Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 9 ekkibaraheppni 18. leikvika-4. maí1991 Röðin : 1X1-111-1XX-211 HVERVANN? .í:ií: •SÍSíSSÍ 'ílí' '¦;:¦ i v:.:;.:-::::;v:::::::::v.:::::::-:;:::::::::;:;:;;;;:;;;;;; 664.697- kr, 12 réttir: 1 röö kom fram og fær hún : 332.353 -kr. 11 réttir: 16 raðir komu fram og fær hver: 10.385-kr. 10 réttir: 145 raöir komu fram og fær hver: 1.146 -kr. Röðin kostar aðeins 15 kr. B ílamarkaðurinn v/Reykjanesbraut Smiðjuveg 46e, Kóp. Sími: 671800lS^5§!SÉ V.W. Golf 1.6 GL '90, aflstýri, 5 g., ek. 27 þ. km. V. 990 þús. Mazda 323 GLX (1.S) '89, 5 g., ek. 29 þ. km„ afistýri, sóllúga o.fl. V. 790 þús. MMC Pajero turbo diesel (langur) '88, sjálfsk., ek. 43 þ. km. V. 1850 þús. MMC Lancer 6LX, 4X4 ST. '88, beinsk., ek. 77 þ. V. 890 þús. Lada Lux (1500) '87, ek. aðeins 27 þ. Gott eintak V. 270 þús. Ford F-150 Pickup 4X4 '85, m/húsi, 8 cyl., sjálfsk., ek. 67 þ. km. V. 890 þús. Toyota Double Cap 4X4 diesel '88, m/húsi, 5 g., ek. 115 þ. km., ýmsir aukahl. V. 1450 þús. MMC L-300 4X4 Minibus '84, 8 manna, nýuppt. vél. V. 670 þús. Dodge Ramcharger '77, nýskoöaður og yfirfarinn. Alvörujeppi í sérf. V. 670 þús. MMC Colt EXE '88, beinsk., ek. 56 þ. V. 620 þús. Cherokee Laredo 41 '87, sjálfsk., ek. 67 þ. km. Álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1850 þús. Saab 000Í OP '88, 5 dyra, 5 g., ek. 75 þ., fallegur bíll. V. 1090 þús. Toyta Celica 1600 GTI '87, hvítur, 5 g., ek. 60 þ. km. Vökvastýrir, o.fl. 850 þús. BMW 518i SE'88, svartur, 5 g., ek. 53 þ. km., sóllúga, sportfelgur, rafm. í öllu. V. 1230 þús. Subaru 1800 GL 4 X 4 Station '87, hvítur, fallegur bíll, sjálfsk., ek. 51 þ. km., V. 850 þús. Landrover '88, (bensin), blár, 5 g., vökva- stýri, ek. aðeins 18 þ. km. V. 1630 þús. MMC Galant 2000 GLSi '89, grásans, 5 g., ek. aðeins 26 þ. km., rafm. í öllu. 1250 þús. Höfum kaupendur að: Daihatsu Charade Sedan '90, Corollu '88 '90, Colt '88-'90, Lancer '88-'90, Corollu 4X4 '80 -'90. ÖRYGGI FYRIR OLLU Tvöfaldi sólinn í öryggisskónum frá JALLATTE gerir skóna mjúka, létta og gripgóða, auk þess þolir hann vel olíur og sýrur. Stálþynna í sólanum er naglheld og þolir högg. Stálhetta hlífir tánum fyrir höggum og hnjaski og hefur nægilegt rými fyrir tærnar. Í hælbótinni er hlíf til varnar hásin og öklabeini. JALLATTE öryggisskórnir — öruggt val. >X< Jallabfae KÓPAVOGI SÍMI 41000 HAFNARFIRÐi SÍMI 54411 aiA Óumdeilt mál Tíminn birti sl. laugar- dag viðtal við Jón Bald- vin Hannibalsson, for- mann Alþýðuflokksins. Viðtalið nefnist „Verður framsóknararmur íhaldsins samstarfsfús?". Her á eftir verður stiklað á köflum úr viðtalinu. 