Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 HANDBOLTI Ekkier alltsem sýnist Athugasemd frá Leifi Dagfinnssyni Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Leifi Dag- finnssyni, markverði 1. deildarliðs KR í handknattleik: „Mig langar til að svara þeim um- mælum sem ég fékk í Morgunblaðinu þann 18. apríl eftir leik KR (Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur) og Fram. Svar mitt felst í því að leiðrétta lýs- ingu blaðamannsins, sem er svotil með öllu röng, á atviki er átti sér stað í umræddum leik. í fyrsta lagi skrifar blm. „Leifur byijaði á því að mótmæia dómi þegar Sigurði Sveinssyni var vikið af leikvelli í tvær mín. “ Það er alls ekki rétt. Ég mótmælti aldrei dómnum. Það sem gerðist var það að ég stend inní teig með boltann eftir að dómar- amir höfðu réttilega dæmt aukakast og sent Sigurð af leikvelli. Annar dómari leiksins, Hákon, var við hliðina á mér inní teig en hinn dómari leiks- ins, Guðjón, stendhr úti á velli einbeit- andi sér að brottvísun Sigurðar. Þar sem ég stend og er að spyija Hákon út í leikreglurnar varðandi hvenær á að dæma sóp og hvenær ekki, og al- veg hinn rólegasti þá bytjar einhver lýður, að mér virðist forráðamenn handkd. Fram, að kalla einhver ókvæðisorð bæði að mér og Hákoni. Fannst mér afskipti þeirra vera þess eðlis að þeir vildu taka þátt í leiknum. I mesta sakleysi og gríni sendi ég því boltann til þeirra, þar sem þeir stóðu við hliðarlínuna. Hákon aðhefst ekk- ert, enda engin ástæða til. Hinsvegar kemur Guðjón nú askvaðandi eins og bjargvættur Fram með tvo fingur á lofti til merkis um 2 mín. brottrekst- ur. Virðist Guðjón hér hafa orðið að leiksoppi Framara þar sem hann dró þá ályktun af hrópum þeirra og beiðn- um að ég verðskuldaði brottrekstur- inn. Ég fékk ekki gult spjald hvað þá tiltal frá Hákoni sem var vitni að þessu atviki og hinn réttmæti dóm- ari. Viðbrögð mín við þessari 2 mín. brottvísun var einungis eitt hopp, en ekki kjaftbrúk þvert gegn almennri trú. Semsagt engin mótmæli og boltan- um ekki „spyrnt íáhorfendabekkina". Enn hafði ég stjórn á skapsmunum mínum en fann þó til reiði eins og hver annar finnur til í sömu aðstöðu. Það eina sem virkilega angraði mig var að útskýringuna vantaði fyrir þessum brottrekstri og voru það mín mistök að reyna að sækjast eftir henni, því hún er ekki auðsótt hjá dómara eins og Guðjóni. Tilraun minni við að nálgast Guðjón og spyija hann, „afhveiju" var haldið aftur af fyrirliða okkar. Sumir leik- menn Fram voru ekki ánægðir með þessa tilraun mína og heyrði ég kall- að: „Rautt spjald! Rautt spjald! Og Guðjón, einsog við manninn mælt, veifaði rauðu spjaldi! Að mínu mati algjörlega óréttmætt spjald. Ég get tekið undir orð blm. „Leifur missti stjórn á skapi sínu“. Én það gerðist ekki fyrr en eftir að ég fékk rauða spjaldið. Því næst segir blaðamaður „hugð- ist ráðast á dómarann og það reyndi hann í þrígang". Hvernig getur blm. fullyrt að ég ætlaði að „ráðast á dóm- arann? Slíkt hvarflaði aldrei að mér. Ég átti einungis ótalað við Guðjón og fannst að ég yrði að vera nálægt honum, þannig að hann myndi örugg- lega heyra að þar væru mín orð á ferð en ekki orð Framara. Það má því spytja hvor hafí fyrr misst stjórn á sér, dómarinn eða leik- maðurinn. Virðingarfyllst Leifur Dagfinnsson." Athugasemd íþróttadeildar Enginn nema Leifur sjálfur getur fullyrt hvort hann hafi einungis ætlað að ræða við Guðjón dómara, eftir að hafa fengið rauða spjaldið, en af lát- bragði hans að dæma var annað í uppsiglingu en samræður leikmanns og dómara. Geir hættir hjá Granollers Geir Sveinsson verður ekki áfram hjá spænska liðinu Granollers næsta tímabil. Félagið hefur ákveðið að bæta við er- lendri skyttu og því verður Geir að víkja. Hann sagði við Morgun- blaðið að hann hefði áhuga á að vera áfram á Spáni eða í Frakkl- andi, en eins kæmi til greina að koma heim til íslands. Geir sagðist hafa hugsað sér að vera eitt ár til viðbótar hjá Granollers enda hefði félagið sagt að það vildi hafa hann áfram, en aðstæður hefðu breyst. Fjórar skyttur hefðu ieikið með liðinu í vetur en Ijóst væri að Atli Hilm- arsson færi og landsliðsmaðurinn Geralda, sem er einn eftirsóttasti örvhenti leikmaðurinn á Spáni, væri sennilega einnig á fórum. „Skyttuleysi háir liðinu og því er afstaða félagsins skiljanleg," sagði Geir. Granollers hefur þegar gert samning við Sovétmanninn Atavin' og Tumichef er einnig sterklega inni í myndinni að sögn Geirs. Geir sagði að erlendir línu- eða hornamenn ættu erfitt uppdráttar á Spáni og því væri ekki um auð- ugan garð að gresja. „Ég hef ekki áhuga á að fara í lakara lið og 10 bestu tiðin eru með sam- ingsbundna leikmenn, en það er ljós i myrkrinu, bæði hér og í Frakklandi. Ég skoða alla mögu- leika í róiegheitum og þó ég hafi ekki verið að hugsa heim í þessu máli, þá getur alveg eins farið svo að ég spili á íslandi næsta vetur.