Morgunblaðið - 03.04.1991, Side 2

Morgunblaðið - 03.04.1991, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ' MIÐVIKLÍDAGUR 3. ÁPRÍL 1991 v -V Á t 'X iiu :r.u Vaka SU 9 komin heim Morgunblaðið/Snorri Snorrason FJÖLVEIíHSKIPIÐ Vaka SU 9 er komið til heimahafnar eftir allnokkrar tafír í skipasmíðastöðinni á Spáni. Fjöldi fólks tók á móti skipinu á Reyðarfirði á annan dag páska og sigldi með því milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Myndin var tekin þegar Vaka sigldi inn Reyðarfjörð. Nú er verið að búa skipið á veiðar. Sjá nánar „Vöku fagnað“ á bls. 2c I Úr verinu í dag. Spáð er 1,2% hækkun lánskjaravísitölu í maí Samsvarar 15% hækkun á ári SEÐLABANKINN spáir því að lánskjaravísitalan hækki um 1,2% í maí en þá kemur inn í útreikning vísitölunnar hækkun launavísi- tölunnar vegna launahækkana I. mars. Umreiknað til árshækkunar samsvarar sú hækkun 15,1% verðbólgu. Bankinn spáir minni hækk- un vísitölunnar næstu mánuði. Yngvi Örn Kristinsson, forstöðu- maður peningamáladeildar Seðla- bankans, sagði í gær að spár bank- ans gerðu ráð fyrir 7,1% hækkun lánskjaravísitölunnar á þessu ári. Ekki væri útlit fyrir annað en að það stæðist. Spáð er 0,3% hækkun í júní (3,9% árshækkun), 0,4% í júlí (5,4% árshækkun), 0,9% í ágúst (10,7% hækkun á' ári) og 0,2% hækkun í september (2,3% hækkun á ári). í ágúst koma áhrif launa- hækkana 1. júní inn í útreikning lánskjaravísitölunnar. Ef þessar áætlanir standast verður lánskjara- vísitalan í september 3.127 stig og samsvarar hækkun hennar frá jan- úar 8,1% hækkun á ári. Plastpokar í verslun- um hækka um 60% PLASTPOKAR í matvöruversl- unum hækkuðu um síðustu mán- aðamót um þijár krónur, úr 5 kr. stykkið í 8 kr. Þetta er 60% hækkun. Magnús E. Finnsson, formaður Kaupmannasamtak- anna, sagði að verð á plastpokum til neytenda hefði ekki hækkað Alþj óðah valveiðiráðið: Hvalveiðibann til aldamóta þýðir úrsögn Islendinga segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra SAMÞYKKI Alþjóðahvalveiðiráðið tillögu á ársfimdi sínum í Reykjavík í vor um áframhaldandi hvalveiðibann til aldamóta, mun það leiða til úrsagnar Islands úr ráðinu, að mati Halldórs Asgrímssonar sjávarútvegsráðherra. Halldór ræddi um páskahelg- ina við bandariska ráðherra um hvalveiðimál, og kynnti þeim til- lögu sem ísland hefur lagt fyrir hvalveiðiráðið, sem felur í sér að Islendingar fái að veiða 90-100 langreyðar og 200 hrefnur árlega á meðan ráðið hefur ekki samþykkt nýjar veiðistjómunarað- ferðir. „Við höldum því fram að það verði að taka ákvörðun um fram- Tekin fyr- ir fíkni- efnaneyslu og innbrot TÍU ungmenni voru handtek- in í húsi við Vitastíg á páska- dag grunuð um fíkniefna- neyslu. Sjö þeirra voru vistuð í fangageymslu. A staðnum fannst áfengi og annað sem talið er að stolið hafi verið í innbroti í veitingahúsið Pét- ursklaustur fyrr sama dag. Lögreglan fór á staðinn í Ieit að 16 ára unglingsstúlku sem saknað var að heiman og reynd- ist hún vera þar ásamt níu öðr- um ungmennum. Öll voru undir áhrifum vímuefna. Einnig var á staðnum mikið af sprautum, nálum og; öðrum áhöldum til fíkniefnaneyslu. Nokkrir við- staddra játuðu að hafa sprautað í sig amfetamíni og áfengi. íbúð- in var á tjá og tundri eftir lang- varandi óreglu