Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI 500 fyrirtæki í 13 löndum Evrópu og 41 atvinnugrein Arðsemi stórfyrirtækja í Evrópu er mun hærri en hjá íslenskum fyrirtækjum að jafnaði. Frjáls viðskipti með fjármagn milli landa þrýstir á að arðsemi á Islandi hækki til muna Hlutfallsleg skipting eigin fjár Þýskaland-----------------1 Eftir löndum Frakkland Sviss Italía Holland Svíþjóð Spánn Önnur lönd Arðsemi eigin fjár 500 stærstu fyrirtækja í Evrópu (eftir löndum) 78% Hlutfallsleg skipting eigin fjár / / / # / / 4? / J?' #///l Eftir atvinnu- greinum Lyfjafyrirtæki Matvælaframl. Efnafyrirtæki % 50- 40- 30- 20- ?%x Oliufélög 7% | Eignartialdsfélög 8% , Tryggingafélög 10- Bankar 25 20 H 15 10 5 0 25,4 22,3 21,5 20,1 186 « 17,8 17,4 § co -JhZ 13,9 12,7 12,7 § U. Arðsemi eigin fjár 500 stærstu fyrirtækja í Evrópu (eftir atvinnugreinum) 42% 38% S cc 33% 28% 28% 28% 26% § cc S I U] O g 1 oc I -o i I QC 00 DQ Uj 22% 3 ■ IS ■■ ■ -a-|- 21% 20% 20% 20% g i la •s 16% 13% 10% MYNDIRNAR hér til hliðar sýna arðsemi eigin fjár 500 stærstu fyrirtækja í Evrópu skipt eftir atvinnugreinum og eftir löndum og eru tölurnar unnar eftir ársreikningi fyrirtækjanna fyrir árið 1989 skv. upplýsingum Financial Times. Athyglisvert er að meðalarðsemi þessara fyrirtækja er ekki lægri en 12,7% í neinu landi (af 13) og ekki lægri en 9-10% í neinni atvinnu- grein (af 41). í Finnlandi reynist meðalarðsemi 13 fyrirtækja vera 12,7% og meðalarðsemi 24 rafveitna og vatnsveitna var 9,7%. Hæsta arðsemi fyrirtækja úr hópi 500 stærstu í Evrópu var í Bret- landi en þar var meðalarðsemi 166 fyrirtækja að markaðsvirði 622 milljarðar Bandaríkjadollara hvorki meira né minna en 24,5%. Þessi 166 fyrirtæki með þennan frábæra árangur voru að markaðsvirði 37% af 500 stærstu fyrirtækjum í Evrópu á árinu 1989. Arðbærasta atvinnugreinin samkvæmt flokkun Financial Times (41 atvinnugrein) reyndist vera Ljósvakamiðlar (Brodcasting Media) en þar eru raunar aðeins tvö fyrirtæki, franska sjónvarpsstöðin Canal +,161. stærsta fyrirtæki í Evrópu með 77,4% arðsemi eigin fjár og markaðsvirði 3.000 milljónir dollara, og Reuter frétta- og upplýsinga- þjónustan, 34. stærsta fyrirtæki í Evrópu með 77,9% arðsemi eigin fjár og markaðsverðmæti 9.325 milljónir Bandaríkjadollara. eftir Sigurð B. Stefánsson í desember sl. fengu íslendingar takmarkaða heimild til kaupa á er- lendum verðbréfum eftir að bann hafði ríkt við slíkum viðskiptum í nærri sextíu ár. Með þessari ákvörðun tóku íslensk stjórnvöld fyrsta skrefið í átt til fijálsra fjár- magnsflutninga en að því marki er stefnt í ársbyijun 1993. Með þessu skrefi, þótt smátt sé, var rofin ein- angrun íslensks fjármálamarkaðs en frjáis viðskipti með erlent Ijár- magn hafa ekki verið leyfð allt frá því í kreppunni á þriðja áratugnum þrátt fyrir að frelsi hafi ríkt í við- skiptum með vörur og þjónustu frá því á árinu 1960. 20% er algeng ávöxtun eiginfjár hjá erlendum sljórfyrirtækjum Opnun íslensks fjármálamarkaðs mun hafa umtalsverð áhrif á Ijöl- marga þætti í þjóðarbúskapnum. Ein afleiðing af einangruninni hefur verið að íslensk fyrirtæki hafa ekki haft sama aðgang að fjármagni og samkeppnisaðilar þeirra í öðrum löndum og íslenskir spariíjáreigend- ur, lífeyrissjóðir og aðrir sem ávaxta peninga hafa ekki átt þess kost að velja á milli þess að ávaxta fé í íslenskum fyrirtækjum og at- vinnurekstri og í fyrirtækjum í út- löndum. Af þeim tölum sem hér eru birtar virðist sem breitt bil sé á milli ávöxtunar fjár í atvinnurekstri á Islandi og í þeim ríkjum í Evrópu sem