Morgunblaðið - 07.05.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 07.05.1991, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 7. MAÍ 1991 Spánn: Málglaður flokksbróðir setur Gonzales í vanda Madrid. Frá Ragnari Bragasyni, fréttaritara Mor^unblaðsins. ÞEGAR José María Benegas, rit- ari Sósíalistaflokks Spánar, spjallaði við kunningja sinn í bílasímanum vissi hann ekki að ókunnir menn sætu með talstöð og tækju samtölin upp á segul- band. Um það hafði hann enga hugmynd fyrr en útvarpsstöðin SER sendi upptökurnar út svo alþjóð gæti heyrt. Benegas hafði ekki skafið af hlutunum í samtölunum. Flokks- bróður sinn og forsætisráðherra landsins, Felipe Gonzales, kallaði hann „Guð“, sagði hann vandamál fyrir flokkinn og að honum yrðu á slæm mistök. Um ákvarðanir ríkis- stjórnarinnar almennt sagði hann að þær væru „brandari". Þegar haft er í huga að ríkis- stjórnin er einungis skipuð ráðherr- um úr Sósíalistaflokknum, sem hef- ur haft hreinan meirihluta á spænska þinginu frá 1982, þá leiða þessi samtöl þriðja áhrifamesta manns flokksins í ljós umtalsverðan ágreining á meðal sósíalista. Tvær fylkingar takast þar á. í fyrsta lagi þeir sem styðja Gonzales og efna- hagsmálaráðherra hans, Carlos Sol- chaga. í öðru lagi meirihlutinn, sem fylgir Alfonso Guerra, fyrrverandi varaforsætisráðherra, og hinum málglaða Benegas að málum. Grænland: Hvalveiðimenn kaupa ekki sprengiskutla Kaupmannahðfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKIR hvalveiðimenn hafa ekki orðið við kröfu um að kaupa sprengiskutla til hvalveiða, sem innieiddir voru 1. maí á Grænl- andi, m.a. að kröfu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Heimastjórnin fór fram á það við bæjarstjórnir á Grænlandi að þær sendu lista með nöfnum hvalveiði- manna sem óskuðu eftir því að kaupa sprengiskutla af Grænlands- verslun. Að sögn útvarpsins á Grænlandi, Gronlands Radio hafa engir listar borist. Einstakir veiði- menn sem hafa veiðiheimildir geta eftir sem áður keypt skutla af GraanlanHGverclnn Heimastjórnin vill ekki hvika frá kröfunni um notkun sprengiskutla ef hvalveiðibyssur eru um borð í hvalveiðibátum. Undanþága hefur þó verið veitt 40 fiskimönnum á opnum bátum til hrefnuveiða með rifflum. Þær undanþágur fara allar til bæjarfélaga þar sem hvalveiði- heimild er fyrir hendi en enginn bátur búinn hvalveiðibyssu. Frá því Alfonso Guerra sagði af sérvaraforsætisráðherraembættinu skömmu eftir jól vegna hneykslis- máls, sem varðaði þijá bræður hans, hefur samband hans og for- setans farið síversnandi. Þeir héldu hins vegar fund sín á milli nokkrum klukkustundum eftir að samtölun- um var útvarpað og slíðruðu sverð- in til að koma í veg fyrir að málið hefði áhrif á bæjar- og sveitar- stjórnakosningarnar 26. maí næst- komandi. „Eftir kosningarnar verð- ur Gonzales að ákveða hvort hann vill fylgja stefnu flokksins eða Carl- os Solchaga," lét einn þingmaður Sósíalistaflokksins hafa eftir sér. Benegas hefur kært útvarpsstöð- ina og lýst því yfir að hann segi ekki af sér. Að hans áliti er hér um „símahryðjuverk" að ræða. „Með verknaði sem þessum er óör- yggi spænsku þjóðarinnar algjört," sagði hann. LACmCYD LETTSAPA fyru' viðkvœma húð Ungbörn hafa viðkvæma húð sem verður fyrir mik- illi ertingu, t.d. á bleiusvæði. Þvottur með Lactacyd léttsápunni dregur verulega úr kláða og sviða ■ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH- gildi (3,5) eins og húðin sjálf ■ og styrkir því eðlilegar varn- ir hennar ■ öcöcvd öctacyd UIMfa rOBfiP • Lactacyd