttir nefskatti Thatcher Reuter Um 100.000 A-Þjóð- verjar mótmæla Nærfellt hundrað þús- und Austur-Þjóðveijar efndu til mótmæla og verkfalla í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar um að dregið verði úr atvinnuleysi og lífskjör bætt. Mótmæl- endurnir fordæmdu stefnu stjórnarinnar í Bonn gagnvart Austur-Þýskalandi, þar sem um þriðjungur af vinnufæru fólki er án atvinnu. Um 85.000 manns komu saman í borginni Erfurt, þar sem myndin var tekin, þrátt fyrir úrhelli. Lundúnuin. Reuter. MICHAEL Heseltine, umhverfisráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í gær að stjórn íhaldsflokksins hefði ákveðið að aflétta sem fyrst nefskattinum umdeilda sem Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði á í fyrra. Talsmenn Verkamannaflokksins sögðu að þetta væri ein af mestu kúvendingunum í nútímasögu breskra stjórnmála. Heseltine ^agði að í stað nef- skattsins, sem rennur til sveitarfé- laga, yrði tekið upp nýtt gjald, sem myndi byggjast á fasteignamati en þó yrði tekið tillit til fjölda fullorð- inna er búa í viðkomandi húsnæði. Talið er að stjórnin vilji þannig koma til móts við íhaldsmenn, sem styðja enn stefnu Thatcher og það markmið hennar að allir, sem not- færa sér þjónustu sveitarfélaga, greiði eitthvað af kostnaðinum. Nefskatturinn sætti harðri gagn- rýni vegna þess að fátækir og ríkir greiddu sömu fjárhæð. Skatturinn varð til þess að óeirðir brutust út pg hann dró úr líkunum á því að íhaldsflokkurinn bæri sigur úr být- um í næstu þingkosningum, sem verða að fara fram í síðasta lagi í júlí á næsta ári. Vangaveltur hafa verið um að John Major forsætis- ráðherra kunni að boða til kosninga í sumar og talið er að afnám nef- skattsins auki líkurnar á því að svo verði. íhaldsflokkurinn og Verka- mannaflokkurinn standa nú jafnir að vigi, samkvæmt nýjustu skoð- anakönnunum. Bryan Gould, talsmaður breska Verkamannaflokksins, veittist harkalega að stjórninni á þinginu. „Við höfum orðið vitni að i'ullkom- inni uppgjöf og furðulegustu kú- vendingunni í nútímasögu breskra stjórnmála," sagði hann. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði að nefskatt- urinn hefði kostað breskan almenn- ing um 14 milljarða punda (1.500 milljarða ISK) og hann hvatti Major til að biðjast afsökunar. Forsætis- ráðherrann sagði að tölur Kinnocks væru tilbúningur og sakaði þing- menn Verkamannaflokksins um að hafa hvatt almenning til að að greiða ekki skatta og brjóta þannig lög. Her Saddams sakaður um að dreifa sýru yfír bæ Kúrda Damaskus, Amman, Nikosíu. Reuter. UPPREISNARMENN í frak sök- I hluta landsins. Þeir sögðu einnig I shíta. Bandaríkjastjórn, sem hefur uðu í gær íraska stjórnarherinn að um 15.000 óbreyttir borgarar ekki samið formlega við íraka um um að hafa dreift brennisteins- hefðu beðið bana undanfarna vopnahlé í stríðinu fyrir botni sýru úr þyrlum yfir óbreytta borg- daga í eldsprengjuárásum stjórn- Persaflóa, hyggst leggja fram til- ara í olíubænum Kirkuk í norður- | arhersins á Najaf, helga borg | lögu um friðarskilmála fyrir ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna, þar sem þess verður krafist að Irakar eyði öllum eldflaugum sínum og gjöreyðingarvopnum. Havel heimsækir höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins: Biðst afsökunar á lygttm fyrr- verandi leiðtoga um NATO Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. VACLAV Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sagði í opinberri heimsókn í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel í gær að sér væri það ánægja að geta borið fram afsökunarbeiðni fyrir hönd Tékka og Slóvaka vegna þeirra lyga sem fyrrverandi leiðtogar landsins hefðu látið frá sér fara um NATO í þeirra nafni. Havel sagði að virðing NATO fyrir