íslendingar eiga mest viðskipti og samskipti við. Þess er að vænta að opnun íslenska fjármálamark- aðsins verði til þess að knýja á um hærri ávöxtun fjár i íslensku atvinn- ulífi til að hún geti talist sambæri- leg við það sem gengur og gerist í viðskiptalöndum okkar. Að öðrum kosti má búast við að íslensk fyrir- tæki lendi i erfiðleikum með að afla sér eiginijár á innlendum - eða er- lendum - markaði því að vafasamt er að þeir sem ávaxta íslenska pen- inga sína sætti sig til lengdar við miklu lægri ávöxtun en unnt er að fá með auðveldum hætti í náerliggj- andi löndum. Eins og tölurnar hér á myndun- um bera með sér er algeng ávöxtun eiginfjár hjá erlendum stórfyrir- tækjum um 20% og á það við um stærstu fyrirtæki í ijölmörgum löndum og ýmsum atvinnugreinum. Samkvæmt tölum sem unnar eru eftir upplýsingum Fijálsrar verslun- ar um 100 stærstu fyrirtækin á íslandi á árinu 1989 var hagnaður 50 þeirra stærstu í hlutfalli af eig- infé aðeins 4,2%. Þar af var arðsemi opinberu fyrirtækjanna á þeim lista aðeins 2,4% en eigið fé þeirra er 74% af eiginfé 50 stærstu fyrir- tækja á Islandi. Arðsemi almenn- ingshlutafélaga á listanum var 7,4%. Nú kann einhver að spyija: Hvaða máli skiptir ávöxtun eiginfj- ár, er ekki nóg að arðsemi fyrir- tækja sé 2% eða 5%? Svarið við þessari spurningu er einfalt. Avöxt- un eiginfjár í atvinnurekstri og eignaaukningin í þjóðarbúskapnum er ef til vill hinn endanlegi mæli- kvarði á efnahagslega velgengni þjóðar. Hún er undirstaða þess að unnt sé að greiða launþegum hærri laun, greiða hærri skatta til ríkis og sveitarfélaga til að standa undir sameiginlegum þörfum og bæta lífskjör á annan hátt. Lág ávöxtun í atvinnurekstri er glöggur vitnis- burður um stöðnun í rekstri, lágan hagvöxt og versnandi lífskjör þjóð- arinnar. Hæst ávöxtun eiginfjár fyrirtækja í Bretlandi Myndirnar hér á síðunni eru unn- ar eftir upplýsingum um markaðs- verðmæti, veltu, hagnað og ávöxtun eiginfjár 500 stærstu fyrirtækja í Evrópu sem birtust í Financial Ti- mes fyrir fáeinum vikum. Til að greina fyrirtækin eftir öðru en stærð voru þau flokkuð eftir löndum og atvinnugreinum og síðan var meðalarðsemi eiginfjár reiknuð fyr- ir fyrirtæki í hveiju landi og í hverri atvinnugrein. Niðurstöðurn- ar eru athyglisverðar vegna þess hve arðsemi í atvinnurekstri í Evr- ópu er há, a.m.k. hjá þessum stóru fyrirtækjum. Rétt að hafa í huga að arðsemi lítilla fyrirtækja sem skráð eru á hlutabréfamarkaði er oft hærri en hjá stærri fyrirtækjum sem þykja þyngri á sér og svifa- seinni í viðskiptum en lítil fyrir- tæki. En arðsemi stóru fyrirtækj- anna á súluritunum hér er há hvort sem iitið er á skiptingu þeirra eftir heimalandi eða atvinnugrein. Lítum fyrst á flokkun fyrirtækjanna eftir löndum. Alls 166 af 500 stærstu fyrir- tækjum Evrópu eru bresk eða 37% fyrirtækjanna reiknað eftir mark- aðsverðmæti þeirra. Arðsemi þess- ara bresku fyrirtækja er einnig sú hæsta í Evrópu eða 25,4% að jafn- aði á árinu 1989. Rétt er að taka fram að Royal Dutch/Shell, stærsta fyrirtæki Evrópu, er hollenskt- breskt og í skiptingunni eftir lönd- um hér á síðunni var gert ráð fyrir að það væri til helminga breskt og hollenskt. Til skýringar skal einnig tekið fram að í reikningunum var gengið út frá þeirri forsendu að ávöxtun eiginfjár tryggingafélaga væri að jafnaði 15%. Avöxtun tryggingafélaga er ekki gefin upp í frumgögnum Financial Times; vafaiaust vegna þess hve erfitt er að meta hana vegna trygginga- sjóða, óuppgerðra tjóna o.s.frv. Tryggingafélög vega þungt meðal stærstu fyrirtækja