Morgunblaðið - 22.03.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1991
37
KAFFIFILTER
blMI: yi-24UUU
starfsmanna í ráðuneytum og hjá
ríki. Hann taldi fískvinnslukonur
eiga heiður skilið fyrir að taka sér
frí í einn dag til að vekja athygli á
málstaðnum. Þær hefðu getað setið
heima og hlýtt á fréttir af þing-
mönnunum sem körpuðu um hveijir
ættu að sitja í hvað nefnd og hver
fengi stærsta bitlinginn.
Ymsar fyrirspurnir komu fram á
fundinum. Til dæmis var spurt
hveiju það sætti að borga þyrfti
80 þúsund kr. í tryggingu af bfl.
Jóhann Einvarðsson svaraði því til
að það væri trúlega ekkert auðveld-
ara í landinu en að reka trygginga-
félag. Tryggingafélögin segðu bara:
„Þessu töpuðum við í fyrra - við
þurfum þessa hækkun“ og nánast
sjálfvirkt kerfi staðfesti að svo
væri. Karl Steinar sagði að á Al-
þingi kæmu aldrei fram sparnaðar-
tillögur, aðeins eyðslutiliögur - ef
einhver vildi spara þá yrði allt vit-
laust. Iialldór Blöndal benti á að
fiskverð á erlendum mörkuðum
hefði hækkað um 30% á sl. ári en
Ræðum frummælenda lauk með
því að Finnbogi Björnsson fundar-
stjóri þakkaði frummælendum fyrir
stuttar og skeleggar ræður og sagði
að fundurinn hefði vart gengið svo
hratt fyrir sig ef Hjörleifur Gutt-
ormsson hefði verið á mælendaskrá.
Nokkrir fundarmanna köstuðu
fram spurningum til leiðtoganna.
Jóhannes Guðmundsson spurði m.a.
hvort þeim fyndist óeðlilegt að verk-
afólk í landi fengi sjómannaafslátt-
inn. Svo miklar breytingar væru
orðnar á fiskvinnslunni og nefndi
hann m.a. frystitogarana sem væru
ekkert annað en fljótandi fiskverk-
unarhús. Kristján Þórarinsson
spurði um afnám verðtryggingar,
fjölgun ráðuneyta og aukningu
Fádæma góð fundarsókn var í Garðinum í fyrrakvöld. Morgunbiaðið/Arnor
Góð mæting á fundi fiskverkafólks í Garðinum:
Kaup hefur lækkað um
meira en 20% frá 1988
13% hækkun flugumf er ðar stj óra umfram þjóðarsátt
^ Garði.
Á ANNAÐ hundrað manns víðs
vegar að af Suðurnesjum mætti
á fund sem verkalýðs- og sjó-
mannafélag Gerðahrepps boðaði
til á verkfallsdegi fiskverkunar-
fólks sl. miðvikudag og hefir slík
fundarsókn ekki sést í áraraðir,
ef ekki áratugi. Mættu leiðtogar
stjórnmálaflokkanna auk for-
svarsmanna í verkalýðshreyfing-
unni á fundinn, héldu tölur og
sátu fyrir svörum, en þingmenn
voru sparir á yfirlýsingar og
gylliboð þrátt fyrir að stutt er
til kosninga.
Fundurinn hófst með því að Guð-
mundur Gylfi Guðmundsson hag-
fræðingur hjá ASÍ gerði grein fyrir
skattahækkunum sem orðið hafa
undanfarin ár. Þar kom fram að
skattprósentan hefir hækkað frá
1988 úr 35,2% í 39,79%. (Skattar
eru enn hærri í sumum bæjarfélög-
um.) Þá kom fram í máli Guðmund-
ar að á árunum 1988-90 lækkaði
kaupmátturinn um 15% og skatt-
byrðin hækkað um 5%, sem þýðir
með öðrum orðum að kaupið hefur
lækkað um 20% milli áranna 1988
og 1990. Þá kom fram að síðan
þjóðarsáttin var gerð hefir kaup
ekki lækkað. Hins vegar kom fram
á fundinum að nú eru tekin 4% af
öllum launum í lífeyrissjóði, þannig
að þar kemur fram launalækkun
sem lítið er inni í umræðunni. Þá
kom fram hjá Guðmundi að tekju-
tap ríkissjóðs vegna sjómannafrá-
dráttar er á annan milljarð króna.
Næstur tók til máls Sigurður
T. Sigurðsson formaður Hlífar í
Hafnarfirði og fulltrúi Alþýðuband-
alagsins. Honum varð tíðrætt um
jöfnun lífskjara í landinu og taldi
að ekki hefði verið hægt að koma
þjóðarsáttinni á nema vegna þess
að Alþýðubandalagið hafi verið í
stjórn. Það kom fundarmönnum
nokkuð spánskt fyrir sjónir þegar
Sigurður hóf nú lestur yfir fólki
hvað Alþýðubandalagið legði
áherslu á, því hann hafði verið
kynntur sem verkalýðsforingi. Ver-
uleg hækkun skattleysismarka,
nýtt skattþrep á tekjur yfir 250
þúsund, tekjuskatt á fjármagnstekj-
ur, átak í byggingu kaupleiguíbúða
voru meðal þeirra málaflokka sem
hann nefndi. Hann taldi að nú væri
lag að hækka lægri launin.
