Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 5
4 B • MORGUNBLAÐIÐ IÞROI l/f?ÞRIÐ.JUDAGUR 30. APRÍL 1991 SKÍÐI / ANDRESAR ANDAR LEIKARNIR Vel heppnaðir Andrésarleikar ReynirB. Eiríksson skrifar fráAkureyri Það var sólskin í heiði og gleðin skein úr andlitum þeirra barna sem voru viðstödd þegar sextándu Andrésarleikunum var slitið á Ak- ureyri á laugardag- inn. Lokið var þrem- ur skemmtilegum dögum og var ekki annað að sjá og heyra en að flestir vildu að dagar leikanna hefðu orðið fleiri. Að þessu sinni voru keppendur 734 talsins og fararstjórar um 200, auk for- eldra og annarra sem fylgdust með. Það má ætla að um 1.500 manns hafi verið við þetta mót á einn eða annan hátt. Margir þeirra eldri sögðu að Andrés væri ómissandi í þeirra lífi og væri allt látið víkja þegar leikarnir væru annars vegar. Veðurguðirnir virtust ætla að vera mótshöldurum erfiðir, því spá- in fyrir keppnisdagana var ekki góð. En sem betur fer reyndust veðurfræðingar ekki sannspáir og var veður með eindæmum gott alla þrjá dagana og voru margir rauðir í kinnum við mótsslitin og var það einkum sólin sem átti sök á því. Að mótslokum hitti blm. Gísla Kristin Lórenzsson að máli og innti hann eftir því hvort ekki hefði farið um stjórnendur mótsins þegar þeir heyrðu veðurspárnar síðustu dag- ana fyrir mótið. „Nei, það er ekki til í dæminu, það er alltaf gott veð- ur á Andrés og man ég ekki eftir því að veður hafi skapað vandræði nema tvisvar sinnum í þau 16 ár sem við höfum haldið leikana. Nú svo er alltaf sólskin í kringum börn- in á leikunum og það hefur mikið að segja.“ Ert þú ánægður með mótið að þessu sinni? „Mótið gekk mjög vel og held ég að allir séu ánægðir, það er keppendur, fararstjórar og við sem að þessu stöndum. Auðvitað er allt- af hægt að bæta sig og gera betur en í heildina gekk allt vel. Það er mjög gaman að standa að móti sem þessu og finnum við mikið þakk- læti frá börnum og held ég að Andrés sé toppurinn á hverri vertíð hjá þeim. Það sást líka vel þegar 12 ára keppendur frá Akureyri gengu hér fram við mótsslitin og kölluðu upp Andrésamefndina og færðu okkur öllum blóm með þakk- læti fyrir það sem við höfum gert fyrir þau síðustu árin og kunnum við vel að meta þetta framlag þeirra og kunnum þeim bestu þakkir fyr- ir.“ Það verk sem Andrésarnefndin vinnur í þágu barna á aldrinum sjö til tólf ára og stunda skíðaíþróttina, er virðingarvert og eiga þeir heiður skilinn fyrir vinnu sína svo og aðrir sem gera þetta stærsta skíðamót landsins og eitt mesta tilhlökkunar- efni skíðabama að vemleika á hveiju ári. ■ Úrslit / B7 Morgunblaðið/Rúnar Þór Börkur Þórðarson, 12 ára frá Siglufirði, á fleygiferð í stórsviginu, þar sem hann varð í sjötta sæti. Börkur varð í fjórða sæti í svigkeppninni. Stolt amma Hjördís Óladóttir var mjög stolt amma eftir Andrésarleikana og láir henni enginn, því tvö barna- börn hennar tóku þátt í mótinu og gerðu sér lítið fyrir og unnu þær greinar sem þau kepptu í. Arna Amardóttir 7 ára vann bæði svig og stórsvig og Jóhann Þórhallsson sigraði í svigi, stórsvigi og stökki. Hjördís sagði að hún væri mjög ánægð með að börnin væru á skíðum því það væri þeim mjög heilnæmt. Reyndar em þetta ekki einu bamaböm hennar sem hafa náð langt á skíðum því sjö af bama- börnum hennar eru í fremstu röð skíðafólks á Akureyri í dag. „Hann er hreint frábær á skíðum, drengurinn og er mikið efni í skíða- mann í fremstu röð,“ sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins og var þá að tala um fyrrnefndan Jóhann, sem stóð upp þrefaldur sigurvegari í flokki 10 ára á leikunum, og var sigur hans í alpagreinum einkar glæsilegur. „Ég hef keppt á Andrés í nokkur ár og alltaf unnið eitt- hvað, en í fyrra vann ég einnig þrefalt. Ég byrjaði að fara á skíði þegar ég var tveggja ára og þegar ég var sjö ára fór