Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 PC-Byrjendanámskeið Notkun tölva byggist á þekkingu og fœrni. Þér býðst nú 60 tíma vandaÖ nám á sérstaklega góðum kjörum. Ritvinnsla Töflureiknir Stýrikerfið Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 Ljósritunarvélar é Verð frá 49.900 m/vsk SKRIFBÆR^ Hverfisgötu 103 - sími 627250 SIEMENS \ **W.. xm &** SH Fjölhœf hrœrivél! MK 4450 Blandari, grænmetiskvörn og hakka- vél fylgja með. • Allt á einum armi. • Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker. • ísl. leiðarvísir og uppskriftahefti. . Einstakt verð: 14.600 kr. SMrTH&NORLAND NÓATÚNI4-SÍMI28300 A UPPSTIGN- INGARDEGI eftir Alfreð J. Jolson, S.J. Að skilja er að deyja dálítið! Þegar við skiijumst við ástvini okkar og aðra, sem okkur eru kær- ir, grípur okkur dapurleiki, jafnvel þótt við vitum að við eigum eftir að sjá þá á ný. Við finnum að brot af lífi okkar er þegar að baki. Sumir veifa á eftir bílnum sem er að aka á brott, þeim sem er að ganga út í flugvélina eða langferða- vagninn. Sumir leggja áherslu á að loka ekki dyrunum fyrr en vinurinn eða skyldmennið sem var að fara er úr augsýn. Dyrnar að heimili okkar standa þeim ávallt opnar. Það er merki um kærleika okkar, virð- ingu og vináttu. Jesús er að stíga upp til himins og dapurleiki grípur þá sem eftir standa. Lærisveinarnir stara upp til himna löngu eftir að Drottinn er úr augsýn. Engillinn fullvissar þá um að hann muni koma aftur. Jesú nægði ekki að gefa þeim það loforð. Hann elskaði mennina svo heitt að hann vildi vera með þeim um aldur og ævi, vera alltaf tiltæk- ur, eins í fögnuði og dapurleika og ekki síður á reynslustundum. Hiroshima var lögð í eyði 1945 með fyrstu kjarnorkusprengjunni. Séra Pedro Arrupe, S.J., yfirmaður Jesúítareglunnar og læknir, fór að heimsækja unga japanska konu, Nakimura. Hún hafði snúist til kaþ- ólskrar trúar, sótti daglega messu og gekk til altaris. Þar sem húsið hennar hafði staðið sá hann nú lág- an vegg, þakinn járnplötum. Þegar hann skyggndist inn fyrir vegginn, sá hann Nakimura, helsærða og brennda, og faðir hennar, gamall maður, var að sinna henni. Þegar hann nálgaðist þennan skugga af ungri, fagurri konu opnaði hún aug- un, þekkti hann og sagði: „Faðir, ertu með altarissakramentið?" Það sem henni datt fyrst í hug var ná- vist Krists í altarissakramentinu. Eftir það kom séra Arrupe daglega til hennar með sakramentið og gerði um leið allt sem hann gat fyrir þjáð- an og særðan líkama hennar. Naki- mura andaðist í friði að tveim vikum liðnum. Jesús hafði verið með henni á hverjum degi. Jesús er með okkur á þennan undursamlega hátt, nærstaddur í kvöldmáltíðarsakramentinu. Bæði kaþólskir menn og lúterskir trúa því að Jesús sé raunverulega nærstadd- ur í því sakramenti., Rómversk- kaþólskir menn trúa því að sú ná- vist hefjist um leið og presturinn segir yfír brauðinu: „Þetta er líkami minn," og yfir víninu: „Þetta er blóð mitt". Undir myndum brauðs og víns er hinn upprisni Jesús, nú og um allan aldur, nærstaddur og verður nærstaddur meðan brauðið og vínið halda mynd sinni. Þess vegna eru hafðar nánar gætur á því að ekkert fari til spillis af því sem eftir kann að verða af þessum efnum í ka- þólskri messu og hið heigaða brauð er geymt í guðslíkamahúsinu. Rauða ljósið sem logar til hliðar við