Morgunblaðið - 21.04.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.04.1991, Qupperneq 21
Wr JJSWA IS flU MORGUNBLAÐIÐ MENNiaffi^S iraA.Iff/UJOHOM SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1991 3 0? C 21 ■ FOR VITNILEG UR leikarahópur kemur sam- an til að leika í nýjustu mynd Lawrence Kasdans („Body Heat“, „The Big Chill“) en hún heitir „Grand Canyon". Með að- alhlutverkin í henni fara Danny Glover, Kevin Kline, Steve Martin, Mary McDonnell og Alfre Woodard. ■ VANDRÆÐABARNIÐ í breska kvikmyndaheimin- um, Ken Russell, er kominn af stað með nýja mynd „Prisoners of Honor“ en með aðalhlutverkin í henni fara Richard Dreyfuss og Oliver Reed. Aðrir leikarar eru m.a. Peter Firth, Jer- emy Kemp, Brian Blessed og Kenneth Colley. mSPÆNSKI leikarinn Antonio Banderas, sem lék svo skemmtilega þijótinn sem rændi klámstjörnunni í mynd Petro Almodovars, Bittu mig, elskaðu mig, er farinn að leika í Holly- wood í mynd sem heítir. „The Mambo Kings“. Leik- stjóri er Arnold Glimcher en myndin er gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Oscar Hijuelos, Mambókóngarn- ir leika ástarlög. Armand Assante leikur á móti Band- eras í myndinni en kvik- myndatökumaður er sá ágæti Michael Ballhaus. ■ HASARLEIKSTJÓR- INNgóði John McTiernan er skrifaður fyrir verkefni sem heitir Síðustu dagar Edens með Sean Connery og Larraine Bracco úr Góðum gæjum í aðalhlut- verkum. Myndin verður tek- in í Mexíkó og Brasilíu en framleiðandi er Andy Vanja, félagi Mario Kassar við gerð Rambómyndanna. Af frönskum dögum Franskir kvikmyndadag- ar hófust í Regnbogan- um í gær með frumsýningu á myndinni „Outremer“ en auk fjögurra mynda sem koma gagngert á kvik- myndadagana frá Frakkl- andi, frumsýnir Regnboginn frönsku verðlaunamyndina Cyrano de Bergerac með Gérard Depardieu. „Outremer'* er frá 1990 og er eftir Brigitte Rouan. Hún gerist á sjötta áratugn- um í Alsír og segir frá þrem- ur systrum og tilhugalífi þeirra sem faðir þeirra fylg- ist með vakandi auga. (Enskur texti.) „Apres api-es-demain“ eða Ekki á morgun heldur hinn er frá 1989 og er eftir Gérard Frot-Coutaz. Hún segir frá ástarsambandi manns og konu sem virðast síst allra eiga saman. Hann Cyrano de Bergerac; verðlaunamynd með Gérard Depardieu. ei sérlega rómantískur en hún horfír meira í starfs- framann sem hönnuður. (Enskur texti.) „Korczak" er frá 1990 og er eftir einn fremsta leik- stjóra Pólvetja, Andrezej Wajda. Þessi nýjasta mynd Wajda segir sanna sögu Janusz Korczak, frægs rit- höfundar af gyðingaættum, sem lést í útrýmingarbúðum nasista árið 1942. (Enskur texti.) • „Dames galantes" er frá 1990 og er eftir Jean-Char- les Tacchella. Hún er með Richard Bohringer og Isa- bella Rossellini í aðalhlut- verkum og gerist árið 1575 í blóðugum trúarbragða- styrjöldum í Frakklandi. (Enginn texti.) Einnig verða á kvik- myndadögunum myndirnar Litli þjófurinn og Skúrkarn- ir sem Regnboginn frum- sýndi í vetur og síðast en ekki síst frumsýnir Regn- boginn Cyrano de Bergerac eins og áður sagði. Þær eiu allar með íslenskum texta. Ein af 25 bestu; Casablanca. 