Morgunblaðið - 07.05.1991, Síða 14

Morgunblaðið - 07.05.1991, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 Sænskur kirkjukór á tvennum tónleikum KIRKJUKÓR frá Taby í Svíþjóð er kominn hingað til lands og heldur hér tvenna tónleika. I kvöld, þriðjudaginn 7. maí, kl. 20.30 syngur kórinn í Selfoss- kirkju og fimmtudagin 9. maí, uppstigningardag, kl. 17.00 í Hallgrímskirkju. Þar syngur kórinn einnig við guðsþjónustu um morguninn. Taby-kirkjukórinn var stofnaður fyrir u.þ.b. 60 árum og 30 af 40 söngvurum sem starfa nú í kórnum komu með í þessa söngför. Höfuðverkefni kórsins er að synga við guðsþjónustur í aðal- kirkju staðarins en hann æfir jafn- framt verk eftir gömlu meistarana s.s Mozart, Mendelssohn og Bach. Stjórnendur kórsins hafa þó ætíð lagt megináherslu á að flytja sænska kórtónlist, einkum þó eftir Otto Olsson og kórinn hefur m.a. sungið inn á plötu „Te Deum“ eftir Olsson undir stjórn Kerstin Ek. Kerstin Böijeson tók við stjórn kórsins fyrir þremur árum og stjórnar kórnum hér. Á efnisskránni verður kirkjutón- list eftir norræna höfunda; Sven Back, Knut Nystedt, Þorkel Sigur- björnsson, Ludvig Norman og Jakob Axel Josephsson. Einsöngvari með kórnum er Helena Algestan sópran og Erik Wadman leikur á orgel. (Fréttatilkynning) Hagstæðu flugferðirnar okkar til London og Kaupmannahafnar njóta gífurlegra vinsælda - þegar meira en 5000 bókanir. Dagflug alla miðvikudaga frá 1. maí til 25. sept. Til Kaupmannahafnar árdegis (kl.08:00). Til London síðdegis (kl. 16:00). Fullbókað er í margar ferðir og fá sæti laus í flestar hinna. Li IDON KR, 14.701 ftf BROTTFARARDAGAR: ■ 1.-8. MAÍ - 25. SEPT 'Æ VERÐ: “ 1 VIKAKR. 14.700 2 VIKURKR. 15.800 3VIKURKR. 16.900 JÚNÍ5. 12. 19.26. VERÐ; JÚLÍ3.10.17. 24.31. 1 VIKAKR. 16.900 ÁGÚST7. 14. 21.28. 2 VIKUR KR. 17.700 SEPT. 4. 11.18. 3 VIKURKR. 18.800 KR, 15,800 BROTTFARARDAGAR: 1.-8. MAÍ, 5. JÚNÍ, 25. SEPT. VERÐ: 1 VIKAKR. 15.800 2VIKUR KR. 16.900 3 VIKURKR. 17.700 ifW MAÍ 15.22. __ JÚNÍ12.19. 26. JÚLÍ3. 10.17. 24.31. ÁGÚST 7.14.21.28. SEPT. 4.11.18. VERÐ: 1 VIKAKR. 17.400 2VIKUR KR. 17.900 3VIKURKR. 18.900 egna stórsamninga okkar við hótel, sumarhús og bílaleigur njóta farþegar okkar ótrúlega hagstæðra samningsverða. DÆMI: Bílaleigubíll í viku, Kaupmannahöfn og London kr. 14.800.- (Innifalið: tryggingar, söluskattur og ótakmarkaður akstur). England. Husbíll i eina viku frá kr. 38.000.- Danmörk og England. Sumarhús í viku frá kr. 18.000.- Vikudvöl á kastalahóteli við ensku Rivieruna kr. 22.700.- Dæmi um stórsamningsverð okkar á hótelum. Verð á mann á nótt í tveggja manna herbergi með söluskatti. KAUPMANNAHÖFN Palace Hotel. Fyrsta flokks hótel við Ráðhústorgið með morgunverðarhlaðborði. Okkar verð kr. 4.300.-. Venjulegt verð kr. 7.400,- Ódýrari hótel. Okkar verð frá kr. 1.400.- til kr. 2.400.- LONDON Cumberland. Okkar verð kr. 3.900.-. Veniulegt verð kr. 6.480.-. Strand Palace. Okkar verð kr. 3.400.- Venjulegt verð kr. 5.130.- Hospitality Inn Piccadilly. Okkar verð kr. 4.300.- Venjulegt verð kr. 7.560.- Hilton Hyde Park og Langham Hilton hjá Oxford Circus, nyju lúxushótel Lundúna. Okkar verð kr. 5.900.-. Venjulegt verð kr. 9.180.- Hilton Plaza, Bayswater. Okkar verð kr. 3.900.- Regent Palace Piccadilly. Okkar verð kr. 2.400.-. Venjulegt verð kr. 3.780.- Fjöldi ódýra hótela í London frá kr. 1.400.- til kr. 2.200.