Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991
28
ia Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands aðstoðaði við gróður-
umykkur"
höfðu þegar séð á íslandssýningu
í Tón'nó fyrir tveimur árum. Síðan
var ítalíuforseta afhent fyrsta ein-
tak íslensk-ítölsku og ítölsk-
íslensku orðabókarinnar sem ný-
lega var gefin út .
Cossiga var sæmdur heiðurs-
doktorshafnbót við lagadeild Há-
skóla Islands. Athöfnin fór fram
í Háskólabíó og við það tækifæri
gaf ítalíuforseti Háskólabókasafni
um 700 ítalskar bækur, og til-
kynnti að hann myndi ennfremur
senda lektor í ítölsku til Háskóla
íslands. Að lokinni athöfninni í
Háskólabíó fór Cossiga í Höfða
o Cossiga
þar sem borgarstjórinn í
Reykjavík, Davíð Oddsson og kona
hans, frú Ástríður , Thorarensen
tóku á móti honum. Á laugardags-
kvöld hélt forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, kvöldverð-
arboð á Hótel Sögu tií heiðurs ít-
alíuforseta.
Francesco Cossiga hóf sunnu-
daginn á að fara til kaþólskrar
messu í Landakotskirkju, þar sem
hann las sjálfur guðspjall dagsins.
Hann gekk til altaris og að lokinni
guðsþjónustunni sat hann kaffi-
samsæti í samkomusal safnaðar-
Að því loknu fór ítalíuforseti,
ásamt forseta íslands, í Þingvalla-
sveit þaí sem þau gróðursettu
hvort sína birkiplöntuna í Vina-
skógi. Cossiga virtist afslappaður
og á Þingvöllum, þegar ítalskir
fréttamenn gerðu tilraunir til að
fá álit hans á hinum ýmsu vanda-
málum ítalskra stjórnmála, bað
Cossiga þá að líta í kringum sig:
„Horfið í kringum ykkur! Þarna
varð elsta þing Evrópu til," sagði
hann meðal annars og reyndi að
komast hjá því að ræða ítölsk inn-
anríkismál, sló á léttar nótur og
vitnaði í heimspekingana Kant,
Pascal og Descartes.
í Þingvallakirkju rakti Heimir
Steinsson þjóðgarðsvörður sögu
Þingvalla. Að því loknu hélt Coss-
iga til Reykjavíkur þar sem Davíð
Óddsson forsætisráðhéÝra hélt
hádegisverðarboð á Þingholti til
heiðurs forsetanum. Síðdegis á
sunnudag lauk hinni opinberu
heimsókn er forsetinn hélt til
Bandaríkjanna með þotu ítalska
flughersins.
I ..... ¦ :bs& m —
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur, Franc-
esco Cossiga, forseti ítalíu, og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands,
á tröppum Höfða en þar hélt borgarstjórinn í Reykjavík ítalíufor-
seta boð á laugardag.
700bækur
oglektor
í ítölsku
FRANCESCO Cossiga færði
Háskólabókasafni um 700
ítalskar bækur í heimsókn sinni
um síðustu helgi. Hann til-
kynnti ennfremur að hann
hyggðist senda hingað til lands
lektor sem annast myndi
ítölskukennslu við Háskóla ís-
lands.
„Þetta er höfðingleg gjöf og ég
þakka ítalíuforseta og ítölsku
þjóðinni stuðninginn," sagði dr.
Sigmundur Guðbjarnarson Há-
skólarektor í samtali við Morgun-
blaðið. Þór Whitehead deildarfor-
seti heimspekideildar Háskólans
sagðist eiga von á að kennsla í
ítölsku gæti hafist haustið 1992.
