Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991 Hrönn Johannsen — 16 Thelma Guðmundsdóttir Ragnheiður Hjaltadóttir Sigrún Þorgilsdóttir — Ásta Hrafnhildur Garð- ára'. Hæð: 180 cm. — 16 ára. Hæð: 173 cm. — 18 ára. Hæð: 170 cm. 17 ára. Hæð: 174 cm. arsdóttir — 19 ára. Hæð: 170 cm. Þórey Vilhjálmsdóttir - Sif Jónsdóttir - 18 ára. Valdís Árnadóttir - 19 Andrea Róbertsdóttir - Hjördís Árnadóttir - 17 18 ára. Hæð: 171 cm. Hæð: 177 cm. ára. Hæð: 176 cm. 16. ára. Hæð: 178 cm. ára. Hæð: 175 cm. Nýtt líf og Elite leita að ljósmyndafyrirsætum ALLMARGAR íslenskar stúlkur starfa sem fyrirsætur erlend- is. Stór hluti þeirra hefur hafið feril sinn í kjölfar Elite-keppn- innar og myndir af íslenskum Elite-fyrirsætum prýða mörg stærstu og þekktustu tískublöð veraldar. Fulltrúi Elite í París, Pierre Champaux, hefur valið tíu stúlk- ur til þátttöku í úrslitakeppninni sem fram fer á veitingastaðnum Ömmu Lú fimmtudaginn 4. apríl. Stúlkurnar verða kynntar á tískusýningu sem þau Sóley Jó- hannsdóttir danskennari og Simbi hárgreiðslumeistari sjá um. Auk þess verða á dagskrá ýmis skemmtiatriði en um mið- nætti kemur í ljós hvaða stúlka hlýtur sæmdartitilinn „Útlit árs- ins 1991!. Það er til mikils að vinna að þessu sinni. Stúlkan sem fer með sigur að hólmi hlýtur margar og veglegar gjafir. Hún verður einn- ig fulltrúi Islands í keppni í New York þar sem koma saman stúlk- ur frá 36 löndum og keppa um titilinn „Look of the Year 1991“. Sigurvegarinn í New York hlýtur starfssamning við Elite sem hljóðar upp á 8.600.000,- íslenskar krónur. (Fréttatilkynning-) Bókhalds- nám Markmið námsins er að þátttakendur verði ftdlfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það aUt árið. jbfftff. ijfttt 1(4^4 foátftf- átfátá/flf- ^ttttttttttftttáiff^f/. Á námskeiðinu verður eftirfarandi kennt: * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og reglugerðir * Viroisaukaskattur * Raunhæf verkefni, fylgiskiöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launabókhald Námskeiðið er 72 klst Næsta grunnnámskeið hefst 9. apríl. og bóxhaldsnámið hefst 17. apríl. Innritun er þegar hafin. Skoðanakönnun SKÁÍS fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: 60,6% vilja fækka þingmönnum Rúm 60% fylgjandi jöfnu vægi atkvæða SAMKVÆMT niðurstöðu skoðanakönnunar SKÁÍS, sem gerð var fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, vilja 60,6% aðspurðra fækka þingmönnum, 30,7% vilja halda tölu þingmanna óbreyttri, enginn vill að þingmönnum verði fjölgað en 8% sögðust vera óákveðnir. Einnig var könnuð afstaða sva- renda til kjördæmaskipunarinnar. Spurt var :„Ert þú fylgjandi því að landið verði eitt kjördæmi, landinu verði skiptí einmennings- kjördæmi eða kjördæmaskipan verði óbreytt?“ Niðurstaðan var, að 48,5% sögðust vilja óbreytta kjördæma- skipan, 16,4% vildu gera landið að einu kjördæmi, 12,4% vildu ein- menningskjördæmi, 3,4% gáfu annað svar, 3,5% voru óakveðnir og 15,8% kváðust ekki þekkja málið. í könnuninni var einnig spurt: „Ert þú fylgjandi því að vægi at- kvæða verði jafnað þannig að hver kjósandi hafi sem næst eitt at- kvæði án tillits til búsetu, en það merkir að svipað atkvæðamagn sé á bakvið hvern kjörinn þing- mann?“ 60,8% sögðust vera fylgjandi jöfnu atkvæðavægi en 25,2% voru því mótfallnir. 