Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 23 Verðjöfnunarsjóður sjáv- arútvegsins. Til hvers? eftírEirík Tómasson Undanfarið hafa verið miklar umræður um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og eru skoðanir mjög skiptar. Mér hefur þótt mega líkja tilvist Verðjöfnunarsjóðs, í gegnum árin, við fjölskyldu, þar sem fyrirvinnan (sjávarútvegurinn) hefur sveiflukenndar tekjur, og því hefur makinn (ríkisvaldið), sem sér um fjármál og heimilishald fjöl- skyldunnar, komist að samkomu- lagi við fyrirvinnuna um að þegar tekjurnar eru góðar, þá verði ákveð- in upphæð lögð fyrir í banka, eða á annan tryggðan hátt, til að eiga til mögru áranna. Þetta gengur eft- ir í góðærinu. En svo kemur að því að tekjum- ar minnka og grípa á til peninganna sem voru lagðir í banka og nota átti á erfiðleikaárunum. Hvað kem- ur þá í ljós? Fyrirvinnan hafði ekki áttað sig á því í ánægju sinni yfir að geta lagt fyrir til mögru áranna, að maka sínum gat hún ekki treyst betur en það að makinn hafði sleg- ið lán útá bankainnistæðuna og gott betur en það. Þar af leiðandi var staðan sú, að í stað góðrar stöðu þar sem bankainnistæður gátu mætt minnkandi tekjum varð fjöl- skyldan í heild að taka á sig minnk- andi tekjur, safna skuldum og berj- ast við að verjast lánardrottnum, sem vildu fá skuldir sínar greiddar. Slá þurfti ný lán til að greiða þau gömlu. Allir sem fylgst hafa með sam- skiptum sjávarútvegsins og ríkis- valdsins kannast við þessa lýsingu, hvernig ríkisvaldið hefur aldrei get- að staðist mátið þegar safnast hef- ur í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegs- ins (fískiðnaðarins áður), og eytt þeim peningum með að yfirdraga í Seðlabankanum, og þá margfalt á við þær innistæður, sem fyrir hendi eru. Síðan þegar til peninganna á að grípa, þegar verð á sjávarafurð- um lækkar, þá eru þeir ekki til og taka þarf erlend lán. Á þennan hátt hefur ríkisvaldið orsakað Eiríkur Tómasson „Stjórn á fjármálum ríkisins og fjármálum þjóðarinnar verður að breytast til að sátt náist um sparnað í sjávarút- vegi í formi sveiflujöfn- unarsjóða, sem fyrir- tæki hafa á sínum snær- um." þenslu (verðbólgu). Hver getur þá láð þeim, sem starfa í sjávarútvegi, þó að þeir treysti ekki á samskiptin við ríkisvaldið þegar Verðjöfnunar- sjóður er annars vegar? Hvers vegna á sjávarútvegurinn að reyna að leggja fyrir þegar því er öllu sólundað annars staðar? Hafa ekki heyrst tölur í þá veru að halli ríkis- sjóðs á- þessu ári verði allt að 12 milljarðar og þeir séu teknir að láni í Seðlabankanum? Hvaða þýðingu hefur þá 2-3 milljarða króna sparn- aður í sjávarútvegi? Hvers vegna þarf forsjárhyggja ríkisvaldsins að vera svo mikil í sjávarútvegi? Má frelsi ekki njóta sín þar, sem í öðr- um atvinnugreinum? Talsmenn „þjóðarsáttarinnar" segja/að Verð- jöfnunarsjóður sjávarútvegsins hafi verið ein af forsendum þjóðarsáttar- innar. Það má spyrja þá að því hvort þeir h'afi ekki gefið sér vit- lausar forsendur að þessu leyti í upphafi. Skiptir máli hvort sjávarút- vegurinn notar peningana, sem hann býr til, eða ríkisvaldið, veldur það ekki sömu þenslunni hvor aðil- inn eyðir þeim? Hagnaður 10 stærstu fyrirtækja landsins utan sjávarútvegs er ekki minni en það sem hirt er af sjávarútvegi í Verð- jöfnunarsjóð. Hefur það ekki þennsluáhrif? Þarf ekki að hefta þennan hagnað líka? Spyr sá sem vantar svör. Auðvitað er það hygg- inna manna háttur að geyma til mögru áranna og auðvitað vill sjáv- arútvegurinn vera með í því, með því skilyrði að allir taki saman höndum um það. Það hefur enga þýðingu að einn aðili þjóðar-fjöl- skyldunnar sé skyldaður til að spara, þegar forsvarsmaður hennar sólundar því jafnóðum, og gott bet- ur. Sjávarútvegurinn hefur slæma reynslu af því að vera skikkaður til sparnaðar í góðærum í formi inn- greiðslna í Verðjöfnunarsjóð, sem er í vörslu Seðlabankans, þar sem ríkisvaldið hefur frjálsan og óheftan aðgang. Stjórn á fjármálum ríkisins og . fjármálum þjóðarinnar verður að breytast til að sátt náist um sparnað í sjávarútvegi í formi sveiflujöfnunarsjóða, sem fyrirtæki hafa á sínum snærum. Getum við frekar treyst nýrri ríkisstjórn ís- lands, en þeim sem áður hafa setið, í þessum málum? Það er brýnt að ríkisstjórnin sýni svar við þessum spurningum í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Þorbirnihf. í Grindavík. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN HEILSUSKOR FÖTLAGA INNISKOR ENDÍNG — GÆÐI Kringlunni, s. 689212. Verð: 2.595,- 2.695, Stærði'r: 35-47 Litir: Svart - brúnt - hvítt Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur Toppskórinn, Veltusundi, s. 21212. Flísar Vandaðar vörur á betra verði. Nýborg Skútuoogi4,8fmi8M70 ir Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF Skipholti 33 ¦ 105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.