Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 25 Einleikaraprófstónleikar: Hafði gott af hléinu - segir Aðalheiður Eggertsdóttir sem lýkur píanóeinleikaraprófi AÐALHEIÐUR Eggertsdóttir, píanóleikari, lýkur seinni hluta einleikaraprófs frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með einleikara- tónleikum í íslensku Óperunni í kvöld. Á tónleikunum leikur Aðalheiður enska svítu númer 2 í f moll eftir J.S. Bach, sónötu ópus 90 eftir L. van Beethoven, 8 prelódíur úr ópus 34 eftir D. Sjostakovitsj, Nocturne í sísmoll ópus 27 númer eitt og etýðu opus 10 numer 12 en siðasttöldu Aðalheiður er fædd og uppalin á Akureyri þar sem hún hóf pían- ónám sjö ára gömul. „Ég man ekki lengur hvað varð til þess að Tónleik- um frestað AF óviðráðanlegum ástæð- um er tónleikum Unnar Vil- helmsdóttur píanóleikara, sem vera áttu í íslensku óperunni miðvikudaginn 8. maí, frestað til 17. maí kl. 20,30. Þeir verða á sama stað. verkin eru bæði eftir Fr. Chopin. ég byijaði að læra á píanó,“ sagði Aðalheiður í stuttu samtali við blaðamann,„en ég býst við að tón- listaráhugi í móðurættinni hafi haft sitt að segja. Á æskuheimili móður minnar var alltaf til píanó. Hún lærði sjálf á píanó sem barn og systir hennar er píanókennari. Ég var frekar heppin með kennara alveg frá upphafi, hafði frekar fáa sem er óalgengt úti á landi þar sem kennarar er alltaf að koma og fara. Fyrsti kennarinn minn var Anna Málfríður Sigurð- ardóttir en hún kenndi mér í fimm ár þangað til ég varð 12 ára en þá var ég einn vetur hjá Philip Jenkins. Eftir það var ég þijá vetur hjá Paulu Parker og síðustu árin á Ákureyri þangað til ég klár- aði stúdentinn og áttunda stig á píanóið var Kristinn Örn Krist- inssson kennari minn. Hér við Tónlistarskólann hefur svo Anna Þorgrímsdóttir verið aðalkennari minn,“ sagði Aðalheiður. Hún var ekki samfleytt í Tón- listarskólanum því árið 1988 tók hún sér hlé og eignaðist barn. Aðalheiður gerir lítið úr því að erfitt hafi verið að byija aftur eftir árshlé um áramótin 1988 og 1989. „Ég held að ég hafi haft gott af þessu hléi. Ég hafði alltaf annað slagið efast um að ég væri að gera rétt óg þá sérstaklega þegar ég byijaði í menntaskóla en þá man ég eftir að hafa tekið ákvörðun um að verða ekki kenn- ari og alls ekki tónlistarkennari. Þremur árum seinna útskrifaðist ég svo af tónlistarbraut þó það hafi ekki verið ætlunin í upphafi,“ segir Aðalheiður og bætir við að hún hafi farið að líta námið öðrum augum eftir að hún eignaðist barnið. „Ég tók tónlistina alvar- legar en ég hafði áður gert,“ seg- ir hún. Framtíðin er að sögn Aðalheið- ar að mestu óráðin. „Ég verð í Morgunblaðið/Arni Sæberg Aðalheiður Eggertsdóttir. tímum hjá Önnu næsta vetur en hvað þá tekur við veit ég ekki. Mér hrýs hálfpartinn hugur við að fara með lítið barn í nám er- lendis og vona að eitthvað verði að gera við kennslu hér heim,“ áegir Aðalheiður, brosir og bætir við að kannski snúi hún sér að einhveiju allt allt öðru í framt- íðinni. Norræna húsið: Skoskir höfundar á Háskólatón- leikum SÍÐUSTU Háskólatónleikar á vormisseri verða haldnir í Norr- æna húsinu miðvikudaginn 8. maí kl. 12:30. Á tónleikunum mun Guðni Franzson klarinettleikari, leika verk eftir skoska höfunda. Á efnisskrá eru verk eftir þijá höfunda sem fæddir eru í Glasgow, þá Edward McGuire, John Maxwell Gedddes og William Sweeney. Tvö verkanna eru tileinkuð breska klarí- nettuleikaranum Alan Hacker, Prelude 9e, eftir Edward McGuire en verkið var samið árið 1972 og er í röð samnefndra verka fyrir ýmis hljóðfæri. Það er til í tveimur útgáf- um fyrir klarínettu og tvö segulbönd og sem tríó fyrir klarínettur. Þá er Vetur eftir