Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVlKUDAGUIi .3. APJGL .139,1 .44 Brúðkaup Figaros í Óperunni í Þrándheimi: Sigrún og Sveinn fá góða dóma gagnrýnenda SIGRUN Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Sveinn Einarsson leik- stjóri fá góða dóma norskra gagnrýnenda í umfjöllun þeirra um hátíðarsýningu Óperunnar í Þrándheimi á Brúðkaupi Figaros eft- ir Mozart, en óperan var frumsýnd í byrjun mars. Sveinn leikstýr- ir uppfærslunni og Sigrún syngur hlutverk Súsönnu. IdaLou Larsen, gagnrýnandi Nationen í Ósló, kallar sýninguna hljómleikhús (musikteater) þar sem í höndum Sveins Einarssonar sé bæði tónlistinni og leiklistinni gert jafn hátt undir höfði. Hún segir Svein hafa máð burtu klisjur, sem gjarnan einkenni sýningar á Brúð- kaupinu og í höndum hans öðlist þessi ópera Mozarts nýtt líf sem spennandi sálfræðileg könnun á ástinni í allri sinni margbreytilegu mynd. IdaLou Larsen gefur sýningunni í heild góða einkunn og sömuleiðis söngvurum, hún segir Sigrúnu Hjálmtýsdóttur ómótstæðilega og þokkafulla í hlutverkinu. Arnulf Ormdal, gagnrýnandi Adresseavisen í Þrándheimi tekur að miklu leyti í sama streng, en leggur enn meiri áherslu á frammi- stöðu Sigrúnar og segir hana ná að gera Súsönnu að þungamiðju óperunnar, hún geisli af leikgleði og búi yflr mikilli og góðri rödd. „I Sigrúnu Hjálmtýsdóttur finnum við frábæra söngkonu með með- fædda töfra og útgeislun," segir Arnulf Ormdal. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Njaal Sparbo sem Súsanna og Figaro í sýningu Óperunnar í Þrándheimi á Brúðkaupi Figaros eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sest var að snæðingi að afloknu námskeiði. Miklaholtshreppur: Fræðslunámskeið um meðhöndlun kindakjöts Borg í Mikiaholtshreppi. KONUR í kvenféláginu Liljunni í Miklaholtshreppi gengust fyrir fræðsl- unámskeiði í meðhöndiun kindakjöts og borðskreytingu. Leiðbeinendur voru Gunnar Páll Ingólfsson kjötiðnaðarmeistari og Unnur Rúnarsdótt- ir. Gunnar Páll sýndi kjötskurð og útskýrði hversu mikilvægt væri að meðhöndlun kjötsins væri á þann hátt að neytandinn þyrfti sem minnst að hafa fyrir að matbúa vöruna. Stórt atriði væri að matbua og skera kjö- tið ferskt, strax í sláturtíð, setja það í pakkningar, að varan væri á allan hátt aðgengileg. Samstæð stykki í kassa og hreinsað af því himnur og fíta. Það hlyti að vera mikið hags- munamál að frágangur kjötsins sé sem hagstæðastur til að auka söl- una. Ef tækist að breyta útliti þess á þann hátt að þó ekki væri nema að kjötneysla ykist um einn dag í viku hverri væri stór vandi leystur í sölu þessarar góðu og hollu vöru. Þátttakendur í þessu fræðslu- námskeiði öðluðust mikla fræðslu og Gunnar Páll Ingólfsson sýnir meðhöndlun kjöts. komu heim ánægðir eftir gott og fróðlegt dagsverk. 