1 upphafi þess er Jón spurður um helzta mun- inn á stefnu núverandi ríkisstjórnar og þeirrar fráfarandi. Því svarar .lón Baldvin þannig: „Hvað varðar afstöðu til þeirra mála, sem sam- kvæmt stefnuyfirlýsingu verða stærstu mál þess- arar ríkisstjórnar, vil ég nefna að áætlanir um virkjanir og stóriðju eru óumdeildar innan þessar- ar stjórnar. Til þeirra verka verður gengið hik- laust. Sama má segja um samningana um evrópskt efnahagssvæði. Þriðja stórmálið er ríkisfjármál- in. Þar er stefnuyfirlýs- ingin afdráttarlaus. Á bak við hana eru fylgi- skjöl um aðgerðir og vinnubrögð i ríkisfjár- málum sem taka af tvímæli. Þar geta menn hins vegar hýst sínar efa- semdir í h"ósi reynslu að því er varðar Sjálfstæðis- flokkinn, hvort við verði staðið. Fjórða stórmáUð er breytingar á landbúnað- arstefnu. Reynslan verð- ur að leiða í h*ós hversu einhuga ríkisstjórnin verður um stefnuyfirlýs- inguna. Hún er hins veg- ar sammála um það að taka búvörusamnings- drögin til endurskoðun- ar. A bak við það ákvæði stefnuyfirlýsingarinnar er vinnuskjal um mark- mið og leiðir í landbúnað- armálum, sem afdráttar- laust gefur til kynna meira jafnvægi milli hagsmuna bænda og neytenda en ég hef trú á að hefði náðst í fyrri ríkisstjórn. Hvað varðar fimmta stórmálið ber að líta á tvennt. Annars vegar stefnuyfirlýsinguna sjálfa, sem kveður á um breytingar á gildandi sjávarútvegsstefnu. Hún kveður sérstaklega á um að festa sameignar- Jón Baldvin Hannibalsson. utanrlkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins: VERDUR FRAMS0KN ARARMUR ÍHALDSINS SAMSTARFSFUS? ubur I rfldirilrmUum. Ormur nwfirAfiIi hdBbwx Kfl. M « m nHwntita Gengið hiklaust til verka Myndun þríflokka vinstristjómar kom ekki til greina af hálfu Al- þýðuflokksins vegna oddastöðu Alþýðubandalagsþingmanna, sem aðhyllast úrelta einangrunarstefnu, og nokkurra vafageml- inga í Framsókn. Þetta segir formaður hans. ákvæði í fyrstu grein lag- anna um stjórn fiskveiða í stjórnarskrá. Á bak við það býr m.a. vuji tíl þess að taka stefnuna í heild til endurskoðunar. Það er rétt að flokkarnir urðu ekki sammála um að koma á gjaldtöku fyr- ir veiðileyfi. Því sjónar- miði var hinsvegar ekki hafnað. Sett verður á laggirnar sérstök nefnd þar sem allar hugmyndir um breytingar á fisk- veiðistefnunni verða skoðaðar ol'an í kjölinn. Við höfum alltef lagt áherslu á að kvótakerfið var nauðsynlegt á sinni tíð. Við erum hins vegar þeirrar skoðunar að gall- ar kerfisins hafi komið æ betur í ljós. Það á ekki að gera breytingar á kerfinu með kollsteyp- um. Þetta mál hefur einnig viss tengsl við þann vanda sem við er að fást i rikisfjármálum. Okkar stefn- umíð betur tryggð í við- reisn Þessi fimm dæmi, sem ég hef nefnt, eru 811 af því taginu að ég tel að við eigum auðveldara með að tryggja fram- gang okkar stefnumála í núverandi stjórnarsam- starfi en líklegt hefði verið með framlengingu þríflokkasamstarfsins, ekki hvað síst vegna þess að það stjórnarsamstarf hefði stuðst við svo tæp- an meirihluta. Við erum ekki trúaðir á að hægt sé að byggja stiórnar- samstarf á yf irlýsingum flokksformanna um að þeir muni kúga eða hand- járna einstaka þingmenn til að breyta þvert gegn skoðunum sinum og