Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 Sjallinn aug- lýstur til sölu ÓSKAÐ hefur verið eftir tilboð- um í Sjallann á Akureyri, eign þrotabús Yeitingahússins Alfa- bakka 8 hf'., en þeim ber að skila til bústjóra þrotabúsins í síðasta lagi á mánudag, 13. maí. Um er að ræða 80,8% fasteignar- innar við Glerárgötu 7, alls 1.472 fermetrar að stærð. Brunabótamat hennar er um 247,2 milljónir króna, en fasteignamat tæplega 50 millj- ónir. Húsið er byggt árið 1961, endurbyggt árið 1982 og innréttað að nýju að hluta 1989-90. Auk hússins, sem er tveir salir, annar stór og hinn nokkuð minni og veit- ingasalur í kjallara, er einnig um að ræða allt innbú veitingahússins. Tilboðum í Sjallann skal skila inn til Rúnars Mogenssen bústjóra þrotabúsins í síðasta lagi á mánu- daginn 13. maí næstkomandi. ? » ? * Vortónleikar söngdeildar Vortónleikar Söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir miðvikudagskvöld- ið 8. maí kl. 20.30 í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Á fyrri hluta tónleikanna verða flutt íslensk og erlend einsöngslög en síðari hlutinn er tileinkaður 200 ára ártíðarminningu W.A. Mozarts. Fluttir verða dúettar og kvintettar úr ýmsum þekktustu óperum hans, svo sem Brúðkaupi Fígarós, Töfra- flautunni, Don Gíovanni og Cosi fan tutte. Snjór í byggð lijörk, Mývatnssvcit. HÉR í Mývatnssveit var snjór niður í byggð í gær- morgun, hiti rétt ofan við frostmark og krap á vegum. Á sunnudag fór að rigna með norðanátt og síðdegis gerði slyddu og síðar snjó- komu. í gær hefur snjóinn að mestu tekið upp hér næst vatninu. Þess má geta að krían sást hér fyrst við Mývatn 2. maí síðastliðinn. 1 Kristján Morgunblaðið/Rúnar Þór Nágrannar í vorverkum Kristlaug Guðmundsdóttir notaði blíðviðrið fyrir helgina til að vinná í garðinum sínum, en nágranni hennar á Eyrarvegin- um, Frímann Guðmundsson, fylgdist með. Margir fóru að dæmi Kristlaugar og sinntu vorverkum í görðum sínum, en veðrið var sérlega gott á föstudag og laugardag. Gróður tók vel við sér í mikilli rigningu á sunnudaginn. Háskólinn á Akureyri: Þórunn hyrna fær- ir bókasafninu gjöf ZONTAKLÚBBURINN Þórunn hyrna afhenti Bókasafni Háskólans á Akureyri á föstudag 65 þúsund krónur að gjöf til kaupa á ársá- skrift á geisladisknum CINAHL eða gagnasafninu Cumulative index to nursing and allied health literature." Klúbburinn hefur ákveðið að gefa bókasafninu gjafir í upphafi hvers árs og var þetta sú fyrsta. Við sama tækifæri var tilkynnt að klúbburinn hefði ákveðið að veita verðlaun á ' hverju ári til þess nemanda á fjórða ári við heilbrigðisdeild sem sýnir bestan árangur í námi. Markhópur CHINAL gagna- safnsins er fyrst og fremst hjúkr- unarfræðingar, en einnig annað starfsfólk við heilsugæslu auk bókavarða á bókasöfnum sem starfa á heilbrigðissviði. Efni úr 300 tímaritum er skráð reglulega, þar með eru nánast öll hjúkrunarfræði- tímarit á enskri tungu, auk fjöl- margra tímarita í tengdum greinum eins og iðju- og sjúkraþjálfun, meina- og röntgentækni. I gagna- safninu eru upplýsingar um mörg hundruð bækur frá 30 helstu útgef- endum bóka á sviði heilbrigðismála í Bandaríkjunum. Á geisladiskinum eru 110 þúsund færslur sem hafa að geyma upplýs- ingar frá árinu 1983 til dagsins í dag. Annan hvern mánuð kemur nýr endurnýjaður diskur og hefur þá færslum yfir efni sem gefið hef- ur verið út á tveim undangengnum mánuðum verið bætt við. Þannig er tryggt að notendur hafa alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum hverju sinni. Notendum bókasafnsins er heim- ilt að leita upplýsinga á geisladisk- inum á eigin spýtur og sér að kostn- aðarlausu. (Fréttatilkynning) Rafmagnsmál í Eyjafirði: Framkvæmdir til að bæta raforkudreifingu standa yfir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ingólfi Árnasyni rafveitusljóra á Norðurlandi eystra: „Á Akureyrarsíðu Morgunblaðs- ins