Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÍHÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 Nýr stóll Labomatic II stóllinn er hannaður af Jakob Jensen og Patrick Raymond. Stóll sem býður upp á stillimöguleika sem henta öllum. Komið og skoðið skrifborðsstóla í sýningarsal okkar. GAMLA KOMPANÍIÐ KRISTJÁN SIGGEIRSSON GKS hf., Hesthálsi 2-4 110 Reykjavik. Sími 91-672110 Frakkland Miklir mögiúeikav á auknum viðskiptum íframtíðinni Frakkar eiga tæknina til að flytja raforkuna um sæstreng til Evrópu Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni fréttaritari Morgunbiaðsins Islensk stjórnvöld hafa undanfarin misseri átt í könnunarviðræðum við framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) um mögulega sam- vinnu Islands og aðildarríkja EB á sviði orkumála. Viðræðurnar, sem ganga hægt, hafa fyrst, og fremst snúist um fimm þætti. Kannaðir verði möguleikarnir á staðsetningu orkufrekra evrópskra fram- leiðslufyrirtækja á Islandi, og frekari vinnslu úr afurðum slíkra fyrirtækja a Islandi sem samnýta jarðvarma og raforku. Fjallað hefur verið um hugsanlega vetnisframleiðslu með rafgreiningu og að lokum sölu á raforku frá íslandi til meginlandsins um sæstreng. Töluverður áhugi er á þessum viðræðum í Frakklandi og þá sérstak- lega raforkusölu um sæstreng enda hefur eitt af þremur fyrirtækj- um í veröldinni sem geta framleitt slikan rafstreng aðsetur í Frakkl- andi. . SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR ^ I I ¥ * k SERVANT PLÖTUR ■ 1 I I SALERNISHÓLF JfJ^ A BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA H.ÞDRBBlMSSGN&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 Mögtileikar á fransk- íslenskri samvinnu Magnús Gunnarsson formaður fransk-íslenska verslunarráðsins gerði í erindi sem hann flutti á aðalfundi ráðsins stutta grein fyrir mögulegum samstarfssviðum Is- lendinga og Frakka í framtíðinni. Hann lagði áherslu á Frakkland sem ákjósanlegan markað fyrir ís- lenskar sjávarafurðir og taldi ís- lendinga eiga góða möguleika á að selja tækni og sérþekkingu í sjávar- útvegi bæði í Frakklandi og annars staðar í samvinnu við frönsk fyrir- tæki. Hann sagði frá undirbúning- sviðræðum vegna franskrar kynn- ingar á fjárfestingum í fiskiðnaði og samgöngum sem yrði haldin á Islandi. Magnús fjallaði og um gagnkvæma möguleika á ferða- þjónustu og mikilvægi reglulegra samgangna á milli Frakklands og íslands í því sambandi. Hann kvaðst bess fullviss að í framtíðinni ykjust viðskiptin á öllum sviðum og sá fyrir sér franska húsmóður elda glænýjan físk við raforku frá íslenskum orkúverum. Einn íslenskur ferðamaður á við fjóra þýska Pétur Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, gerði grein fyrir samskiptum íslands og Frakklands á sviði ferðamála. Hann sagði að margar þjóðir vanmætu íslendinga sem ferðamenn vegna fámennis þjóðarinnar. Athuganir Flugleiða bentu hins vegar til þess að einn íslenskur ferðamaður jafn- gilti tveimur japönskum í tekjum, þremur Ameríkönum og fjórum Þjóðverjum. Það væri þess vegna ekki að ástæðulausu að yfirvöld bæði ríkja og borga í Evrópu sæju ástæðu til að eyða fjármunum til að kynna sig á íslandi. Pétur nefndi sérstaklega borgina Trier í Þýska- landi og sömuleiðis Holland, Dan- mörku og Skotland. Hann sagði að upplýsingar um ferðalög íslendinga til Frakklands væru óljósar en á meðan vegabréfsáritun þurfti til Frakklandsferða fengu átta þúsund Islendingar eitt áríð siíka áritun. Hann sagði og að reglulegt áætlun- arflug til Parísar árið um kring skapaði umtalsverða míöguleika jafnt fyrir frönsk sem íslehsk fyrir- tæki. Tenging við evrópskra orkudreifingarkerfið í tengslum við aðalfund fransk- íslenska verslunarráðsins skoðuðu íslensku fulltrúarnir m.a. mannvirki fransks fyrirtækis sem selur raf- orku um sæstreng yfir til Bretlands og fyrirtæki sem framleiðir slíka sæstrengi. Full ástæða þótti til að kynnast þessum fyrirtækjum vegna umræðu um mögulega orkusölu frá Íslandí til Evrópu um slíkan streng. Með tengingunni undir Ermarsund náði evrópska dreifikerfið til Bret- lands sem skapar möguleika á orku- sölu og betri nýtingu orkunnar m.a. vegna tímamismunar og mismun- andi álagstíma. Lagning sæstrengs- ins tók samanlagt tólf ár, undirbún- ingurinn stóð í sjö ár en lagning