og húsráðandi ekki viðstaddur. Á staðnum fundust áfengis- flöskur, sem raktar voru til veit- ingastaðarins Pétursklausturs en þar hafði verið brotist inn fyrr um daginn og stolið um 20 áteknum áfengisflöskum og ein- hvetju af tóbaki. tíð hvalveiða á ársfundinum í vor. í fyrra áttu menn von á að tillaga um framlengingu hvalveiðibanns- ins kæmi fram en það varð ekki og málum frestað til þessa fund- ar. Ef menn vilja svo fresta því áfram til aldamóta er það ákvörð- un út af fyrir sig, en slík ákvörðun væri á engan hátt viðunandi fyrir okkur og myndi að mínu mati leiða til úrsagnar út Alþjóðahvalveiði- ráðinu. Eg held raunar að ábyrgir aðilar innan ráðsins geri sér grein fyrir þessari staðreynd og vilji ná fram málamiðlun til að bjarga framtíð ráðsins. Við viljum vinna að slíkum málamiðlunum og leggj- um þessa tillögu fram í þeim and%“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Tillagan er um að leyfa árlega veiðar á 1% af stofni á svæði við- komandi hvalategundar og 2% á viðkomandi veiðisvæði. Þetta myndi þýða veiði á 90-100 lang- reyðum og 200 hrefnum á ári. Að sögn Jóhanns Siguijónssonar sjáv- arlíffræðings er þama alls ekki verið að leggja fram tillögur um hámarksnýtingu þessara stofna heldur aðeins tímabundna lausn. Þegar Halldór var spurður hvort vera Islendinga í hvalveiðiráðinu væri háð því að ráðið úthlutaði þeim veiðiheimildum í vor, svaraði hann að ekkert væri ásættaniegt annað en að nýting þessara stofna hæfist, þótt ekki væru miklar von- ir til að veiðar gætu hafíst í sum- ar. „Ég er ekki með nákvæma dagsetningu í því sambandi en að fresta öllu til næstu aldamóta er langt frá því að vera viðunandi," sagði Halldór. ákvörðunum frestað, m.a. vegna þess að ekki lágu fýrir tillögur um nýtt veiðistjórnunarkerfi, og á meðan þótti ekki rétt að ákveða aflamörk samkvæmt gamla kerf- inu. Ekki er talið líklegt að nýja kerfið verði tilbúið á fundinum í vor, en þá þarf m.a. að úthluta kvóta vegna svonefndra frum- byggjaveiða. „Bandaríkjamenn óska eftir veiðum úr sléttbaksstofninum fyr- ir Alaskaeskimóa, og þar þurfa stjómunaraðferðir að liggja til gnmdvallar. Hvort það er gamla aðferðin, sú nýja, eða sú sem við leggjum til, gildir að okkar mati einu, en þá verður sama aðferðin að gilda um okkar stofna,“ sagði Halldór. í Bandaríkjunum ræddi hann m.a. við Robert Mosbaeker við- skiptaráðherra, Edward Der- winski fyrrum aðstoðarutanríkis- ráðherra, og Knauss, nýjan yfir- mann NOAA, veðurfræði- og sjáv- arútvegsdeildar viðskiptaráðu- neytisins sem jafnframt verður aðalfulltrúi Bandaríkjanna í Al- þj óðahvalveiðir áðinu. „Ég er þokkalega ánægður með þessa fundi, án þess að ég telji að þeir hafi valdið straumhvörfum. Mér finnst viðbrögð ráðherranna sem ég talaði við mjög góð, og vænti þess að það muni greiða fyrir lausn á þessu máli; framtíð- inni. Mér fannst vera skilningur á að líta þyrfti á málið í vtðara sam- hengi út frá heildarhagsmunum okkar og samskiptum landanna almennt. Síðan verður að koma í Ijós hvernig spOast úr hlutunum á fundinum í vor,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Sjá frétt um aukafund vís- indanefndar Alþjóðahval- veiðiráðsins á bls. 39. í tvö ár en á sama tíma hefðu pokarnir hækkað í innkaupum um 70-80%. „Það