Morgunblaðið - 03.04.1991, Síða 50

Morgunblaðið - 03.04.1991, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991 Hrönn Johannsen — 16 Thelma Guðmundsdóttir Ragnheiður Hjaltadóttir Sigrún Þorgilsdóttir — Ásta Hrafnhildur Garð- ára'. Hæð: 180 cm. — 16 ára. Hæð: 173 cm. — 18 ára. Hæð: 170 cm. 17 ára. Hæð: 174 cm. arsdóttir — 19 ára. Hæð: 170 cm. Þórey Vilhjálmsdóttir - Sif Jónsdóttir - 18 ára. Valdís Árnadóttir - 19 Andrea Róbertsdóttir - Hjördís Árnadóttir - 17 18 ára. Hæð: 171 cm. Hæð: 177 cm. ára. Hæð: 176 cm. 16. ára. Hæð: 178 cm. ára. Hæð: 175 cm. Nýtt líf og Elite leita að ljósmyndafyrirsætum ALLMARGAR íslenskar stúlkur starfa sem fyrirsætur erlend- is. Stór hluti þeirra hefur hafið feril sinn í kjölfar Elite-keppn- innar og myndir af íslenskum Elite-fyrirsætum prýða mörg stærstu og þekktustu tískublöð veraldar. Fulltrúi Elite í París, Pierre Champaux, hefur valið tíu stúlk- ur til þátttöku í úrslitakeppninni sem fram fer á veitingastaðnum Ömmu Lú fimmtudaginn 4. apríl. Stúlkurnar verða kynntar á tískusýningu sem þau Sóley Jó- hannsdóttir danskennari og Simbi hárgreiðslumeistari sjá um. Auk þess verða á dagskrá ýmis skemmtiatriði en um mið- nætti kemur í ljós hvaða stúlka hlýtur sæmdartitilinn „Útlit árs- ins 1991!. Það er til mikils að vinna að þessu sinni. Stúlkan sem fer með sigur að hólmi hlýtur margar og veglegar gjafir. Hún verður einn- ig fulltrúi Islands í keppni í New York þar sem koma saman stúlk- ur frá 36 löndum og keppa um titilinn „Look of the Year 1991“. Sigurvegarinn í New York hlýtur starfssamning við Elite sem hljóðar upp á 8.600.000,- íslenskar krónur. (Fréttatilkynning-) Bókhalds- nám Markmið námsins er að þátttakendur verði ftdlfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það aUt árið. jbfftff. ijfttt 1(4^4 foátftf- átfátá/flf- ^ttttttttttftttáiff^f/. Á námskeiðinu verður eftirfarandi kennt: * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og reglugerðir * Viroisaukaskattur * Raunhæf verkefni, fylgiskiöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launabókhald Námskeiðið er 72 klst Næsta grunnnámskeið hefst 9. apríl. og bóxhaldsnámið hefst 17. apríl. Innritun er þegar hafin. Skoðanakönnun SKÁÍS fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: 60,6% vilja fækka þingmönnum Rúm 60% fylgjandi jöfnu vægi atkvæða SAMKVÆMT niðurstöðu skoðanakönnunar SKÁÍS, sem gerð var fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, vilja 60,6% aðspurðra fækka þingmönnum, 30,7% vilja halda tölu þingmanna óbreyttri, enginn vill að þingmönnum verði fjölgað en 8% sögðust vera óákveðnir. Einnig var könnuð afstaða sva- renda til kjördæmaskipunarinnar. Spurt var :„Ert þú fylgjandi því að landið verði eitt kjördæmi, landinu verði skiptí einmennings- kjördæmi eða kjördæmaskipan verði óbreytt?“ Niðurstaðan var, að 48,5% sögðust vilja óbreytta kjördæma- skipan, 16,4% vildu gera landið að einu kjördæmi, 12,4% vildu ein- menningskjördæmi, 3,4% gáfu annað svar, 3,5% voru óakveðnir og 15,8% kváðust ekki þekkja málið. í könnuninni var einnig spurt: „Ert þú fylgjandi því að vægi at- kvæða verði jafnað þannig að hver kjósandi hafi sem næst eitt at- kvæði án tillits til búsetu, en það merkir að svipað atkvæðamagn sé á bakvið hvern kjörinn þing- mann?“ 60,8% sögðust vera fylgjandi jöfnu atkvæðavægi en 25,2% voru því mótfallnir. 