“ Geir Sveinsson. Leikur hann áfram á Spáni eða þá í Frakklandi? Morgunblaöið/Bjarni Komu til að ræða við Sigurð Bjarnason Sigurður Bjarnason, landsliðsmaður í Stjörnunni, ræddi við tvo fulltrúa þýska úrvalsdeildarliðsins Grosswallstadt um helgina. Gerd Zengel, yfírgfaldkeri félagsins (t.v), og Thomas Sinzel, íþróttalegur framkvæmdastjóri, komu til lands- ins, fylgdust með leik Stjörnunnar gegn Val og ræddu síðan um hugsanlegan samning við Sigurð og forráðamenn Stjörnunnar. Ekki er enn ákveðið hvort Sigurður gengur til liðs við þýska félagið, en viðræður gengu vel. Frakkland: Júlíus með 130 mörk - ogerí3.sætiyfir markahæstu leikmenn deildarinnar JÚLÍUS Jónasson, landsliðs- maður í handknattleik sem leikur með Asnieres frá París ífrönsku 1. deildinni, gerði þrjú mörk er lið hans beið lægri hlut fyrir Bordeaux, 22:21. Asnieres er í 6. sæti deildarinn- ar þegar ein umferð er eftir. Júlíusi hefur gengið vel í vetur og er í 3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 130 mörk. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera sáttur við frammistöðu sína í leiknum gegn Bordeaux. Hann sagðist koma heim til ís- lands 12. maí til að taka þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir B- keppnina. „Við eigum eftir að spila einn leik í deildinni og síðan æfinga- leik gegn Leningrad 9. maí,“ sagði Júlíus. Hann sagðist ekki vera bú- inn að skrifa undir nýjan samning við félagið en bjóst við að gera það áður en hann kæmi heim. Það er Ijóst að ef Júlíus verður áfram hjá félaginu verður það að sætta sig við að gefa hann lausan í undirbúning landsliðsins og síðan B-keppnina. Hann sagði að það hafi orðið að samkomulagi að hann myndi aðeins spila með félaginu ákveðinn tíma næsta vetur og kæmi heim til íslans þess á milli til að æfa með landsliðinu. Það má því búast við að Júlíus verði á ferð og flugi næsta vetur. Júlíus Jónasson. Teka og Bidasoa töpuðu óvænt stigum Barcelona er nú orðið eitt á toppnum á Spáni BARCELONA er eitt á toppi spænsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir leiki helgar- innar. Liðum íslendinganna gekk hins vegar ekki vel, nema hvað Sigurður Sveinsson og félagar í Atletico Madrid unnu, en þeir teljast þó varla með í baráttunni um meistaratitilinn. Kristján Aráson og félagar í Teka töpuðu mjög óvænt á heimavelli fyrir Valeneia, 19:22. Rúmenarnir Stinga og Voinea, sem ■■■^■1 leika með Valencia, FráAtla eru báðir meiddir og Hilmarssyni Voru því ekki með, áSpám 0g þv]- ]<orna úrsjjtin enn meira á óvart en ella. Jafnt var í hléi, 12:12. Markvörður gestanna lék stórt hlut- verk og varði m.a. þijú vítaköst í síðari hálfleik. Þess má geta að Cabanas, einn besti maður Teka, verður ekki meira með í vetur. Liðbönd í hné hans eru slitin. Kristján gerði þijú mörk en markahæstur hjá Teka var Papitu með sex. Alfreð Gíslason og félagar í Bid- asoa gerðu aðeins jafntefli á úti- velli gegn nágrannaliðinu Arrate, 21:21. Bidasoa hafði örugga forystu í hálfleik, 7:11, en heimaliðið kom ákveðið til leiks eftir hlé og komst þremur mörkum yfir, 16:13. Á þeim tíma fór rúmenski markvörðurinn Buligan á kostum í marki þessi. Alfreð gerði 8/2 mörk. Pólverjinn Bogdan, sem tekinn var úr umferð hluta af leiknum, gerði Wenta 3/1 mörk. Barcelona vann Caja Madrid 26:21. Júgóslavarnir í liði Barcelona léku mjög vel. Portner gerði 11/7 mörk og Vujovic 7/2. Þá var mark- vörður liðsins, Rico, mjög góður. Granollers tapaði mjög óvænt á heimavelli fyrir Mepamsa, 18:24. Geir Sveinsson gerði eitt mark í leiknum. Sigurður Sveinsson gerði þijú mörk er Atletico Madrid sigraði Alicante á útivelli, 25:23. Staðan í deildinni er nú þannig að Barcglona er efst með 20 stig, Bidasoa er með 19, Teka 18, Atletico Madrid 15, Valencia 11, Granollers 10, Caja Madrid 9, Mepamsa 8, Alicante 7 og Arrate 3. Þess má geta að lið Barcelona á bæði eftir að leika í Santander, gegn Kristján og félögum í Teka, og í Irun gegn Alfreð og samheijum í Bidasoa. Allt getur því enn gerst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.