Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 ---1------------------------------------- B 7 FIMLEIKAR / NORÐURLANDAMOT UNGLINGA Finnar og Norðmenn unnu sveitakeppni í fjölþraut Æ Sveitir Islendinga urðu í neðsta sætinu í báðum flokkum FINNAR og Norðmenn báru sigur úr bítum á Norðurlanda- móti unglinga í fimleikum sem haldið var í Garðabæ um heig- ina. Finnar unnu sveitakeppni karla í fjölþraut eftir jafna og spennandi keppni við Svía og Noregur sigraði í kvennaflokki Frosti EiðSson skrifar Það var fljótlega ljóst að íslensku keppendurnir mundu ekki blanda sér í toppbaráttuna. íslendingar áttu engan fulltrúa á sunnudaginn, aðeins einn varamann, Nínu Björg Magnús- dóttur, sem var varamaður í gólfæf- ingum og á tvíslá. Engin forföll urðu á keppendum síðari daginn og því þurfti hún að horfa^ á mótið ásamt hinum keppendum íslands. Öll Norðurlöndin sendu þátttak- endur á mótið og því voru tuttugu keppendur í hvorum flokki. Nínu vegnaði best af íslensku keppend- unum, hún varð í 15. sæti í kvenna- flokki. íslensku piltarnir lentu í fjór- um neðstu sætunum í karlaflokkn- um og var Jón Finnbogason þeirra efstur, en hann hafnaði í 17. sæti. Danir hafa oft verið í svipuðum getuflokki og íslenska liðið. Þeir tefldu hins vegar fram sterku liði og það var því fljótlega ljóst að ekki yrði mikil keppni á milli þjóð- anna um 4. sætið. „Ég átti ekki von á því að íslensku stelpurnar gerðu stórar rósir á þessu móti. Þær hafa litla keppnisreynslu á sterkum mótum og þá meiddist Nína í baki nýlega og náði ekki að æfa vel fyrir þetta mót,“ sagði Hlín Árnadóttir, þjálf- ari íslenska kvennaliðsins við Morg- unblaðið eftir keppnina. ■ Úrslit / B10 Jón Finnbogason: Gaman að fá að sjá snjalla fimleikamenn Það er meiri háttar gaman að fá að keppa á svona sterku móti og sjá jafn snjalla fimleika- menn og hér eru í dag,“ sagði Jón Finnbogason, sem hlaut hæstu einkunn íslensku piltanna á mót- inu. „Hins vegar fer maður að hugleiða hvað maður hafi verið að gera allan þann tíma, ef geng- ið er út frá því að þeir æfi jafn mikið og við, þá hljótum við að æfa eitthvað vitlaust. Getumunur- inn liggur þó mikið í því að þess- ar þjóðir eru mikið fjölmennari en við og geta því valið fimleika- fólk eftir miklu stærra úrtaki," sagði Jón. Ánægð með árangurinn „Ég er ánægð með árangurinn, ég átti ekki von á því að komast í úrslitin því að erlendu stúlkurnar eru mjög góðar. Þær eru flestar farnar að gera tvöfalt heljarstökk og ætli við förum ekki að æfa það,“ sagði Nína Björg Magnús- dóttir. „Við vissum það fyrir mótið að við mundum lenda neðmiega og ég er alveg sátt við minn ár'ang- ur,“ sagði Steinunn Ketilsdóttir eftir mótið. Morgunblaðið/Bjarni Nína Björg Magnúsdóttir náði bestum árangri íslensku stúlknanna á mótinu og hér sést hún í gólfæfingum. Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson Einbeitingin leynir sér ekki í svip Steinunnar Ketilsdóttur í æfingum á slánni. ÍÞRÚmR FOLK ■ FJÓRIR íslenskir dómarar dæmdu á Norðurlandamótinu. Það ( voru þeir Jónas Tryggvason og Hermann ísebarn i karlaflokki og þær Kristín Gísladóttir og Áslaug Óskarsdóttir í kvennaflokki. Þá var Berglind Pétursdóttir aðstoð- ardómari á mótinu. ■ ÞÓREY Elísdóttir varð fyrir því óhappi að meiðast á ökkla eftir j afstökk af hesti. Hún lét það liins vegar ekki á sig fá og keppti í gólf- *i æfingum og á tvíslá eftir það. ÁS m EINKUNNAGJÖF á mótinu , er mikið strangari en þekkist á íslensku mótunum. _ Þannig má • nefna að tveir efstu íslendingarnir í karlaflokki þeir Jón Finnbogason og Guðmundur Þór Brynjólfsson voru með rúm 39 stig í samanlögðu en hefðu líklega fengið fjórum til ‘ fjmm stigum meira á einhverju af t islensku mótunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.