Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 Spánn: Málglaður flokksbróðir setur Gonzales í vanda Madrid. Frá Ragnari Bragasyni, fréttaritara ÞEGAR José María Benegas, rit- ari Sósíalistaflokks Spánar, spjallaði við kunningja sinn í bílasimanum vissi hann ekki að ókunnir menn sætu með talstöð og tækju samtölin upp á segul- band. Um það hafði hann enga hugmynd fyrr en útvarpsstöðin SER sendi upptökurnar út svo alþjóð gæti heyrt. Benegas hafði ekki skafíð af Morgunblaðsins. hlútunum í samtölunum. Flokks- bróður sinn og forsætisráðherra landsins, Felipe Gonzales, kallaði hann „Guð", sagði hann vandamál fyrir flokkinn og að honum yrðu á slæm mistök. Um ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar almennt sagði hann að þær væru „brandari". Þegar haft er í huga að ríkis- stjórnin er einungis skipuð ráðherr- um úr Sósíalistaflokknum, sem hef- Grænland: Hvalveiðimenn kaupa ekki sprengiskutla Kaupmannahðfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKIR hvalveiðimenn hafa ekki orðið við kröfu um að kaupa sprengiskutla til hvalveiða, sem innleiddir voru 1. maí á Grænl- andi, m.a. að kröfu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Heimastjórnin fór fram á það við bæjarstjórnir á Grænlandi að þær sendu lista með nöfnum hvalveiði- manna sem óskuðu eftir því að kaupa sprengiskutla af Grænlands- verslun. Að sögn útvarpsins á Grænlandi, Greníands Radio hafa engir listar borist. Einstakir veiði- menn sem hafa veiðiheimildir geta eftir sem áður keypt skutla af ríroonl Q n rlq vorQlnn Heimastjórnin vill ekki hvika frá kröfunni um notkun sprengiskutla ef hvalveiðibyssur eru um borð í hvalveiðibátum. Undanþága hefur þó verið veitt 40 fiskimönnum á opnum bátum til hrefnuveiða með rifflum. Þær undanþágur fara allar til bæjarfélaga þar sem hvalveiði- heimild er fyrir hendi en enginn bátur búinn hvalveiðibyssu. ur haft hreinan meirihluta á spænska þinginu frá 1982, þá leiða þessi samtöl þriðja áhrifamesta manns flokksins í ljós umtalsverðan ágreining á meðal sósíalista. Tvær fylkingar takast þar á. í fyrsta lagi þeir sem styðja Gonzales og efna- hagsmálaráðherra hans, Carlos Sol- chaga. í öðru lagi meirihlutinn, sem fylgir Alfonso Guerra, fyrrverandi varaforsætisráðherra, og hinum málglaða Benegas að málum. Frá því Alfonso Guerra sagði af sérvaraforsætisráðherraembættinu skömmu eftir jól vegna hneykslis- máls, sem varðaði þrjá bræður hans, hefur samband hans og for- setans farið síversnandi. Þeir héldu hins vegar fund sín á milli nokkrum klukkustundum eftir að samtölun- um var útvarpað og slíðruðu sverð- in til að koma í veg fyrir að málið hefði áhrif á bæjar- og sveitar- stjórnakosningarnar 26. maí næst- komandi. „Eftir kosningarnar verð- ur Gonzales að ákveða hvort hann vill fylgja stefnu flokksins eða Carl- os Solehaga," lét einn þingmaður Sósíalistaflokksins hafa eftir sér. Benegas hefur kært útvarpsstöð- ina og lýst því yfir að hann segi ekki af sér. Að hans áliti er hér um „símahryðjuverk" að ræða. „Með verknaði sem þessum er óör- yggi spænsku þjóðarinnar algjört," sagði hann. LACIACYD LETTSAPA fym viðJwcema húð Ungbörn hafa viðkvæma húð sem verður fyrir mik- illi ertingu, t.d. á bleiusvæði. Þvottur með Lactacyd léttsápunni dregur verulega úr kláða og sviða ¦ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH- gildi (3,5) eins og húðin sjálf flH 1B og styrkir því eðliJegar varn- ir hennar ¦ ¦Ktacv0 œtacvd UMMfM 'OÍ4ÍéÍ»: Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuðum og að sjáifsögðu í næsta apóteki ¦ m r / ¦m m-* i j /»• Reuter Mmdszenty gmfmn í Ungveijalandi Lík Jozsefs Mindszentys kardinála var grafið í heimalandi hans, Ungverjalandi, á laugardag. Minszentys lést árið 1975, 83 ára að aldri, í Austurríki, þar sem hann dvaldi í útlegð, og hafði gefið þau fyrirmæli að hann skyldi ekki grafinn í Ungverjalandi fyrr en komm- únistar færu frá völdum. Um 60.000 manns voru viðstaddir athöfn- ina, sem fór fram við kirkjuna í Esztergom. Kirkjan var reist á ell- eftu öld. Sviss: Kristilegir demókrat- ar hlynntir aðild að EB ZUrich. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FLOKKUR kristilegra demókrata, CVP, í Sviss breytti um stefnu í Evrópumálum um helgina og samþykkti að þjóðin ætti að sækja um aðild að Evrópubandalaginu, EB, sem fyrst. Hann er fyrsti sviss- neski srjórnarflokkurinn sem tekur svo afdráttarlausa afstöðu með aðild. Flokkur sósíaldemókrata, SPS, er einnig hlynntur aðild, en með fyrirvara þó. Frjálslyndi flokkurinn, FDP, ætl- ar að bíða niðurstöðu úr samninga- viðræðum EB og Fríverslunarsam- taka Evrópu, EFTA, um evrópskt efnahagssvæði, EES, áður en hann tekur endanlega afstöðu, en stór hluti flokksmanna er hlynntur aðild. Minnsti stjórnarflokkurinn, Þjóðar- flokkurinn, SVP, er mest hikandi um aðild. Um 200 fulltrúar sátu fund CVP um stefnuskrá flokksins fyrir svissnesku þingkosningarnar, sem verða haldnar í haust, um helgina. Þess er ekki getið nákvæmlega í stefnuskránni hvenær. þjóðin eigi að sækja um aðild en í ræðu á fund- inum kom fram að það ætti að sækja um hana strax að EES-samn- ingaviðræðunum loknum. Umræða um framtíð Sviss í Evr- ópu fer vaxandi. Almenningur leiðir hana þó að mestu hjá sér þar sem EES-viðræðurnar eru enn í höndum sérfræðinga og ekki vitað hvað kemur út úr þeim. Bretland: Boranir heimil- aðar í Dounreay St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Skotlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar heimilaði að bora 6 þúsund borholur á landi kjarnorkustöðvarinnar í Dounreay í síðustu viku. Skotlandsmálaráðherrann, Ian Lang, heimilaði í síðustu viku Nirex að bora 6 þúsund borholur í landi kjarnorkustöðvarinnar í Dounreay, en Nirex er opinber bresk stofnun, sem sér um geymslu kjarnorkuúr- gangs. ' Borholurnar eru undirbúnings- rannsókn á jarðlögum í Dounreay og á sjtrvarbotninum norðurundan vegna fyrirhugaðrar neðansjávar- geymslu á kjarnorkuúrgangi. Tveir staðir eru taldir koma til greina fyr- ir slíka geymslu. Hinn er Sellafield á norðvesturströnd Englands. Samkvæmt skípulagslögum þurftí Nirex að sækja um leyfi til að bora til héraðsstjórnarinnar í Hálöndunum skosku. Héraðsstjórnin hafnaði er- indinu. Nirex áfrýjaði til Skotlands- málaráðherrans, sem samþykkti umsókn stofnunarinnar. Umhverfis- málaráðherrann, Michael Heseltine, hefur endanlegt vald í málinu, en talið er útilokað, að hann gangi gegn ákvörðun Skotlandsmálaráðherrans. Mikil andstaða er gegn þessum áformum meðal almennings í Norður-Skotlandi og ákvörðun hér- aðsstjórnarinnar byggðist á þeirri andstöðu. Áramótin ejru á morgun I Nýtt happdrættisár gengur formlega í garð á morgun þegar við drögum í fyrsta flokki um 29,3 milljónir króna. Þar af er aðalvinningur 5 milljónir króna. Þetta er aðeins byrjunin, því samtals eru 288 milljónir í vinninga í happdrætti DAS á nýja árinu. Enn er hægt að eignast miða - en nú fer hver að verða síðastur. ae 'þarsem vinningarnir fást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.