25 BESTU Bandarískir kvikmynda- framleiðendur völdu nýlega 25 bestu bandarísku myndirnar sem gerðar voru frá 1927, þegarþögla skeið- inu lauk, til 1980. Þetta er listi þeirra í stafrófsröð: Á hverfanda hveli (1939) Ben Hur (1959) The Best Years of Our Lives (1946) Casablanca (1942) Citizen Kane (1941) Fantasia (1940) Fjársjóður Sierra Madre (1948) Lítil aðsókn á Redford Lítil aðsókn hefur verið á bandarísku stórmynd- ina Havana í Laugarásbíói með Robert Redford og Lenu Olin undir leikstjórn Sidney Pollacks. Alls hafa séð hana um 3.000 manns. „Hún kolféll," sagði Grétar Hjartarson bíóstjóri í stuttu spjalli. „Fólk nennir ekki að sjá svona myndir lengur," sagði hann en Havana er uppundir þriggja tíma ástar- saga sem gerist í Havana við fall Batista einræðisherra. Laugarásbíó frumsýndi nýlega dönsku myndina Dansinn við Regitze og sagði Grétar einnig aðsókn á hana slappa en við því má búast þegar evrópskar myndir eiga í hlut. Aðsóknarmesta mynd bíósins síðustu mánuði er Leikskólalöggan með Arnold Schwarzenegger, sem komin er í 13.000 manns. Grétar sagði að nú stæði yfir endurnýjun á hijóðkerfi A-salarins en næstu myndir bíósins eru „Mo’ Better Blu- es“ eftir Spike Lee, hrollvekj- an „Child’s Play 11“ og ástar- Ralph konungur. myndin „White Palace" með James Spader og Susan Sar- andon. Frum- sýningin á has- armyndinni „The Hard Way“ frestast fram á sumarið en gaman- myndin „King Ralph“, með John Goodman í hlutverki erf- ingja bresku krúnunnar, er á dagskrá í endaðan maí. From Here to Eternity (1953) Galdrakarlinn í Oz (1939) Gaukshreiðrið (1975) Guðfaðirinn (1971) High Noon (1952) The Infonner (1935) Midnight Cowboy (1969) Mjallhvít og dvergarnir sjö (1937) Mr. Smith Goes to Washing- ton (1939) Möltufálkinn (1941) On the Waterfront (1954) Stagecoach (1939) Star Wars (1977) Sunset Boulevard (1950) Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum (1930) Umhverfis jörðina á 80 dög- um (1956) Uppreisnin á Bounty (1935) Þrúgur reiðinnar (1940) KVIKMYNDIR*^ Verba þeir aldrei atvinnulausir? Góðir en græða títið Það er oft sagt að Holly- wood sijórnist af markaðslögmálum eingöngu og það er mikið til í því. En ein stétt manna vestur þar virðist ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af gengi mynda sinna. Þeir eftir Arnold fá alltaf Indrióason vinnu. Þetta er dýru og stóru leik- stjórarnir. Síðasta ár var sérlega er- fitt fyrir þá í miðasölunni. Rándýr verkefni eins og „The Two Jakes“ og Bálköstur hégómans fengu mjög litla aðsókn í Bandaríkjunum og sama má segja um verk leik- stjóra eins og Sidney Pollacks (Havana), David Lynchs (Tryllt ást), Paul Mazurskys („Scenes From A Mall“), Sid- ney Lumets („Q and A“), Woody Allens („Alice") og Barry Levinsons („Avalon"). „Flestir dýrustu leikstjórarnir klikkuðu gersamlega á síð- asta ári,“ hefur skemmtana- tímaritið „Variety“ eftir yfir- manni stórs kvikmyndavers, „og það er eins og enginn hafi tekið eftir því.