t.d. í Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi en létt t.d. í Frakklandi. Til að skekkja ekki samanburðinn milli landa úr hófi var gengið út frá forsendunni um 15% meðalávöxtun eiginfjár tryggingafélaga eins og fyrr segir. Arðsemi fyrrum ríkisfyrirtækja í Bretlandi er nú með ág’ætum Að frátöldu Royal Dutch/Shell er símafélagið British Telecom stærsta fyrirtæki Breta en það var ríkisfyrirtæki uns hlutabréf í eigu ríkisins voru seld á árunum 1983 til 1985. Einokun breska símafé- lagsins hafði þá verið afnumin með heimild til að stofna langlínufélagið Mercury en það var skráð í kaup- höllinni í London árið 1983. Ávöxt- un eiginfjár British Telecom árið 1989 var 21,6%. Næst í röðinni eru olíufélagið BP (16,6%) og lyfjafyrir- tækið Glaxo Holdings (46%) (tölur í svigum tákna ávöxtun eiginfjár félaganna á árinu 1989). Fjölmörg af bresku fyrirtækjunum eru íslend- ingum vel kunn, t.d. Marks and Spencer (26,3%), ICI (27,8%), Han- son Trust (22,8%) og J. Sainsbury (27,5%). Auk British Telecom eru á listanum nokkur af þeim fyrir- tækjum sem áður voru í eigu ríkis- ins en ríkisstjórn Thatchers beitti sér fyrir að selja á níunda áratugn- um, t.d. BP (16,6%), British Airwa- ys (24,2%), British Gas (15,1%), British Airport Authorities (14%), Thames Water (34,6%), North West Water (14,7%) o. fl. Eins og sést af tölunum í svigunum (ávöxtun eiginfjár) virðist afkoma þessara fyrirtækja í höndum nýrra eigenda vera góð. í Frakklandi eru 67 fyrirtæki af 500 stærstu í Evrópu og meðalarð- semi þeirra var 22,3% á árinu 1989. Stærsta skráða fyrirtæki Frakka er olíufélagið Elf Aquitaine (13,9%) en 54% hlutabréfa þess eru í eigu franska ríkisins, en einnig má nefna bankana Societe Generale (31,3%), Suez (30,2%) og Paribas (25,9%), bílaframleiðandann Peugot (35,7%) og sjónvarpsstöðina Canal + (77,4%). Þótt hlutabréfamarkaður í Frakklandi sé sá þriðji stærsti í Evrópu á eftir þéim breska og þýska er hann þó engu að síður hlutfalls- lega lítill miðað við þjóðarbúskap Frakka. Sem hlutall af landsfram- leiðslu er stærð hlutabréfamarkaðs aðeins 24% en sambærilegar tölur eru 53% í Bandaríkjunum, 89% í Bretlandi og 135% í Japan. Um 630 frönák fyrirtæki eru skráð í kaup- höllinni í París auk 232 erlendra fyrirtækja. I Bretlandi er fjöldi skráðra fyrirtækja þrisvar sinnum meiri og markaðsverðmætið er 2,5 sinnum hærra. Af 100 stærstu fyr- irtækjum í Evrópu eru 15 frá Frakklandi. Þar af voru sjö fyrrver- andi ríkisfyrirtæki sem voru seld aftur til einkaaðila á árunum 1986 til 1988. Eins kunnugt er var fjöldi fyrirtækja þjóðnýttur á árunum 1981 og 1982, þ.á m. margir stærstu bankarnir og margir þeirra eru enn í eigu ríkisins ásamt ýmsum öðrum stórfyrirtækjum. Fjögur þýsk fyrirtæki eru á meðal 10 stærstu fyrirtækja í Evrópu Spænsk fyrirtæki koma næst á eftir breskum og frönskum þegar flokkað er eftir arðsemi eiginfjár en hún var að jafnaði 21,5% hjá 26 spænskum stórfyrirtækjum. Stærstu fyrirtæki Spánvetja eru Banco Bilbao (34,6%), símafyrir- tækið Telefonica (9,2%) og olíufyr- irtækið Repsol (21%). Meðalávöxt- un 20 fyrirtækja í Hollandi var 20,1% en meðalávöxtun 32 sænskra fyrirtækja var 18,6%. Stærstu fyrir- tæki Svía eru ttekjaframleiðandinn Ericson (24,5%), lyíjafyrirtækið Astra (29,8%), Volvo (16%) ogeign- arhaldsfyrirtækið Procordia. Á neðri enda skalans eru 62 þýsk fyrirtæki með 14,7% ávöxtun eig- infjár að jafnaði, níu dönsk fyrir- tæki með 13,9% meðalávö^tun og loks 13 finnsk fyrirtæki með 12,7% arðsemi eiginfjár að jafnaði. Þýski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.