Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991
Jöfnun atkvæðisréttar
eftir Þorkel Helgason
í fyrri grein var lýst þríþættum
rétti kjósenda: í fyrsta lagi sæmi-
lega jöfnum atkvæðisrétti óháð því
hvar þeir búa, í öðru lagi að þeim
sé ekki mismunað eftir því hvaða
flokk þeir kjósa að styðja, og í
þriðja lagi rétti þeirra til að hafa
áhrif á það hvaða einstaklingar
veljast til þingsetu. Rætt var um
það hvernig kosningalögin frá
1987, sem nú verður brátt beitt í
annað sinn, virða þennan rétt.
Bent var á, að þau tryggja einvörð-
ungu þann réttinn sem lýtur að
jöfnuði milli flokka. Að vísu drógu
þau nokkuð úr misvægi atkvæðis-
réttar eftir búsetu, en skertur var
réttur kjósenda til að hafa áhrif á
það, hvaða frambjóðendur ná
kjöri.
SERTILBOÐ
Á STÖLUM
MODEL DISKO
Sterkurog þægilegurstóll
fyrir kaffistofur, eldhús, o.fl.
Grind hvíteða svört
Kr.
4.000,-
stgr.
MODEL 100
Þægilegur og vandaður stóll.
Grind hvít eða grá
Leðurhvitt eða grátt
Kr.
6.000,-
stgr.
MÓDELADA
Hvítlakkaður
Kr. 4.000,-stgr.
Valhnsgiigh
Armúla 8, símar: 8*22-75 og 68*53*75
Nú verður vikið að þremur hug-
myndum um gjörbreytt fyrirkomu-
lag á kosningum til Alþingis, en
þær hefur allar borið á góma í
þjóðmálaumræðunni. Hugmynd-
irnar verða vegnar á þeirri mæli-
stiku hvemig þær stuðla að hinum
þríþætta rétti kjósenda.
Allsherj arkj ördæmi
Við íslendingar viljum sýna
samstöðu og höfnum hrepparíg.
Og þar sem við teljum aðeins fjórð-
ung milljónar, sem er algengur
íbúafjöldi í kjördæmum erlendis,
liggur beint við að hafa landið eitt
allsheijarkjördæmi. Nokkur riki,
fjölmennari en við, hafa þennan
háttinn á. Þar má nefna Holland
og ísrael.
Þess má geta að Alþýðuflokkur-
inn hefur slíka skipan á stefnuskrá
sinni.
Augljóst er, að tvennt af hinum
þríþætta rétti kjósenda nær fram
að ganga með allsheijarkjördæmi:
Fullur jöfnuður verður eftir búsetu
og jafnframt jafnræði með flokk-
um. Að vísu kynni að vera talið
æskilegt að sporna við smáflokk-
um og sérframboðum með því að
setja ákvæði um lámarksfylgi til
að framboð fái mann kjörinn. Mið-
að við 63 þingsæti þyrfti listi vart
meira en 1,5% fylgi til að fá mann
á þing nema skorður væru settar.
Slíkar hindranir eru reyndar al-
gengar meðal grannþjóða okkar,
og við síðustu endurskoðun kosn-
ingaákvæðanna kom það mjög til
álita að krefjast 4% lágmarksfylg-
is til þingsetu. En auðvitað skerða
slík ákvæði atkvæðisrétt þeirra
sem kjósa smáflokka.
Þriðji rétturinn, sá að geta valið
úr hópi frambjóðenda, kynni á
hinn bóginn að fara forgörðum,
yrði landið gert að einu kjördæmi.
Með slíkri skipan fjölgar að öðru
óbreyttu þeim sætum á framboðs-
listum sem yrðu öruggir vegvísir
að þingsæti. Því er óhjákvæmilegt
að setja skýr og skilvirk ákvæði
sem tryggja eðlileg áhrif kjósenda
á það hveijir frambjóðenda ná
kjöri.
í þessu sambandi má benda á
frumvarp sem Vilmundur Gylfa-
son flutti á þingi haustið 1982.
Samkvæmt því geta kjósendur
skipt atkvæði sínu. Þeir mega
krossa á hefðbundinn hátt við
Úr flokki greina
háskólamanna þar
sem reifuð eru
þjóðmál nú þegar
kosningar fara í
hönd.
flokkslista og deila þá atkvæðinu
jafnt milli manna listans. En kjós-
endur geta líka merkt við einstakl-
inga, einn eða fleiri, og ekki nauð-
synlega af sama lista. Heildarfylgi
lista mælist sem samtala þeirra
atkvæðisbrota sem menn hans fá.
Frambjóðendur hljóta kosningu af
listunum eftir atkvæðamagni
hvers og eins.
Með þessari hugmynd er leitast
við að sameina kosti persónukjörs
og listakjörs. Margir hafa horft
hýru auga til kosningakerfís á ír-
landi. Þar er reynt að ná sömu
markmiðum, en með mun flóknari
aðferðum.
