Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 12
NBA-DEILDIN recr .8s 3u.r)AautGiH'rQiaAjaM,JDflOM KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Aréttrileið Sigurður Ingimundar- son stekkur upp og skorar gegn Austurrík- ismönnum í Seljaskóla í gærkvöldi. Wusterer kom engum vörnum við. Þriðji leikurinn fer fram í Grindavík í kvöld. ÍSLENSKA landsliðið íkörfu- knattleik er greinilega á réttri leið í undirbúningi sínum fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer hér á landi í byrj- un næsta mánaðar. Liðið vann Austurríkismenn á sannfær- andi hátt á Akranesi á sunnu- daginn, 110:80, og bætti öðrum sigri við í Seljaskólanum í gær, 97:72. Leikurinn í gær var ekki ýkja skemmtilegur, enda mikil bar- átta. íslendingar náðu strax frum- kvæðinu og voru yfir allan tímann en frábær kafli Logi síðari hálfleik tryggði Bergmann sigurinn. Þá gerðu Eiðsson íslendingár sextán skrifar stig í röð og gestirnir urðu að láta sér lynda að leika á eig- in vallarhelmingi langtímum saman. í leikhléi höfðu íslendingar fimmt- án stiga forskot, 51:36, og hefði munurinn reyndar getað verið meiri. Liðið bætti svo átján stigum við í upphafi síðari hálfleiks. Sterk pressu- vörn virtist koma Austurríkismönn- um í opna skjöldu og breytti stöðunni í 71:38. Eftir það var engin spurning um sigurinn og ekki laust við að kæruleysi gerði vart við sig á loka- mínútunum. „Okkur tókst að taka þá aftur með pressuvörn og það kom mér reyndar á óvart. Við nýtum hraðan og það hefur gengið vel en flóknari hluti í sókninni þarf að slípa,“ sagði Torfí Magnússon, þjálfari íslenska lands- liðsins. „Það er skemmtilegur andi í liðinu og það vinnur vel og ég er bjart- sýnn á framhaldið." íslenska liðið lék vel og greinilegt að það er að ná saman. Vörnin er góð, þrátt fyrir að Guðmundur Bragason, Teitur Örlygsson og Pétur Guðmundsson leiki ekki með, og sóknin nokkuð örugg. Valur Ingi- mundarson og Falur Harðarson voru hittu vel og skemmtilegt var að fylgj- ast með öruggri leikstjórn bakvarð- anna Jóns Kr. Gíslasonar og Páls Kolbeinssonar. Kristinn Einarsson og Guðni Guðnason hafa komið vel inní liðið og Sigurður Ingimundarson og Ísland-Austurríki 110:80 íþróttahúsið á Akranesi, vinúttulandsleikur í körfuknattleik, s'unnud. 21. apríl 1991. Gangur leiksins: 9:6, 19:12, 29:12, 32:18, 59:36, 76:49, 87:65, 96:75, 110:80. Stig íslands: Guðjón Skúlason 22, Valur ■* Ingimundarson 21, Albert Óskarsson 16, Axel Nikulásson 16, Jón Kr. Gíslason 10, Magnús Matthíasson 9, Páll Kolbeinsson 6, Kristinn Einarsson 4, Falur Harðarson 4, Rúnar Árnason 3 og Sigurður Ingimund- arson 2. Stigahæstir í liði Austurrikis: Nustherer 22 og Schistel 15. Ísland-Austurríki 97:72 Iþróttahús Seljaskólans, vináttulandsleikur í körfuknattleik (2), mánud. 22. apríl 1991. Gangur leiksins: 4:4, 12:8, 19:8, 38:28, 47:30, 51:36, 55:38, 71:38, 80:48, 86:58, 97:72. Stig íslands: Valur Ingimundarson 17, Si- guðrur Ingimundarson 16, Falur Harðarson 15, Guðni Guðnason 9, Albert Óskarsson 7, Guðjón Skúlason 7, Kristinn Einarsson 7, Jón Kr. Gíslason 6, Magnús Matthíasson 4, Páll Kolbeinsson 4, Axei Nikulássson 3. Stig Austurríkis: Pestral 9, Anderwalt 9, Kivian 8, Schiestel 8, Wusterer 8, Stuben- voll 6, Zadowski 6, Babouch 6, Ruzicka 6 og Wobert 6. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrfmsson. Áhorfendur: Um 200. Clyde Drexler er lykilmaður í liði Portlands. Flestir veðjaá Porlland Flestir sérfræðingar spá því að það verða lið Portlands og Chicago Bulls sem koma til með að berjast um meistaratitilinn í NBA-deildinni, en Gunnar margir vilja þó ekki Valgeirsson afskrifa Lxis Ange- skrifarfrá les Lakers og meist- Bandaríkiunum ara Detroit pistms Úrslitakeppnin hefst á fimmtudag- inn. Detroit og Chicago koma til með að beijast á Austurströndinni og getur Boston Celtic blandað sér í baráttuna þar, en uppsveiflan hefur ekki verið nægileg hjá liðinu að undanförnu. Larry Bird lék ekki með liðinu í sjö leikjum og töpuðust fimm af þeim - þar af fjórir síðustu leikir liðsins. Liðin sem mætast í 1. umferðinni á Austurströndinni, eru: Chicago - New York Knicks, Boston - Indiana Pacers, Detroit - Atlanta Hawks, Milwaukee Bucks - Philad- elphia 76ers. Portland Trail Blazers hefur ver- ið geysilega sigursælt í vetur og segja sérfræðingar að liðið sé orðið of- sterkt fyrir önnur lið. Portland byijaði á að vinna ellefu fyrstu leiki sína í NBA, en þess má geta að liðið vann síðan sextán síðustu leiki sína. Leikmenn Portland fengu góða reynslu þegar þeir léku til úrslita sl. keppnistímabil. Liðin sem mætast í 1. umferð í Vesturdeildinni, eru: Portland - Seattle SuperSonics, San Antonio Spurs - Golden State Warriors, Los Angeles Lakers - Houston Rockets, Utah Jazz - Phoenix Suns. LA Lakers og San Antonio Spurs geta veitt Portland keppni. ^ Undankeppni EM í Reykjavík: íslendingar byrja gegn Dönum Islenska landsliðið í körfuknatt- inn. Norðmenn verða næsta and- ieik mætir Dönum í fyrsta leik stæðingar íslendinga og loks undankeppni Evrópukeppni lands- Finnar í síðasta leik mótsins. liða í Laugardalshöllinni. Mótið , KKI hefur fengið upplýsingar liefst 1. maí en fnnm þjóðir berj- um lið Dana og er það mjög há- ast um tvö sæti í Evrópukeppn- vaxið, með sex leikmenn yfir tvo inni. Auk íslands taka Danmörk, metra. Danir léku þrjá leiki við Finnland, Noregur og Portúgal Islendinga um áramótin síðustu þátt í mótinu en írar hættu við og töpuðu tveimur af þremur. Lið jiátttöku fyrir skömmu. þeirra er nánast óbreytt frá þeim Næst leika íslendingar gegn leikjum og með eðlilegum leik Portúgal en sitja hjá þriðja dag- ættu Islendingar að sigra. Morgunblaöið/Bjarni Eiríksson Magnús Matthíasson stóðu sig vel, en mættu vera grimmari undir körf- unni. Austurríkismenn eru að undirbúa sig fyrir B-riðil Evrópumótsins. Þeir eru með þokkalegt lið, reyndar mun betra en Skotar sem léku hér í síðustu viku, en eiga líklega litla möguleika á að komast áfram. Öruggt á Akranesi Fyrri leikurinn gegn Austurríkis- mörinum var jafnframt fyrsti lands- leikurinn í nýja íþróttahúsinu á Akra- nesi og óhætt að segja að byijunin sé góð. Sigur Islands var mjög örugg- ur, 110:80 og réði þar úrslitum mjög góður fyrri hálfleikur íslenska liðsins. GETRAUNIR: 2X1 211 X11 221 LOTTO: 12 14 19 25 32 / 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.