Þegar hér var komið tók Finn-
bogi Björnsson oddviti við fundar-
stjórn og fyrst í pontu sté Kristín
Sigurðardóttir Kvennalista og hóf
lestur kosningaræðu sem fundar-
stjóri stöðvaði snarlega. Þá las hún
upp fréttatilkynningu sem Kvenna-
listinn hafði sent Ij'ölmiðlum þá um
daginn. Hún sagði að kvennalista-
konur legðu áherslu á - það væri
reyndar grundvallaratriði - að laun
nægðu til framfærslu og að Kvenn-
alistinn vildi lögfesta lágmarkslaun.
Þær vilja að persónuafsláttur sé
reiknaður út mánaðarlega og að
það verði tvö þrep á skattheimt-
unni. Kristín sagði að kerfið tæki
æ meira til sín en gæfi æ minna.
Karl Steinar Guðnason Alþýðu-
flokki sagðist ekki kominn á þennan
fund með nein yfirboð. Kaupmátt-
urinn væri allt of lágur. Allar að-
gerðir stjórnmálamanna á undan-
förnum árum að jafna lífskjörin
hefðu mistekist og þrátt fyrir að
flokksstjórn Alþýðuflokksins hefði
samþykkt sl. laugardag að hækka
ætti skattleysismörk kæmi það hin-
um verst settu ekki til góða. Karl
Steinar taldi að það hlyti að koma
að því að hagnaður í fiskverkun
kæmi verkafólkinu til góða.
Jóhann Einvarðsson framsókn-
armaður sagðist vera fylgjandi því
að skattleysismörk yrðu hækkuð
og sagðist vona að þjóðarsáttin yrði
endurnýjuð í haust. Hann sagði að
ekki mætti skerða þá velmegun sem
við búum við. Hann sagði það sína
persónulegu skoðun og hann velti
því fyrir sér hvort tekjuskatturinn
væri ekki farinn að missa marks.
Benti hann á að meginþorri starfs-
manna á skattstofum landsins væri
að puða við að fara yfir skattskýrsl-
ur einstaklinga á meðan kannski
10% mannaflans væri að vinna við
skýrslur atvinnurekenda og að
skýrslum um virðisaukaskatt. Þó
væri ljóst að hinn almenni skatt-
greiðandi hefði litla möguleika á
að svíkja undan skatti. Hins vegar
kannast allir við svokallaða svarta
vinnu.
Sigurður T. Sigurðsson sté nú
í pontu sem alþýðubandalagsmaður
en hafði litlu við að bæta. I kjölfar
hans kom Halldór Blöndal vara-
formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins. Hann byrjaði á því að
minna á að það hefði verið stórt
skref fram á við þegar tekin var
upp staðgreiðsla skatta. Hins vegar
væri skattkerfið vandmeðfarið og
núverandi ríkisstjórn hefði hækkað
skattana um tæp 5% og að skattar
sem dregnir væru af fólki væru nú
ef allt væri tekið með 45% en það
væri einmitt sú tala sem Alþýðu-
bandalagið kallaði hátekjuskatt í
sínum tillögum að tveimur skatt-
þrepum. Halldór taldi að það væri
verkaiýðshreyfingin og launþegarn-
ir sjálfir sem treystu sér ekki til
að láta fiskverkafólk fá fiskimanna-
afsjáttinn. Halldór sagði að lífskjör
á íslandi hefðu staðið í stað að
undanförnu á meðan þau hafa batn-
að í nágrannalöndunum. Hann taldi
að nýtt álver hefði getað bætt stöðu
okkar verulega. Treysta þyrfti út-
flutningsframleiðsluna og laða
besta fólkið í útflutningsgreinarnar.
aðeins brotabrot af þeirri hækkun
hefði skilað sér til fiskvinnslufólks
og að hækkun skatta á sl. tveimur
árum væri 240 þúsund á hverja
ijögurra manna fjölskyldu og þrátt
fyrir það væri ríkissjóður rekinn
með bullandi halla. Halldór sagði
erlendar skuldir hafa hækkað rosa-
lega í tíð núverandi stjórnar. Hann
sagðist vilja leggja Húsnæðismála-
stofnun niður og aðspurður sagði
hann að sjálfstæðismenn vildu
leggja niður verðjöfnunarsjóð.
Loks má nefna að fram kom í
máli Halldórs Blöndal að flugum-
ferðarstjórar fá 13% meiri hækkun
en aðrir á þjóðarsáttartíma.
Almennt voru svör leiðtoganna á
fundinum loðin en í grófum dráttum
má segja, að leiðtogar stjórnar-
flokkanna séu ánægðir með þjóðar-
sáttina. Kvennalistakonur vilja lög-
binda lágmarkslaun og sjálfstæðis-
menn vilja fá að komast að og taka
á vandanum. Verkalýðsforystan
virðist ekki vera tilbúin að láta fisk-
verkafólk fá fiskimannaafsláttinn.
Og Sigurður T. Sigurðsson taldi,
að allir ættu að fá hækkun persónu-
afsláttar, en ekki aðeins einstakir
hópar.
- Arnór
lfinnupallar - Sölutilboð
Gefum 20-30% af slátt af
nokkrum vinnupöllum í mars
Álhjólapallar
Pallar hf.
Dalvegi 16, Kópavogi,
símar 641020-42322.
Veggjapallar
Innivinnupallar
r ét
LJ0SI
VINNU-
HERBERGIÐ
Rafkaup
ÁRMÚLA 24-SlMAR 681518-681574