Morgunblaðið - 03.04.1991, Page 51

Morgunblaðið - 03.04.1991, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991 51 Það sem sannara reynist eftir Magdalenu Thoroddsen Aðalsteinn Jóhannsson, ekki veit ég frékari deili á manninum, hefur skrifað aldarminningu um Helga Hermann Eiríksson, og birt- ist sú ritsmíð í Morgunblaðinu 13. febrúar 1991. Helgi var að vísu fæddur í maí 1890, svo að eftir því væri þetta nær því að vera einnar aldar og eins árs minning. Ekki skal fjölyrt um það. Nú vill.svo til, að í grein þess- ari veður uppi hver villan annarri verri, þannig að ekki verður við unað af afkomendum þeirra sem þarna eru nefndir. Þær villur sem ég sé við fyrsta yfirlestur ætla ég að leiðrétta en vafalaust eru fleiri, sem aðrir þá vonandi koma á rétt- an kjöl, ef svo má að orði kveða. Það sem kemur mér til þess að fara að skipta inér af þessu máli er það, að ég er dóttir Ólafs E. Thoroddsen frá Vatnsdal og þar af leiðandi vorum við Helgi Her- mann Eiríksson systkinabörn, þannig að hann var sonur Jónu B. Einarsdóttur, en hún var dóttir Klásínu Pálsdóttur, fyrri konu Ein- ars afa míns, en faðir minn olafur var sonur Einars og Sigríðar Ól- afsdóttur seinni konu Einars afa míns. Þá er að snúa sér að villunum. Ég reyni að gera það í réttri röð, eins og þær koma fyrir sjónir í greininni. 1. Látrar í Látravík í Rauða- sandshreppi heita ekki svo. Byggðin heitir Hvallátrar og er ævinlega nefnd sínu rétta nafni, eða bara Látrar. Látravík er ekki staðarheiti þarna. 2. Aðalsteinn segir Jón afa Snæbjarnar oddvita hafa verið bróður Einars afa rníns. Ekki er þetta rétt. Árni faðir Jóns var bróðir Einars. 3. Ólafur í Vatnsdal, faðir minn, og Trausti Einarsson voru ekki bræður og hafi verið um skyldleika að ræða var hann ekki náinn. Einar átti með fyrri konu „Þær villur sem ég sé við fyrsta yfirlestur ætla ég að leiðrétta en vafalaust eru fleiri.“ sinni Ólaf Hólm er komst til full- orðinsára, en Eyjólf, sem dó á fyrsta ári, með Sigríði ömmu minni. Aðra bræður átti faðir minn ekki. 4. Þegar Aðalsteinn ætlar að ættfæra Kristin Guðmundsson fyrrv. ambassador og Einar lækni bróður hans segir hann þá vera syni Bjargar móðursystur Helga Hermanns og Hákons Kristófers- sonar og kórónar þá villu með því að segja Hákon frá Króki á Rauða- sandi. Kristinn og Einar voru Guð- mundssynir en ekki Hákonarsynir. Þeir voru synir Guðrúnar móður- systur Helga Hermanns og manns hennar, Guðmundar Sigfreðsson- ar. Hákon var að vísu giftur Björgu systur þeirra, hún var fyrri kona hans, en hann var bóndi í Haga á Barðaströnd og aldrei annars staðar. Það yrði of langt mál að fara út í nákvæma ættfræði allra sem við sögu koma í þessari „aldarminn- ingu“ Aðalsteins og verður það ekki gert, en margt þarf að leið- rétta og laga. Söguna af bjarndýrinu læt ég liggja á milli hluta, en ekki var hún sögð í Rauðasandhreppi svo ég vissi til og mætti þó ætla að slík hetjudáð, að komast undan glorsoltnutn hvítabirni, vopnlaus, hefði þótt saga til næsta bæjar. En um það skai ekkert rætt. Aðalsteinn hefur vafalaust ætl- að að heiðra minningu Helga Her- rnanns Eiríkssonar með „aldar- minningunni" og er það góðra gjalda vert. En „skylt er að hafa það sem sannara reynist“. Ilöfundur er húsmóðir í Reykjnvík og fyrrverandi bladanmöur. Heilsuvat, Barónsstíg 20, S 626275 og 11275 Vlutcuzcv Heílsuvörur nútímafólks Raðgreiðslur Póstsendum samdægurs -StV1W FMMtíK SNORRABRAUT 60 - SÍMI 12045 . M>0R6R(MSS0N&C0 ABETE*™* HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 r Hvers vegna að kaupa gamlan notaðan bfl, þegar hægt er að fá splunkunýjan Favorit 1‘yrir svo lítið sem 479.900 kr? Það fylgir því óneitanlega niikið öryggi að vera á nýjum bíl, svo ekki sé nú talað um hversu hagkvæmari nýjir bílar eru í rekstri. Favorit gelur ekkert eftir í samkeppni við aðra fjölskyldubíla. Fallega hannaður fimm dyra og firnni gíra bfll, framhjóladrifinn, rúmgóður, léttur í stýri og eyðslugrannur. Favorit hefur hlotið lof bílagagnrýnenda víða uni heim, og verið tilnefndur sem hagkvæmasti bíllinn, „bestu kaupin“ o.sv.fr. „Komd' og ppólai'aon" ‘ JÖFUR hr NÝBÝLAVEGI 2 SÍMI 42600 ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.