Morgunblaðið - 03.04.1991, Side 55

Morgunblaðið - 03.04.1991, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991 55 „Líf og landshagir“ Tímabær bók eftir Guðmund J. Guðmundsson Það er góð regla að byija lestur bókar á formálanum. í formála of- angreindrar bókar eftir dr. Magna Guðmundsson er m.a. að finna þessa málsgrein: „í inngangskafla segir frá atrið- um, sem spegla tíðarandann á upp- vaxtarárunum. Þá koma þjóðmálin í röð stuttra þátta, sem sameigin- lega mynda hagsögu í hnotskurn." Höfundi tekst í inngangskaflan- um að kalla fram andblæ liðinna tíma, sem eru flestum gleymdir. Það er einnig gagnlegt fyrir lesand- ann, að höfundur gerir þarna grein fyrir menntun sinni og starfs- reynslu, sem hefir mótað viðhorf hans. Fram kemur, að hann hefir verið nátegndur atvinnulífinu, bæði sem starfsmaður og stjórnandi, þegar frá barnæsku og til þessa dags. Það gerir honum auðveldara að skilja vandamál atvinnuveganna — gagnstætt svonefndum „stofu- hagfræðingum", sem hoppa beint af skólabekk í embætti stjórnsýslu án þess að hafa difið hendinni í kalt vatn. Inngangskaflinn, sem er tæpar 14 bls., er skemmtilegur af- lestrar og lífgar bókina alla. Hagsagan er rakin allar götur frá 1930 til 1990. Það er með ólík^ indum, hversu miklum fróðleik höf- undur getur þjappað saman á lið- lega 150 bls. Sá fróðleikur kemur á heppilegum tíma, þegar þjóðin stendur á krossgötum og þarf að taka ákvarðanir, sem varða sjálf- stæði hennar í framtíð, aðild að EB, stóriðju, opnun fjármagnsmarkað- ■ GRIKKLANDSVINAFÉLAG- IÐ Hellas heldur árshátíð sína nk. föstudag, 5. apríl, klukkan 20.30 í Sportklúbbnum, Borgartúni 32, 3. hæð. Á boðstólum verður grískt hlaðborð. Gestur kvöldsins verður Friðrik Þórðarson, háskólakenn- ari í Osló. Karl Guðmundsson, leikari, flytur kafla úr þýðingu sinni á Skýjunum eftir Aristófanes. Einnig kemur fram nýstofnuð hljómsveit, sem flytur gríska tón- list. Hana skipa söngkonurnar Alda Arnardóttir og Ólöf Sverrisdótt- ir, ásamt hljóðfæraleikurunum Aðalgeir Arasyni, búzúkí, Guð- mundi Guðmundssyni, gítar, og Guðmundi Ingólfssyni, bassa. Þá gefst mönnum kostur á að taka „Höfundi tekst í inn- g-angskaflanum að kalla fram andblæ lið- inna tíma, sem eru flestum gleymdir.“ ar. Ekki dregur úr mikilvæginu, að kosningar eru á næsta leiti. Bókin er aðgengileg fyrir þorra lesenda, framsetning ljós, frásögnin fagleg og hlutlaus, studd hagskýrslum frá opinberum stofnunum, Hagstofu, Seðlabanka, ÞHS o.fl. Það er styrk- ur höfundar, að hann hefir ekki ánetjast neinum flokki eða þrýsti- hóp. Hann hafnaði stjórnmálaþátt- töku og kaus að nálgast efnahags- mál frá fræðilegri hlið. Höfundur er í sátt við samtíð sína og skrifar lofsamlega um ráðherra, sem hann hefir unnið fyrir og unnið með. Höfundi var sýndur heiður í Kanada er honum voru tvívegis falin vandasöm trúnaðarstörf, fyrst fyrir fylkisstjórn Manitoba, síðar fyrir sambandsstjórnina í Ottawa. Hann kenndi og við Manitoba- háskóla. Þetta er sjötta bók höfundar. Allar fjalla um hagfræði og stjórn- mál, einkanlega ríkisíjármál og peningastjórn, sem voru sérgreinar höfundar í námi. Þessi síðasta bók kom út fyrir jólin. Ég hvet lands- menn til að lésa hana og rifja upp hagsögu fyrstu 50 ár íslenzka lýð- veldisins. Sérstaklega vil ég hvetja forystumenn launþegasamtakanna til að kaupa bókina og kynna hana í félögum sínum. Höfundur er formaður Dagsbrúnar. þátt í grískum hópdansi undir stjórn Hafdísar Árnadóttur, danskenn- ara. Miðapantanir eru hjá Sj>ort- klúbbnum og hjá Kristjáni Arna- syni, formanni félagsins. FERMINGARTILBOÐ TIL 15. APRIL . 5% Vísa- og Euro afsláttur 12Vo StaðgreiðsluafsWur ESOEN - PARKETT Norska gœðaparketicX sem allir fagmetm þekkja. N o k k u r d æ m i : Fullt verð Tilboðsverð stgr. afsláttur Askiir 4.279.- pr.m^ 3.765.- pr.m2 514.- pr.m2 Eik rustik 3.775.- pr.m^ 3.322.- pr.m2 453.- pr.m2 Merbau 4.490.- pr.m^ 3.950.- pr.m2 540.- pr.m2 Beyki 4.115.- pr.m^ 3.621.- pr.m2 494.- pr.m2 Eik natur-B 3.286.- pr.m^ 2.890.- pr.m2 396.- pr.m2 Þú getur sparað tugi þúsunda ef þú grípur tækifærið! Nýr glæsilegur litmyndabæklingur með íslenskum texta. Póstsendum mynda- og verðlista ef óskað er. Sölumenn okkar veita fúslega allar upplýsingar um BOEN - PARKETT. TEPPABUÐIN GOLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950 Ný og góð þykkmjólk Tvær bragðtegundir: jarðarber, mangó og appelsíhu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.