Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐID ÞRIÐJUDAGUR 7, MAI 1991 15 Vegurinn til lífsins eftir Árna Þórðarson „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir Jesúm Krist." Jóh. 17:3. Flestir íslendingar hafa einhvern tíma á lífsleiðinni heyrt minnst á Drottin Jesú Krist og þar af leiðir að flestir þekkja hann af afspurn, en hversu margir skyldu í raun og veru þekkja hann þannig að þeir eigj persónulegt samfélag við hann? íslenska þjóðin er kristin að nafn- inu til, það er að segja við erum flest skírð sem ómálga börn og svo síðar meir þá fermumst við. Að skírast sem ómálga barn og síðan skírninni til staðfestingar að fermast, er í rauninni gjörólíkt því að þekkja Guð með því að eiga persónulegt samfélag við eingetinn son hans Jesú Krist. Við getum farið í Guðs hús, beð- ið faðir vorið eða einhverjar bænir sem einhverja rullu og jafnvel trúað á tilvist Guðs og samt sem áður farið á mis við að þekkja Guð og þann sem hann sendi Jesú Krist. Ég lifði sjálfur þannig lífi, vonlaus og Guðvana í heiminum. Ég hafði alltaf trúað á tilvist Guðs, en samt sem áður átti ég ekki neina sér- staka reynslu með honum sem per- sónulegum Guði sem gæti mætt öllum þörfum mínum til anda, sálar og líkama. Ég var skírður sem ómálga barn og fermdur og átti þar með hina svokallaða barnatrú, en samt sem áður átti ég ekki neitt persónulegt samfélag við Jesú Krist. Síðan þeg- ar ég varð tuttugu og eins árs gam- all varð ég þeirrar náðar aðnjótandi að eignast persónulegt samfélag við Jesú. Ég ákallaði nafn Drottins í neyð minni og bað hann um að fyrirgefa mér syndir mínar og þá fann ég fyrirgefandi kærleika Guðs streyma inn í veru mína. Hvflfk huggun að finna fyrir nærveru Guðs, á þessu sama andartaki breyttist allt og ég varð sem nýr maður. Þó að Jesús Kristur sé mér og mörgum öðrum raunverulegur á þennan hátt, þá er það því míður sorgleg staðreynd að fjöldinn fer á mis við þennan fyrirgefandi kær- leika sem Guð hefur gefið okkur í Kristi Jesú. Guð vill að allir menn verði hólpn- ir og komist til þekkingar á sann- leikanum sem er í Kristi Jesú. Þess vegna dæmir Guð aldreí þann sem kemur til hans með iðrandi hjarta. Samt sem áður er það algengt í dag að menn þola ekki lengur að heyra hina heilnæmu kenningu, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til að heyra það sem kitlar eyrun. Menn snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum. Menn eru að gera það sem Drottin Guð hefur fyrirskipað okkur í orði sínu að gera ekki. „Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dótt- ur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi éða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Þvi hver sá er slíkt gjörir er Drottni andstyggi- legur." 5. Mós. 18:10-12. í stað þess að menn elski sann- leikann og taki við Jesú Kristi sem frelsara sínum þá vilja þeir frekar stunda andleg ævintýri. Menn eru að stunda það sem Drottinn hefur bannað okkur í orði sínu. „Þá mun lögleysinginn opinberast, en honum fr.WRCRlMSSDN&CO ABET HARÐPLAST Á BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 mun Drottinn Jesús tortíma með anda munns síns og að engu gjöra þegar hann birtist við endurkomu sína. Lögleysinginn kemur fyrir til- verknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum og með alls- konar ranglætisvélum, sem blekkja þá sem glatast, af því að þeir elsk- uðu ekki sannleikann svo að þeir mættu verða hólpnir, þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni. Þannig munu allir þeir verða dæmdir sem hafa ekki trúað sannleikanum, en „Því miður sorgleg staðreynd að fjöldinn fer á mis við þennan fyrirgefandi kærleika sem Guð hefur gefið okkur í Kristi Jesú." haft velþóknun á ranglætinu." 2. Þess. -2:8-12. Orð Guðs upplýsir okkur greini- V Árni Þórðarson lega um að við glötumst, ef við eig- um ekki lifandi samfélag við Jesú Krist. „Þegar Drottinn opinberast af himni með englum máttar síns. Hann kemur í logandi eldi og lætur hegningu koma yfir þá, sem þekkja ekki Guð, og yfir þá sem hlýða ekki fagnaðarerindinu um Drottin vorn Jesú. Þeir munu sæta hegn- ingu, eilífri glötun, fjarri augliti Drottins og fjarri dýrð hans og mætti." 2. Þess. 1:7-9. Ég vil hvetja þig, lesandi góður, að gera eitthvað í þínum málum áður en það er um seinan, því að hvað stoðar það manninn að eign- ast allan heiminn ef hann fyrirgjör- ir sálu sinni? Hðfundur starfar sem sölumaður og er búsettur í Kópavogi. I MIÐBORG REYKJAVIKUR MIDVIKUDAG 8. MAÍ í tilefni af Alheimsátaki til hjálpar stríðshrjáðum gengst Rauði kross íslands fyrir fjölskyldusamkomu í miðborg Reykjavíkur næstkomandi miðvikudagskvöld 8. maí. Þar fer fram almennings SKOKK / HLAUP / GANGA, STYRKTARHLJÓMLEIKAR með öllum helstu hljómsveitum íslenskum ásamt Hemma Gunn og Dengsa og loks mynda viðstaddir LJÓSAKEÐJU með logandi kertum. SKOKK HIAUP GANGA Lagt verður af stað frá íslandsbanka, Lækjargötu 12. Þátttakendur geta valið um lítinn eða stóran hring, allir geta verið með, þátttaka er aðalatriðið. Mæting er kl. 18:45 og ræst verður kl. 19:00. Þátttökunúmer kosta 200 kr. innifalið er happdrættisnúmer og' ljós í ljóskeðjuna. Númerin eru til sölu á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK: Sportmaðurinn, Hólagarði Ástund-sportvörudeild, Austurverl Útilíf, Glæslbæ Blkarinn, Skólavörðustíg 14 Sportval, Kringlunni 8-12 Vesturbæjarapótek, Melhaga 20-22 HAFNARFJÖRÐUR: Músik og sport, Reykjavíkurvegi 60 GARÐABÆR: Sælgætis- og Vídeohöllin, Garðatorgi 1 KÓPAVOGUR: Sportbúð Kópavogs, Hamraborg 22 MOSFELLSBÆR: G.S. Söluturn og Vídeoleiga, Háholti 14 SELTJARNARNES: SpofttnVEiðistorgi Og frá kl. 18:00 miðvikudaginn við íslandsbankahúsið. Dregið verður í happdrættinu eftir skokkið. SOLUR Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum STUÐNINGS HLJÓMLEIKAR í Lækjargötu frá kl. 20:00 til 23:00 Fram koma: Stjórnin Sykurmolarnir Ný dönsk Rokklingarnir Síðan skein sól Hemmi Gunn stjórnar samkomunni með dyggri aðstoð Dengsa. • • LJÓSAKEDJA Um kvöldið myndar fólk ljósakeðju með logandi kertum. Slík ljósakeðja verður mynduð víða um heim til að tákna samstöðu um alheimsátakið. Kertin verða seld í miðborginni frá kl. 18:00 á miðvikudag. Einnig fylgja þau skráningarnúmerum í skokkið. FJOLMENNUM I MIÐBORGINA A MIÐVIKUDAGSKVÖLD Heimilistæki - PHILIPS styrkir hlaupið og Ijósakeðjuna ¦ ¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.