Alþýðublaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.02.1959, Blaðsíða 10
Þorviiduf Kolems (Framhald af 5. síðu) ist hann nemi í prentiðn hjá í'iafolclarprentsmið'ju og 27. 11. sama ár gengur hann að eiga unnusu sína ungfrú Hildi f. 12. 5. 1910 Þorsteinsdóttur kennara og bónda í Reykja- vík Finnbogasonar. Þau eign- nðust tíu mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. En börnin eru, talin eftir aldri, þessi: Jóhanna Kolbeins f. 24. 2. 1930, gift Árna Þór Jónssyni póstfulltrúa í Rvík, Hannes Bjarni Stephensen Kolbeins, bílstjóri í Rvík, f. 29. 9. 1931, Þorsteinn Kolbeins einnig bílstjóri í Rvík. f. 8. 5. 1934, Pétur Emil Júlíus Kolbeins póstfulltrúi á Akranesi f, 26. 7. 1936, Þóra Katrín Kolbeins skrifstofustúlka í Rvík, einn- ig f. 14. 2. 1940, Þórey Ást- hildur Kolbeins fædd 14. 12 194.1, Sigríður Kolbeins f. 6. 1. 1943, Eyjólfur Kolbeins f. 14. 2. 1946 og Þuríður Erla Kol- beins f. 25. 6. 1950. Þá má geta þess að barna- börnin eru orðin átta. | Eftir að Þorvaldur Kolbeins lauk prentnámi vann hann á ýmsum stöðum, en alltaf í iðn sinni. Um skeið vann hann við Eyjaprentsmiðju í Vestmanna eyjum, 1936 ræðst hann til Félagsprentsmiðjunnar í Rvík og er þar til ársins 1947, er hann ræðst til Alþýðuprent- smiðjunnar og prentaði Al- þýðublaðið til ársins 1956, er hann varð að hætta nætur- vinnu sökum þess að hann átti orðið bágt með svefn. Hann tók sér hvíld um tíma, en hóf svo a:ftur starf og þá í prent- smiðjunni Gutenberg og þar vann hann þar til hann gat ekki unnið lengur sökum van- heilsu. Hann lét þá læknir skoða sig og var síðan ráðlagt að leggjast inn á sjúkrahús til frekari rannsóknar, þar var hann svo aðeins tíu daga og þá var allt búið, hann var dá- inn, horfinn okkur sem þekkt- um hann og vonuðumst eftir að hafa hann enn lengi hjá okkur. í dag fylgjum við hon- um hinzta spölinn til kirkj- unnar sem er musteri hins eilífa guðs. Þorvaldur var þegar á unga aldri hneigður fyrir bóklest- ur, einkum mannfræði og jókst þessi eðlishneigð hans með hverju ári sem leið. Snemma tók hann þátt í fé- lags- og menningarmálum. Hann starfaði mikið í reglu Góðtemplara hér í bsé. Hann var vel skáldmæltur eins og bezt má sjá á sálmum eftir hann, í sálmabók Góðtempl- ara. Hann var vel að sér í ensku og dönsku og þýddi talsvert úr þeim málum eink- um fyrir börn og unglinga. Ættfræðin mun þó hafa átt hug hans hin síðari ár, enda var hann tíður gestur í lestr- arsal- Þjóðskjalasafnsins og þar voru okkar fyrstu kynni, en einna bezt kynntist ég hon um, er við unnum saman á næturvakt við að prenta Al- þýðublaðið veturinn 1953. Þá kom það oft fyrir að hann kastaði fram vísu eða talaði í ljóðum eins og stundum er sagt. Hann var jafnan ræð- inn, skemmtilégur og fræð- andi, jafnlyndur svo af bar og glaðlyndur. Hann þekkti ótrúlega margt, fólk víða um land og vissi deili á aragrúa af löngu látnu fólki, oft langt aftur í aldir, kunni sögur, ljóð og ævintýri, sem gerðu ættfræðina lifandi og aðlað- I andi. Mannlýsingar kunni hann einnig margar og góðar. Hann var oft spurull svo sum- um þótti nóg um og spurning um sínum fylgdi