Morgunblaðið - 07.05.1991, Síða 23

Morgunblaðið - 07.05.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 23 Verðjöfnunarsjóður sjáv- arútveg’sins. Til hvers? eftirEirík Tómasson Undanfarið hafa verið miklar umræður um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og eru skoðanir mjög skiptar. Mér hefur þótt mega líkja tilvist Verðjöfnunarsjóðs, í gegnum árin, við ijölskyldu, þar sem fyrirvinnan (sjávarútvegurinn) hefur sveiflukenndar tekjur, og því hefur makinn (ríkisvaldið), sem sér um fjármál og heimilishald fjöl- skyldunnar, komist að samkomu- lagi við fyrirvinnuna um að þegar tekjurnar eru góðar, þá verði ákveð- in upphæð lögð fyrir í banka, eða á annan tryggðan hátt, til að eiga til mögru áranna. Þetta gengur eft- ir í góðærinu. En svo kemur að því að tekjurn- ar minnka og grfpa á til peninganna sem voru lagðir í banka og nota átti á erfiðleikaárunum. Hvað kem- ur þá í ljós? Fyrirvinnan hafði ekki áttað sig á því í ánægju sinni yfir að geta lagt fyrir til mögru áranna, að maka sínum gat hún ekki treyst betur en það að makinn hafði sleg- ið lán útá bankainnistæðuna og gott betur en það. Þar af leiðandi var staðan sú, að í stað góðrar stöðu þar sem bankainnistæður gátu mætt minnkandi tekjum varð fjöl- skyldan í heild að taka á sig minnk- andi tekjur, safna skuldum og berj- ast við að veijast lánardrottnum, sem vildu fá skuldir sínar greiddar. Slá þurfti ný lán til að greiða þau gömlu. Allir sem fylgst hafa með sam- skiptum sjávarútvegsins og ríkis- valdsins kannast við þessa lýsingu, hvernig ríkisvaldið hefur aldrei get- að staðist mátið þegar safnast hef- ur í Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegs- ins (fiskiðnaðarins áður), og eytt þeim peningum með að yfirdraga í Seðlabankanum, og þá margfalt á við þær innistæður, sem fyrir hendi eru. Síðan þegar til peninganna á að grípa, þegar verð á sjávarafurð- um lækkar, þá eru þeir ekki til og taka þarf erlend lán. Á þennan hátt hefur ríkisvaldið orsakað „Sto’órn á fjármálum ríkisins og- fjármálum þjóðarinnar verður að breytast til að sátt náist um sparnað í sjávarút- vegi í formi sveiflujöfn- unarsjóða, sem fyrir- tæki hafa á sínum snær- um.“ þenslu (verðbólgu). Hver getur þá láð þeim, sem starfa í sjávarútvegi, þó að þeir treysti ekki á samskiptin við ríkisvaldið þegar Verðjöfnunar- sjóður er annars vegar? Hvers vegna á sjávarútvegurinn að reyna að leggja fyrir þegar því er öllu sólundað annars staðar? Hafa ekki heyrst tölur í þá veru að halli ríkis- sjóðs á þessu ári verði allt að 12 milljarðar og þeir séu teknir að láni í Seðlabankanum? Hvaða þýðingu hefur þá 2-3 milljarða króna sparn- aður í sjávarútvegi? Hvers vegna þarf forsjárhyggja ríkisvaldsins að vera svo mikil í sjávarútvegi? Má frelsi ekki njóta sín þar, sem í öðr- um atvinnugreinum? Talsmenn „þjóðarsáttarinnar“ segja/að Verð- jöfnunarsjóður sjávarútvegsins hafi verið ein af forsendum þjóðarsáttar- innar. Það má spyija þá að því hvort þeir h'afi ekki gefið sér vit- lausar forsendur að þessu leyti í upphafi. Skiptir máli hvort sjávarút- vegurinn notar peningana, sem hann býr til, eða rikisvaldið, veldur það ekki sömu þenslunni hvor aðil- inn eyðir þeim? Hagnaður 10 stærstu fyrirtækja landsins utan sjávarútvegs er ekki minni en það sem hirt er af sjávarútvegi í Verð- jöfnunarsjóð. Hefur það ekki þennsluáhrif? Þarf ekki að hefta þennan hagnað líka? Spyr sá sem vantar svör. Auðvitað er það hygg- inna manna háttur að geyma til mögru áranna og auðvitað vill sjáv- arútvegurinn vera með í því, með því skilyrði að allir taki saman höndum um það. Það hefur enga þýðingu að einn aðili þjóðar-fjöl- skyldunnar sé skyldaður til að spara, þegar forsvarsmaður hennar sólundar því jafnóðum, og gott bet- ur. Sjávarútvegurinn hefur slæma reynslu af því að vera skikkaður til sparnaðar í góðærum í fonni inn- greiðslna í Verðjöfnunarsjóð, sem er í vörslu Seðlabankans, þar sem ríkisvaldið hefur fijálsan og óheftan aðgang. Stjórn á Ijármálum ríkisins og . fjármálum þjóðarinnar verður að breytast til að sátt náist um sparnað í sjávarútvegi í formi sveiflujöfnunarsjóða, sem fyrirtæki hafa á sínum snærum. Getum við frekar treyst nýrri ríkisstjórn ís- lands, en þeim sem áður hafa setið, í þessum málum? Það er brýnt að ríkisstjórnin sýni svar við þessum spurningum í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN VELLÍÐAN — ENDING — G sn IfT Kringlunni, S. 689212. Verð: 2.595,- 2.695, Stærðir: 35-47 Litir: Svart - brúnt - hvítt Póstsendum samdægurs 5% staðgreiðsluafsláttur Toppskórinn, Veltusundi, s. 21212. Flísar Vutidaðar vörur á betra verði. Nýborg-# Skútuvogi 4, sfmi 82470 ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpllvélar Vélar tll póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Höfdar til .fólksí öllum starfsgreinum! ... rrimmtl I samvlnflu vta uraar m. , NIDURSUÐUVERKSMIOJAN OHA H/F, VESTURVÖR 12, KOPAVuu ■ FYRIR ÞA SEM EIGA SKILIÐ ÞAÐ BESTA irmeruð í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.