8,6% sögðust vera fylgjandi jafnara vægi atkvæða, 3,7% voru óákveðnir og 1,7% kváð- ust ekki þekkja málið. VINKLAR Á TRÉ Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Loks voru svarendur spurðir hvort þeir teldu tveggja flokka kerfi æskilegt á íslandi. 49,4% svöruðu því játandi, 44% neitandi en 6,2% voru óákveðnir. • Afstaða kjósenda flokkanna í könnuninni var einnig athugað hvernig afstaða til þessara spurn- inga skiptist eftir^ stuðningi við stjórnmálaflokka. í ljós kom að 57,7% stuðningsmanna Alþýðu- flokks vilja að þingmönnum verði fækkað. 66,3% stuðningsmanna Framsóknarflokks, 55,9% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks, 25% stuðningsmanna Alþýðubanda- lags, 62,9% stuðningsmanna Kvennalista og 72,7% stuðnings- manna annarra flokka, svöruðu spurningunni játandi. 87,5% Alþýðubandalagsmanna vilja hins vegar að kjördæmaskip- anin verði óbreytt. Sama svar gáfu 67,3% stuðningsmanna Alþýðu- flokks, 57,1% stuðningsmanna Framsóknarflokks, 44,7% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks, 47,2% stuðningsmanna Kvenna- lista og 27,3% stuðningsmanna annarra flokka. 17,3% þeirra sem kvaðust styðja Alþýðuflokkinn vilja að landinu verði skipt í einmenningskjör- dæmi, 12,2% stuðningsmanna Framsóknarflokks og 13,7% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks eru einnig á þeirri skoðun, hins vegar er enginn stuðningur við hugmyndina meðal fylgismanna annarra flokka. Þá vill enginn stuðningsmaður Alþýðubandalags að landið verði eitt kjördæmi, 7,7% stuðningsmanna Alþýðuflokks eru því fylgjandi, 12,2% stuðnings- manna Framsóknarflokks, 20,5% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokks, 19,4% stuðningsmanna Kvennalista og 27,3% stuðnings- manna annarra flokka. Hugmyndin um jafnt vægi at- kvæða á minnstan hljómgrunn meðal fylgissmanna Alþýðubanda- lagsins en 35,3% þeirra sögðust styðja hugmyndina. 59,5% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks vilja jafnt atkvæðavægi. 62,3% stuðn- ingsmanna Alþýðuflokks, 54,6% stuðningsmanna Framsóknar- flokks, 61,1% stuðningsmanna Kvennalista og 81,8% stuðnings- manna annarra flokka sögðust vera því fylgjandi. Afstaðan til tveggja flokka kerfis er einnig mjög mismunandi á milli fylgismanna flokkanna. 62,2% stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins telja það æskilegt, skv. könnuninni. 43,4% stuðnings- manna Alþýðuflokks, 52,5% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokks, 31,2% stuðningsmanna Alþýðubandalags, 30,6% stuðn- ingsmanna Kvennalista og 72,7% stuðningsmanna annarra flokka sögðust vera á þeirri skoðun. Könnunin var gerð dagana 19. - 24. mars og var beint til þeirra sem svöruðu í síma og voru 18 ára eða eldri í alls 800 númera úrtaki. Náðist til 75,3% úrtaksins og voru niðurstöður leiðréttar eftir kyni og stærð aldurshópa. ■ NÁMSKEIÐ í ofurminni verða haldin í Hótel Lind Rauðarárstíg 18 næstu vikur. Leiðbeinandi er Guðmundur Rúnar Ásmundsson. Á námskeiðunum er kennd tækni til að bæta minnið og nýtist hún sérstaklega vel við allt nám. Hvert námskeið tekur 16 klukkustundir og stendur í tvo daga. Hægt er að semja um námskeið fyrir starf- mannafélög og aðra hópa. Innritun er hjá Heilsuvali, Barónsstíg 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.