hann jafnan eftir með föstu, greindarlegu augnaráði, sem krafðist hrein skilni og fullkomins svars, en vakti þó jafnframt traust og hlýhug. Hann var allra manna hjálpfúsastur og vildi hvers manns vanda leysa, enda sjálf ur mikill tilfinningamaður og trúmaður, hjartagóður og veglyndur. Ein ættartala er til prentuð eftir hann, ættartala Kristjáns A. Kristjánssonar frá Suðureyri. Ættartala þessi er bæði vel formuð og fróð- leg og gæti vel orðið fyrir- mynd ættartalna af slíkri' stærð. Þorvaldur var aðeins fimm- tíu og tveggja ára, er hann lézt. Honum hafði tekizt að safna miklum fróðleik, en ekki unnizt tími til að gera öðrum aðgengilegt fæst af því mun koma í dagsins Ijós úr því svona fór, en hefði hon um enzt aldur svo sem tvo áratugi í viðbót hefði hann sjálfsagt skilað miklu fram- lagi til íslenzkra fræðastarf- semi. Ég vissi að hann átti mikíð safn af blaðaúrklipp- um, sem hann ætlaði að nota við mannfræðisafn, er, hann hugðist koma upp, þegar um hægðist og birist allýtarleg grein um þetta í Alþýðublað- inu fyrir fjórum árum. Und- anfarin ár hlaut hann nokk- urn styrk frá Menntamála- ráði Jfcil fræðiiðkana og víst er um það, að því fé var ekki á glæ kastað. Fáir verðskuld- uðu betur en hann viðurkenn ingu fyrir þrotlaust starf til að auðga ættvísi og mann- fræði heimildir þjóðarinnar. Mína innilegustu hluttekn- ingu færi ég eftirlifandi konu hans og börnum. Guð veri þeim styrkur. GuSm. Guðni Guðm. ■ ■ Jófiann Ogm. Framhald af 5. síðu. ríðar Halldórsdóttur, hinnar dugmiklu skapfestu konu, en hún lézt árið 1947. Varð þeim 7 barna auðið. Fjögur þeirra eru á lífi, mikilhæft fólk. Jó- hann og Sigríður og st. Víking- ur voru svo að segja eitt og hið sama — og heimili þeirra var höfuðvígi Víkings — þar sem komið var saman til skrafs og ráðagerða. Þangað var farið, ef eitthvað var að, eða ef eitt- hvað mikið stóð til. Þar var maður alltaf velkominn, hvort heldur var að degi eða kvöldi, og þangað var oftast haldið eft ir fund — af fleirri eða færri — og haldið áfram að ræða um velferðarmál stúkunnar og bindindishreyfingarinnar og gera áætlanir fyrir framtíðina. Svona gekk það til eftir að ég kom í st. Víking árið 1932. og þannig hafði það verið um ára- bil áður. í nafni st. Víkings þakka ég Jóhanni Ögmundi og heimili hans það, sem það var stúk- unni á liðnum áratugum og einstöku félögum hennar. Þang að hafa margir sem áttu í vök að verjast sótt kjark og styrk. Meðal þeirra mála, sem st. Víkingur lét til sín taka, var dýraverndunarmálið. Fyrir forgöngu templara og sam- kvæmt tillögu Marenar Péturs- dóttur, sem fram kom og sam- þvkkt var í st. Víking, var Dýraverndunarfélag íslands stofnað. Jóhann Ögmundur gerðist einn af fnimherjum bessa nýja félags og það var hann, sem kom fótum undir málgagn þess, ,,Dýraverndar- ann“, og vann fvrir hann af miklum dugnaði. Dýraverndun var honum. svo sem öllum sönnum drengskaparmönnum, hjartans mál, í einni afmælis- greininni um Jóhann siötugan, er á það minnst. að hann hafi ungur verið gleðimaður og kunnað að njóta lystisemda bessa heims. Það var saet, að hann hafi í æsku kunnað að meta