strengsins og bygging nauðsyn- legra mannvirkja tók fimm ár. Kostnaður Frakka vegna strengsins var þrír milljarðar franskra franka eða 30 milljarðar íslenskra króna. Lagðir voru fjórir strengir sem sam- anlagt eru um 200 kílómetrar. Sæstrengur á milli íslands og Skot- lands með viðkomu í Færeyjum er hins vegar áætlaður um 950 kíló- metrar. Fyrirhugað er að bæta við strengjum undir Ermarsund þannig að flutningsgetan aukist um 4000 MW. Til samanburðar má geta þess að heildarraforkuframleiðsla ís- lendinga er 881 MW sem er um það bil 7% af virkjanlegri raforku í landinu. Af skiljanlegum ástæðum höfðu fulltrúar franska orkusölu- fyrirtækisins ekki mikinn áhuga á samkeppni frá íslandi en sú raforka sem seld er Bretum er öll framleidd með kjamorku og er umframorka á Frakklandi. Undanfarin ár hefur áhugi almennings í Evrópu beinst að umhverfisvænum aðferðum til orkuframleiðslu og kjarnorka mætir vaxandi tortryggni. Þessi staðreynd eykur mjög líkumar á því að sala á raforku frá íslandi til annarra Evrópulanda verði að raunveruleika í náinni framtíð. Af svörum fulltrúa fyrirtækisins ALCATEL, sem framleiddi streng- ina undir Ermarsund, var ljóst að lagning strengs frá íslandi til Skot- lands er tæknilega framkvæman- legt verkefni. I rauninni varð ekki annað skilið af Frökkunum en að þeir væru tilbúnir til samninga strax. Gróflegar áætlanir um streng frá íslandi til Skotlands hljóða upp á eitt hundrað milljarða íslenskra króna. Sæstrerigurinn myndi kosta liðlega fjörutíu miljarða en orkuver Bandaríkin Greiðslukortið tryggir lægsta verð eftir Þorstein Guðbrandsson CITIBANK, stærsti banki Bandarikjanna og stærsti útgefandi greiðslukorta frá Visa og MasterCard, býður nú greiðslukortahöfum sínum nýstárlega tryggingu. Ef þeir nota kort sín til greiðslu á vör- um eða þjónustu þá ábyrgist bankinn að þeir fái lægsta mögulega verið á viðkomandi vöru eða þjónustu. Viðskiptavinur sem greiðir ákveðna vöru eða þjónustu með greiðslukorti útgefnu af Citibank getur fengið- mismuninn endur- Flugleióir flytja frakttil ogfrá Evrópu í stórum stíl Fraktvélar Flugleiða fljúga á sunnu- dögum, og oftar ef þarf, til og frá Evrópu, nánar tiltekið Oostende í Belgíu. Burðargeta fraktvélanna er 45 tonn og því eru þessar ferðir tilvaldar fyrir þá sem þurfa að flytja vörur í stórum einingum eða miklu magni. Starfsfólk Flugleiða aðstoðar viðskipta- vini sína fúslega við að koma fraktinni á endanlegan áfangastað ef á þarf að halda. Daglegt áætlunarflug Flugleiða er síðan til 15 landa og þangað flytja Flugleiðir að sjálfsögðu einnig frakt. Nánari upplýsingar í síma 690 101. FLUGLEIDIR F R A K T greiddan af bankanum ef hann rek- ur seinna augun í að sama vara er auglýst fyrir lægra verð. Mest er hægt að fá endurgreidda 250 doll- ara í einstaka kaupum og samtals 1.000 dollara á ári. Þessi nýjung Citibank er að sjálf- sögðu til þess að örva greiðslukorta- notkun. Utgefendur kortanna hafa töluverðar tekjur af kortunum, en notkun þeirra hefur minnkað tals- vert að undanförnu vegna minni eyðslu almennings. I Bandaríkjun- um er ekki nauðsynlegt að greiða úttektina í lok tímabils, én þá falla vextir á ógreiddan mismun og eru þeir með allra hæstu vöxtum sem þekkjast þar. Þessi aðferð við að lána fólki peninga hefur þess vegna verið gullnáma fyrir banka á borð við Citibank. Svipuð trygging fyrir lægsta verði er mjög algeng hjá mörgum verslunum, en þetta er í fyrsta sinn sem aðilar á borð við banka bjóða slíkt. Citibank reyndi þetta fyrst í Kaliforníu áður en ákveðið var að taka þessa nýjung upp fyrir við- skiptavini um öll Bandaríkin. Reynslan í Kaliforníu sýndi að við- skiptavinir tóku kort sín frá Citi- bank frám yfir önnur í innkaupum og færri hættu kortaviðskiptum við bankann. Ennfremur kom í Ijós að tiltölulega lítið var um að viðskipta- vinir gerðu kröfu til þess að fá verðmismun endurgreiddan. Hins vegar lét fólk frekar eftir sér að kaupa það sem hugurinn girntist þegar það hafði í huga tryggingu fyrir því að fá hlutina á lægsta mögulega verði. Heyrst hefur að Ámerican Ex- press sé í þann mund að bjóða sams- komar tryggingu. Síðan er bara að bíða og sjá hve langt verður þar til allir aðrir útgefendur greiðslukorta bjóði viðskiptavinum þessa þjón- ustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.