Morgunblaðið - 21.04.1991, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.04.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. APRIL 1991 C 15 Skortur er á öllu í Sovétríkjunum, : Almenn óánægja er með Gorbatsjov. Kropotkínskaja 36 (nafn og heimil- isfang), til að panta það! Þegar við komum þangað er okkur vísað hæversklega inn og tafarlaust til sætis! Innréttingarnar eru gamal- dags og glæsilegar, þjónustan óað- finnanleg, maturinn gómsætur! Tónlistin kemur úr hvítum smá- flygli. Reikningurinn fyrir fjóra er 90 dalir, þjónustugjald innifalið. Þjónninn afþakkar kurteislega þjórfé. Þetta kemur okkur þægilega á óvart. Bögull fylgir þó skamm- rifí: greiða verður reikninginn með alþjóðlegu lánakorti og óþarft er að taka fram að það útilokar flesta Rússa frá þessum munaði - sem er reyndar ekkert nýnæmi. Ævintýraleg kvöldstund Vilji ferðamenn hins vegar kynn- ast dæmigerðum sovéskum veit- ingahúsum verða þeir að gerast fastir viðskiptavinir ríkisstofnunar þar sem þeir geta notið til fulls stirðbusalegrar þjónustu, ömur- legra innréttinga, slæms matar og annarrar vanvirðu sem kerfið full- komnar - og allt er þetta enn á boðstólum fyrir atbeina Intourist. (Biðjið bara um Nadju). Samt verð ég að viðurkenna að það eru ríkisreknu veitingahúsin sem eru líklegust til að bjóða upp á minnisstæðustu kvöldstundirnar - á einn eða annan hátt. Slík ævin- týri gerast einna helst í Slavjanskíj Bazaar, sem er elsta veitingahúsið í Moskvu. Það var stofnað á átt- unda áratug nítjándu aldar og er í Kítaj Gorod-hverfinu, skammt frá Rauða torginu. Við sóttum um bók- un hjá Intourist þremur dögum fyr- irfram. Þegar stundin rennur upp ryðjum við okkur leið í gegnum hóp Rússa, bönkum á lokaðar dyr, sting- um vegabréfunum inn um rauf og á tilsettum tíma er okkur kippt inn. í anddyrinu taka karlar og konur við yfirhöfnum og skóm fyrir fram- an stóran, skítugan spegil og fyrir ofan hann hanga myndir af mönn- um sem snæddu þarna fyrir óra- löngu - þeirra á meðal er Stanislav- skíj hinn mikli og Nemírovítsj- Dantsjenko, sem stofnuðu Lista- leikhús Moskvu eftir að hafa setið að snæðingi í 18 klukkustundir. Matsalurinn er gríðarstór með um 15 metra háu viðarhvolfþaki og súlur og skrautlista, sem málaðir eru í gáskafullum stíl. Salurinn er fullur, hundruð manna sitja í stór- um hópum, margir gestanna syngja og eru augljóslega þegar orðnir foráttudrukknir. Þetta er ef til vill í fyrsta skipti í langan tíma sem þeir fá tækifæri til að lyfta sér upp og vilja því notfæra sér það ær- lega. Diskar með köldum kjötbitum (zakuskie) bíða okkar á borðinu. Við erum nógu skynsöm til að sleppa forréttinum (vúlkaníseruð- um kjúklingabitum og gímmíönd) en fáum okkur þess í stað ferskan kavíar og blini. Hávaðinn er ógur- legur og allt á rúi og stúi. Hljóm- sveit leikur rússnesk þjóðlög og fólk dansar - karlar við konur, karlar við karla, konur við konur. Yngri stúlkurnar eru fallegar í sparikjólunum sínum en eldri kon- urnar eru enn feitabollur í missíðum pilsum og stórum peysum. Þau koma af dansgólfinu másandi og sveitt og geisla af ánægju. Skemmtiatriðin hefjast - fjölleika- sýning með sjónhverfingamönnum, sígaunum og loftfimleikamönnum - en helmingur gestanna gefur þeim engan gaum og fólk heldur áfram að dansa eins og það eigi lífíð að leysa. Þetta er kostulegt kvöld, eins og heimsókn í vitfírringahæli - og ógleymanlegt. Á eftir göngum við á Rauða torgið. Kirkja heilags Bas- ils er flóðlýst og íburðarmikil í snjó- fokinu; bláir borðar blakta, rauðar stjörnur blika. Kreml minnir um margt á ævintýri. Kirkjan í sókn Við ökum til þorpsins Zagorsk, um 70 kílómetrum frá Moskvu, á sunnudegi. Á innan við hálftíma erum við komin í fortíðina, ökum framhjá gömlum landbúnaðarþorp- um með málaða timburkofa, fram- hjá snævi þöktum ökrum,- birkitij- ám og furuskógum þar til við kom- um að glitrandi turnum og hvelfing- um forns klaustur, sem kennt er við Troítskíj og heilagan Sergius. Inni í kirkjunni lendum við í stórum hópi fólks sem reynir að troðast að kórnum. Ég trúi ekki eigin augum. Fyrir þremur áram voru kirkjur klaustursins