Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 12
¥ S^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 ¥iCr.#R Góð þjónusta alla leið Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 686933 Fyrirtæki Fólk Sameind snýr vörn ísókn Morgunblaðið/Ámi Sæberg TOLVUR — Sveinn Áki Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Sameind- ar, segist eiga von á að IBM verði sterkt merki í einmenningstölvum á íslandi. - • SAMEIND hf. varð um síðustu áramót fyrsta íslenska tölvufyr- irtækið sem skráð var almennt hlutafélag. Gísli Maack, stjórnar- formaður Sameindar, sagði þá ákvörðun hafa verið tekna í ljósi góðs gengis fyrirtækisins á síðasta ári. „Þetta er í okkar augum eðlileg þróun. Okkur þyk- ir vænlegra að fjármagna rekst- urinn með eigin fé frekar en láns- fé,“ sagði Gísli. Á síðasta ári skilaði rekstur Sam- eindar hf. rúmlega 15 milljóna króna hagnaði eftir taprekstur árin þar á undan. Skv. efnahagsreikn- ingi var eigið fé fyrirtækisins rúm- lega 18 milljónir um síðustu ára- mót. Arðsemi eigin fjár var þannig mjög góð á síðasta ári. Hiutafé Sameindar var um síðustu áramót 18 milljónir og hafði aukist um helming á milli ára. Fjöldi hluthafa jókst einnig til muna sl. ár, en þeir voru um síðustu áramót 51 miðað við 13 í ársbyijun 1990. Rekstrartekjur Sameindar rúm- lega fimmfölduðust á síðasta ári og hækkuðu úr 35 milljónum í 195 < milljónir króna. Sveinn Áki Lúðvíks- son, framkvæmdastjóri Sameindar, sagði að ástæða þessarar miklu söluaukningar væri öðru fremur sú að á síðasta ári tók Sameind yfir umboð fyrir IBM einmenningstölv- ur. „Salan hefur gengið mjög vel sem af er. Það er rétt að fyrirtæki sem hafa verið með þetta umboð geta ekki beint státað af góðu gengi, en að mínu áliti er það nú frekar vegna þess að þau hafa leiðst út í offjárfestingar o.þ.h. frekar en umboðinu sjálfu sé um að kenna. Það er lykilatriði í þessari grein að láta raunsæi ráða ferðinni. Það skiptir líka máli að við erum sér- hæfðir í tölvum og tölvubúnaði - þannig að við dreifum ekki kröftun- um of mikið," sagði Sveinn Áki og bætti við að með góðri kynningu ætti IBM að geta orðið sterkt merki í einmenningstölvum á Islandi. Sameind er með umboð fyrir IBM verslunarkerfi, eða strikamerkja- kerfi, eins og þau eru oft nefnd. Rúmlega tvö ár eru síðan að fyrir- tækið hóf sölu á þeim og að sögn Sveins Áka hefur það á þeim tíma sett upp slík kerfi í rúmlega 30 verslunum. „Við fengum þetta sölu- umboð árið 1988 og gerðum þá ráð fyrir að það tæki okkur tvö ár að kynna vöruna og ná upp sölu. Það gekk eftir og í ársbyrjun 1990 vor- um við komnir með góða sölu sem síðan hefur aukist jafnt og þétt. í kjölfar þess brautryðjendastarfs sem við höfum unnið í því að kynna svona kerfi á íslandi höfum við verið leiðandi hér á þessu sviði,“ sagði Sveinn Áki. IBM verslunar- kerfi felur m.a. í sér strikamerking- ar, lagerkerfi, fjárhagskerfi og bók- haldskerfi. Þessa dagana er Sameind hf. að taka við söluumboði fyrir NEC, sem er eitt stærsta tölvufyrirtæki í heimi. Að sögn Sveins Áka eru þeir þekktastir hér á landi fyrir tölvuprentara og tölvuskjái. Tölvu- deild Kristjáns Ó. Skagfjörð hefur verið með umboðið fyrir NEC und- anfarið, en þeir eru að draga sig út úr einmenningstölvugeiranum og því var óskað eftir því að Sameind tæki við umboðinu. Gísli Maack sagði að þróunin væri sú að menn gerðu sífellt meiri kröfur til þjónustudeilda þeirra tölvufyrirtækja sem þeir skiptu við. I ljósi þess væri stefnan að auka gæði þjónustu Sameindar enn frek- ar. Starfsmenn fyrirtækisins eru 14 í dag en gert er ráð fyrir fjölgun á næstunni í kjölfar nýrra verkefna. Arni rekur eigin skrifstofu B ARNI Reynisson hefur sett á stofn eigin skrifstofu að Hverfis- götu 4-6, þar sem hann mun annast þjónustu um ut- anríkisviðskipti. „í augnablikinu er ég að vinna áfram að hugmyndum um Keflavíkurflug- völl sem vöru- flutningamiðstöð, annars vegar með bandarísku fyrir- tæki og hins vegar með nefnd á vegum forsætisráðherra, sem hefur áhuga á að koma þessu á,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið. „Auk þess er ég í öðrum verkefn- um, sem eru skemmra á veg kom- in.