sannfæringu og fyrir- heitum við kjósendur. Eitt mál held ég að sé sameiginlegt núverandi og fyrrverandi stjórn og það er nauðsyn þess að varðveita árangur fyrri sljórnnr, stöðugleika í efnahagsmálum, sem grundvöll til að byggja á í framtíðinni. Það er um sömu markmið að ræða, en ég hygg að hvað varð- ar leiðir sé um áherslu- mun að ræða. Þessi ríkis- sfjórn leggur mikla áherslu á afnám einokun- ar og hafta. Hún leggur áherslu á aukið frelsi ein- staklinga og fyrirtækja í atvinnulifi og viðskipt- um. Um þetta var mikið tekist á í fyrrverandi ríkisstjórn, ekki síst við þann hluta Alþýðubanda- lagsins sem aðhyllist úr- elta einangrunarstefnu. Slík sjónarmið eiga lika hauka i horni í þingflokki Framsóknar." Oddastaða .lón Baldvin er spurður um, hvort ekki hefði orð- ið meiri eining í Alþýðu- flokknum ef myndun hefði verið reynd á und- an viðreisn. Hann svarar: „Ég er ekki þessarar skoðunar. Ég er nefni- lega þeirrar skoðunar að himi kosturinn, þriggja eða fjögurra flokka ríkis- stjórn, hafi aldrei verið raunverulegur kostur. Það var samlujóða niður- staða þingflokks Alþýðu- flokksins að 32 þing- manna meirihluti væri ekki „starfhæfur meiri- hluti". Við þurftum ekk- ert að sanna það fyrir öðrum. Þær sannanir lágu fyrir. Þær heita þingflokkur Alþýðu- bandalagsins að stórum hluta og nokkrir vafa- gemlingar í þingflokki Framsóknarflokksins, sem hefðu fengið odda- aðstöðu ,til að drepa hvert einasta mál eða drepa því á dreif. Við hefðum getað farið í formlegar viðræður með þriggja manna sendi- nefndum og staðið í því í tvo til þrjá mánuði til að þessi niðurstaða gæti legið yós fyrir. Ég er ekki trúaður á að slikar viðræðuf hefðu leitt til stjórnarmyndunar. Þær hefðu einungis leitt til þess að sjálfstæðismenn, sem höfðu oddaaðstöðu eftir kosningar, hefðu valið sér Alþýðubanda- lagið eða Pramsóknar- flokkinn til samstarfs og myndað hér helminga- skiptastjórn í hefðbundn- um stíl. Það er sú niður- staða sem við hefðum síst kosið. Á næsta kjörtúna- bili þarf að taka margar stórar akvarðanir og það er hætt við því að ekki hefði tekist um þær neitt samkomulag i ríkisstjórn þeirra þriggja flokka sem mynduðu síðustu ríkisstiórn." L VERÐBREF I ASKRIFT tSS^.1 r~"—\ «£=» U>;,.w..........."^4* Sniöll leið til að ei^nast sparifé Verðbréf í áskrift hjá VIB er þjónusta fyrir þá sem vilja leggja fyrir reglulega á þægilegan hátt og fá góða ávöxtun á sparifé sitt. Áskrif tendur geta valið tim sjö mismunandi leiðir til ávöxtunar, allt eftir þörfum hvers og eins. Til dæmis má kaupa hlutabréf í Hlutabréfasjóði VÍB í áskrift. Verðbréfin eru í öruggri vörslu VÍB og fá áskrifend- ur send yfirlit reglulega vtm hreyfingar og verðmæti sjóðsins sem þeir hafa eignast. Verið velkomin í VÍB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Síml 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvarí 68 16 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.