hefur orðið hækkun erlend- is á hráefni og auk þess hefur vinnsla hjá framleiðendum eitthvað hækkað þannig að við vorum ásátt- ir um að hækka verð á pokunum,“ sagði Magnús. Helmingur af verði hvers plast- poka að frádregnum virðisauka- skatti rennur til Landverndar, en samningur var um það gerður til eins árs milli Kaupmannasamtak- anna og Landverndar í apríl 1989. Síðan hefur samningurinn tvívegis verið framlengdur um eitt ár. Magnús sagði að Landvernd hefði frá 1989 úthlutað 23-24 milljónum kr. til landgræðsluverkefna á veg- um ýmissa félaga. Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri Plastprents sagði að hráefni erlendis til plastpokagerðar hefðu hækkað um 40% síðustu sex mánuði síðasta árs. « ♦ ♦ Margeir varð í 2-14. sæti MARGEIR Pétursson varð í 2-14. sæti á opna skákmótinu í New York, sem haldið var um páska- helgina, Hann hlaut 6 vinninga af 8 en sigurvegarinn, Goldin frá Sovétríkjunum, fékk 6 vinning. Helgi Olafsson endaði með 5 vinn- inga og Benedikt Jónasson með 4. Benedikt átti lengi möguleika á sér- stökum verðlaunum fyrir besta ár- angur skákmanns með 2.400 skák- stig eða minna, en tapaði fyrir Helga í síðustu umferð. Jafnir Margeiri voru þekktir skák- menn eins og Ehlvest, Kamsky, DeF- irmian, Dreev, Lautier, Kudrin og Wolff. Um 140 skákmenn tióku þátt í efsta styrkleikaflokknum. Steingrímur Hermannsson: Styð ekki ummæli fjár- málaráðherra um lækna STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segir í bréfi til formanna Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur að hann styðji ekki ummæli Ijármálaráðherra um lækna, sem fram komu í sjónvarpsfréttuni 23. mars sL Bréfið er svar við spurningu sem sljórn- ir læknafélaganna sendu forsætisráðherra um helgina ásamt yfirlýs- ingu þar sem ummæli fjármálaráðherra eru fordæmd og harmað, að ráðherrann skuli ekki hafa séð sóma sinn í því að draga þau til baka. í svari sínu segir forsætisráð- herra að hann styðji ekki ummæli fjármálaráðherra enda hafi hann engar hótanir eins og þær sem Ejár- málaráðherra vísar til, heyrt, þegar hann hafi rætt við lækna um kjara- baráttu þeirra. Segir hann að fjár- málaráðherra hljóti að taka sjálfur fulla ábyrgð á þeim ályktunum, sem fram koma í hans orðum. fram, að hann telji afar óviðeigandi ýmsar þær setningar, sem fram komi í greinargerð með kröfum lækna í janúar sl. og segist treysta því að þær hafi yerið settar fram áð lítt hugsuðu máli, í hita deilunn- ar. Þá kveðst hann vera þeirrar skoðunar, að kjör lækna á sjúkra- húsum eigi að ákveða af kjaradómi og að aðskiija eigi betur þá þjón- -A AÍðastii Arsfundi ráðsins- yar.....Steingrímur.. .tekur.. .jafnframt... ustu sem. .veitt. er á- sjúkrahösum og af sjálfstætt starfandi sérfræð- ingum. í yfirlýsingu stjórnar Læknafé- lags Reykjavíkur 29. mars eru ummæli og svör fjármálaráðherra í deilunni harðlega gagnrýnd. Hafna læknar viðræðum við fjár- málaráðherra um heilbrigðismál, fyrr en hann hafi beðið þá afsökun- ar á ummælum sínum og segjast jafnframt munu fylgja því eftir að fá ummæli hans dæmd dauð og ómerk. Sjá bréf forsætisráðherra og yfirlýsingar Læknafélags Reykjavíkur á bls. 70 og viðtal við Þórð Harðarson, lækni, á miðopnu. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.