Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI ÍIRÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 B 3 SKIÐI [FRJALSAR IÞROTTIR Morgunblaðið/Guðmundur Jakobsson Verðlaunahafarnir Malgorzata Mogore Tlalka (t.v.) og Peter Jurko. Þau höfðu mikla yfirburði á alþjóða mótunum í alpagreinum og unnu Flugleiðabikar- inn, sem veittur er fyrri besta árangurinn í öllum mótunum. Tlalka og Jurko sigurvegarar Franska stúlkan, Malgorzata Mogore Tlalka, og Peter Jurko frá Tékkóslóvakíu unnu Flugleiða- bikarinn í karla og kvenna flokki. Þau höfðu mikla yfirburði á alþjóða fis-mótunum sem fóru fram á Isafirði, Akureyri og í Reykjavík. Síðasta mótinu af sjö sem fram átti að fara í Bláfjöllum á laugar- daginn varð aflýst vegna veðurs. Að sögn Sigurðar Einarssonar, formanns SKÍ, var mikil ánægja með mótin að hálfu érlendu kepp- endanna. Hann sagði að eftirlits- maður FIS, Jan Jaamtberg frá Svíþjóð, hafi gefíð mótunum hæstu einkunn. „Þessi mót eru mikilvæg fyrir okkur og það verður framhald á þeim,“ sagði Sigurður. Ástaog Valdemar bikar- meistarar Asta Halldórsdóttir, ísafírði og Valdemar Valdemars- son, Akureyri, urðu bikarmeist- arar SKÍ í alpagreinum 1991. Bikarmeistari SKÍ telst sá eða sú sem nær bestum árangri samanlagt úr bikarmótum vetr- arins. Ásta hlaut samtals 145 stig, María Magnúsdóttir, Akureyri, varð önnur með 108 stig og Guðrún H. Kristjánsdóttir, Ak- ureyri, þriðja með 93 stig. Valdemar hlaut 136 stig í karlaflokki, Vilhelm Þorsteins- son, Akureyri, kom næstur með 120 stig og Arnór Gunnarsson, ísafírði, þriðji með 113 stig. Nike semur viðPétur Nike International og Pétur Guðmundsson íslandsmethafi í kúluvarpi hafa skrifað undir samn- ing sem gildir framyfír næstu Olympíuleika. Þar heitir Nike á Pétur, nái hann árangri á alþjóðleg- um stórmótum og styrkir hann einnig veralega til keppnisferða. í staðinn mun Pétur aðeins keppa í Nike-vörum og auglýsa Nike-merk- ið. „Þetta hefur mikið að segja fyrir mig og kemur til með að hjálpa mér verulega," sagði Pétur, sem á Islandsmetið innan- og utanhúss. „Það er einnig viðurkenning fyrir mig að komast á samning hjá Nike og sýnir að það er tekið eftr árangr- inum,“ sagðj Pétur. Árni Þór Ámason, framkvæmda- stjóri Austurbakka, sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem íslendingur gerði samning við Nike Internation- al. „Við höfum áður boðið fyrirtæk- inu að gera styrk við íslenska íþróttamenn en það hefur ekki gengið fyrr en nú og það er tölu- verður áfangi," sagði Árni. Hann sagði að Nike stefndi að því að fá í þennan hóp bestu einstaklinga heims í hverri grein. Morgunblaðið/KGA Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Nike, og Pétur Guðmundsson skrifa undir samninginn. htím FOLK ■ HÉÐINN Gilsson fékk ekki að fara af sjúkrahúsi um helgina, eins og hann óskaði eftir. Hann var skor- inn upp fyrir meiðslum á hásin sl. ^^■1 miðvikudag. Lækn- Frá ar tilkynntu honum Jóni Halldórí að Sovétmaðurinn Garðparssyni Túskin hafí verið i Þyskalandi há,fan mánuð á sjúkrahúsi - án þess að segja orð. ■ FORRÁÐAMENN Huttenberg hafa kært seinni leik sinn gegn Dusseldorf í úrslitakeppninni um úrvalsdeildarsæti í handknattleik. Þeir segja að Júgóslavinn Pavicevic, sem tók stöðu Héðins, hafi verið ólöglegur. Bretemeier, þjálfari Dusseldorf, segir að kærunni verði vísað frá það sem Pevicevic hafí verið löglegur. ■ ESSEN varð bikarmeistari í handknattleik með því að vinna báða leikina gegn Niederswiirz- bach. ■ GUIDO Buchwaldj fyrirliði Stuttgart, fer ekki til Italíu eins og rætt hefur verið um. Hann verð- ur áfram hjá Stuttgart og verða árslaun hans, með bónusum og ýmsum öðrum greiðslum, 36 millj. ísl. kr. ■ HORST Köppel, þjálfari Dort- mund, tilkynnti um helgina að hann hafí ákveðið að hætta eftir keppn- istímanilið. Dortmund hefur ekki gengið vel í vetur. UCANIGGIA, landsliðsmaður Argentínu, hefur verið seldur frá Bologna til Flórens á 432 millj. ísi kr. ■ LEVEKKUSEN leikur vináttu- leik gegn Liverpool 16. eða 27. júní. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Mark Hughes, miðherji Manchestei' United, sést hér gíma við Guido Buc- hwald í landsleik gegn Þýskalandi, en leiknum lauk með jafntefli, 0:0, í Cardiff að viðstöddum 30 þús. áhorfendum. Sterkur hópur hjá Wales Leikið gegn íslandi á Ninian Cark í Cardiff Aðrir leikmenn: David Phillipis (Norwich), Paul Bodin (Crystal Palace), Kevin Ratcliffe (Everton), Eric Young (Crystal Palace), Alan Melville (Oxford), Mark Aizlewood (Bristol City), Peter Nicholas (Wat- ford), Barry Home (Southampton), Gary Speed (Leeds), Jeromy Goss (Norwich), Mark Pembridge (Lut- on), Mark Hughes (Manchester United), lan Rush (Liverpool) og Dean Saunders (Derby). Tveir nýliðar eru í hópnum, Goss og Pembridge. GLIMA Óskar sigraði óvænt •r Oskar I. Gíslason, KR, sigraði n\jög óvænt í bytjendaflokki undir 81 kg á alþjóðlegu móti í gouren fangbrögðum, sem fram fór í Berrien í Frakklandi á dögunum. Stefán Bárðarson, UV, hafnaði í öðru sæti i sama llokki, en sjö keppendur voru í flokknum. Fimm ísienskir glímukappar tóku þátt í móti keltneska fangbragða- sambandsins ásamt keppendum frá Frakklandi, Skotlandi, Englandi, Hollandi, Svíþjóð og Belgíu. 80 keppendum var skipt í byijendur, lið- tæka og meistaraflokk. Sigurður Iijaltested, UV, var í öðru sæti af átta keppendum í byrj- endaflokki yfir 81 kg, lngibergur Sigurðsson hafnaði í 3. sæti í flokki liðtækra og Þingeyingurinn Arngeir Friðriksson í sama sæti í opnum meistaraflokki. Terry Yorath, landsliðsþjálfari Wales, tilkynnti í gær 16 manna leikmannahóp sinn fyrir vin- áttuleikinn gegn íslandi á Ninian Park í Cardiff mið- FráBob vikudaginn 1. maí. Hennessy Þetta verður síðasti lEnglandi leikur Wales-veija fyrir Evrópuleikinn gegn Þjóðverjum í Cardiff 5. júní. Hópurinn sem mætir íslending- um er skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Markverðir: Neville Southall (Everton) og Tony Norman (Sund- erland).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.