Morgunblaðið - 07.05.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 07.05.1991, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. EFTA, EB o g EES Fáar þjóðir heims eru háðari viðskiptum við umheiminn en við íslendingar. Við flytjum út stærri hluta af framleiðslu okkar og inn hærra hlutfall lífsnauðsynja en flestar aðrar þjóðir. Lífskjör í landinu ráðast að verulegum hluta af því, hvaða verð við fáum á hveijum tíma fyrir útfiutningsfram- leiðslu okkar, einkum sjávar- vörur, sem og hver kaupmáttur gjaldeyristekna okkar er. Ríki Evrópu hafa lengi verið og verða trúlega mikilvægasta viðskiptasvæði okkar, bæði að því er varðar útflutning og inn- flutning. Það skiptir því miklu máli fyrir framtíðarhagsmuni okkar, hvern veg til tekst á lokaspretti samningaviðræðna EFTA og EB um EES [evr- ópskt efnahagssvæði], sem nú stendur fyrir dyrum. Meginmarkmið okkar í þess- um viðræðum er að ná fram hindrunarlausum viðskiptum með sjávarvörur, það er að tryggja þeim greiðan fram- tíðaraðgang að evrópska efna- hagssvæðinu [án tollmúra]. Þannig á að standa að þessum samningum, að þjóðin haldi fullu sjálfstæði' og óskoruðum yfirráðum yfir auðlindum lands og sjávar. Sitt hvað hefur gerzt á þess: um vettvangi undanfarið. í fyrsta lagi hefur ný ríkisstjórn náð fullri samstöðu um það, hvern veg skuli að þessum samningum staðið. Slík sam- staða var ekki fyrir hendi í fráfarandi ríkisstjórn. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra hefur fengið umboð ríkisstjórnarinnar til að Ijúka þessum samningum fyrir okkar hönd. Skýrt er tekið fram í samþykkt ríkisstjómarinnar að ekki komi til álita að heimila ríkjum EB aðgang að íslenzkri fiskveiðilögsögu í stað tolla- lækkana á sjávarvöru. í annan stað hefur verið ákveðið að aðalsamningamað- ur íslands, Hannes Hafstein sendiherra, setjist við samn- ingaborð EFTA og EB að nýju, en hann vék frá því borði um sinn til að leggja áherzlu á sérstöðu okkar að því er varðar sjávarútveg. Við höfum lagt á það áherzlu að fiskstofnar við landið séu þegar fullnýttir og að íslenzkir sjómenn sæti þeg- ar ströngum aflatakmörkun- um. Sem og á þá skyldu strand- ríkja, samkvæmt alþjóðalög- um, að sjá til þess að ekki sé gengið of nærri auðlindum sjávar. í þriðja lagi hefur Gianne de Michelis, utanríkisráðherra Ítalíu, bætzt í hóp þeirra evr- ópsku stjórnmálamanna [franskra, þýzkra og brezkra], sem telja rök íslendinga um sérstöðu sem sjávarútvegs- þjóðar gild og réttmæt. Stuðn- ingur ítalska utanríkisráðher- rans er okkur mikilvægur og hann ber vott um aukinn skiln- ing á sérstöðu íslands í sjávar- útvegsmálum — í hópi forystu- manna EB-ríkja. Tollfríðindi sjávarvöru á Evrópumarkaði vega að sjálf- sögðu þyngst í okkar huga þegar horft er til hins evrópska efnahagssvæðis. En fleira kemur til. Þannig standa líkur tjl að sameiginlegur Evrópu- markaður leiði til aukinnar framleiðslu viðkomandi þjóða. Aukin hagsæld í Evrópu hefur trúlega efnahagsleg áhrif hér á landi, sem komið geta fram í lægra verði á innfluttum vör- um til landsins og aukinni eftir- spurn eftir íslenzkum vörum ög þjónustu í Evrópu. Mikil viðskipti milli íslands og annarra Evrópuþjóða ýta undir það að laga leikreglur íslenzks efnahags- og atvinnu- lífs að evrópska efnahagssvæð- inu, að því marki sem aðstæður leyfa. Þetta á einkum við um það er varðar samkeppnisstöðu fyrirtækja. íslenzkir atvinnu- vegir þurfa að búa að rekstrar- legri jafnstöðu við atvinnuvegi í helztu grann- og viðskipt- aríkjum okkar. Ekki er hægt að leggja end- anlegt mat á EFTA-EB við- ræður um evrópskt efnahags- svæði, eða