frelsi og réttindum einstaklingsins hefði gert bandalaginu kleift að tryggja stöðugleika, frelsi og framfarir. Hann kvað aðild Tékkóslóvakíu að NATO ekki tímabæra sem stendur en ítrekaði vilja þjóða sinna til samstarfs við ríkin í Vestur-Evrópu og handan Atlants- hafsins á sem flestum sviðum. Vaclav Havel ásamt Manfred Wörner. Reuter Havel er fyrsti leiðtogi fyrrverandi kommúnistaríkis sem heimsækir höf- uðstöðvar NATO en formleg sam- skipti voru tekin upp á milli NATO og Tékkóslóvakíu í júlí á síðasta ári. Níu utanríkisráðherrar aðildarríkja NATO, ásamt Manfred Wörner, framkvæmdastjóra bandalagsins tóku á móti Havel. Ráðherrarnir fluttu stutt ávörp og fóru lofsamlegum orðum um baráttu Havels fyrir lýðræði og mannréttind- um. Ljóst er að NATO getur ekki tryggt öryggi ríkjanna í Mið-Evrópu með formlegum hætti en áhersla var lögð á sem víðtækasta samvinnu við þau á sem flestum sviðum. I ræðu sem Havel flutti á fundi Atlantshafsráðsins lýsti hann áhyggjum sínum vegna ótryggs ástands í Sovétríkjunum og benti á að það sem væri ógn við ríkin í Mið- Evrópu ógnaði á sama hátt öðrum Evrópuríkjum. Framtíðaröryggi yrði ekki tryggt án þess að lýðræði kæm- ist á að fullu innan Sovétríkjanna. Ilann sagði að Tékkum og Slóvökum væri það ljóst að NATO væri helsti hornsteinn öryggis og friðar í Evr- ópu. Hann sagði að þeir skildu að vegna margvíslegra ástæðna væri aðild að NATO ekki tímabær en hins vegar tryðu þeirþví að bandalag, sem sameinar þjóðir um hugsjónir frelsis og lýðræðis, verði ekki haldið lokuðu til langframa gagnvart þjóðum sem deila með aðildarríkjum þess sömu hugsjónum. Hann sagði að íbúum Tékkóslóvakíu væri nauðsyn að kýnnast NATO og fylgjast með starf- semi þess. Vel kæmi til greina að opna upplýsingaskrifstofu um NATO í Prag og jafnvel Bratislava sömu- leiðis. Havel rifjaði það upp að valda- rán kommúnista í Tékkóslóvakíu árið 1948 var helsta tilefni Brusselsátt- málans sem Vestur-Evrópusamband- ið grundvallast á. Lýðræðisþjóðunum í Vestur-Evrópu hefði tekist að stemma stigu við útþenslu kommún- ismans með órofa samstöðu og óbif- anlegri trú á að lýðræðið færi með sigur af hólmi. Kúrdar hófu í gær árásir á þriðju stærstu borg íraks, Mosui, sem er í norðurhluta landsins, og shítar sögðu að bardagar geisuðu enn í grennd við borgina Basra í suðurhlutanum, þar sem uppreisnin gegn Saddam Hussein íraksforseta hófst fyrir þremur vikum. „Margir óbreyttir borgarar voru drepnir þegar brennisteinssýru var dreift yfir Kirkuk, sem er á valdi uppreisnarmanna," hafði sýrlenska útvarpið eftir Bayan Jabr, talsmanni Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í írak (SCIRI). Kúrdískir uppreisnar- menn segjast hafa náð borginni á sitt vald fyrr í vikunni. Yfirmenn bandaríska hersins í Saudi-Arabíu sögðust ekki vita hvort íraski herinn hefði beitt sýru gegn Kúrdum en staðfestu að þyrlur hefðu verið not- aðar til að bæla niður uppreisnina. íranskir stjórnarandstæðingar sögðu í gærkvöldi að írönsk stjórn- völd hefðu sent um 20 herdeildir til landamæranna að írak til styðja írösku uppreisnarmennina. Þau - hygðust einnig beita hersveitunum gegn Þjóðfrelsisher írans, sem íran- skir útlagar stofnuðu fyrir fjórum árum og er í suðurhluta íraks. Samkvæmt drögum að ályktun, sem Bandaríkjamenn hyggjast leggja fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna, verður írökum sett þau skil- yrði að þeir eyðileggi allar eldflaugar sínar og öll gjöreyðipgarvopn sfn - þar á meðal kjarnorku-, efna- og sýklavopn. Irökum verður gefinn 15 daga frestur til að leggja fram lista yfír þessi vopn og staðsetningu þeirra. Bandaríkjastjórn vonast til þess að ályktun um þetta verði sam- þykkt í ráðinu fyrir lok næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.