Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 08 31 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sýning á verkum Engilberts Gislasonar var fyrsti liðurinn í dagskrá M-hátíðar í Eyjum. Vestmannaeyjar: Hátíðardagskrá M-hátíðar Vestmannaexjum. M-HÁTÍÐ í Vestmannaeyjum í tengslum við M-hátíð á Suðurlandi stendur nú yfir. Ýmsir menningar- viðburðir tengjast M-hátíðinni sem standa mun yfir næstu mán- uði. Menningarmálanefnd Vestmanna- eyjabæjar hefur séð um allan undir- búning M-hátíðarinnar í Eyjum. Pyrsti liður hátíðarinnar var opnun málverkasýningar á verkum Engil- berts Gíslasonar, listmálara frá Vest- mannaeyjum, í Safnahúsinu. Sérstök hátíðardagskrá M-há- tíðarinnar var svo haldin í Bæjarleik- húsinu fyrir skömmu. Þar voru flutt ávörp, leikarar lásu úr verkum og söngvarar stigu á svið. Fjöldi Eyja-. manna fylgdist með hátíðardag- skránni og var flytjendum vel fagnað af ánægðum áhorfendum. Grímur ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1.maí1991 Mánaðargreiðslur Elli /örorkulífeyrir(grunnlífeyrir).......................................... 11.819 'h hjónalífeyrir ...................................................................... 10.637 Full tekjutrygging ................................................................. 21.746 Heimilisuppbót ...................................................................... 7.392 Sérstök heimilisuppbót .......................................................... 5.084 Barnalífeyrirv/1 barns ........................................................... 7.239 Meðlagv/1 barns .................................................................. 7.239 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns..............................................4.536 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna ....................................... 11.886 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri ......................... 21.081 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða ..................................... 14.809 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12mánaða ................................... 11.104 Fullurekkjulífeyrir ................................................................. 11.819 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................................... 14.809 Fæðingarstyrkur .................................................................. 24.053 Vasapeningarvistmanna ....................................................... 7.287 Vasapeningarv/sjúkratrygginga ............................................ 6.124 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar............................................... 1.008,00 Sjúkradagpeningareinstaklings ........................................... 504,40 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri...................... 136,90 Slysadagpeningareinstaklings ..................................,......... 638,20 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ........'............... 136,90 I FISKVERÐÁUPPBOÐSMÖRKUÐUM-HEIMA 6. maí. FAXAMARKAÐUR hf. í teykjavík Þorskur (sl.) 108,00 50,00 88,39 23,000 2.032.986 Þorskur smár 50,00 50,00 50,00 2,240 112.000 Þorskur (ósl.) 83,00 50,00 60,36 6,742 406.980 Ysa (sl.) 124,00 50,00 78,75 10,577 833.005 Ysa (ósl.) 110,00 102,00 108,86 401,00 43.654 Karfi 38,00 37,00 37,01 5,106 188.975 Ufsi 45,00 45,00 45,00 0,907 40.815 Steinbítur 38,00 35,00 35,23 13,185 464.507 Skarkoli 112,00 45,00 46,00 7,278 334.817 Langa 36,00 20,00 20,36 1,549 31.540 Lúða 320,00 220,00 268,72 0,633 170.100 Rauðmagi 30,00 30,00 30,00 0,061 1.830 Keila 24,00 24,00 24,00 0,020 480 Hrogn 20,00 20,00 20,00 0,078 