Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991 21 Hryggjarkvillar — borg- ar forvarnarstarf sig eftir Gunnar Arnarson í grein um heilsuverndarmál í Morgunblaðinu þann 26. mars síð- astliðinn segir Skúli G. Johnsen borgarlæknir m.a.: „Flestir lang- vinnir sjúkdómar hafa langan að- draganda, jafnvel svo áratugum skiptir. Sá sem hefur svo langt for- skot en lætur samt tækifærið til að koma í veg fyrir tjón ganga sér úr greipum, á sér litlar málsbætur." Hryggjarkvillar eiga sér iðulega langan aðdraganda og gott tæki- færi gefst oftast til að koma í veg fyrir alvarlega skaða ef forvarnar- starfi er vel sinnt. Erlendis þar sem kírópraktík er betur þekkt en hér eru forvarnir hryggjarkvilla oft meginhluti starfs kírópraktora. Hér á landi hefur hlutfall bráðamóttöku verið hærra og áríðandi að snúa þvídæmi við. Árlega kosta þessir kvillar þjóð- félagið stórfé í töpuðum vinnu- stundum, læknis- og lyfjakostnaði, sjúkrabótum, auk óendanlegra vandræða og verkja þeirra sem verða fyrir barðinu á þeim. Þessu mætti tvímælalaust ráða bót á með markvissu forvarnarstarfi. Þó að það sé dýrt sparar það samt stórfé þegar til lengri tíma er litið. T.d. hefur forvarnarstarf tannlækna borið mikinn árangur í að fækka tannskemmdum íslendinga. Hvenær á að byrja Upphaf verkja í hryggjum, hvort sem er í hálsi, brjósti eða mjó- hrygg, má oftast rekja til brenglun- ar á eðlilegri hreyfingu hans, t.d. að einn eða fleiri liðir stífni. Það getur farið að bera á þessu mjög snemma og ástæðurnar verið fjöl- margar. Börn þola undramargt sem betur fer enda er lífið fyrstu árin, allt frá fæðingu, samfelld saga bylta og pústra. Þau vaxa úr grasi á illa hönnuðum skólabekkjum, víða er sjónvarpið helsti leikfélaginn og því fá þau oft litla og lélega hreyf- ingu til að vega upp á móti fásinn- inu. Ekki eru aðstæður fullorðinna betri því þeir fá jafnvel enn minni hreyfingu og dúsa tímunum saman í lélegum vinnustellingum. Streita eykur svo álagið ennfrekar. Það er því mikil þörf fyrir öflugt forvarnar- starf sem aldrei getur hafist of snemma. Hverju er verið að verjast? Stífur hryggjarliður er ekki svo Gunnar Arnarson „Hjá tannlækninum eiga menn því láni að fagna, þegar allt er komið í óefni, að það má jú alltaf smíða nýtt upp í þá en nýjan hrygg fær enginn smíðaðan." alvarlegur kvilli en veldur því að liðirnir ofan og neðan við hann verða að hreyfast meira en þeim er eðlilegt til að bæta upp tapaða hreyfingu um stífa liðinn. Smám saman getur álagið sem verður á liðina umhverfis stífa liðinn valdið þrota í liðppkum stýriliða þeirra. Stýriliðir eru litlir liðir aftan til í hryggnum sem stýra hreyfingu hryggjarliðanna, hversu mikið þeir geta snúist eða beygst fram og aftur o.s.frv. Þrotinn heftir hreyf- ingar þessara liða en við það færist snúningsmiðja brjóskskífanna, sem eru framan til í hryggjum. Þetta veldur aukinni hliðarhreyfingu um brjóskskífumar en uppbygging þeirra er þannig að þær þola vel snúning en verr slíka hliðarhreyf- ingu sem leiðir til stóraukins slits þeirra. Svona getur þetta svo haldið áfram upp og niður frá stað sem upphaflega varð kannski fyrir minniháttar áreiti. Viðvarandi eða endurtekin bólga eða þroti í liðpokum stýriliðanna teygir þá smám saman svo að á endanum halda þeir ekki almenni- lega við stýriliðina. Þeir geta því farið að hreyfast mun meir en þeim er ætlað. Aukið slit þráða brjósk- skífanna veldur því að einnig verður ¦aukið los á hryggnum framan til. Afleiðingin er óstöðugur hryggur sem getur brugðist mönnum við minnstu hreyfingar eins og t.d. að rétta'út höndina .eftir penna. Seinna fylgir taugagigt gjarnan í kjöifarið með dofa, tilfinninga- og jafnvel máttleysi í útlimum að ekki sé minnst á slæma viðvarandi verki. Forvarnir — til hvers? Á fyrsta stiginu, á meðan aðeins er við einstaka stífa hryggjarliði að eiga, er bæði auðvelt og ódýrt að koma í veg fyrir eða í það minnsta hægja verulega á þessari óheilla þróun en eftir því sem slitið eykst fæst minni bót, á lengri tíma með auknum tilkostnaði. Þess vegna er forvarnarstarf svona mikilvægt. Eins og algengt er með for- varnarstarf kemur fjárhagslegur ávinnningur ekki strax í ljós. Þeir sem trassa að láta líta eftir hryggn- um í sér bera vissulega ekki kostn- að af eftirlitinu eins og hinir sem hafa eftirlitið í lagi. Því er eins far- ið með þá sem aldrei fara til tann- læknisins, þeir þurfa auðvitað ekki að greiða fyrir eftirlit með tönnun- um. Það kemur hins vegar að skuldadögum eins og þeir sem hafa trassað tannlækninn vita, ekki síst þeir sem hafa í þokkabót hugsað illa um tennurnar. Hjá tannlæknin- um eiga' menn því láni að fagna, þegar allt er komið í óefni, að það má jú alltaf smíða nýtt upp í þá en nýjan hrygg fær enginn smíðaðan. Höfundur er „kírópraktor". * GBC-lnnWnding Fjórar mismunandi gerðir af efni og tækjum til Innbindingar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Með samningi við GRAM verksmiðjurnar um sérstakt timabundið verð á fjórum vinsælum gerðum, getum við nú um sinn boðið # STORLÆKKAÐ VERÐ GRAM KF-26S 199 Itr. kælir + 63 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,) cm H: 146,5 cm (áður kr. 63.300) nú aðeins 55.700 (stgr. 52.910) GRAM KF-2S0 172 Itr. kælir + 62 llr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126,5 - 135,0 (stillanleg) (óður kr. 62.740) nú aðeins 55.200 (sttgr. 52.440 GRAM KF-3SS 274 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166,5 - 175,0 (stillanleg) óður kr. 78.620) nú aðeins 69.400 (stgr. 65.930) GRAM KF-344 195 Itr. kælir + 146 llr. fryslir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166,5 - 175,0 ( stillanaleg) (óður kr. 86.350) nú aðeins 75.700 (slgr. 71.910) Góðir greiðsluskilmálar: 5% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofnn) og 5% að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafslóttur). VISA, EURO, og SAMK0RT raðgreiðslur til allt að 12 mánaða, án útborgunar. V. ^onix HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.