ég að æfa skíði og hef æft mjög vel síðan. Við æfðum þrisvar í viku í vetur nema rétt fyrir Andrés þá æfðum við á hveijum degi. Mér finnst ofsalega gaman að æfa og er ákveðinn í því að stunda skíðin af krafti í fram- tíðinni," sagði Jóhann Þórhallsson. Arna Arnardóttir sigraði bæði svigi og stórsvigi í flokki stúlkna 7 ára og yngri og virtist hafa tals- verða yfírburði í sínum flokki. „Ég átti nú ekki von á því að vinna tvöf- alt því ég hef lítið æft í vetur,“ sagði Arna og var að sjálfsögðu ánægð með árangurinn. Þetta er í annað skiptið sem hún keppir á Andrésarleikunum, en í fyrra varð hún „bara í 3. sæti“ að eigin sögn. Hjördís Óladóttir með barnabörnum sínum, Jóhanni Þórhallssyni og Örnu Arnardóttur, sem voru sigursæl á sextándu Andrésar andar leikunum á Akur- eyri um helgina. Morgunblaðiö/Rúnar Þór Harpa Rut Heimisdóttir frá Dalvík, einn keppenda í flokki átta ára, leggur af stað. Helgi Steinar óheppinn HELGI Steinar Andrésson frá Siglufirði hafði ekki heppnina með sér þegarhann var að æfa stökk þremur dögum fyrir Andrésarleikana, en hann datt illa og handleggsbrotnaði og gat þar af leiðandi ekki tekið þátt íleikunum. Mótshaldarar fréttu af Helga og færðu honum að gjöf bók í sárabætur fyrir að geta ekki verið með að þessu sinni. „Það var mjög leiðinlegt að þetta óhapp skyldi henda svona rétt fyrir leikana, en maður verður að taka því. Ég var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að ég brotnaði og útskrifaðist þaðan daginn sem mótið var sett þannig að ég get fylgst með því þó ég geti ekki keppt," sagði Helgi og var hinn hressasti þrátt fyrir meiðsli sín. Helgi Steinar var óheppinn að handleggsbrotna. Kristín Benediktsdóttir. „Dagfinni að þakka“ m Eg er ofsalega ánægð með 3. sætið í svjginu,“ sagði Kristín Benediktsdóttir frá Eskifirði, en hún keppir í 8 ára flokki stúlkna. „Þetta er Dagfinni þjálfara að þakka,“ sagði Kristín, „því hann er rosalega góður þjálfari". Hún bætir við að mjög margir krakkar á Eskifirði æfí skíði og aðstaðan sé góð. Skemmtilegast af öllu segir hún að sé að keppa á Andrésarleik- unum og er staðráðin í að koma aftur næsta ár. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIDJUDAGUR 30. APRÍL 1991 B 5 Tueir fyrstu í göngu 10 ára með hefðbundinni aðferð. Grétar Orri Kristjáns- son, frá Akureyri, til vinstri, og Ingólfur Magnússon, Siglufirði, sem sigraði. Ingólfur þremur sek- úndum á undan Grétari Það var hörð barátta á milli Ingólfs Magnússonar frá Siglufirði og Grétars Orra Kristinssonar frá Akureyri í hefðbundinni göngu 10 ára, en það var Ingólfur sem sigraði. Þrátt fyrir keppnina fór vel á með þeim félögum þegar blaðamaður rakst á þá og voru þeir greinilega ánægð- ir með árangur sinn. „Ég var ákveðinn í að vinna gönguna og bæta við einum bikar í safn mitt frá Andrés en ég átti fimm bikara fyrir. Ég hef æft vel í vetur og var vel undirbúinn fyrir þessa keppni“, sagði Ingólfur. „Keppnin var mjög hörð eins og tíminn sýnir en það munaði einungis 3 sekúndum á okkur Ingólfi, og varð ég að lúta í lægra haldi að þessu sinni. Ég er ákveðinn í að gera mitt besta í að vinna Ingólf í fijálsu aðferðinni,“ sagði Grétar. Þess má geta að Grétari tókst ekki ætlunar- verk sitt en hann kemur vafalaust tvíefldur til keppni að ári staðráðinn í því að snúa þá blaðinu við. ur þátt í og segir hún að þetta sé alltaf jafn skemmtilegt. Eva Björk Bragadóttir stóð sig vel á síðustu andrésar leikum sínum. Mjögánægður Jóhann Friðrik Haraldsson úr KR í Reykjavík var ánægður þegar blaðamaður hitti hann að máli enda nýkominn af verðlaunapalli og var með silfurpening um hálsinn sem hann hlaut fyrir 2. sætið í svigi 11 ára. „Þetta var mjög erfið keppni og er ég ánægður með árangurinn. Ég hafði ekki gert mér miklar von- ir um að komast í verðlaunasæti en var ákveðinn í að gera mitt besta og það gekk bara vel. Ég hef aldrei áður unnið til verðlauna á Andrésar- leikum og er það vissulega mjög gaman. Eg er ákveðinn í að æfa af krafti í framtíðinni og kem örugg- lega á Andrésarleikana að ári.