Morgunblaðið - 22.03.1991, Side 21

Morgunblaðið - 22.03.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991 21 Halldór Ásgrímsson fundar með Bandarí kj amönnum um hvalamálin Mikil fundahöld í Reykjavík í vor „ÞAÐ HEFUR orðið að ráði að við förum til Bandaríkjanna í næstu viku til að kynna okkar mál og eigum síðan frekari samtöl við Banda- ríkjamenn þegar þeir koma hingað fyrir ársfund Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, sem haldinn verður í Reykjavík í síðustu viku maí,“ segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra um hvalveiðimálin. Islendingar funda með fulltrúum Norðurlandanna í Alþjóðahvalveiðiráðinu í Reykjavík í byrjun næsta mánaðar og dagana 16. og 17. apríl næstkom- andi verður haldinn hér fundur þjóða, sem kenndar hafa verið við Norður-Atlantshafið. Þá mun vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins koma saman í Reykjavík í byrjun maí og funda í tvær vikur. „í Bandaríkjunum munum við sérstaklega í framhaldi af fundi vís- indanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins hér um langreyðina." Halldór segir að fyrirhugað sé samráð við fulltrúa Norðurlanda- þjóðanna í Alþjóðahvalveiðiráðinu munum við meðal annars ræða við Knauss, að- stoðarráðherra í viðskiptaráðuneyt- inu, sem fer með sjávarútvegsmál og Derwinski, sem er íslendingum að góðu kunnur og er nú ráðherra í ríkisstjórn Bush. Einnig verður rætt við Ted Stevens, öldungadeild- arþingmann frá Alaska, sem oft hefur komið á fundi Alþjóðahvalveið- iráðsins vegna hagsmuna síns fólks,“ segir Halldój. Hann •segir að íslendingar hafi átt mikil samskipti við Bandaríkja- menn um hvalamálin. „Við vorum hins vegar ekki sáttir við atburði á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Holl- andi í fyrra. Við viljum eiga sem best samstarf um þessi mál við Bandaríkjamenn og lengi hefur stað- ið til að við ættum með þeim fundi, þannig að reynt væri að samræma sjónarmið fyrir fund Alþjóðáhval- veiðiráðsins í Reykjavík í maí næst- komandi. Við höfum verið að und- irbúa þennan fund og erum að vinna að okkar stefnumótun á fundinum, um þessi mál á næstunni og haldinn verði sérstakur fundur með þeim í Reykjavík í bytjun næsta mánaðar. „Síðan ætlum við að kynna okkar mál fyrir nokkrum öðrum þjóðum í Evrópu. Dagana 16. og 17. apríl verður haldinn hér fundur þjóða, sem kenndar hafa verið við Norður-Atl- antshafið. Slíkir fundir hafa verið haldnir hér á landi, í Færeyjum og Noregi og halda átti næsta fund í Grænlandi. Hins vegar hefur verið óskað eftir að þessi fundur verði haldinn hér, þar sem ég get ekki komið því við að vera í Grænlandi á þessum tíma:“ Sjávarútvegsráðherra segir að ís- lendingar vilji vera áfram í Alþjóða- hvalveiðiráðinu. „Við viljum hins vegar að ráðið taki tillit til okkar hagsmuna og taki mark á vísinda- legum niðurstöðum rannsókna, sem hér eru stundaðar. Til að svo geti orðið þarf að verða nokkur breyting á,“ segir Halldór. Hann upplýsir að á síðasta fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi margir sagt fulltrúum Islendinga að þeir vildu nokkuð á sig leggja til að koma til móts við sjónarmið Islendinga en betra tækifæri yrði til þess á fundin- um í Reykjavík. „Við viljum láta á það reyna og gera okkar besta til að kynna stöðu mála hér og okkar afstöðu til nýtingar á auðlindum hafsins,“ segir Halldór. FLEXON VESTUR-ÞÝSKUR HÁGÆÐA DRIFBÚNAÐUR Kristskirkja, Landakoti: Tónleikar og upplestur í kvöld TÓNLEIKAR og upplestur verða í kvöld, föstudag, kl. 20.30 í Kristkirkju, Landakoti. Dagskráin hefst á því að organ- leikari kirkjunnar, Ulrik Ólason, leikur á kirkjuorgelið. Því næst er almennur söngur og þá ritningar- lestur. Síðan verður fluttur Píslargrát- ur eftir Jón Arason Hólabiskup og flytja hann Gunnar Eyjólfsson og Baldvin Halldórsson. A undan og eftir lestrinum verða tónlistar- atriði, Zbigniew Dubik leikur á fiðlu og kona hans, Alina Dubik, syngur. Meðan á flutningi Píslar- gráts stendur syngur kórinn með í nokkrum versunum og frumflutt verður tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Að loknum tónlistaratriðunum verður Faðir vor lesið sameigin- lega og blessun veitt. Dagskránni lýkur með almennum söng. FLUTNINGSKEÐJUR Allar stœrðir Hagstœtt verð Við veitum þér allar tœknilegar upplýsingar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 SÍMI (91) 20680 • FAX (91) 19199 Landakotskirkja .•>«<•«< .A'.'.V, SJCÍÐA AFSLÁTTUR • [niHIMSKÍÐAVÖRUM 7fl. NAARS - 5. APRÍL SKÍÐAGLERAUGU. Vertu velkominn á skíðadagana. .■.*. »*#!» # • • • * staðgreitt -SkfiPAK FPAMMK A.RRAUT 60 SÍM112045

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.