Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 B 5 HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN Stefán Kristjánsson gerði tíu mörk fyrir FH gegn Víkingi. FHúti- lokaði frekari spennu FH-INGAR tóku það að sér að tryggja Valsmönnum að ís- landsbikarinn verði geymdur að Hlíðarenda næsta árið með því að leggja deildarmeistara Víkings að velli í sveiflukennd- um leik, 27:25, á laugardag. Víkingar höfðu tögl og hagldir í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari. Þá þéttu heimamenn hjá sér vörnina og sex marka for- i skot deildarmeistar- Frosti anna hvarf á aðeins Eiðsson fjórum mínútum. sknfar pH skoraði gex mörk í röð og staðan breyttist úr 12:18 í 18:18. Á þessu tímabili tóku FH-ingar sig á í vörn- inni, Gunnar náði að hemja Birgi sem var hættulegasta tromp Víkings í sóknarleiknum og við það gjörbreyttist leikurinn. Víkingar náðu ekki að ógna með langskotum og Gunnar og félagar í vörn FH náðu að fiska margar sendingar sem ætlaðar voru Birgi. Ofan á þetta bættist að Bergsveinn náði sér á strik í markinu. Víkingar náðu aftur forystunni en stuttu síðar gerði FH út um leik- inn með fjórum mörkum. Óskar Helgason sá síðan um að „enda,“ íslandsmótið með síðasta marki leiksins á lokamínútunni. Stefán Kristjánsson var mjög drjúgur í sóknarleik FH og Gunnar Beinteinsson skoraði þýðingarmikil mörk í síðari hálfleiknum. Þá varði Bergsveinn vel. „Við sýndum það í síðari hálf- leiknum að það er allt hægt með góðri baráttu. Við bundum enda á Islandsmótið en sýndum að við get- um þetta ennþá,“ sagði Guðjón Árnason við Morgunblaðið eftir leikinn. „Við vorum kraftlausir í s.'ðari hálfleiknum og það var alltof lítill hreyfanleiki í sóknarleiknum. Stefnan hjá okkur núna er að halda 2. sætinu í deildinni," sagði Birgir Sigurðsson, besti maður Víkings í leiknum og einn af fáum leikmönn- um liðsins sem að ekki hafa leikið undir getu í úrslitakeppninni. Af öðrum leikmönnum liðsins má nefna Trúfan sem lék vel í fyrri hálfleikn- um. Björgvin Rúnarsson sýndi góð tilþrif og báðir markverðir liðsins áttu góða kafla. - sagði Brynjar Harðarson um tap Víkings og ísiandsmeistaratitil Vals Morgunblaðiö/Bjarni Jón Kristjánsson hefur staðið sig mjög vel með Valsliðinu í vetur, og átti stólpaleik gegn Stjörnunni. Jón lék mjög vel í vörn og var iðinn við að mata Jakob í hraðaupphlaupum, gerði sex mörk sjálfur auk þess að stjórna sóknarleiknum vel. Á myndinni reynir Sigurður Bjarnason að stöðva Jón á laugardag. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og ég átti alls ekki von á þessu. Við vorum í mestu vandræðum með Stjörnuna en náð- um að bjarga okkur með góðri vörn og markvörslu og mér fannst þetta í fyrsta sinn sem vélin hikstaði. Svo heyrðum við úrsiitin og vorum skyndilega íslandsmeistarar,“ sagði Brynjar Harðarson. Hann sagði að mótið hefði gengið vel fyrir Val og allt tal um sigur Víkinga hefði kom- ið Valsmönnum til góða: „Það herti okkur þegar var verið að telja sigr- ana hjá Víkingum og við vorum ákveðnir í að sýna að við værum með besta liðið. Víkingar áttu hins- vegar alltaf í vandræðum með að standa undir þessum miklu vonum.“ Brynjar sagði að sterkasta hlið Vals væri breiddin: „Það sást í úr- slitakeppninni. Það var ekki hægt að einbeita sér að einum eða tveim- ur mönnum því það var alltaf nóg af mönnum til að taka af skarið,“ sagði Brynjar. „Byrjuðum uppá nýtt“ Jakob Sigurðsson, fyrirliði Vals, sagði að liðið hefði gert sér grein fyrir því um áramótinu að erfitt yrði að ná efsta sætinu í undan- keppninni. „Við byrjuðum uppá nýtt og vissum að við þyrftum að leggja meira að okkur. Stjórn og leikmenn lögðu dæmið niður fyrir sig og við sáum að við urðum að bæta við okkur,“ sagði Jakob. „í fyrri hlutanum voru nokkrir lykil- menn ekki í nógu góðu formi vegna meiðsla og við lögðum áherslu á að allt liðið yrði í toppformi í úrslita- Morgunblaðiö/Bjarni Brynjar Harðarson reynir fyrir sér með vinstri hendi í leiknum gegn Stjömunni. keppninni. Fyrir úrslitakeppnina byijuðum við að hlaupa og lyfta og það skilaði sér. Við unnum marga leiki á úthaldinu, þar á meðal leik- inn gegn Víkingum. Auk þess hefur breiddin verið mikil og þótt ein- hverjir dali eru alltaf leikmenn til að taka við. Það hefur líka hjálpað okkur að við höfum fengið mikinn stuðning frá áhorfendum og stjómin hefur unnið mjög vel. Það hafa allir lagt hönd á plóginn,“ sagði Jakob. „Vorum búnir að vinna fyrir þessu“ „Þetta var ekki alveg eins og við höfðum reiknað með og við vorum komnir inní sturtu þegar við heyrð- um úrslitin í Hafnarfírði," sagði Einar Þorvarðarson, markvörður Valsmanna. Hann á stóran þátt í sigrinum og hefur varið mjög vel í úrslitakeppninni. Liðið allt hefur reyndar vaxið í úrslitakeppninni. „Við lögðum áherslu á úrslita- keppnina en fórum að sjálfsögðu í alla leiki til að sigra. En það breytti miklu að Brynjar var meiddur fyrri hluta vetrar og ungu strákarnir voru að komast inní liðið. Þeir stóðu sig vel, sérstaklega í úrslitakeppn- inni. Þetta var erfítt en við vorum búnir að vinna fyrir þessu.“ Einar æfði reyndar lítið fram að áramótum: „Ég ætlaði ekki að vera í markinu en það fór þannig að ég varð að gera það, nánast æfínga- iaus. Eftir áramótin, þegar fór að róast hjá landsliðinu, gat ég farið að æfa aftur.“ Einar hefur náð sér fyllilega af meiðslunum sem hann hlaut í B-keppninni fyrir tveimur árum. Hann segist þó ekki gera ráð fyrir því að fara aftur i landsliðið: „Það stendur ekki til núna og ég er kom- inn hinumegin við borðið. En það er ómögulegt að spá í framtíðina. Nú er bara stefnan að klára mótið með og hafa gaman af síðustu leikj- unum,“ sagði Einar. „Lofuðu afmælisgjöf“ „Strákarnir lofuðu afmælisgjöf til félagsins í haust og þeir ætluðu að standa við það,“ sagði Bjami Ákason, formaður handknattleiks- deildar Vals, en félagið heldur uppá 80 ára afmæli í vor. „Við emm með gott lið, markvarslan og vörnin hafa verið sérstaklega góð í úrslita- keppninni og ég held að við eigum besta homapar í heimi. Það er líka ánægjulegt að sjá hve margir ungir strákar eru að koma fram og það sýnir að framtíðin er björt,“ sagði Bjarni. „Kom eins og þruma úr heiðskím lofti“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.