góðhesta. enda slíkt verið ef'irlæti ís1endinga — og sé svo enn. þrátt fvrir margskyns vélabrögð. Höfundurinn að grein bessari minnist frá bernskuárum sínum greinar Jóhanns í „Dvravininum“ um Úða sinn, hestinn snjalla. hvað hann þar mælt af tilfinn- ingu en þó karlmennsku. Höf- undurinn ætlar. að kvnni Jó- hann af góðhestum hafi átt drjúgan þát+ j að móta afsöðu hans til dýravemdunar. Má vera að svo sé, en hitt ætla ég bó, að drengskapur Jóhanns og hiartalag hafi þar mestu um ráðið — sama tilfinningin og réði því, að hann hefur um tugi ára fórnað sér fyrir bind- indishugsjónina. Enginn er Jóhann málskrafs maður og getur verið næsta þurr á manninn. „Ósnotur mað ur hyggur sér alla vera við- ÞORVALDUR KOLBE F. 26. maí 1908 — D. 5. febrúar Í959 HORFINN er sjónum sæmdar drengur; félagi gó'öur faðir og maki. Trygglyndur vinur tállaus í huga. Margir hann syrgja sjónum horfinn. Fjölskyldan hnípin: Frá þeim er tekin faðir og maki —, fyrirvinnan. — Alfaðir ræður; einnig hann gefur þrek í þrautum í þessum heimi. Gott er að minnast mannsins þessa, mannsins hátíprúða mjög ve! gefna. Að honum stóðu stofnar góðir: Reykhóla kyns og Kolbeinunga. Ættfylgjur góðar erfðar hafði; í fasi háttvísi og fræða hneygðir. Ljóðhagur vel og Ijóðum unni, einnig var hugstæð ættafræði. E> her að sakast orðinn er hlutur. LögmáU tilveru hlíta allir. orðstír dey eigi öndin þó flytii burt úr iarðvist til betri heirna. Farðu svo vinur til fegri heima af vinum kvaddur og vandamönnum. Lýsi þér vinur lífsins sunna yfir móðuna að andans löndum. G. J. hlæjendur vini“. Jóhann Ög- mundur gefur engum, hvorki snotrum né ósnotrum tilefni til að halda slíkt í viðskiptum við sig. Víst fannst mér .Jóhann hrjúfur og þurr, er fxmdum okkar bar saman fyrst, fyrir um 30 árum. Ég heimsótti hann svo nokkru síðar í skrifstofu hans. Vissulega tók hann mér vel og því betur, sem ég spurði hann meir og vildi fá sem gerst ar upplýsingar um störf Góð- templarareglunnar. Með okkur tókst vinátta, sem ég tel mér hafi verið mikilsvirði og ég vil hér nota tækifærið til að þakka fyrir. Síðar lágu leiðir okkar saman í st. Víking og ég vona að þeir eigi eftir að liggja sam- an um mörg ókomin ár. Ég minnist þess, að á þing- stúkufundi, þegar rætt var um landnámið að Jaðri — eða öllu heldur tillögu um að taka land fyrir Regluna, nema land, rækta land og síðar kannski að hefja þar framkvæmdir að sam komustað fyrir templara og aðra. Jóhann va-r á þessum fundi og lagði lítt til málanna framan af, en þó kom þar að hann tók til máls. Hann var þessu andvígur, ekki því að rækta land eða taka landsspildu í beim tilgangi, sem tillagan fól í sér. Hitt óttaðist hann, að félagarnir gæfust upp á mál- inu, er fram í sækti. Þá þótti honum verr farið en heima set- ið — fyrir félagsskapinn. En er hann sá, að töggur var í þeim, sem að málinu unnu, sá alvör- una og fórnfýsina, snéri hann víð blaðinu. Þá var hann með. Og fáa ætla ég að hafi lagt landnámi templara að Jaðri traustara lið os betra, en ein- mi+t Jóhann Ögmund. Þannig er Jóhann, þegar hann finnur alvöru og ein- beitni, dugnað og brótt, hvort heMur er hiá