1.560 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,052 780 Undirmál 40,00 20,00 38,59 2,274 87.752 Samtals 64,12 74,103 4.751.781 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 126,00 50,00 72,04 126,501 9.112.671 Ysa (ósl.) 108,00 66,00 80,34 84,236 6.767.266 Karfi 34,00 15,00 30,25 10,012 302.879 Keila 23,00 15,00 19,29 6,829 131.724 Langa 65,00 16,00 44,82 3,776 169.251 Svartfugl 68,00 66,00 67,61 0,184 12.440 Hrogn 120,00 50,00 119,07 0,755 89.900 Steinbítur 45,00 27,00 31,11 4,615 143.557 Lúða 360,00 295,00 300,04 0,385 115.515 Ufsi 46,00 10,00 32,29 19,494 629.553 Skarkoli 50,00 39,00 49,04 0,980 48.060 Skata 178,00 92,00 130,76 0,071 9.284 Grálúða 79,00 76,00 76,72 30,000 2.301.500 Sfld 68,00 66,00 67,61 0,065 2.015 Blandað 12,00 10,00 •10,05 0,970 9.752 Undirmálsfiskur 58,00 50,00 52,05 0,930 48.410 Samtals 68,65 289,803 19.894.799 Úrslit í mælsku- keppni grunnskóla Reykjavíkur í VETUR hefur staðið yfir keppni í mælskulist, 10 skólar byrjuðu keppnina og hefur hún verið jöfn og spennandi. Árbæjarskóli og Laugalækjar- skóli keppa til úrslita í Hólabrekku- skóla þriðjudaginn 7. maí k. 16.30. í beinu framhaldi af fegurðar- samkeppni íslands verður umræðu- efnið, sem valið var fyrir fjórum vikum, „Skapar fegurðin hamingj- una". Borgarfjörður: Kleppjárns- reykjaskóli 30ára 1961-1991 Á ÞESSU ári lýkur 30. starfsári Kleppjárnsreykjaskóla í Reyk- holtsdal. Nemendur og starfs- menn fagna þessum áfanga með hátíðardagskrá við skólalok á uppstigningardag 9. maí nk. Samkoman hefst í Logalandi kl. 14.00 en síðan verður haldið i skólann þar sem nemendur hafa komið fyrir ýnisu, sem minnir á liðna tíð í skólastarfinu, og gesi- "' þiggj^ kaffisopa. Skólinn væntir þess að sem flestir nem- endur og starfsmenn frá fyrri árum sjái sér fært að heimsækja hann þennan dag og fagna tíma- mótunum og rifja upp gamla daga. í fyrstu voru allir nemendur skól- ans í heimavist, enda komu þeir úr öllum hreppum Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar. Á áttunda áratugnum var Andakílsskóli á Hvanneyri stofnaður,.en þar hafði þá um árabil verið starfrækt útibú' frá Kleppjárnsreykjaskóla fyrir yngstu nemendurna á staðnum og nágrenni hans. Þar eru nú nemend- ur úr Andakíl og Skorradal til 12 ára aldurs en koma þá að Klepp:. járnsreykjum. Heimavist var aflögð fyrir rúmum áratug. Nemendafjöldi undanfarin ár hefur verið á milli 110 og 120 í 10 bekkjum, þ.e.a.s. allur grunnskólinn og starfsmenn nálægt 25, þar af 11 kennarar og skólastjóri. Nú er vorprófum lokið og nem- endur skólans iðka dans, sund og söng, en vinna auk þess að ýmiss konar samantekt á sögu skólans. Afrakstur þessarar iðju nemenda verður síðan uppistaðan f hátíðar- dagskrá á skólalokum, uppstigning- ardag, 9. maí. - Bernhard. Þ.ÞORGRÍMSSON&CO L30E3BOHOL gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 3. - 6. maí 1991. Samtals er 501 bókun færð í dagbók lögreglunnar um helgina. Þar af eru 5 bókanir vegna um- ferðarslysa, 28 vegna árekstra, 85 bókanir vegna brota á umferð- arlögum og rúmlega 100 bókanir voru tengdar ölvun fólks á einn eða annan hátt. 16 einstaklingar leituðu sjálf- viljugir ásjár lögreglunnar um helgina og fengu að leggja sig í fangageymslunum þar sem þeir áttu hvergi annars staðar höfði sínu að halla. Lögreglan hefur ekki talið eftir sér að skjóta skjóls- húsi yfir þá sem eiga í slíkum vandræðum, en hins vegar má telja það álitamál hvort fangakle- far séu boðlegar aðstæður fyrir fólk, sem á við mikla félagslega- og læknisfræðilega erfíðleika að stríða. Hlutaðeigandi yfirvöldum og hjálparsamtökum hefur ítrekað verið bent á nauðsyn þess að hlúð sé að þessu fólki á viðunandi hátt, en án teljandi viðbragða. Auk þessa fólks þurfti að vista 33 aðra í fangageymslunum vegna ýmissa atvika, s.s. ölvuna- róláta, slagsmála, innbrota og heimilisófriða. Tilkynnt var um 8 innbrot. Brotist var inn í fyrirtæki á Árt- únshöfða, í bíl við HríSateig, í söluturn við Álfheima, ( bíl á bíla- sölu í Skeifunni, í verslun við Laugaveg, í matvöruverslun við Baldursgötu og í söluturn við Langholtsveg. I öllum tilvikum höfðu þjófarnir sama og ekkert upp úr krafsinu, en hins vegar voru skemmdirnar því meiri. 