John Maxwell Geddes en það var samið árið 1978. Og loks Níu dagar, Piobaireachd, fyrir klarínettu eftir William Sween- ey, en það var samið árið 1976, fimmtíu árum eftir frægt alsherjar- verkfall. Verkið er í formi sekkjapíp- utónlistar og eru níu tilbrigði við grunn-stef. íslandsmót í hárgreiðslu og hárskurði: Óvenju jöfn og spennandi keppni HELGA Bjarnadóttir varð Islandsmeistari í hárgreiðslu og Guðjón Þór Guðjónsson varðíslandsmeistari í hárskurði á íslandsmóti í hár- greiðslu og hárskurði í veitingahúsinu Breiðvangi á sunnudag. Tutt- ugu og einn keppandi, atvinnumenn og nemar, tók þátt í keppninni sem var að sögn Torfa Geirmundssonar, formanns Félags hár- greiðslu- og hárskerameistara, afar óvenju jöfn og spennandi. Eins og áður sagði sigraði Helga Bjarnadóttir í hárgreiðslu á mótinu en í öðru sæti varð Björg Óskars- dóttir. í þriðja sæti varð Guðrún Hrönn Einarsdóttir. Guðjón Þór Guðjónsson varð sigurvegari í hár- skurði en í öðru sæti varð Jón Guð- mundsson. Sigurkarl Aðalsteinsson varð í þriðja sæti. í keppni nema í hárskurði sigraði Ingibjörg Helga- dóttir og í keppni nema í hár- greiðslu sigraði Éyrún Gestsdóttir. Keppendur i hárgreiðslu greiddu þrjár greiðslur, viðhafnargreiðslu, daggreiðslu og framúrstefnu- greiðslu, og keppendur í hár- skurði kepptu í formblástri, formmótun með hníf og tískul- ínu. Hjá Torfa Geirmundsson, formann Félags hárgreiðslu- og hárskera, kom fram að keppnin hefði að þessu sinni verið óvenju jöfn og spennandi. Hann sagði að keppnin væri liður í að velja landslið íslands til að taka þátt í mótum erlendis og minntist sérstaklega á heimsmeistara- keppnina í Tókýó í september á næsta ári. Tveir hárgreiðslu- meistarar, Þórdís Helgadóttir og Helga Bjarnadóttir, eru nú á för- Morgunblaðið/Árni Sæborg Frá íslandsmótinu í hárgreiðslu og hárskurði í veitingahúsinu Breiðvangi á sunnudag. um til Zurich til að taka þátt í Evrópukeppni sem þar fer fram um næstu helgi. Torfi sagði að íslendingar hefðu að undanförnu staðið sig afar vel í keppnum erlendis. Til dæmis voru þeir í 5. sæti í heimsmeistarakeppninni í Dusseldorf árið 1988. Dómarar á mótinu voru þau Alf Johann Feld frá Noregi, Elsa Haraldsdóttir og Ágúst Friðriks- son. Þj óöhátíöargj öf Norðmanna: Styrkjum út- hlutað til 7 aðila ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkj- um þessa árs úr sjóðnum Þjóð- hátíðargjöf Norðmanna. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðn- um 1976 og fór nú fram fimmtánda úthiutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni krónur 868.000. 23 umsóknir bárust um styrki, en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila: Austurbæjarskóla 7. bekk VH, Fjöifötlunar- og daufblindrahóp, Flúðaskóla, Klébergsskóla, Samtök fámennra skóla, Samtök sykur- sjúkra, Tónlistarskóla Hafnarljarð- ar og Karlakórinn Heimi. Norska stórþingið samþykkti í tilefni ellefu alda afmaelis Islands- bygða 1974 að færa íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulags- skrá sjóðsins skal ráðstöfunarfénu, vaxtatekjum af höfuðstólnum, sem er varðveittur í Noregi, varið til að styrkja hópferðir íslendinga til Nor- egs. Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00 Hjá okkur fæst gott úrval hvers kyns veiðibúnaðar. Allt frá miklu úrvali veiðistanga og hjóla í fjölda verðflokka, til fyrinaks veiðifatnaðar á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd merki. Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 09 - 19, föstudaga til kl. 20 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10 til 16. SAbu Garcia m HARDY & Scientific Anglers Íii Barbour
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.