Morgunblaðið - 22.03.1991, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991
3 góbar
fermingar-
gjafir
GRUIIDIG rakvél.
Með hleðslutæki og ferðaöskju.
aðeins 5.180 kr.
wimuÉmui.
14 tommu litasjónvarp
tilbúið beint inn í herbergi með fjarstýringu
og inniloftneti. Mjög skörp myndgæði.
Verð aðeins 26.990 kr. stgr.
ajlllHJÍltfk. draumasæng og koddar.
Ajungilak sængin er fyllt með mjúkri Quallofil fyllingu,
sem andar vel og má þvo við 60° C. 5 ára ábyrgð segir
allt um gæðin. Gegn framvísun Ajungilak tilboðsins í
Tilboðstíðindum færðu Ajungilak Quallofil
draumasæng á aðeins 9-320 kr.
HEIMILISKAU P H F
• HEIMIL1STÆKJA0EIL0 FÁLKANS •
Suðurlandsbraut 8 - sími 84670
Umboðsmenn um land allt.
Morgunblaðið/Sverrir
Höfundar, ekkja Björns Þorsteinssonar og ritnefnd Islandssögfunnar við kynningu á íslandssögu,
til okkar daga. Fremri röð frá vinstri: Helgi Skúli Kjartansson, Guðrún Guðmundsdóttir ekkja
Björns Þorsteinssonar og Bergsteinn Jónsson. Efri röð f.v.: Gunnar F. Guðmundsson, Anna Agnars-
dóttir, Magnús Þorkelsson og Hrefna Róbertsdóttir.
Sögufélag gefur út Islandsögu til okkar daga:
I fyrsta skipti sem saga Is-
lands kemur út á einni bók
SÖGUFÉLAG hefur gefið út bókina „íslandssaga, til okkar daga“
eftir Björn Þorsteinsson og Bergstein Jónsson. Helgi Skúli Kjart-
ansson bjó bókina til prentunar. Er þetta í fyrsta skipti sem öll
saga Islands kemur út á einni bók.
í formála íslandssögunnar kem-
ur fram að stjórn Sögufélags sam-
þykkti á fundi sírium 20. mars
1986 að gefa út íslandssögu frá
upphafi byggðar til nútíma í einu
bindi. Haustið áður hafði komið
út íslandssaga á dönskú í ritröð-
inni Politikens Danmarks Historie
og voru höfundar Björn Þorsteins-
son prófessor, Bergsteinn Jónsson
prófessor og Helgi Skúli Kjartans-
son sagnfræðingur. Sögufélag
fékk sömu menn til að vinna að
íslenskri útgáfu sem þó átti _að
vera algerlega sjálfstætt verk. Is-
landssaga til okkar daga byggir
að nokkru á dönsku íslandssög-
unni.
Björn Þorsteinsson féll frá áður
en verkinu lauk og var þá skipuð
ritstjórn til að ljúka því og Helgi
Skúli Kjartansson fenginn til að
ganga frá texta Björns til útgáfu.
I ritstjórn sátu Anna Agnarsdóttir,
Gunnar F. Guðmundsson og Magn-
ús Þorkelsson. Hrefna Róberts-
dóttir valdi myndir í bókina, þær
hafa fæstar birst áður á bók.
Bókin er 540 blaðsíður í stóru
broti. Hún er prentuð í Prentsmiðj-
unni Odda. í bókinni er íjallað um
upphaf íslandsbyggðar og mótún
þjóðfélags, goðaveldi og endalok
þess; sögu ríkisvalds, atvinnuvega,
verslunar, kirkju og menningar;
ísland í veldi Noregskonungs, síðar
Danakonungs, siðaskipti, einokun
og einveldi; þjóðernisvakningu,
sjálfstæðisbaráttu og stjórnmála-
starf; heimastjórn, fullveldi og lýð-
veldi; ísland í tveimur heimsstytj-
öldum, heimskreppu og köldu
stríði; og stjórnmál lýðveldisins,
átök um hersetu og sigra í land-
helgisdeilum. Myndir eru nálega
250 og auk þess skýringamyndir
og töflur. Bókinni fylgja skrár um
úrslit kosninga, ríkisstjórnir, for-
seta og ýmsa embættismenn.
