Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 03.04.1991, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1991 Sprengingar setja þjófa- varnarkerfi af stað Þjófavarnarkerfi Vegamótaútibús Landsbanka íslands á Lauga- vegi 7 hefur oft farið í gang undanfarna daga. Ástæðan er bygg- ing bílageymsluhússins sem verið er að reisa við Hverfisgötu, bak við útibú Landsbankans. Árni Jónsson, útibússtjóri i Vegamótum, sagði að þeir hefðu átt von á því að þjófavarnarkerfið VZterkur og k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! færi í gang þegar sprengingar hæfust. „Það hefur gengið eftir. Kerfið hefur farið nokkrum sinn- um í gang vegna sprenginga og þegar það gerist að kvöldi til er ekkert annað að gera en fara nið- ur í banka og setja kerfið á aft- ur,“ sagði Árni. Hann sagði að mikill hávaði og ónæði fylgdi framkvæmdunum við bílageymsluhúsið en hann vonaðist til að þetta tæki fljótt af. Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar afhendir yngsta vinningshafanum í leiknum Sprellfjörugar minningar, verðlaun sín, ferð fyrir litlu ásamt fjölskyldunni til sólarlanda í sumar. Sú litla heitir Kara Ingólfsdóttir og er rétt eins árs. " * I HUGMYNDA SAMKEPPNI í samvinnu við Félag íslenskra Hugvitsmanna efnir Starfssvið um mótun atvinnustefnu og Umhverfisráðu- neytið til hugmyndasamkeppni um VISTHÆFAR hug- myndir sem taka á einhverjum af neðangreindum þáttum: SORPHIRÐU YTRI UMGENGNI VIÐ MANNVIRKI VERNDUN GRÓÐURS NÁTTÚRULEGUM HOLLEFNUM VERNDUN GRÓÐURMINJA ANDÓFI GEGN GRÓÐUREYÐINGU SPARNADI NATTURUAUDLINDA ENDURVINNSLU URGANGS VISTHÆFUM UMBÚÐUM LÍFRÆNNI RÆKTUN MEÐFERÐ MATVÆLA ÁN AUKAEFNA UMGENGNI VIÐ LÍFRÍKIÐ EFTIRLITI MEÐ ÁHÆTTUÞÁTTUM SKILVIRKUM ARÓÐURSHERFERÐUM Öllum er heimil þátttaka. Hugmyndum er veitt móttaka í félagsheimilinu Skúlagötu 26, 4. hæð, alla daga frá kl. 13-17. SKILAFRESTUR ER TIL 13. APRÍL1991. Á sérstökum HÁTÍÐARFUNDI í Borgartúni 6 (Rúgbrauðs- gerðinni) þann 17. apríl kl. 15.00 verða hugmyndirnar síðan kynntar og veitir umhvefismálaráðherra verðlaun fyrir þrjár þær bestu. Verðlaun til vinningshafa verða: 1. verðlaun 150.000 kr. 2. verðlaun 100.000 kr. 3. verðlaun 50.000 kr. Allar nánari upplýsingar gefur F.Í.H. í síma: 91-625245 (kl. 13-17 virka daga) Skúlagötu 26, 128 Reykjavík. X- jwmWm ■FELAG ÍSLENSKRA WGV/TSMANNA UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ Tíu verðlaunaðir í leik SL ÚRSLIT í leik Samvinnuferða- Landsýnar undir nafninu Sprell- lifandi minningar voru tilkynnt fyrir nokkru. Mörg hundruð bréfa bárust og innihéldu þau ljósmyndir, vísur, sögur, myndbandspólur, teikningar og fleira. Alls voru valin sjö verk og síðan þijú önnur dregin úr öllum bunkanum. Þeir sem fengu verðlaun í keppn- inni, en verðlaunin eru ferð fyrir viðkomandi og ijölskylduna með Samvinnuferðum-Landsýn til sólar- landa í sumar, voru þessi: Fríða Guðný Birgisdóttir, Hverafold 6, Reykjavík, fyrir sögu og teikningu, Margrét María Pálsdóttir, Skúla- skeið 28, Reykjavík, fyrir ljósmynd- ir, Valur Margeirsson, Bjarnarvöll- um 9, Keflavík, fyrir myndband, Bjarni Helgason, Vallarbraut 9, Hvolsvelli, fyrir vísur og ljóð, Frið- björg Haraldsdóttir, Hraunbrún 28, Hafnarfirði, fyrir myndband, Svein- björn Fjölnir Pétursson, Austur- strönd 8, Seltjarnarnesi, fyrir myndband, Knútur Örn Bjarnason, Jörundarholti 204, Akranesi, fyrir stutta ferðasögu, Jón Guðmunds- son, Hafnargötu 2, Reyðarfirði, fyr- ir myndband, Kara Ingólfsdóttir, Brekkubyggð 14, Garðabæ, fyrir ljósmyndir og Héðinn Halldórsson, Sunnubraut 5, Vík í Mýrdal, fyrir teiknimyndasögu. Sprellfjörugar minningar verður endurtekin aftur í haust og þá með svipuðu móti og núna. (Frcttatilkynning) Hef engar hótanir heyrt frá lækiinm Forsætisráðherra: Læknar hafna fundi með fjármálaráð- herra fyrr en hann hafi beðist afsökunar LÆKNAFÉLAG íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafa sent for- sætisráðherra yfirlýsingu, þar sem ummæli sem fjármálaráðherra lét falla í sjónvarpsviðtali um lækna og kjarabaráttu þeirra á dögun- um, eru fordæmd. Er þeirri spurningu jafnframt beint til forsætisráð- herra, hvort hann telji þessi ummæli sæmandi ráðherra í ríkisstjórn íslands. í svarbréfi sínu í gær, segist forsætisráðherra ekki styðja ummælin enda hafi hann engar hótanir, eins og þær sem fjármálaráð- herra vísar