Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 1
 ) at-t rrr»fcrrT T f\qn*í BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1991 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL BLAÐ B m SKIÐI sms Girardelli vill æfa á íslandi Kemurtil landsins til að kanna aðstæður í Kerlingafjöllum Marc Girardelli frá Luxemborg, besti skíðamaður heims, er vænt- anlegur til ís- lands innan tveggja vikna. BESTI skíðamaður heims, Marc Girardelti frá Luxemborg, er vænt- aniegur til íslands innan tveggja vikna til að kanna aðstæður í Kerl- ingafjöllum þar sem hann hyggst æfa í sumar. Girardelli er núverandi heimsbikarhafi og er einn þriggja skíðamanna sem unnið hefur heimsbikarkeppnina fjórum sinn- um. Girardelli er fæddur í Austurríki, en gerðist ríkisborgari í Luxemborg er hann var ekki valinn í austurríska landsliðið fyrir nokkrum árum. Síðan hefur hann verið í allra fremstu röð. Þrátt fyrir að hann hafi átt við meiðsli að stríða á síðasta keppnistímabili stóð hann uppi sem sigurvegari í heimsbikar- keppninni í fjói’ða skipti. Áður hafði hann unnið heimsbikarinn 1985, 1986 og 1989. Sigurður Einarsson, formaður Skíða- sambandsins, hefur verið í sambandi við umboðsmenn Girarellis varðandi komu hans til landsins. Sigurður hefur sent þeim myndbönd og upplýsingar um Kerl- ingafjöll og hefur Girardelli sýnt mikinn áhuga á að æfa hér í sumar til að und- irbúa sig fyrir næsta keppnistímabil. Tveir aðstoðarmenn hans komu til lands- ins fyrir nokkrum vikum til viðræðna við Skíðasambandið og einnig ræddi Sig- urður við þá ytra fyrir skömmu. „Ég reikna með að Giardelli komi hingað innan tveggja vikna til að skoða aðstæður í Kerlingafjöllum. Hann ætlaði að koma um síðustu helgi en þar sem hann gekkst nýlega undir uppskurð á hné frestaði hann ferðinni um eina til tvær vikur,“ sagði Sigurður Einarsson. Girardelli vill vera í friði við sumaræf- ingar sínar og hefur aðeins fjóra menn sér til aðstoðar, föður sinn, þjálfara sinn og tvo menn sem sjá um skíðaútbúnað- inn. Hér á landi hyggst Girardelli æfa svig og stórsvig auk þess sem hann pró- far nýjan skíðaútbúnað. Hann notar snjó- sleða til að flytja sig upp brekkurnar og er því ekki háður lyftum. Ilann fer fram á það við íslendinga að brekkan sem hann kemur til með að velja í Kerlinga- fjöllum sé troðin á nóttinni svo hann geti æft snemma morguns þegar skíða- færi er best. Fyrirspurnir hafa borist til Skíðasam- bandsins frá nokkrum evrópskum skíðas- amböndum varðandi aðstöðuna í Kerl- ingafjöllum. KNATTSPYRNA Bo hefur valid MöKufaranna Bo Johansson, landsliðsþjálfari, valdi í gær sjö leikmenn sem halda t!l móts við landsliðið í London og fara með því til Möltu, þar sem landsleikur verður leikinn 7. maí. Leikmennirnir sjö eru: Ólafur Kristj- ánsson, FH, Kristján Halldórsson, ÍR, Einar Páll Tómasson, Val, Haraldur Ing- ólfsson, ÍA, Grétar Einarsson, Víði, Kjartan Einarsson, Keflavík og Ríkharð- ur Daðason, Fram. Níu leikmenn, sem verður með hópn- um í leikjunum gegn B-liði Englands í Watford á laugardaginn og gegn Wales í Cardiff, fara einnig til Möltu. Það eru þeir Bjarni Sigurðsson, Val, Ólafur Gott- skálksson, KR, Kristján Jónsson, Fram, Guðni Bergsson, Tottenham, Rúnar Kristinsson, KR; Hlynur Stefánsson, ÍBV, Þorvaldur Órlygsson, Nottingham Forest og Ragnar Mergeirsson, KR. Leikmennirnir sem fara ekki til Möltu frá Englandi, eru: Sævar Jónsson, Val, Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart, Sigurður Grétarsson, Grasshoppers, Arnór Guð- johnsen, Bordeaux, Gunnar Gíslason, Hacken, Ólafur Þórðarson, Lyn og Antony Karl Gregory, Val. KNATTSPYRNA ekki með lands- liðinu íBret- lands- ferðinni Sigurður Jónsson, landsliðsmaður hjá Arsenal, getur ekki kost á sér í ieikina gegn B- liði Englands og Waies. Þrálát meiðsli Sigurðar í baki tóku sig upp á ný í sl. viku. Bo Johansson, landsliðsþjálfari, valdi Eyjamanninn Hlyn Stefánsson til að taka stöðu Sigurðar í lands- liðshópnum. Kvennalandsliðið: í riðli með Skotum og Englendingum Kvennalandsliðið í knattspymu, sem tekur þátt i Evrópukeppni landsliða, leikur í sterkum riðli. Liðið leikur í 3. riðli ásamt Skotum og Eng- landingum. Leikið verður heima og heiman. ÞYSKALAND Eyjólfur í hvfld Eyjólfur Sverrisson hefur ekki náð sér á strik í síðustu leikjum með Stuttgart og er sagt að hann þurfi smá hvíld, þar sem hann er óvanur að leika undir pressu - eins og hefur verið á leikmönn- um Stuttgail að undanförnu. Reiknar er með að Kastl taki stöðu hans í næsta leik - gegn Diissel- dorf 4. maí. Sagt var í biöðum að Eyjólfur ætti að hvílast vel næstu daga. Eyjólfur var í byijunar- iiði Stuttgart gegn Kaisersiautern, 2:2, um helg- ina, en var skipt útaf í síðari hálfleik. Leikmenn Stuttgart áttu fjögur stangarskot í leiknum og voru óheppnir að leggja efsta liðið ekki að velii. „Ég hef það á tilfinningunni að meistaraheppnin sé með okkur,“ sagði Feldkamp, þjálfari Kaisers- lautern. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Bjarni Meislarabros! Valsmenn urðu íslandsmeistarar í handknatt- leik á laugardag, eftir að þeir sigruðu Stjörn- una og FH-ingar lögðu deildarmeistara Víkings að velli, þrátt fyrir að tvær umferðir séu enn eftir af úrslitakeppninni. Valsmönnum varð ekki ljóst að titillinn væri í höfn fyrr en nokkru eftir að þeir voru komnir inn í búningsklefa, og úrslitin bárust frá Hafnarfírði. Hér brosa þeir breitt, Þor- björn Jensson, þjálfari, Jakob Sigurðsson, fyrirliði, og Einar Þorvarðarson, nokkrum andartökum eftir að fregnirnar bárust. ■ Nánar / B4 og B5 VIÐTAL VHE> SKÍÐAKAPPANN DANÍEL JAKOBSSON / B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.