- á gistinótt Flogið með Boeing 727-200 þotu Atlantsflugs með íslenskum áhöfnum og “^ðum veitingum og þjónustu um borð. Islensk, dönsk og bresk flugmálayfirvöld hafa vegna hagsmuna almennings veitt okkur leyfi fyrir þessum óayru flugferðum í fimm mánuoi frá 1. maí. Sannkölluð kjarabót á tímum þjóðarsáttar og frjálsari viðskipta í samgöngum Evrópuþjóða. < I I — n \ inP=gRDiR = SGLRRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 Ath. Öll verðeru staðgreiðsluverð miðað viðgengi 1. febr. 91. Flugvallagjald og forfallatrygging ekki inniíalin. Morgunblaðið/Sigrún Davfðsdóttir Frá vinstri: Ingvi S. Ingviarsson sendiherra og kona hans, Hólmfríð- ur Jónsdóttir, Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, og Friðrik Olafsson, skrifstofustjóri Alþingis, taka á mót gestum við opnun.Jónshúss. Jónshús opnað eftir endurbætur Hlúð að félagsstarfsemi hússins Frá Sigrúnu Davíðsdóttir, Kaupmannahöfn. JÓNSHÚS í Kaupmannahöfn var föstudaginn 27. apríl opnað aftur eftir að því hefur verið breytt og það gert betur fallið fyrir þá starf- semi sem þar fer fram. Eftir breytinguna verður kaffistofan áfram á 1. hæðinni, undir styrkri stjórn Bergljótfir Skúladóttur eins og hingað til. Kaffistofan hefur verið stækkuð og eldhúsið gert upp. A hæðunum fyrir ofan var áður fræðimannsíbúð og minningasafn yfir Jón Sigurðsson. Þar hefur nú verið innréttað húsnæði fyrir skrif- stofu prestsins, fyrir islensku félögin tvö, námsmannafélagið og Is- lendingafélagið. Bókasafn hússins fær rúmbetra húsnæði en áður. I stað fræðimannsíbúðar í húsinu hefur verið keypt íbúð í nágrenninu. Ingvi S. Ingvarsson sendiherra ávarpaði gesti og þakkaði þeim, sem unnið höfðu að breytingunum, fyrir þeirra framlag. Sigurður Ein- arsson arkitekt hafði yfirumsjón með verkinu. Honum til aðstoðar var arkitektaskrifstofa Claus Bjarr- um í Kaupmannahöfn. Ingvi þakk- aði sérstaklega Guðrúnu Helgadótt- ur, forseta sameinaðs þings, fyrir áhuga hennar og ötulan stuðning við framkvæmdirnar. Sigurður Ein- arsson arkitekt færði húsinu gjöf frá sér og samstarfsmönnum sín- um. í ávarpi sínu riljaði Guðrún upp hve það stóð í Alþingi á sínum tíma að taka við höfðinglegri gjöf Carls Sæmundsens, sem gaf húsið Al- þingi. Alþingismenn óttuðust að gjöfin gæti orðið þeim dýr. Þegar Karl lést hlaut Alþingi húsið við hliðina á Jónshúsi að dánargjöf, en sá sér ekki fært að taka á móti því. Guðrún sagði að ráðist hefði verið í endurbætur og breytingar með það fyrir augum að gert væri vel við íslensku félögin og hlúð að þeirri starfsemi sem færi fram í húsinu. Hún tók fram að það hefði verið auðvelt að telja alþingismenn á að leggja fé í framkvæmdirnar sem ekki hefðu reynst sérlega dýr- ar, miðað við ýmislegt annað. En Alþingi ætlaði sér ekki að vera yfir- vald hússins og stjórn þess yrði að reka húsið upp á eigin spýtur, því Alþingi vildi eki rýra áhuga og ein- staklingsframtakið í húsinu. Hún þakkaði síðan þeim aðilum sem höfðu tekið þátt í framkvæmdun- um. Hafnarpresturinn sr. Lárus Þ. Guðmundsson hafði orð á hve það hefði tekið ótrúlega stuttan tíma að koma framkvæmdunum í gegn og þakkaði það ekki síst krafti og áhuga Guðrúnar Helgadóttur og starfsmanna Alþingis. Eftir breyt- ingarnar væri öll aðstaða til félags- starfs mun betri. Tilangur hússins væri að það nýttist sem félagsheim- ili og að halda minningu Jóns Sig- urðssonar á lofti, eins og best gagn- aðist á hvetjum tíma. Morgunblaðið/Sverrir Guðríður Guðbjartsdóttir afhendir gjafabréf fyrir flyglinum sem Kvenfélag Seljakirkju gaf kirkjunni. Við bréfinu tekur Þröstur Ein- arsson formaður sóknarnefndar. Með þeim á myndinni er séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Kjartan Sigurjónsson organisti og stjórn Kvenfé- lagsins. Kvenfélag Selja- kirkju gefur flygil VIÐ messu á degi Kvenfélagsins í Seljakirkju þann 21. apríi síð- astliðinn afhenti félagið kirkj- unni lítinn konsertflygil í tilefni 10 ára afmælis félagsins. Til- gangurinn er að efla tónlistarlíf í söfnuðinum. Á degi kvenfélagsins sáu konur úr félaginu um meðhjálparabæn, söng og lestra. Prestur var Irma Sjöfn Oskarsdóttir og organisti Kjartan Sigutjónsson. Kristín Guð- mundsdóttir, fyrrverandi formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, flutti ræðu. Kvenfélagið varð tíu ár þann 9. apríl síðastliðinn og var af því til- efni haldin afmælishátíð í Sóknar- salnum. 80 félagskonur mættu og 50 gestir. Félaginu voru færðar ýmsar gjafir og listamenn létu í sér heyra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.