til, heyrt. Bréf forsætisráðherra, sem sent var formönnum Læknafélags ís- lands og Læknafélags Reykjavíkur, er svohljóðandi: „í bréfi yðar dags. 30. mars 1991 er að því spurt, hvort ég „styðji“ ummæli fjármálaráðherra um lækna, sem fram komu í sjónvarpi 23. mars s.l. Því er fljótsvarað. Það geri ég ekki, enda hef ég engar hótanir, eins og þær sem ijármálaráðherra vísar til, heyrt, þegar ég hef rætt við lækna um kjarabaráttu þeirra. Reyndar trúi ég því ekki að nokkur læknir vanrækti sjúklinga sína vegna kjarabaráttu. Þá væri illa brotið hið forna siðferðislögmál læknisins. Fjármálaráðherra vísar í viðræð- ur, sem hann hefur sjálfur átt við lækna. Það þekki ég ekki og get því ekki um dæmt. Fjármálaráð- herra hlýtur því sjálfur að taka fulla ábyrgð á þeim ályktunum, sem fram koma í hans orðum. Ég hlýt hins vegar að taka það fram að mér þykja afar óviðeigandi ýmsar þær setningar, sem fram koma í greinargerð með kröfum lækna frá janúar s.l. Ég vil leyfa mér að treysta því að slíkt hafi verið sett á blað að lítt hugsuðu máli, í hita deilunnar. Að lokum við ég taka það fram að ég hef lengi talið að kjör lækna á sjúkrahúsum eigi að ákveða af kjaradómi. Störf læknisins eru svo viðkvæm, að forðast ber kjaradeil- ur. Ég er einnig þeirrar skoðunar að læknar á sjúkrahúsum eigi al- mennt að starfa þar fullan tíma og að aðskilja eigi betur en nú er gert þá þjónustu sem veitt er á sjúkra- húsum, annars vegar, og af sjálf- stætt starfandi sérfræðingum hins vegar. Þær kjaradeilur, sem læknar áttu í á síðastliðnu ári, hafa verið Jeyst- ar með fullu samkomulagi. Ég vil leyfa mér að vona að friður megi nú verða um störf lækna, bæði inn- an og utan sjúkrahúsa," segir for- sætisráðherra að lokum í svarbréfi sínu. Siðferði í opinberri umræðu Stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur einnig sent fjármálaráðherra bréf vegna viðbragða hans við beiðni lækna um að hann rökstyddi ásakanir sínar á hendur læknum í síðustu viku. Þar segja læknar að kjarni deilumáls þeirra við fjármála- ráðherra nú sé spurningin um sið- ferði í opinberri umræðu á íslandi, en ekki rekstrarform í heilbrigðis- þjónustu, eins og hann hafi haldið fram. „Þar sem þér hafið ekki að svo komnu fallist á að biðja íslenska lækna afsökunar á þessum siðlausu ásökunum yðar, þá mun Læknafé- lag Reykjavíkur fylgja því eftir að fá ummæli yðar dæmd dauð og ómerk,“ segir m.a. í bréfi LR. Rangtúlkun og ýkjur Þá segja læknar að tilvitnun ráð- herra til greinargerðar samninga- nefndar læknafélagsins rangfærslu. „Það sem ráðherra vitnar í með rangtúlkunum og ýkjum, eru ódag- sett og óundirrituð skrif, sem ekki eru stíluð á neinn, en sem var dreift á samningafundi sem þönkum formanns samninganefndar lækna um þáverandi stöðu mála,“ segir í bréfinu til ráðherra. Læknar segja að ijármálaráð- herra hafi einnig rangtúlkað það sem sagt hafi verið um mögulega lokun deilda. „Þér staðhæfið, að í þessum skrifum standi, að læknar muni ekki hlýða lögum. Þetta er alvarleg ásökun, rakalaus með öllu,“ segir í bréfi læknafélagsins. „Þér fullyrðið, að það hafi verið ætlun samninganefndar félagsins, að snúa „beitta vopninu“ að sjúkl- ingum. Þetta eru helber ósannindi og einungis hugarórar. Læknar hafa eins og aðrar stéttir þessa lands rétt til að segja upp störfum. Það er vopnið. Læknar hafa hins vegar alltaf sinnt sínum sjúklingum áfram, þrátt fyrir deilur við vinnu- veitendur sína, og munu þeir gera það áfram,“ segir í bréfinu. Hafna fundi með ráðherra Læknar segja að hörð viðbrögð þeirra byggist á því, að í manna minnum hafi ekki verið vegið að starfsheiðri þeirra á jafn ósvífinn og siðlausan hátt og ráðherra hafi gert í sjónvarpsviðtalinu. Segja þeir ennfremur að ráðherra hafi ekki tekist að sanna með rökum, að hann hafi átt fundi með forráða- mönnum lækna, þar sem hótanir hafi komið fram, en svari þess í stað með útúrsnúningum. Þá hafi listi sá sem hann birti um launa- greiðslur til lækna fjallað bæði um laun og verktakagreiðslur, þannig að tölurnar séu mjög villandi. Er ósk fjármálaráðherra um fund með læknafélaginu, til að fjalla um heilbrigðismál svarað á þá lund, að sjálfsagt sé að ræða við hann hven- ær sem er, en ekki þó fyrr en hann hafi dregið ásakanir sínar til baka og beðið lækna afsökunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.