Einnig rita- og nafnaskrár og at-
riðisorðaskrár auk skýringa á orð-
um og hugtökum.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti
íslands, ritar í íslandssöguna
ávarp sem hún tileinkar Birni Þor-
steinssyni. Björn fæddist 20. mars
1918 og lést 6. október 1986.
Hann hefði því orðið 73 ára s.l
miðvikudag, og var útkomudagur
bókarinnar ákveðinn af því tilefni.
„Það er von aðstandenda verks-
ins að hún verði aðgengileg allri
þjóðinni enda er hér á ferðinni kjör-
gripur sem hvert heimili ætti að
eiga. Það var meðvitað markmið
Björn Þorsteinssonar að þjóðin
ætti sína sögu og hafa allir sem
nærri verkinu komu unnið sam-
kvæmt þeirri hugsjón að bókin sé
læsileg, að hún nýtist bæði fræði-
mönnum og leikmönnum og að hún
hafi gildi sem handbók fyrir alla
þá sem vilja kynna sér sögu lands
og þjóðar," segir í fréttatilkynn-
ingu frá Sögufélagi. Helgi Skúli
Kjartansson sagði, þegar bókin var
kynnt, að saga íslands væri sýnd
í samhengi og nýju ljósi þegar hún
væri rakin á einum stað frá upp-
hafi til okkar daga, eins og gert er
í íslandssögunni.
Sögufélag var stofnað árið 1902
og hefur það meðal annars gefið
út Tímaritið Sögu. Með útgáfu ís-
landssögu fer félagið út á nýjar
brautir, það er útgáfu almenns
fræðslurits, að sögn Heimis Þor-
leifssonar forseta félagsins.
íslandssaga, til okkar daga
verður til sölu í bókaverslunum og
kostar 7.980 kr. Fyrirtækið sem
annast dreifingu bókarinnar setur
sig einnig beint í samband við
landsmenn og býður hana á sér-
kjörum.
Sverrir Olafsson sýn-
ir skúlptúr í Nýhöfn
SVERRIR Ólafsson opnar skúlpt-
úrsýningu í Listasalnum Nýhöfn,
Hafnarstræti 18, laugardaginn
23. mars kl. 4-16.
Á sýningunni eru verk unnin á
þessu og síðastliðnu ár.
Sverrir lauk námi frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands árið 1976
og var síðar gestalistamaður við
Cambridgeshire Experimental Glass
Wprkshop á Englandi árin 1980-83.
Sverrir hefur haldið 7 einkasýn-
■ HLJÓMSVEITIN Galíleó
skemmtir Selfossbúum og nærsveit-
amönnum í Gjánni föstudagskvöld
og laugardagskvöld. Hljómsveitina
skipa: Sævar Sverrisson, Rafn
Jónsson, Baldvin Sigurðsson,
Jens Hansson og Orn Hjálmars-
son.
ingar og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga heima og erlendis.
A síðastliðnu ári var Sverri boðið
til Mexíkó af Háskólalistasafni Mex-
íkó. Þar fékk hann til afnota alþjóð-
lega vinnustofu myndhöggvara í
þtjá mánuði. í framhaldi af því
keypti Ríkislistsafn Mexíkó stórt
útiverk, sem nú er í sýningarferð
um Mexíkó. Sverri hefur verið boðið
að halda einkasýningu þar að ári.
Sverrir er framkvæmdastjóri
Menningardaga í Hafnarfirði 1991
og mun af því tilefni gangast fyrir
opnun alþjóðlegrar vinnustofu
myndhöggvara í Straumi.
Verk eftir Sverri eru í eigu opin-
berra safna og einkasafna bæði hér
heima og erlendis. Sýningin í Ný-
höfn er opin virka daga kl. 10-18
og 14-18 um helgar. Lokað á mánu-
Eitt af verkum Sverris.
dögum. Um páskana er opið sem
hér segir: Skírdag kl. 14-18, föstu-
daginn langa kl. 15-18, laugardag
kl. 14-18, lokað páskadag, annar í
páskum kl. 14-18. Sýningunni lýkur
10. apríl.