“ Þegar kvikmyndastjarna leikur í nokkrum skellum í röð fær hún minni laun. Þetta á ekki við um leikstjóra. Þeim er ekki kennt um ef illa fer í miðasölunni. Leikstjórar eru ráðnir vegna hæfileika sinna. Leikarar eru ráðnir vegna hæfileika sinna og því hvern- ig markaðurinn bregst við þeim. Yfirleitt skiptir það hinn venjulega bíógest ekki neinu máli hver leikstýrir mynd en leikarinn skiptir hann máli. Það er heldur enginn kom- inn til með að segja að þessir leikstjórar hafi gert slæma mynd þótt hún gangi ekki í áhorfendur. Reyndar máttu margir af stóru leikstjórunum vera hreyknir af aðsókninni á myndirnar sínar í fyrra. Góðir gæjar Martin Scorsese og Guðfaðirinn III gerðu það tiltölulega gott (ekkert stór- kostlega ef miðað er við háan framleiðslukostnað), einnig Uns sekt er sönnuð eftir Alan J. Pacula og Jonathan Demme hefur gert fyrstu metsölumyndina sína sem er „The Silence of the Lambs" (Gene Hackman átti reyndar að leikstýra henni á tímabili). En leikstjórarnir sem minnst var á áður eins og Levinson og aðrir eins og Fred Schepisi (Rússlands- deildin), Renny Harlin (Ævintýri Ford Fair- lane), Lawrence Kasdan (Ég elska þig til dauða), áttu slæman dag í miðasöl- unni á síðasta ári, og Bern- ardo Ber- tolucci (”The Sheltering Sky“) og f§ Alan Parker („Come Seó the Paradise") virkilega afleit- an. WoodyAI- len; lítil að- sókn en nóg að gera. Engu að síður halda þessir leikstjórar áfram að vera eft- irsóttustu mennimir í kvik- myndaiðnaðinum og þeirra margra bíður ávísun uppá allt að sex milljónir dollara fyrir hveija mynd. Brian De Palma hefur nú gert tvo skelli í röð, Bálköstinn og „Casu- alties of War“, en eins og einn framleiðandinn sagði, „á undan þeim kom lítil mynd sem hét Hinir vammlausu". Menn veðja enn tugmilljónum á James Cameron þótt Hyl- dýpið hans hafi varla tekið inn fyrir kostnaði. Hann hef- ur algerlega fijálsar hendur við gerð „The Terminator 2“ sem reiknað er með að kosti 80 milljónir dollara. Þetta er spurning um hæfi- leika, segir einn framleiðand- inn. Þótt illa gangi í miðasöl- unni missa þessir leikstjórar ekki hæfileika sinn. Reyndar eru undantekningar eins og Michael Cimino. Eftir hina ægivinsælu mynd Hjartarbanann komu Himnahliðið, Ár drekans, Sikileying- urinn ogloks- „Desperate Ho- urs“ og nú er spurt hvort hann geti enn gert kröfu til brra launa ogjafn- vel hvort hann fái yfirleitt vinnu lengur í Hoily- wood. IBIO u rvalið í bíóhúsunum undanfarnar vikur hefur einkennst talsvert af kvikmyndavikum frá Sviss, Danmörku og Finn- landi og nú um helgina byijar frönsk vika. Vik- urnar hafa verið einkar góð tilbreyting en af öllum þeim ágætu myndum sem okkur hafa boðist á þeim stendur svissneska óskars- verðlaunamyndin Vonar- ferð eða „Reise der Hoffn- ung“ uppúr. Það er mynd sem nístir inn að merg og beini í lýs- ingu á hrakfallaför fá- tækrar tyrkneskrar fjöl- skyldu um smyglaraleið til Sviss í leit að betra lífí en ferðin endar með ósköpum í vondum veðrum hátt uppi í ljöllum. Önnur góð og einkar mannleg og ljúfsár mynd er sú danska Dansinn við Regitze eftir samnefndri skáldsögu sem komið hef- ur út á íslensku en myndin lýsir lífi hjóna frá fyrstu kynnum til elliáranna. Ghita Nörby, sem var svo góð í Matador, fer á kost- um í hlutverki eiginkon- unnar. Fyrir þá sem vilja á góða hrollvekju er óhætt að mæla með Særinga- manninum 3, óbeinu fram- haldi hinnar einu og sönnu djöflamessu bíómyndanna. Nú eru 15 ár liðin frá fyrstu myndinni og rann- sóknarlögreglumaðurinn George C. Scott rannsakar hryllileg morð sem tengj- ast lauslega fyrri atburð- um. Rithöfundurinn Will- iam Peter Blatty leikstýrir sjálfur og skapar mörg spennandi augnablik og óhugnað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.