28 konur og karl- ar sóttu þetta námskeið. - Páll SJÁLPSTÆDiSFLOKKURINN F F. I. A (i S S T A R F Seltjarnarnes Kosningaskrifstofa Höfum opnað kosningaskrifstofu á Austurströnd 3, 3. hæð. Hún verður opin frá kl. 17.00-19.00 virka daga og frá kl. 13.00- 16.00 um helgar. Munið utankjörstaðakosningu fyrir þá, sem verða fjarverandi á kjör- dag 20. apríl. Veitum alla aðstoð og upplýsingar í síma 611220. Verið velkomin á skrifstofuna. Sjálfstæðisfélag Seltirninga. Húsvíkingar - Þingeyingar Sjálfstæðisflokkurinn efnir til almenns fund- ar í (jag, miðvikudaginn 3. apríl, i félags- heimilinu á Húsavik kl. 21.00. Ávarp flytja: Bjöm Bjarnason, Halldór Blöndal, Svanhild- ur Árnadóttir og Jón Helgi Björnsson. Reykjanes Njarvík - Keflavík - Garður - Sandgerði - Hafnir Opinn fundur í Stapa, Keflavik, föstudaginn 5. apríl kl. 20.30. Frummælendur: Ólafur G. Einarsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Árni R. Árnason. Fundarstjóri: Jónína Guðmundsdóttir. Suðurnesjafólk fjölmennið. Við erum framtíðin ÓlafurG. Einarsson Salóme Þorkelsdóttir Árni M. Mathiesen Árni R. Árnason Sigríður A. Þórðardóttir María E. Ingvadóttir Dr. Gunnar I. Birgisson Viktor B. Kjartansson Kolbrún Jónsdóttir Lovísa Christiansen SigurðurHelgason Pétur Stefánsson Sigurður ValurÁsbjarnarson Guðrún Stella Gissurardóttir IngvarÁ. Guðmundsson GuðmarE. Magnússon Hulda Matthíasdóttir Þengill Oddsson Halla Halldórsdóttir Ragnheiður Clausen Eðvarð Júlíusson MatthíasÁ. Mathiesen. Garðabær Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisfélögin í Garöabæ hafa opnað kosningaskrifstofu í Lyng- ási 12. Fyrst um sinn verður opið frá kl. 14.00-18.00 alla daga. Siminn er 54084. Starfsmaður Bjarki Már Karlsson. Sjálfstæðisfélögin. Hveragerði D-listinn á Suðurlandi boðar til almenns stjórnmálafundar á Hótel Örk i Hveragerði í dag, miðvikudaginn 3. april, kl. 20.30. Á fundinn mæta Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen, Eggert Haukdal, Drífa Hjartardóttir, Arndís Jónsdóttir og Þórir Kjartansson. Hvergerðingar og Ölfusingar eru hvattir til að mæta á fundinn. Sjálfstæðisflokkurínn. Víkingur félag ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði. Heldur kynningarfund með ungu fólki vegna alþinigskosninganna. Fundurinn verður haldinn á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki, föstudaginn 5. april kl. 21.00 A fundinn koma frambjóöendur Sjálfstæðisflokksins og Þorgrímur Daníelsson, fulltrúi ungs fólks í miðstjórn. Allir velkomnir. Vikingur FÉLAGSLÍF □ GLITNIR 5991437 = 1 □ HELGAFELL 5991437 IV/V 2 FRL I.O.O.F. 9 = 172438'h = 9.I. I.O.O.F. 7 = 172438Ú2 =FI. REGLA MUSTERISRIDDARA RM Hekla 3.4. VS Hörgshlíð12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30. Sönghópurinn Án skilyrða, Þor- valdur Halldórsson stjórnar. Prédikun og fyrirbænir. 'Ufamit fM^ H ÚTIVIST GRÓFINNI 1 • REYKJAVÍK - SÍMI/SÍMSVARI14606 Myndakvöld fimmtud. 4. apríl. Kári Kristjáns- son sýnir myndirfrá Herðubreið- arlindum, Kverkfjöllum, Öskju og víðar frá svæðinu norðan Vatna- jökuls. Egill sýnir myndir frá Vestfjörðum. Kaffihlaðborð í hléi. Sjáumst á myndakvöldinu! IJtivist. Sjöunda minningarmót um Harald Pálsson, skíðakappa Tvíkeppni í svigi og göngu hefst kl. 14.00 nk. sunnudag 7. apríl í Bláfjöllum. Nafnakall kl. 13.00 við gamla Borgarskálann í Blá- fjöllum. Mótstjóri verður Viggó Benediktsson. Upplýsingar í síma 12371. Ef veður verður óhagstætt verður tilkynning í Ríkisútvarpinu kl. 10.00á keppn- isdaginn. Skíðaráð Reykjavíkur, ÉSAMBAND ISLENZKRA _.'KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Benedikt Arnkels- son. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.