vneri eða eldri, í störfum fvrir Góðtemnlara- regluna og bindindismálið, er hðveizla hans trvggð, og fylgi hans flestum betra. Það vita þeir sem revnt hafa. Með hon- um hefur búið oa býr brenn- andi áhugi oe eldheilar tilfinn- ingar og næsta fágæt einlægni við bær hugsiónir. er hann hef- ur bundið trúnað við. Mikil revnsla og Eflöeeur skilningur orka því, að tillögur hans eru iafnan mikils metnar. Má’a- fvlgia hans er traust. og örugg, bó engi sé hann málrófsmaður, en taki hann til máls. er eftir bv{ +ekið og bess minnst. Hann segir eins oe honum býr í bnósti, án umbúða. hispurs- laust og hrpinskilið og með beirri einurð. sem drengskan- armönnum einum er lagið. Tæoitunga, orðskrúð og tvíræð ur málfkitningur hefur honum æt.íð verið framandí í allri fé- Tagsmálastarfsemi sinni. Enda hevrir sá málflutningur til boim vet+vangi. bar sem allir sitia á svikráðum v’ð alla. í baráttunni fvrir bindindismál- ið gildir hispursleysið og hrein skilnin og þar hefur Jóhann Ögmundur vissulega vísað veg- inn. Það átti ekki fyrir Jóhanni Ögmundi Oddssyni að liggja, að verða landibúnaðarfrömuður eða forustumaður á því sviðú hvorki heima í héraði né á op- inberum vettvangi. Ég segi þökk sé forlögunum að þau hög uðu þessu eins og raun ber vitni um. Þó Jóhann hefði ekki forgöngu um framræslu fúa_ mýra 'heima í fæðjingarsveit sinni, né túnasléttu eða torf- ristu, þá hefur hann á öðrum sviðum þjóðlífsins átt sinn þátt í að ræsa fram fúamýrar, rista ofan af, slé+ta og græða. Þökk sé honum fyrir þær þjóðfélags- legu jarðabætur, ef svo má aS orði komast, sem hann á löng- um starfsdegi hefur af hönd- um innt fyrir hina íslenzkts. þjóð. Einar Björnsson. Haimes ! Framhald af 4. síðu. og skatta- og útsvarsbyrðin er orðin svo mikil að menn eru al~ gerlega að sligast. Við eigum a?S stefna að því eins og unnt er aiS fæfcka sköttunum, draga úr þeim, og gera framkvæmcl þeirra einfaldari. ÉG VIL BREYTA bifreiða- skattinxun. Sums staðar erlendis er enginn sérstakurbifreiðaskatt ur, en sú upphæð, sem ríkið tek- ur af bifreiðum til þess meðal annars að standa straxxm af vegæ kostnaði, er lögð ofan á benzín- verið og síðan borga benzínsöl- urnar ríkinu. Þannig greiðir bif reiðareigandi skattinn í hverfc sinn sem hann kaupir benzín. MENN HLJÓTA AÐ SJÁ, að þetta er bezt fyrir alla aðila. Benzín er nú ódýrara hér en £ öllum nágrannalöndunum. — Hvers vegna er ekki hægt að> leggja bílaskattinn á benzínið? Þetta verður miklu auðveldaræ og léttara fyrir bifreiðaeigend- urna. Ég skora á ríkisstjórnina að athuga þetta mál nú í sam- bandi við fjárlögin.“ Hannes á hominu. Rimlatjöld í Carda-glugga Sími 13743, Lindargötu 25 Prentsmiðjueigendur Ég heiti á þann sem vill prenta fyrir mig Víking, a<S hann fái allan áyóðann af sölunni fyrir prentun- jna. Ef einhver vill sinna þessu er hann beðinn að gefai sig fram á Lindargötu 11 eða í síma 1-4773. Magxiús Kjar. Alþýðublaöið Vantar ungling til að bera blaðið til áskrifende í þessum hverfum: í Skjólunum. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14-900. 10 12. febr. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.