Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.04.1991, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ ........ GKIA.jaH’JOROI/’ MANIMLIFSSTRAUMAR sunnudagur 21. apríl 1991 Égsendi öllum mínum góðu vinum bestu kveðj- ur og þakklœti fyrir ánœgjulegar heimsóknir, kveðjur og gjajfir á áttrœðisafmœli minu 9. apríl sl. Jafnframt þakka ég hugheilan stuðning við foreldrasamtöídn Vímulaus ceska. Lifið heil. Einar Farestveit, Laugarásvegi 66. VZterkur og k_/ hagkvæmur auglýsingamióill! JltofgtiiiÞIfifrtfe Sumartílboð í tilcfni sumarsins bjóðum við leikhúsgestum A f ÍJ/ afslátt af miðaverði þann rJ - J /f) 24. apríl (síðasta vetrardag). f M I Hboðið yihlir Jyrir eftirlaldtir synuií>ar: M flpa 5innni Stóra sriðið. kl. 20.00 I.cikverk þessi hafa verið synd sjötíu sinnum og notið gífurlegra vinsælda. I.itla sriðið. kl. 20.00 r I -'Á* r,J ' I 1J Missið ekki af þessa einstaka tœkifæri • til að fayna sunuirkonuinni! leikfelag REYKIAVlKUR M BORGARLEIKHðSIO MiOasalan cr opin daglcga kl. N-20. ncnia niánudaga Ira kl. 13-1". auk |)css cr tckid á moti pi)Mun(im i sínia 6fiO()H(l milli kl. 10-12 alla virka daga. (ircidslLikortaþjómista 'h EIFTDIS BOLfa mmi... "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN í UMFERÐINNI" JC VÍK Starfsmenntun er kjörorðið. SKÓLAMÁL/£r hcegt aó móta skólamálastefnu án markvissrar atvinnumálastefnuf Skólamálastefna - atvinnumálastefna KOMIN er út framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytis í skóla- málum fyrir yfirstandandi áratug. Það er þarft framtak að ráðu- neytið skuli gera sér og öðrum grein fyrir hver það telur brýn- ustu verkefni í náinni framtíð og gefið tilefni til umræðna um þau. Flest fyrirtæki og stofnanir gera rekstrar- og/eða fram- kvæmdaáætlanir aðeins til eins árs í senn og því eðlilegt að forsjárráð- uneyti menntamála reyni að skyggnast lengra fram í tímann til að fá gleggri yfir- sýn. Skólarnir eru fyrirtæki sem velta milljónum króna þótt um þá fari önnur verð- mæti sem ekki eru síður mikils virði. En. eitt verður að taka með í skóladæmið. Skólinn er ekki nema að litlu leyti mótandi afl í atvinnu- lífi og þjóðfélagi þótt hann eigi dijúgan þátt í að móta einstakl- inga. Hann er í eðli sínu íhaldssöm stofnun. Gegn þeirri íhaldssemi verður þó að berjast, annars blasir við stöðnun og stöðnun fylgir hnignun. Skólamenn verða því að vera vel á verði og þeim er skylt að leggja sitt af mörkum í um- ræðu um atvinnuuppbyggingu með tilliti til menntunar. Það hafa forsvarsmenn ýmissa háskóla- stofnana þegar gert en það verður ‘ekki gert að umræðuefni hér. Til hvers göngum við í skóla? Til að fá vinnu, segja flestir. Til að mennta okkur, segja aðrir. Ætli það sé ekki best „hvað með öðru“. Okkur er lífsnauðsyn að fá vinnu en það eru markaðir, hrá- efni og aðrir viðskiptaþættir sem ráða atvinnutækifærum hveiju sinni. Því hlýtur að vera jafnnauð- synlegt að marka atvinnumála- stefnu ekki síður en skólamála- stefnu og helst verður þessi stefn- umörkun að haldast í hendur. Þeg- ar ákvarða skal skipulag í það minnsta framhaldsskóla er því brýnt að kveðja til ábyrga aðila vinnumarkaðs og atvinnuvega til að glöggva sig á hvar vinnuafls- þörf kann að verða mest. Þess var áður getið að menn menntuðu sig fyrst og fremst til að fá vinnu. Til þess hefur ekki alltaf verið tekið nógu mikið tillit. Eftir fjögurra ára setu í hefð- bundnum menntaskóla hafa stúd- entar engin bein atvinnuréttindi. Aðeins aðgang að háskólanámi sem tekur minnst 3-4 ár í viðbót. Gamla latínuskólaformið er nú á undanhaldi og brautakerfi víða upp tekið. Það er í eðli sínu mark- vissara þvi að í hverri braut er stefnt að vissum áfanga á viðkom- andi sviði og hann gefur gjarnan ákveðin starfsréttindi. Þarna eru kenndar námsgreinar sem fyrst og fremst koma starfsgreininni við. Með því móti nýtist námstím- inn best og atvinnuvegimir fá hæfasta starfsmenn, ekki síst ef fyrirtæki tækju að sér starfsþjálf- un á námstímanum. Þess skal getið að jafnframt geta nemendur í brautakerfinu valið greinar á sviði lista og al- mennrar menntunar svo þeir verði ekki „algerir fagidjótar“. Hitt er svo annað mál að dagar alfræðinnar eru taldir. Það er ekki á færi nokkurs manns að vita allt um allt. Til þess er mannleg þekk- ing orðin of víðfeðm. Margt af framangreindu kemur fram í framkvæmdaáætluninni og er óhætt að hvetja skólamenn að kynna sér hana, ræða í sínum hópi og koma athugasemdum á framfæri. eftir Gylfa Pólsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.