Einmenningskjördæmi
Sumir halda fram kostum ein-
menningskjördæma. Með slíku
fyrirkomulagi er formlega full-
nægt kröfunni um valfrelsi kjós-
enda um frambjóðendur. Kjós-
andinn velur milli manna og getur
valið hvern sem er á kjörseðlinum.
í reynd er þó valið þröngt og stend-
ur í flestum tilvikum aðeins milli
tveggja manna. Veldur því miklu
hvernig þeir eru komnir í fram-
boð. Opinberar forkosningar um
val frambjóðenda gætu tryggt
eðlilegt valfrelsi. Reyndar mætti
sameina forkosningarnar sjálfum
aðalkosningunum, með því að
heimila flokkum að bera fram lista
með fleiri nöfnum en einu. Öll
atkvæði greidd listanum yrðu þá
að nýtast þeim manni hans sem
fengi flest persónuleg atkvæði.
Alveg er undir hælinn lagt hvað
yrði um jafnan atkvæðisrétt eftir
búsetu við einmenningskjör. Jöfn-
uður í þeim efnum krefst þess að
kjördæmin séu öll álíka fjölmenn.
Jafnvel þótt um það næðist sam-
staða í upphafi — sem mjög verð-
ur að draga í efa — myndu búferla-
flutningar fljótlega valda röskun.
Því yrðu að vera skýr ákvæði um
tíða endurskoðun kjördæma-
marka. Og endurskoðunin yrði að
vera í höndum dómsvaldsins en
hvorki löggjafans né fram-
kvæmdavaldsins, nema reglurnar
séu þeim mun afdráttarlausari.
Þriðji mælikvarðinn á fyrirkom-
ulag kosninga er jöfnuður milli
flokka. Með einmenningskjör-
dæmum er því stefnt í voða. Al-
kunna er, að í Bretlandi, þar sem
allir þingmenn eru kosnir ein-
menningskjöri, er lítið samræmi
milli heildarfylgis flokkanna og
þingsætatölu þeirra. Ríkisstjórnir
þar hafa mun oftar en ekki stuðst
við minnihluta kjósenda, enda þótt
meirihluti þingsins stæði að baki
þeim. Meðal þjóða sem hafa alfar-
ið einmenningskjördæmi þrífast
vart fleiri en tveir flokkar. At-
kvæðisréttur þeirra kjósenda sem
hvorugan flokkinn aðhyllast er því
í reynd skertur, enda þótt form-
lega sé ekki svo. Einmenningskjör-
dæmin leiða til fækkunar flokka,
en þeir sem eftir lifa verða þá
gjarnan vettvangur allólíkra skoð-
ana. Allt þetta verða menn að
hafa í huga, aðhyllist þeir slíkt
fyrirkomulag.
Þýska kosningaskipanin
í Þýskalandi eru öfgarnir, ein-
menningskjördæmi og allsheijar-
kjördæmi, sameinaðar. Helmingur
þingmanna er kosinn einmenn-
ingskjöri en hinn helmingurinn
valinn af landslistum. Hveiju
landa eða fylkja Þýskalands er
skipt í einmenningskjördæmi þar
sem flokkamir bjóða fram ein-
staklinga, en einnig eru boðnir
fram landslistar. Kjósendur hafa
tvö atkvæði, annars vegar til að
velja milli frambjóðenda í ein-
menningskjördæmum og hins veg-
ar til að merkja við landslista. í
reynd eru tveir flokkar allsráðandi
í einmenningskjörinu, Kristilegir
demókratar og Jafnaðarmenn.
Þeir sem kjósa aðra flokka í lands-
listakjörinu — svo sem Fijálsa
demókrata — nota einatt hitt at-
kvæði sitt til að velja á milli fram-
bjóðenda stóru flokkanna 5 ein-
menningskjörinu.
Heildarþingsætatala flokkanna
ræðst einvörðungu af landslista-
fylgi þeirra, en til að hafa hemil
á smáflokkum er krafist 5% lág-
marksfylgis. (Við kosningamar á
síðasta ári giltu þó sérákvæði með
tilliti til nýafstaðinnar sameining-
ar landsins.)
Þorkell Helgason.
Nefna má að Þorsteinn Pálsson,
fyrrv. formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur lýst áhuga á því að inn-
leiða þýska fyrirkomulagið hér á
landi.
Með þessum þýska hætti fæst
fullt jafnræði með flokkum en
búsetujöfnuðurinn er álitamál. Séu
einmenningskjördæmin misstór
hafa kjósendur mismikil áhrif eftir
búsetu, enda þótt hið víðfeðma
landskjör dragi aftur nokkuð úr
þeirri mismunun. En hvað varðar
frelsi kjósenda til að velja milli
frambjóðenda verður að huga
bæði að kjördæmakjörinu og
landskjörinu. Fyrr í þessari grein
hefur verið bent á hvernig tryggja
mætti slíkt valfrelsi við hvort
tveggja kjörið.