“ Bjóstekki við aðvinna Arna Pálsdóttir frá Akureyri gekk af mikilli ákveðni í göngukeppninni og sigraði með nokkrum yfírburðum bæði í hefð- bundinni göngu og fijálsi aðferð. „Ég byijaði að æfa göngu árið 1987 og hef verið nokkuð dugleg við æfingar síðan. Ég bjóst ekki við að vinna tvöfalt að þessu sinni og hafði reiknað með að Lísbet myndi vinna en þetta gekk allt vel. Ég hef keppt nokkrum sinnum á Andrés en aldrei unnið til verð- launa og því er ég í sjöunda himni yfír þv! að standa uppi sem sigur- vegari í báðum greinunum," sagði Arna Pálsdóttir. Dugleguraðæfa Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi á Andrésarleikum og átti ég alls ekki von á því að kom- ast á verðlaunapall," sagði Sig- mundur Amar Jósteinsson 7 ára frá Ilúsavík _sem sigraði í stórsvigi og svigi. „Ég er búinn að vera mjög duglegur að æfa mig í vetur og var ákveðinn í _að gera mitt besta á þessu móti. Ég hef hlakkað mikið til þessa móts og það hefur verið mjög gaman að keppa héma. Ég er alveg viss um að ég keppi hérna á næsta ári og reyni þá aft- ur að vinna tii verðlauna.“ Nokkuð ánægður JP g hef æft stökk á fuilu í vet- C ur og er talsvert um að krakk- ar i Ólafsfirði æfi stökk,“ sagði Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, sem varð annar í stökki 12 ára. „Ég er nokkuð ánægður með ár- angurinn en auðvitað hefði verið gaman að vinna, en ég liafði reyndar ekki búist við því að hampa bikarnum. Ég keppi einnig í alpagreinum og í stökkinu not- ast ég við svigskíði, eins og flest- ir gera, en ekki hefðbundin stökk- skíði. Mér finnst alveg frábært að koma og keppa á Andrés og á örugglega eftir að sakna þess að koma hingað til að keppa.“ „Frábært mót“ Kristján Möller frá Siglufirði var einn af fjölda foreldra sem fylgdust með börnum sínum á Andr- ésarleikunum. „Þetta er frábæit móti fyrir krakkana og skipulagið til fyrirmyndar. Þá fínnst mér það vera tii bóta að verðlauna 10-12 krakka í hveijum flokki þar sem eru 60-70 keppendur," sagði Kristján. Þá var hann einnig ánægður með að keppt væri í stökki á Andrésar- leikunum en sem kunnugt er var ekki keppt í stökki á landsmótinu fyrir stuttu. „Þetta sýnir það að grunnurinn fyrir stökkið er góður en það hefur vantað að byggja upp efri hæðimar." Kristján sagði að Andrésarleikarnir væru fyrir löngu búnir að sanna sig sem „toppurinn á æskulýðsstarfi barna I skíðaiðk- un“. Jóhann Friðrik Haraldsson. Arna Pálsdóttir. Sigmundur Arnar. Þorvaldur Sveinn. Kristján Möller. Rosalega ánægður Sturla Már Björnsson frá Dalvík, sem er á myndinni að ofan, fagnaði sigri í stórsvigi í 11 ára flokki. „Ég er rosalega ánægður með að hafa unnið, en keppnin var erfið og hörð. Ég hef oft keppt á Andrés áður og unnið til nokkurra verðlauna. Mér gekk ekki vel í sviginu í gær, en ég datt í fyrri ferðinni en hélt samt áfram en í þeirri síðari náði ég svo besta tímanum og var það bót í máli. Ég hef æft skíði frá því að ég var 6 ára en ég byijaði að fara á skíði þegar ég var 5 ára. Það er mjög gaman að keppa á Andrés og er þetta skemmtilegasta mót vetrarins,“ sagði Sturla að lokum. „ Kom svolítið á óvart" Eva Björk Bragadóttir frá Dalvík keppti nú í síðasta sinn á Andrésar- leikunum, en hún er í 12 ára flokki. Ekki er hægt að segja annað en hún hafi lokið þessu með glæsibrag, því hún sigraði í svigi og hreppti 2. sæti í stórsvigi. „Þetta kom mér svolítið á óvart því ég brotnaði fyrr í vetur og náði bara nokkr- um æfingum fyrir mótið,“ sagði Eva. Þetta voru 5. og jafnframt síðustu Andr- ésarleikarnir sem hún tek-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.