8,6% sögðust vera fylgjandi jafnara vægi atkvæða, 3,7% voru óákveðnir og 1,7% kváð- ust ekki þekkja málið. VINKLAR Á TRÉ Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Loks voru svarendur spurðir hvort þeir teldu tveggja flokka kerfi æskilegt á íslandi. 49,4% svöruðu því játandi, 44% neitandi en 6,2% voru óákveðnir. • Afstaða kjósenda flokkanna í könnuninni var einnig athugað hvernig afstaða til þessara spurn- inga skiptist eftir^ stuðningi við stjórnmálaflokka. í ljós kom að 57,7% stuðningsmanna Alþýðu- flokks vilja að þingmönnum verði fækkað. 66,3% stuðningsmanna Framsóknarflokks, 55,9% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks, 25% stuðningsmanna Alþýðubanda- lags, 62,9% stuðningsmanna Kvennalista og 72,7% stuðnings- manna annarra flokka, svöruðu spurningunni játandi. 87,5% Alþýðubandalagsmanna vilja hins vegar að kjördæmaskip- anin verði óbreytt. Sama svar gáfu 67,3% stuðningsmanna Alþýðu- flokks, 57,1% stuðningsmanna Framsóknarflokks, 44,7% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks, 47,2% stuðningsmanna Kvenna- lista og 27,3% stuðningsmanna annarra flokka. 17,3% þeirra sem kvaðust styðja Alþýðuflokkinn vilja að landinu verði skipt í einmenningskjör- dæmi, 12,2% stuðningsmanna Framsóknarflokks og 13,7% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks eru einnig á þeirri skoðun, hins vegar er enginn stuðningur við hugmyndina meðal fylgismanna annarra flokka. Þá vill enginn stuðningsmaður Alþýðubandalags að landið verði eitt kjördæmi, 7,7% stuðningsmanna Alþýðuflokks eru því fylgjandi, 12,2% stuðnings- manna Framsóknarflokks, 20,5% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokks, 19,4% stuðningsmanna Kvennalista og 27,3% stuðnings- manna annarra flokka. Hugmyndin um jafnt vægi at- kvæða á minnstan hljómgrunn meðal fylgissmanna Alþýðubanda- lagsins en 35,3% þeirra sögðust styðja hugmyndina. 59,5% stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokks vilja jafnt atkvæðavægi. 62,3% stuðn- ingsmanna Alþýðuflokks, 54,6% stuðningsmanna Framsóknar- flokks, 61,1% stuðningsmanna Kvennalista og 81,8% stuðnings- manna annarra flokka sögðust vera því fylgjandi. Afstaðan til tveggja flokka kerfis er einnig mjög mismunandi á milli fylgismanna flokkanna. 62,2% stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins telja það æskilegt, skv. könnuninni. 43,4% stuðnings- manna Alþýðuflokks, 52,5% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokks, 31,2% stuðningsmanna Alþýðubandalags, 30,6% stuðn- ingsmanna Kvennalista og 72,7% stuðningsmanna annarra flokka sögðust vera á þeirri skoðun. Könnunin var gerð dagana 19. - 24. mars og var beint til þeirra sem svöruðu í síma og voru 18 ára eða eldri í alls 800 númera úrtaki. Náðist til 75,3% úrtaksins og voru niðurstöður leiðréttar eftir kyni og stærð aldurshópa. ■ NÁMSKEIÐ í ofurminni verða haldin í Hótel Lind Rauðarárstíg 18 næstu vikur. Leiðbeinandi er Guðmundur Rúnar Ásmundsson. Á námskeiðunum er kennd tækni til að bæta minnið og nýtist hún sérstaklega vel við allt nám. Hvert námskeið tekur 16 klukkustundir og stendur í tvo daga. Hægt er að semja um námskeið fyrir starf- mannafélög og aðra hópa. Innritun er hjá Heilsuvali, Barónsstíg 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.