Niðurlag
Að mörgu er að hyggja ef
breyta skal og bæta fyrirkomulag
við kosningar til Alþingis. Gildandi
ákvæði em um margt meingölluð
enda málamiðlun milli ósamrý-
manlegra markmiða og hags-
muna. Ákvæðin mætti vissulega
betrumbæta án þess að kollvarpa
stjómarskránni. Hér hafa á hinn
bóginn verið reifaðar róttækar
breytingar í þessum efnum, sem
gætu hver um sig leitt til jöfnunar
á atkvæðisrétti manna. Jafn réttur
til að hafa áhrif á skipan Alþingis
er forsenda lýðræðisins. Endur-
bætur í þá átt hljóta að koma til
kasta næstu þinga. Kjósendur eiga
því kröfu á að vita skoðanir fram-
bjóðenda á jöfnun atkvæðisréttar.
Höfundur er prófessor í rnun-
vísindadeild Haskóla íslands og
var reikniráðgjafi við
endurskoðun kosningalaga á
árunum 1982-87.
Hafnargerð í Þorlákshöfn
Ríkisstjórnin og lánsfjárlög
eftir Eggert Haukdal
Síðustu daga hefur allt verið í
uppnámi á Alþingi vegna innbyrð-
is átaka í stjómarliði. Þessi leik-
sýning hefur ekki farið fram hjá
neinum og skerpt línur í íslenskum
stjómmálum. í þessum darraðar-
dans stjómarliðsins hefur ýmislegt
fallið fyrir borð sem þörf var að
sinna og skal hér minnst á eitt mál.
Sveitarstjóm Ölfushrepps hefur
í vetur beitt sér fyrir að tekin yrði
inn á lánsfjárlög heimild til lántöku
vegna hafnarframkvæmda í Þor-
Iákshöfn. Hér er um að ræða bráð-
nauðsynlega framkvæmd vegna
fyrirhugaðrar þilplötuverksmiðju.
Forsenda þess að hægt sé að stað-
setja verksmiðjuna í Þorlákshöfn
er að hafnaraðstaða sé bætt. Meg-
in hráefnið til verksmiðjunnar er
í Suðurlandskjördæmi og ekki að
finna annars staðar hér á landi.
Það þarf að sýna hinum erlenda
aðila að ekki standi á hafnarað-
stöðu ef til kæmi. Því reið á að
lausn þessa máls tækist með láns-
fjárlögum. Vel leit út um fram-
gang málsins af hálfu ríkisstjórn-
ar. Fjármálaráðherra skýrði m.a.
frá því í blöðum að fjármagn þyrfti
til þessa verkefnis. Allir þingmenn
Suðurlands stóðu að sjálfsögðu að
málinu.
En skjótt skipast veður í lofti.
Allt í einu er ákveðið af hálfu
stjómarliða að leysa þetta mál
með þeim hætti að forsætisráð-
herra segi fram örfá orð um nauð-
syn málsins í þingræðu en engin
tala sé sett á lánsfjárlög. Gagn-
vart þessu eina máli varðandi láns-
fjárlög er tekin upp þessi nýja
regla. Er nema von að maður
spyiji? Hefði ekki verið hægt að
afgreiða allar breytingar á láns-
fjárlögum að þessu sinni með þess-
ari aðferð, þ.e. að forsætisráðherra
hefði í þingræðu sagt fram nokkur
orð um nauðsyn hvers máls og
látið það nægja! Þar á meðal um
lántökuheimild til virkjana og und-
irbúning álvers. Hefði það ekki
verið góð lausn á þeim málum
eftir að Hjörleifur var búinn að
drepa fjögurra lína tillögu Jóns
Sigurðssonar um álver? Þessi nýja
aðferð sem notuð er við að leysa
Suðurlandsmál hefði sparað mik-
„Hefði ekki verið hæg(t
að afgreiða allar breyt-
ingar á lánsfjárlögum
að þessu sinni með þess-
ari aðferð, þ.e. að for-
sætisráðherra hefði í
þingræðu sagt fram
nokkur orð um nauðsyn
hvers máls og látið það
nægja!
Eggert Haukdal
inn tíma undanfarna daga, þegar
stjórnarflokkamir voru í verkfalli
til skiptis, m.a. gagnvart atkvæða-
greiðslum.
Sannarlega hefur framkoma
stjórnarliða á Alþingi ekki verið
til fyrirmyndar þessa daga. En úr
því að stjómarliðar vom að nota
verkföll sem þrýsting til að koma
fram málum, þá má sjtyija, hverg.
vegna fóru þingmenn Suðurlands
í stjómarliði ekki í verkfall til að
koma fram lántöku fyrir hafnar-
gerð í Þorlákshöfn?
Hvað kom upp í stjómarliði
gagnvart þessu máli að hafa það
svo laust í reipunum? Hvaða hald
er í ræðu forsætisráðherra, sem
er að fara frá? Á ekki Suðurland
ráðherra í þessari ríkisstjórn?
Vonandi leysist hafnarfram-
kvæmdin í Þorlákshöfn og að við
fáum þilplötuverksmiðju þrátt fyr-
_ ir þessi vinnubrögð stjórnarliðsins.