næstum mannlausar, fyrir utan nokkrar svartklæddar ömmur. Nú er þröng í þessari stóru og hvelfdu kirkju, ekki bara ömm- ur, heldur líka ungt fólk og táning- ar. Allir taka þátt í messusöngnum og á andlitunum má sjá að fólkið er uppnumið. Feðurnir lyfta börnum sínum á axlirnar til að þau geti fylgst með guðs- þjónustunni. Slík óheft tilbeiðsla eftir áratuga guðleysisstefnu stjórnvalda gengur krafta- verki næst. Almenn óón- ægja með Gor- batsjov Þar sem Rússar hafa öðlast meira frelsi en menn gátu gert sér í hugarlund fyrir nokkrum árum er erfitt fyrir útlendinga að skilja ofs- fengna óánægju því sem næst allra. Hvers vegna eru þeir ekki þakklát- ari fýrir breýtingarnar ótrúlegu sem gerðar hafa verið? Hvers vegna sýna þeir ekki meiri biðlund úr því þeir hafa náð svona langt? Vinir heimsækja okkur í hótelherbergið og eru ekki lengur hræddir við að tjá skoðanir sínar á opinskáan hátt. Hver einasti viðmælandi okkar - listamenn, hagfræðingar, húsmæð- ur, kennarar, námsmenn, blaða- menn - er svartsýnn á framtíðina. Allir- era þeirrar skoðunar að efna- hagsvandinn sé ógnarlegur og Gor- batsjov hafi ekki gripið til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að leysa hann. í augum okkar, sem höfum verið hér áður, er frelsi fjöl- miðla undravert. Samt er okkur sagt að glasnost sé að líða undir lok og menntamennirnir í Moskvu era enn reiðir yfir því að hætt var að sýna frétta- og viðtalsþáttinn „Vzgljad" í sjónvarpinu og óheilla- vænlegar takmarkanir voru settar á fleiri fjölmiðla. Ljóst er að áhrif afturhaldsaflanna eru að aukast, að Gorbatsjov hefur neyðst til að halla sér æ meir að harðlínumönn- um frá því Shverdnadze sagði af sér og er tekinn að hopa af hólmi vegna æ versnandi stöðu sinnar. Hermenn annast löggæslu á götun- um í samvinnu við lögregluna, að sögn til að stemma stigu við glæp- um en enginn leggur trúnað á það. Þótt Borís Jeltsín hafi öðlast mikinn stuðning eru stjórnmálaskýrendur efins um að hann sé fær um að stjórna landinu. Sovétlýðveldin eru enn púðurtunnur vegna óánægju almennings eftir hernaðaraðgerð- irnar hræðilegu í Eystrasaltsríkjun- um. Andófsmaðurinn og vinur minn Andrej Amalrík, sem nú er látinn, ritaði bókina „Will the Soviet Union Survive Until 1984?“ (Verða Sov- étríkin enn til árið 1984?) Skeikaði honum aðeins um áratug? Hvernig sem þetta fer erum við sannfærð um að þjóð, sem hefur náð svo ' langt, getur ekki tekið upp sama, gamla kúgunarkerfið aftur. Síðustu nóttina okkar í Moskvu komum við á Dzerzhínskíj-torg. Beint fyrir framan okkur er stór- verslunin Djetskíj Mír (barnaheim- urinn); á hægri hönd eru bygg- ingar Lúbjanka- fangelsisins ill- ræmda. Rétt hjá okkur er nýtt minnismerki — til minningar um þá sem dóu í Gúlag- inu. Þetta er stór hellusteinn, til- einkaður „fóm- arlömbum grimmdarverka: 1917-1990“. Við steininn eru blómsveigar í hrúgum með nöfnum einstaklinga. Við eram agndofa og störum á steininn, reyn- um að komast til botns í honum, melta hann i allri sinni táknrænu ógn - allar þjáningarnar og harm- inn; vísvitandi og óbilgjarna írónu þeirra er settu hann á þetta torg; undraverða dirfskuna í síðara ártal- inu: 1990. Á meðan við stöndum í kyrrðinni á torginu fer snjór að falla. Tár okkar líka. Höfundur er _ fyrrverandi sendiherrafrú á íslandi. Allir eru þeirrar skoðunar að efna- hagsvandinn sé ógnarlegur og Gorbatsjov hafi ekki gripið til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að leysa hann. TRYGGÐU ÞÉR ÞAÐ BESTA STRAX PANTAÐU NÚNA (mtMm Feröaskrifstofa ■ Hallveigarstíg 1 • Símar 28388-28580 Bestu hótelin besta verðið Royal gisting, 2 vikur Brottfarardagar: 4. júní / 9. júlí / 3. september Verödæmi: 4 manna fjölskylda, 2 fullorðnir og 2 börn 2-11 ára kr. 145.500 eða kr. 36.375 á mann. 3 manna fjölskylda, 2 fullorðnir og 1 barn 2-11 ára kr. 131.400 eða kr, 43.800 á mann. 2 fullorðnir kr. 54.000 á mann. Bjóddu þér og fjölskyldunni almennilegt hót- el í sumarfríinu - á viðráðanlegu verði. Sumarfrí á almennilegu hóteli er góð fjárfest- ing - veldu Royaltur hótel hjá Atlantik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.