„Þetta " eru ákaflega ánægjuleg
tíðindi, því ítalska er eina höfuð-
tungan sem ekkihefur verið kennd
við Háskólann. Ég lít á þessa gjöf
forsetans sem lið í að auka menn-
ingartengsl milli þjóðanna," sagði
hann. Hann sagði að deildin hefði
árangurslaust óskað eftir því á
undanförnum árum við íslensk
stjórnvöld að fá lektorstöðu í
ítölsku. •
Þór sagði að bókagjöf forsetans
yrði undirstaðan í itölskukennsl-
unni. Síðastliðin þrjú ár hefur end-
urmenntunardeild HÍ staðið fyrir
ítölskunámskeiðum sem um 300
manns hafa sótt, en ekki hefur
verið hægt að læra ítölsku til
BA-prófs.
Frá blaðamannafundi ítalíuforseta og utanríkisráðherra ísiands og ítalíu. Á myndinni eru talið frá
vinstri: Jón lialdvin Hannibalsson, Francesco Cossiga og Gianni De Michelis.
Gianni De Michelis utanríkisráðherra Italíu:
Styðjum sérkröfur íslend-
inga í sjávarútvegsmálum
GIANNI De Michelis utanríkisráðherra ítalíu, segir ítali hafa fullan
skilning á sérkröfum íslendinga i sjávarútyegsmálum gagnvart Evr-
ópubandalaginu. Lýsti hann yfir stuðningi ítala við sjónarmið íslend-
inga. De Michelis kom hingað til lands á Iaugardag í fylgd með ít-
alíuforseta og átti fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni útanríkisráð-
herra. Ræddu þeir meðal annars stöðuna í samningaviðræðum
Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB)
um myndun evrópsks efnahagssvæðis (EES). De Michelis tilkynnti
einnig að ítalir hyggjast opna sendiráð í Reykjavík á næstu mánuðum.
„Við styðjum Islendinga og höf-
um fullan skilning á sérkröfum
ykkar í þessu máli," sagði Gianni
De Michelis í samtali við Morgun-
blaðið á laugardag. „Fiskveiðar eru
undirstaða íslensks efnahagslífs og
þegar 18 þjóðir gera með sér samn-
ing, verður hann að tryggja að allar
viðkomandi þjóðir hafi hag af samn-
ingnum. Þetta viðhorf er í samræmi
við afstöðu okkar í viðræðum milli
EB og EFTA. Lönd í Suður - Evr-
ópu munu til dæmis njóta góðs af
stuðningi EFTA í þróunarstarfi í
viðkomandi löndum. Eins munu
lönd í Austur - Evröpu njóta góðs,
í landbúnaðarmálum, af opnu efna-
hagssvæði í öðrum Evrópulöndum.
Fiskimið Islendinga eru eina auð-
lind þjóðarinnar og því þykir okkur
réttlátt að styðja ísland í sérkröfun-
um sem þeir hafa lagt fram. Ég
vona að samkomulag náist fyrir lök
ársins þar sem tillit er tekið til sjón-
armiða íslendinga í sjávarútvegs-
málum."
Á blaðamannafundi sem forseti
Italiu og utanríkisráðherrar íslands
dg ítalíu héldu síðdegis á laugardag
sagði utanríkisráðherra Italíu að
hahn vonaðist til að á ráðherra-
fundi EB- og EFTA-ríkjanna síðar
í mánuðinum myndu menn reyna
að ná gamkomulagi í ljósi þess
hversu mikilvægur samningurinn
um evrópska efnahagssvæðið væri.
Allir yrðu hins vegar að gefa eitt-
hvað eftir. Sagði hann ítali munu
leggja mikla áherslu á það við Spán-
verja, í ljósi hins nána sambands
ríkjanna tveggja, að þeir myndu
ekki láta málið stranda á þessu eina
ágreiningsefni.
Um þá ákvörðun ítalskra stjórn-
valda að opna sendiráð í Reykjavík
sagði De Michelis við Morgunblað-
ið: „Við höfum hingað til haft sam-
eiginlegt sendiráð fyrir ísland og
Noreg og hefur sendiherrann haft
aðsetur í Osló. Er ísland eina Evró-
puríkið þar sem ekki er starfrækt
ítalskt sendiráð. Við hyggjumst
opna sendiráð hér á næstu mánuð-
um og viljum með þvi' undirstrika
þá vináttu sem myndast hefur milli
þessara tveggja þjóða."
¦