léttsápan fæst í helstu stórmörkuðum og að sjálfsögðu í næsta apóteki ■ HI Mindszenty grafinn i Ungveijalandi Lík Jozsefs Mindszentys kardinála var grafið í heimalandi hans, Ungveijalandi, á laugardag. Minszentys lést árið 1975, 83 ára að aldri, í Austurríki, þar sem hann dvaldi í útlegð, og hafði gefið þau fyrirmæli að hann skyldi ekki grafinn í Ungveijalandi fyrr en komm- únistar færu frá völdum. Um 60.000 manns voru viðstaddir athöfn- ina, sem fór fram við kirkjuna í Esztergom. Kirkjan var reist á ell- eftu öld. Sviss: Kristilegir demókrat- ar hlynntir aðild að EB ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FLOKKUR kristilegra demókrata, CVP, í Sviss breytti um stefnu í Evrópumálum um helgina og samþykkti að þjóðin ætti að sækja um aðild að Evrópubandalaginu, EB, sem fyrst. Hann er fyrsti sviss- neski stjórnarflokkurinn sem tekur svo afdráttarlausa afstöðu með aðild. Flokkur sósíaldemókrata, SPS, er einnig hlynntur aðild, en með fyrirvara þó. Fijálslyndi flokkurinn, FDP, ætl- ar að bíða niðurstöðu úr samninga- viðræðum EB og Fríverslunarsam- taka Evrópu, EFTA, um evrópskt efnahagssvæði, EES, áður en hann tekur endanlega afstöðu, en stór hluti flokksmanna er hlynntur aðild. Minnsti stjórnarflokkurinn, Þjóðar- flokkurinn, SVP, er mest hikandi um aðild. Um 200 fulltrúar sátu fund CVP um stefnuskrá flokksins fyrir svissnesku þingkosningarnar, sem verða haldnar í haust, um helgina. Þess er ekki getið nákvæmlega í stefnuskránni hvenær. þjóðin eigi að sækja um aðild en í ræðu á fund- inum kom fram að það ætti að sækja um hana strax að EES-samn- ingaviðræðunum loknum. Umræða um framtíð Sviss í Evr- ópu fer vaxandi. Almenningur leiðir hana þó að mestu hjá sér þar sem EES-viðræðurnar eru enn í höndum sérfræðinga og ekki vitað hvað kemur út úr þeim. Bretland: Boranir heimil- aðar í Dounreay St. Andrcws, frá Guðmundi Heiðari Frimannssym, frettantara Morgunblaðsins. Skotlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar heimilaði að bora 6 þúsund borholur á landi kjarnorkustöðvarinnar i Dounreay í síðustu viku. Skotlandsmálaráðherrann, Ian Lang, heimilaði í síðustu viku Nirex að bora 6 þúsund borholur í landi kjarnorkustöðvarinnar í Dounreay, en Nirex er opinber bresk stofnun, sem sér um geymslu kjarnorkuúr- gangs. Borholurnar eru undirbúnings- rannsókn á jarðlögum í Dounreay og á sjítVarbotninum norðurundan vegna fyrirhugaðrar neðansjávar- geymslu á kjarnorkuúrgangi. Tveir staðir eru taldir koma til greina fyr- ir slíka geymslu. Hinn er Sellafield á norðvesturströnd Englands. Samkvæmt skipulagslögum þurfti Nirex að sækja um leyfi til að bora til héraðsstjórnarinnar í Hálöndunum skosku. Héraðsstjórnin hafnaði er- indinu. Nirex áfrýjaði til Skotlands- málaráðherrans, sem samþykkti umsókn stofnunarinnar. Umhverfis- málaráðherrann, Michael Heseltine, hefur endanlegt vald í málinu, en talið er útilokað, að hann gangi gegn ákvörðun Skotlandsmálaráðherrans. Mikil andstaða er gegn þessum áformum meðal almennings í Norður-Skotlandi og ákvörðun hér- aðsstjórnarinnar byggðist á þeirri andstöðu. Áramótin eru á morgun J Nýtt happdrættisár gengur formlega í garð á morgun þegar við drögum í fyrsta flokki um 29,3 milljónir króna. Þar af er aðalvinningur 5 milljónir króna. Þetta er aðeins byrjunin, því samtals eru 288 milljónir í vinninga í happdrætti DAS á nýja árinu. Enn er hægt að eignast miða - en nú fer hver að verða síðastur. HAPPDRÆTTl dae -þarsem vinningarnlr fást

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.