5 þjófnaðir voru tilkynntir. Tösku var stolið á skrifstofu við Landakotskirkju, þremur hljóð- nemum á skemmtistað við Árm- úla, seðlaveski af manni á skemmtistað við ofanverðan Laugaveg og reiðhjóli þar sem það var við hús í Ljósheimum. Skemmdarverk var unnið á bíl á bílastæði við Háskólabíó. Þetta er í þriðja sinn sem þar er unnið skemmdarverk á bíl á hálfum mánuði. Fjarlægja þurfti 5 bíla með kranabíl frá Bíóborginni við Snorrabraut á föstudagskvöld. Bílunum hafði verið lagt ólöglega og þannig að þeeir hindruðu eðli- lega umferð. Þetta er ' algengt vandamál á þessum stað. í þessum tilvikum þurftu eigendur bíianna að sækja þá í Holtaportið og greiða flutningsgjald. Dýr bíóferð það. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um bílveltu í Skipholti. Nokkrir líkamlega „sterkir" en andlega „veikir" strákar höfðu velt mannlausum Trabant á göt- unni án þess þó að nokkuð sæi á malbikinu. Tjónið á Trabantinum var óverulegt. Á laugardagsmorgun var öl- vaður maður handtekinn við inn- brot í matvöruverslun við Baldurs- götu. Maðurinn er. einnig grunað- ur um ölvun við akstur, en bíll hans fannst fyrir utan matvöru- verslunina og er ekki talið líklegt að hann hafi komist þangað af sjálfsdáðum. Á sunnudagskvöld var bíll mældur í radar á 139 km/klst. á Reykjanesbraut við Sæbraut, en leyfður hámarkshraði á götunni er 60 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina og svipt- ur ökuréttindum til bráðabirgða. Lögreglan verður með radarmæl- ingar á götum borgarinnar næstu daga. Sektir vegna brota á um- ferðarlögum hafa nýlega hækkað verulega og eru það því tilmæli til þeirra, sem telja sig hafa þörf fyrir að nota peninga sína í annað en sektir, að haga akstri sínum í samræmi við lög og reglur. Eitt atriði úr myndinni „White Palace". Laugarásbíó sýnir mynd- ina „White Palace" LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið tii sýningar myndina „White Palace". Með aðalhlutverk fara James Spader og Susan Sarand- on. Leikstjóri er Luis Mandoki. Hinn 27 ára gamli ekkjumaður Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 22. feb. - 3. maí, dollarar hvert tonn Max Baron (James Spader) vinnui-^ í auglýsingabransanum og býr í iúxus-ibúð á meðan hin 43 ára Nora Baker (Susan Sarándon) af- greiðir í skyndibitastaðnum White Palace og býr í subbulegri íbúð í sóðalegu húsi. Þetta ólíka par hitt- ist af tilvujum og eyðir nóttirmi saman og það gjörbreytir lífi þeirra beggja. 325- BENSIN 300- 275--------—Súper- 250- 225- 241/ 240 Blýlaust 233/ 232 175- 325- 300- ÞOTUELDSNEYTI 22F 1M 8. 15. 22. 29. 5,A 12. 19. 26. 3M 250 ^^ -200/ 198 150- 22F 1M 8. 15. 22. 29. 5.A 12. 19. 26. 3M 325- GASOLÍA 300- £ 186/ 185 --------------------r---- IOi 22F 1M 8. 15. 22. 29. 5.A 12. 19. 26. 3M SVARTOLIA 100- 75- ¦ 50- 70/ "69 22F 1M 8. 15. 22. 29. 5.A 12. 19. 26. 3M ¦ TÓNLISTARSKÓLI FÍH stendur fyrir tónleikum á Pulsin-, um, Vitestíg 3, í kvöld, þriðjudag- inn 7. maí, kl. 22.00. Þar koma fram 5 jazzhljómsveitir skólans sem starfað hafa í vetur.undir leiðsögn Tómasar R. Einarssonar, Sigurð- ur Flosasonar, Edwards Fred- riksen og Stefáns Hjörleifssonar. Margir efnilegir jazzspilarar koma fram á tónleiknum en aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.