“ B ÁRNI er fæddur 10.12.1941. Hann lauk prófi frá Samvinnuskól- anum árið 1961 og hóf þá störf hjá bifreiðadeild Sambandsins. Árið 1966-67 gegndi hann fram- kvæmdastjórastöðu Flugsýnar. Á árunum 1967-70 gegndi hann starfi forstöðumanns Upplýsingaskrif- stofu Verslunarráðs Islands og á árunum 1970-72 var hann fram- kvæmdastjóri Landverndar. Hann var framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs frá 1972. 1981-84 gegndi Ái-ni ýmsum störfum. Árið 1984 tók hann við framkvæmda- stjórn Félags íslenskra stórkaup- nianna og 1988 við stöðu fram- kvæmdastjóra Skrifstofu við- skiptalífsins, sem hann gegndi fram að síðustu mánaðamótum. Árni er kvæntur Önnu Bjarna- dóttur jógakennara og eiga þau tvær dætur. Stefán Guðjónsson framkvæmdastjóri Fjárfestingar- sjóðs Félags stórkaupmanna hef- ur tekið við öllum sérverkefnum innan FÍS. Árni Halldór til Evrópubankans MHALLDÓR Kristjánsson, skrifstofustjóri hjá Iðnaðarráðu- neytinu, mun taka við stöðu Is- lands í banka- stjóm Evrópu- bankans. Stofn- fundur bankans verður í höfuð- stöðvunum í Lon- don um miðjan apríl. Æðsta vald í málefnum bank- ans er í höndum bankaráðs sem skipað er einum fulltrúa frá hveijum eignaraðila. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, mun sitja stofnfundinn sem bankaráðsmaður íslands. í umboði bankaráðs fer bankastjórn, skipuð 23 fulltrúum frá eignaraðilum, með daglega yfirstjórn í bankanum. Auk þess eru 23 varafulltrúar í stjórn. Þessir 46 fulltrúar verða allir í fullu Halldór starfi við Evrópubankann. ísland og Svíþjóð standa saman að kjöri stjórnarmanns sem fer með atkvæði þessara tveggja ríkja og stofnuð hefur verið íslensk-sænsk stjórnar- skrifstofa í aðalstöðvum Evrópu- bankans. Skv. samkomulaginu verður Svíi aðalfulltrúi íslands og Svíþjóðar í bankastjórn Evrópu- bankans næsta kjörtímabil sem er til þriggja ára. Halldór verður vara- bankastjórnarmaður þann tíma og mun sitja alla stjórnarfundi fyrir hönd íslands jafnhliða fullu starfi á stiórnarskrifstofunni. Hann tekur til starfa við Evrópubankann í jún- er fæddur 13.01.1955. Hann útskrifaðjst sem lögfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1979 og lauk mastersprófi í alþjóðalögum frá New York há- skóla tveimur árum síðar. Hann hefur síðan starfað í Iðnaðarráðu- neyti Islands, síðustu ár sem skrif- stofustjóri. Eiginkona Halldórs er Karólína F. Söebech og eiga þau eina dóttur. íbyr|un. B HALLDÓR T o r g i ð Fögur fyrirheit stjórnmálaflokkanna Kosningastefnuskrár stjórn- málaflokkanna vegna komandi al- þingiskosninga geta verið hinar fróðlegustu aflestrar þótt seint verði þær kallaðar afþreyingarbók- menntir. Þær gefa okkur engu að síður vísbendingu um þær stefnur og strauma sem hæst ber í hverj- um málaflokki, og því ómaksins vert að glugga lítið eitt í þann hluta stefnuskráa helstu stjórnmála- flokkanna þar sem fjallað er um atvinnu- og efnahagsmál. Eins og nærri má geta er þar að venju að finna mörg fögur fyrirheitin. Stefnumálin felast gjarnan í að efla eða bæta margvíslega þætti í þjónustu ríkisins við atvinnulíf og almenning. Jafnframt er lögð ' áherslaáumbæturíatvinnumálum með hliðsjón af ákveðnum hug- myndum um byggðastefnu og að- tögun að þróuninni innan EB. Flokkarnir vilja einnig hver með sínum hætti styðja við rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífinu og stuðla þannig að uppbyggingu , þess. Víða í stefnuskrám flokkanna er hins vegar um svö almennt orðalag að ræða varðandi atvinnu- og efna- hagsmál að erfitt er að átta sig á raunverulegri stefnu. Framsóknar- flokkurinn leggur