Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Reykjavíkurmótið: Ármann kærir Þrótt Armenningar hafa lagt inn kæru til K.R.R. á hend- ur Þrótturum. Ástæðan er sú að Magnús Jónat- ansson, þjálfari Þróttar, fékk rauða spjaldið í leik gegn Víkingi í Reykjavíkurmótinu og átti því að taka út leikbann í næsta leik á eftir sem var gegn Ár- manni. En Magnús stjórnaði Þrótti í umræddum leik. Samkvæmt agareglum K.R.R. skal þjálfara liðs sem vísað er frá leikvelli refsað með leikbanni. Jafnfram skal Aganefnd sekta viðkomandi félag, ef um brott- rekstur er að ræða um kr. 10.000. Ef dómstóll K.R.R. dæmir Ármennigum í hag verða úrslit leiksins 3:0 fyrir Ármann, en Þróttur vann umræddan leik, 5:2. Þessi niðurstaða, ef af henni verður, kemur til með að hafa mikil áhrif á hvaða lið fylgir KR-ingum í undanúrslit mótsins. Þróttur hefur nú 6 stig og lokið leikjum sínum. Víkingur er með 3 stig og á leik inni gegn Ármenningum, sem hafa 2 stig. Síðasti leikurinn gæti því haft úrslitaþýðingu, þ.e.a.s. ef Þróttur tapar málinu og þremur stigum um leið. 1991 GuAný Gunn- steinsdótt- ir fetaði í fótsporföð- urs síns þegar hún hampaði ís- landsbik- arnum í handknatt- leik. Gunn- steinn Skúlason var fyrirliði meistara- liðs Vals- manna á árum áður. Konráð til Dortmund? Sigurður Bjarnason og Stjarnan hafa samið við Grosswallstadt en HSÍ ekki Morgunblaöið/KGA FORRÁÐAMENN þýska félagsins Dortmund hafa sýnt því mikinn áhuga á að fá Konráð Olavson, landsliðsmann í KR, til liðs við sig fyrir næsta keppnistímabil, skv. heimildum Morgunblaðsins. Dortmundarliðin tvö, OSC Dort- mund og Eintracht, verða sameinuð í eitt fyrir næsta keppn- istímabil. Það fyrmefnda leikur nú í 2. deild en hitt er á leiðinni upp í 2. deild, þar sem hið sameinaða lið leikur næsta vetur. Forráðamenn þýska liðsins eru að leita að leikmanni í stöðu leik- stjóra — miðjumanns í sókn. Konráð hefur lengst af leikið í vinstra hom- inu, en fór að leika í stöðu miðju- manns undir stjóm Jóhanns Inga Gunnarssonar fyrr í vetur. Síðar hefur hann einnig leikið í skyttu- stöðunni vinstra megin. Hið samein- aða lið Dortmund er skipað ungum leikmönnum, og vilja forráðamenn liðsins halda áfram á þeirri braut; vilja byggja upp sterkt lið á ungum mönnum, í stað þess að fá „gamlan ref“. Og þeir leggja mikla áherslu á að fá Islending, eftir góða frammi- stöðu íslenskra handknattleiks- manna í Vestur-Þýskalandi undan- farin ár. Svo gæti farið að menn frá Dort- mund komi til landsins síðar í þess- ari viku til viðræðna við Konráð. OSC Dortmund hefur oft haft þekkta erlenda leikmenn í herbúð- um sínum; t.d. Sigurð Sveinsson og ungversku stórskyttuna gamal- kunnu Peters Kovacs. Þess má og geta að svissneska 1. deildarfélagið Basel, sem er að leita sér að góðum miðjumanni fyr- ir næsta tímabil, hefur einnig sýnt Konráð áhuga. Sigurður hefur náð samkomu- lagi við Grosswallstadt Sigurður Bjamason, landsliðs- maður í Stjömunni, hefur náð sam- komulagi við þýska úrvalsdeildar- liðið Grosswallstadt, en tveir menn frá félaginu komu hingað á dögun- um til að ræða við Sigurð eins og fram kom í Morgunblaðinu. Um er að ræða tveggja ára samning og er samningur milli félaganna einnig tilbúinn — þó svo ekki sé búið að skrifa undir neitt enn þá. Þýska félagið og Handknattleikssamband íslands hafa hins vegar ekki samið, en skv. alþjóða samningum hefur HSÍ rétt á landsliðsmönnum í 90 daga á ári. Reikna má með að Sig- urður verði í landsliðshópi íslands fyrir B-keppnina í Austurríki næsta vetur, og óttast Þjóðveijamir að undirbúningurinn landsliðsins skar- ist um of við þýsku deildarkeppnina. Stjömustúlkur Islandsmeistarar: Sigurganga Fram stöðvuð Eg trúði þvi ekki fyrr en ég heyrði leikinn flaut- tunni alveg eins og þær gerðu við okkur í bikarúr- aðan af að þetta hefði tekist. Þrátt fyrir að slitunum. Það var ekki sami kraftur í þeim núna. við væmm yfir allan leikinn var ég viss um að Ég vona að þessi tímamótasigur okkar sé tákn meistaraheppni Fram myndi bjarga þeim í lokin," um að kvennahandknattleikur á íslandi sé á upp- sagði Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunn- leið. Það er ekki gott að vera með eitt lið sem ar, sem tryggði sér meistaratitlinn í handknattleik einveldi og orðið tímabært að kollvarpa Framveld- með því að stöðva sjö ára sigurgöngu Fram. „Vöm- inu. Við eigum þennan sigur fyllilega skilið. Liðið in var mjög sterk hjá okkur. Það var mikil breidd hefur verið lengi í baráttunni og of oft þurft að í liðinu hjá okkur og allar stóðu sig vel. Við mætt- láta sér lynda annað sætið.“ ■ Umsögn / B8 KNATTSPYRNA t SKÍÐI: ANDRÉSAR ANDAR LEIKARNIR Á AKUREYRI / B40GB5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.