íslenzka aðild að því, fyrr en ljóst verður, hvort sérstaða okkar sem sjávarút- vegsþjóðar verður virt. Samn- ingur af okkar hálfu um evr- ópskt efnahagssvæði [EES], til að tryggja hindrunarlausan aðgang sjávarvöru að Evrópu- mörkuðum er og eitt, hugsan- leg aðild að Evrópubandalag- inu [EB] annað. Það mál er ekki á dagskrá á líðandi stundu. Hvern veg sem til tekst á lokaspretti samningaviðræðna EFTA og EB um ESS er ástæða til að fagna tvennu: 1) Samstöðu í nýrri ríkisstjóm, sem styrkir samningsstöðu ut- anríkisráðherra, en slík sam- staða var ekki hjá fráfarinni stjórn; 2) Vaxandi skilningi stjórnmálamanna í Evrópu á sérstöðu íslendinga í sjávarút- vegsmálum. OPINBERRI HEIMSOKN ITALIUFORSETA LOKIÐ Francesco Cossiga og frú Vigdís Finnbogadóttir gróðursettu birkiplöntur í Vinaskógi á sunnudag. Hulda setninguna. „Horfíð í kringi - sagði forsetinn við ítalska fréttamenn sem reyndu árangurs- lítið að ræða ítölsk innanríkismál við hann á Þingvöllum TVEGGJA daga opinberri heimsókn Francescos Cossiga Ítalíuforseta lauk síðdegis á sunnudag, er hann hélt vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem ætlunin er að hann hitti George Bush Bandaríkjaforseta síðar í vikunni. Blíðskaparveður var í Reykjavík þegar flugvél forsetans lenti á laugardagsmorgun. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands hélt matarboð fyrir Ítalíuforseta á Bessastöðum og síðan var haldinn fréttamannafundur með ítölskum og íslenskum fréttamönnum, sem utanríkisráðherrar beggja þjóð- anna, Gianni De Michelis og Jón Baldvin Hannibalsson, sátu auk Italíuforseta. Itölsku fréttamennirnir, sem langflestir voru stjórnmálafrétta- ritarar, um 40 talsins, spurðu nán- ast eingöngu um ítölsk innanríkis- mál, sem forsetinn neitaði að ræða fyrren hann kæmi afturtil Ítalíu. Francesco Cossiga heimsótti síðan Arnastofnun og skoðaði þar handrit undir leiðsögn Jónasar Kristjánssonar forstöðumanns stofnunarinnar. Cossiga var léttur í lund og sýndi bæði handritunum og íslenskri tungu áhuga, las meira að segja nöfn allra handrit- anna sem hann skoðaði með nán- ast óaðfinnanlegum framburði. Meðal handrita sem forsetinn skoðaði var Skarðsbók postula- sagna sem margir landa hans Francesco Cossiga forseti Ítalíu: Vinátta Islands og Ítaiíu er fullkomin FRANCESCO Cossiga sagðist hafa haft sérstaka ánægju af heimsókninni til ís- lands, „lands sem byggir á fornri liefð í menningu og lýðræði," eins og hann komst að orði á fréttamannafundi á laugardag. Forsetinn kynnti land og þjóð fyrir ítölsk- um fréttamönnum sem fjölmenntu á fund- inn í veikri von um að hann myndi tjá sig um ítöisk sljórnmál en stjórnarkreppa var þá nýskollin á á Ítalíu. Cossiga neitaði hins vegar að ræða itölsk innanríkismál og hélt áfram að fjalla um Island. „íslendingar eru friðsæl þjóð sem er stolt og hugrökk," sagði hann. Hann sagðist von- ast til að Island yrði aðili að Evrópubandalag- inu, sem stæði öllum þeim Evrópulöndum opið, sem áhuga hefðu á inngöngu. „Það myndi þó engu breyta hvað varðar vináttu þjóðanna, því hún er fullkomin nú þegar,“ sagði hann. „Eins og þið sjáið er andrúmsloftið hér afskaplega rólegt og ósk mín er sú að_ okkur auðnist að flytja það með okkur til Ítalíu,“ sagði Cossiga, en hann hefur á undanförnum vikum og mánuðum þurft að sitja undir ásök- unum og rógburði í heimalandi sínu um tengsl við mafíuna og leynisveitirnar Gladio. Þar að auki hefur hann viðrað hugmyndir sínar um breytt stjórnskipulag við misjafnar undirtekt- ir ítalskra stjórnmálamanna. Francesco <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.