t.d. áherslu á að stöðugleiki í efnahagsmálum verði tryggður, atvinna verði næg, skatt- byrðin þyngist ekki og atvinnu- tækifærum verði fjölgað með stór- auknum rannsóknum, nýsköpun og markaðsstarfi. Þá leggur flokk- urinn ennfremur áherslu á að íslenskum atvinnuvegum verði bú- in sambærileg rekstrarskilyrði og í nágrannalöndunum og reist verði nýtt álver. Ætla má að mikill meiri- hluti þjóðarinnar sé sammála þessum stefnumiðum en þau veita hins vegar afar takmarkaðar upp- lýsingar um hvernig flokkurinn hyggst ná stefnumiðum sínum fram. Alþýðubandalagið vill róttækar og hiklausar skipulagsumbætur í helstu atvinnuvegum landsmanna, einkum í undii stöðuatvinnuvegum, sjávarútvegi og landbúnaði, með það fyrir augum að auka arðsemi þeirra fyrir þjóðarbúið og bæta kjör þjóðarinnar. Landsfundur Alþýðu- bándalagsins lýsti því t.d. yfir að endurskoða þyrfti allt sölukerfi sjávarútvegsins og athuga í hverju tilviki hvernig fjölbreytni og við- skiptafrelsi gætu skilað betri ár- angri en hefðbundin einokun. Þá sé mikilvægur þáttur samgöngu- bóta fólginn í að tryggja aukna samkeppni og hagkvæmni í vöru- og fólksflutningum innanlands. Alþýðuflokkurinn segir stefnu sína miða að aukinni hagkvæmni í hefðbundnum undirstöðuatvinnu- greinum þjóðarinnar, nýsköpun í atvinnulífi og eðlilegum rekstrar- skilyrðum fyrir nýjar atyinnugreinar með réttri gengisskráningu og hvetjandi skattakjörum. Þessi stefna er sögð byggjast á því að yfirleitt sé farsælast að leita mark- aðslausna á grundvelli skýrra, sanngjarnra leikreglna sem ríkis- valdið setur. í ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins um efnahags- og at- vinnumál er m.a. lögð áhersla á að samkeppnis- og útflutnings- hæfni atvinnulífsins verði að styrkj- ast þannig að útflutningur á mann geti aukist um 7-8% á ári yfir næsta áratug. Draga skuli úr opin- berum afskiptum af atvinnulífinu og að afnema eigi styrkja- og milli- færslukerfi vinstri stjórna í atvinnu- málum. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að því að frumkvæði og framtak einstaklinga njóti sín í at- vinnulífinu og ýtt sé undir þátttöku almennings í atvinnustarfsemi með því að hvetja hann til að fjár- festa í hlutabréfum. Lögum og reglum verði breytt á þann veg að markaðurinn tryggi samkeppni í fjármála- og atvinnulífi. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands, dró upp allt aðra mynd af stefnu stjórn- málaflokkanna í grein í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag. Hann kveðst telja alla stjórnmálaflokk- ana klofna í tvær höfuðfylkingar. Annars vegar séu menn sem séu hlynntir að markaðsöflunum verði gefinn lausari taumur í efnahags- málum og á öðrum sviðum þjóðlífsins almennt til að bæta lífskjörin í landinu og til að búa í haginn fyrir framtíðina í anda þess frjálsræðis sem nú er að ryðja sér til rúms í auknum mæli um alla Evrópu. Hins vegar séu þeir sem standi fast gegn slíkum umbótum, yfirleitt til að vernda þrönga sér- hagsmuni á kostnað almennings. Þorvaldur segir síðast nefndu fylk- inguna hafa haft yfirhöndina hing- að til og hafa enn í skjóli ranglátr- ar kjördæmaskipunar og ónógs aðhalds af hálfu almennings og fjölmiðla. Hvað sem líður þessu mati Þor- valds Gylfasonar á stjórnmála- flokkunum þarf ekki mikla glögg- skyggni til að sjá að kosninga- stefnuskrár þeirra eru oftar en ekki málamiðlun milli hinna róttæk- ari umbótasinna og þeirra sem hægar vilja fara sér. Eftir því sem gjáin milli umbótasinnanna og hagsmunavörslumanna er stærri, þeim mun almennari verður kosn- ingastefnuskráin, eins og gleggst má sjá hjá Framsóknarflokknum. Almennt verður ekki sagt að kosn- ingastefnuskrárnar beri með sér ýkja ferskar og frjóar hugmyndir um nýja atvinnustefnu sem leitt geti íslensku þjóðina af braut stöðnunar. Er þó sannarlega ekki vanþörf á. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.