það minnir okkur á að hinn upprisni Kristur er nærstaddur í guðslíkama- húsinu. Það er af þessari ástæðu sem kaþólskir krjúpa á kné eða lúta djúpt frammi fyrir því. Lúterskir telja að allír trúi því að Kristur sé nærstaddur þegar þeir meðtaka altarissakramentið. Raun- veruleg návist Krists hefst, að þeirra skilningi, þegar altarisgesturinn trú- ir en ekki þegar presturinn hefur yfir innsetningarorðin. Það er því munur á skilningi kaþólskra manna og lúterskra á því, hvernig, á hvaða hátt, Kristur verði nærstaddur og á þeim mismuni þarf að finna lausn. Þessi mismunur er mjög djúptækur og snertir einnig eðli prestdómsins, og við þurfum á miklum bænum, rannsókn og viðræðum að halda til þess að geta jafnað hann. Hrein- skilnar viðræður okkar, aukið um- burðarlyndi og skilningur og gagn- kvæmur kærleikur til Krists veita okkur miklar vonir um að einingu verði komið til leiðar. En nú, þegar við höldum upp- stigningardaginn helgan, fögnum við öll, kaþólskir jafnt sem lúterskir, yfir návist Krists. Við bíðum ekki með það eftir endurkomu hans. Alfreð J.Jolson, S.J. „Drottinn mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins, alleljúa." Hann er hér! Hann er með okkur í hinu alhelga altarissakramenti. í dag þökkum við því Drottni og biðjum þess að við megum meta rétt návist hans í altarissakrament- inu og um leið og við öll, kaþólskir og lúterskir, snúum aftur frá með- töku þessa sakramentis, verðum við öll, hvert fyrir sig, sakramenti, lif- andi návist Drottins í heiminum sem við lifum í, og það er á þann hátt, að Jesús lifir i okkur, sem aðrir munu kynnast Kristi og læra að elska hann. Og nú erum við hinir trúuðu „sem fóru og prédikuðu hvarvetna, en Drottinn var í verki með þeim og staðfesti boðun þeirra með táknum sem henni fylgdu." (Mk 16, 19-20.) Höfundur er biskup kaþólskra á íslandi. Bolungarvík: Fiskvinnsla og útgerð Bolungarvíkur sameinuð Á AÐALFUNDI Einars Guðfinnssonar hf. á fimmtudag var ákveðið að sameina íshúsfélag Bólungarvíkur hf., útgerðarfélögin Balrtui- hf. og Völustein hf. og sjávarútvegsþátt Einars Guðfinnssonar hf. Á síðasta ári var velta félaganna 1.130 miHjónir og er gert ráð fyrir að hún verði 1.350 á þessu ári. Starfsmenn eftir sameiningu verða um 200. ila hlutafjáraukningu, allt að 200 milljónum. Bókfært eigið fé félags- ins er um 400 milljónir. Þá var jafn- framt samþykkt að félagið yrði opið hlutafélag og eru hluthafar nú 60 talsins. í stjórn eiga sæti þeir Guðfinnur Einarsson, Jónatan Einarsson, Guð- mundur P. Einarsson, Ásberg Sól- bergsson, Bjarni Snæbjörn Jónsson, Einar Benediktsson og Guðmundur Ásgeirsson. Á aðalfundinum kom fram, að hagnaður af íshúsfélagi Bolung- arvíkur hf., að teknu tilliti til fjár- magnsliða, var 12,8 milljónir á síð- asta ári, þrátt fyrir erfiðleika í rækjuvinnslu en vinnslan er veru- legur þáttur í reksfri félagsins. Fram kom, að áætlað er að rekst- ur félaganna skili um 200 milljónum til afskrifta og vaxta á árinu. Hluta- fé nýja félagsins eftir hlutafjár- aukningu og sameiningu er 130 milljónir og var samþykkt að heim- Amerísk rúm Æk Mest seldu rúmin í Bandaríkjunum. Hágæða dýnur í mörgum verðflokkum. Marco Opið virka daga frá kl. 10—18, hf. Langholtsvegi 111, sími 680690. laugardaga frá kl. 11—14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.