Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 1
HVOLSVÖLLURs Flutningar Sláturfélagsins mikil lyftistöng fyrir atvinnulífiö/4/5 FfÁRlVlÁL: Þrýstingur á hækkandi arðsemi íslenskra fyrirtækja/6 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 BLAÐ Aðalfundir Stefnir í kosningaslag til sijórnar Eignarhalds- félags Verslunarbankans ALLT stefnir í að kjósa verði milli manna í nýja stjórn Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans þar sem fleiri ætla að reynast um hituna held- ur en stjómarsætin segja til um. Þá liggur ekki enn fyrir hvort Har- aldur Haraldsson í Andra, formaður fráfarandi stjórnar, hættir við að gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi eignarhaldsfélagsins í dag, fimmtudag, en Haraldur segist munu meta það þegar á fundinn er komið. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins liggur nú fyrir að Kaup- mannasamtökin munu tilnefna Þor- vald Guðmundsson í Síld og Fisk og Orra Vigfússon sem fulltrúa sína í stjórnina og Félag ísl. stórkaup- manna tilnefnir Rafn Johnsson í stað Haralds Haraldssonar, enda er Har- aldur hættur sem formaður FÍS. Rafn hefur verið varamaður Haralds í stjórn eignarhaldsfélagsins og jafn- an komið inn þegar málefni Stöðvar 2 hafa komið þar á dagskrá en Haraldur hefur þá vikið sæti í stjórn- inni vegna aðildar sinnar að Fjöl- miðlun,_ félagi stærstu hluthafanna innan íslenska sjónvarpsfélagsins. Þá er einsýnt að Lífeyrissjóður versl- unarmanna tilnefnir Guðmund H. Garðarsson í stjórnina og Einar Sveinsson, sem verið hefur vara- formaður stjómar, verður áfram fulltrúi Sjóvá-Almennra. Áhugi mun hafa verið fyrir því að samkomulag tækist um þessa skipan stjórnar eignarhaldsfélags- ins, en það sem síðan hefur gerst er að Eimskipafélag íslands, einn stærsti hluthafinn innan eignar- haldsfélagsins, vill að Þórður Magn- ússon, framkvæmdastjóri, taki sæti í stjórninni, komi til kosninga milli manna, og á öruggt sæti víst í krafti atkvæðamagns á aðalfundinum í dag. Við það á einhver þeirra þriggja, Þorvaldur Guðmundsson, Rafn Johnsson eða Orri Vigfússon það á hættu að verða að gefa eftir sæti í stjórninni. Ástæðan fyrir því að Eimskipafé- lagið sækir nú fast að fá fulltrúa í stjórn Eignarhaldsfélags Verslunar- banka, komi þar til kosninga, er sú samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að stærstu hluthafarnir, svo sem Eimskip, Lífeyrissjóðurinn og Sjóvá-Almennar o.fl. telja nóg komið af ókyrrðinni innan Eignar- haldsfélags Verslunarbankans — fyrst út af viðskiptunum við Stöð 2 og nú út af stjórnarkjörinu í eignar- haldsfélaginu sem sé að öðrum þræði valdabarátta um fulltrúa af hálfu eignarhaldsfélagsins í nýju bankar- áði íslandsbanka, enda ætti bankar- áðsformennskan nú að koma í þes hlut. Eimskip er einnig meðal stærstu hluthafa innan Eignarhalds- félags Iðnaðarbankans og leggur ásamt öðrum stærstu hluthöfunum áherslu á að eignarhaldsfélög einka- bankanna þriggja sem standa að íslandsbanka sameinist honum sem fyrst. Það er Orri Vigfússon sem einkum hefur beitt sér fyrir því að samkomu- lag takist um stjórn Eignarhaldsfé- lags Verslunarbankans á aðalfund- inum í dag, en hann sagði í samtali í gær að Haraldur Haraldsson rúm- aðist ekki inni í því samkomulagi. Orri hafði af þeim sökum áður lagt fram beiðni að fram fari margfeldis- kosning á fundinum í dag, en segist tilbúinn að falla frá þeirri ósk, náist samkomulag um stjórn á þeim nót- um sem nefnt var hér að framan. Orri segir einungis vaka fyrir sér að tryggja hagsmuni Verslunar- bankans og það geti ekki samrýmst þeim hagsmunum að í stjórn sé maður sem á sama tíma sé óbeint í málaferlum við eignarhaldsfélagið, því að Haraldur Haraldsson standi að því að fram hefur verið lagt í bæjarþingi Reykjavíkur stefna á hendur Eignarhaldsfélagi Verslun- arbankans um að mæta til vamar í dómskvaðningarmáli vegna ágrein- ingsatriða um kaup hlutabréfa í Stöð 2, þrátt fyrir samkomulag milli þess- ara aðila í mars á sl. ári um að leggja öll ágreiningsmál til hliðar. Haraldur Haraldsson sagði hins veg- ar í samtali að hér væri einungis verið að óska eftir því að fá óháða aðila til að skera úr um í ágreinings- máli, og segir ekki neina hags- munaárekstra að ræða af sinni hálfu. Þvert á móti geti verið jákvætt að hafa mann sem sitji beggja vegna borðsins, þar sem hann geti þá bo- rið klæði á vopnin í ágreiningsmál- um. Haraldur segir það skoðun allra málsmetandi manna sem hann hafi haft tal af að farsælast sé að óbreytt stjórn verði áfram í eignarhaldsfé- laginu þennan skamma tíma sem eftir sé fram að sameiningunni við íslandsbanka. HÉR AÐ OFAN má sjá verðlagsþróun tveggja af helstu útflutningsafurðum íslendinga, Sjávarafurða og áls, á undan- förnum þremur árum. Verð á sjávarafuröum hefur eins og kunnugt erfarið hækkandi á undanförnum mánuðum og náði hámarki í síðasta mánuði, miðað við SDR. Álverð hefur aftur á móti lækkað mjög í verði á heimsmarkaði og virðist vera í algeru lágmarki um þessar mundir. Heimi|d: Þióðhagsst0(nun er þjónusta sem gerir fjármálastjórum, gjaldkerum og I _L W . I S iif landsbankans sendimönnum fyrirtækja lífið léttara. Með því að tengja tölvu fyrirtækisins við BOÐLÍNUNA opnar fyrirtækið í raun sína eigin bankaafgreiðslu sem opin er frá kl. 8:00-19:00 alla virka daga. Með BOÐLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða reikning sem er í hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun án þess að fara I banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans og mánaðamótin verða léttari. Allar nánari upplýs- ingarfást í bæklingi sem liggurframmi í næsta Landsbanka. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.