laugardaginn 27. apríl sl. er frétt frá Benjamín Baldurssyni Ytri- Tjörnum, Eyjafjarðarsveit, um „ófremdarástand í rafmagnsmál- um". Það er haft eftir Jóni Eiríks- Atvinnulífið að lifna við: Mikil fækkun á atvinnu- leysisskrá á Akureyri MJÖG hefur fækkað á atvinnu- leysisskrá á Akureyri, en um Skógræktarfélag Eyfirðinga: Framleiðir hálfa milljón plantna UM HÁLFRI milljón trjáplantna verður sáð á vegum Skógræktarfé- lags Eyfirðinga í sumar og er það töluverð fjölgun frá fyrri árum, en nýtt gróðurhús sem byggt var í vetur gerir skógræktarmönnum kleift að framleiða þetta magn. síðustu mánaðamót voru 170 skráðir atvinnulausir í bænum, en voru 216 um mánaðamótin mars og apríl. Sigrún Bjömsdóttir forstöðu- maður Vinnumiðlunar sagði að atvinnulífið væri greinilega að lifna, mikill straumur hefði verið út af skránni síðustu vikur. Um síðustu mánaðamót voru 170 á atvinnuleysisskrá, 99 karlar og 71 kona. Um mánaðamótin þar á undan voru 216 á skrá, en á sama tíma á síðasta ári, þ.e. mán- aðamótin apríl-maí voru 285 at- vinnulausir á Akureyri og hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma, að sögn Sigrúnar. - Hún sagði að langflestir iðnað- armenn sem voru á skránni hefðu fengið atvinnu, en flestir þeirra sem byggju við atvinnuleysi væru félagsmenn í Einingu og Iðju, auk verslunannanna, eri 30 einstakl- ingar úr Félagi verslunar og skrif- stofufólks er atvinnulausir. Hjá Vinnumiðlun er hafin skráning í unglingavinnuna, en unglingar fæddir á arúnum 1975-77 geta fengið atvinnu hjá bænum í sumar. Skráning hófst í síðustu viku og sagði Sigrún að skráningin hefði gengið jafnt og vel alla vikuna. Skráningu lýkur 10. maí næstkomandi, eða á föstu- dag. syni svínabónda á Arnarfelli. Sam- kvæmt samtali við Jón Eiríksson á þessi lýsing Benjamíns við ástand eftir óveðrið í vetur en ekki eins og ástandið er nú, þegar fréttin er birt. í óveðrinu eyðilögðust spennu- stillar og það tók nokkurn tíma að fá nýja í þeirra stað, en þeir voru komnir í gagnið um miðjan febrúar. Nú er það svo að þetta danska sjálfvirka fóðurkerfi hentar ekki á fremstu bæjum Eyjafjarðar og hefði verið leitað álits okkar áður en kerf- ið var keypt hefði verið hægt að komast hjá erfiðleikum og kostnaði sem bæði bóndinn og Rafmagns- veiturnar hafa orðið fyrir. Nú standa yfir framkvæmdir sem munu bæta raforkudreifingu í Eyja- firði. Verið er að leggja jarðstrengi frá aðveitustöðinni við Akureyri suður fyrir Kjarnaskóg og eins austur yfir eylendið að Brúarlandi þar sem þeir tengjast loftlínum. Þetta mun bæta spennuástandið nokkuð, einnig verða álmur sem liggja þvert á ísingarátt teknar nið- ur, en jarðstrengur lagður í þeirra stað. Enginn vafi er á að þessar fram- kvæmdir munu styrkja dreifikerf- ið." Útgerðarfélag Akureyringa: Aðalsteinn Svanur Sigfússon starfsmaður hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga sagði að í sumar yrði i töluvert plantað í héraðinu á veg- um bændaskóga. Fyrirhugað er að planta um 160 þúsund plöntum á þeirra vegum' í sumar sem er veruleg aukning frá síðasta ári. í Kjarnaskógi verður nokkuð um framkvæmdir að venju, gróð- ursettar verða um 50-60 þúsund plöntur í Naustaborgir og verður þar með lokið við það svæði, en þar hefur verið gróðursett nokkur undanfarin ár. Skógræktarfélagið hefur staðið í byggingaframkvæmdum í vetur, m.a. var byggt 400 fermetra gróð- urhús í Kjarnaskógi og vinná er í fullum gangi við byggingu þjón- ustu- og skrifstofuhúss sem lokið verður við í sumar. Bygging gróð- urhússins gerir félaginu kleift að framleiða um það bil 150 þúsund plöntum meíra en áður og verður framleiðsla sumarsins því um hálf milljón piantna. Hluthöfum hefur fjölgað um 830 HLUTHOFUM í Útgerðarfélagi Akureyringa fjölgaði úr 770 í 1.600 eftir að hlutabréf að nafnvirði rúmlega 100 milUónir voru boðin út á síðasta ári. Hlutabréfin voru boðin út í tvennu lagi, í fyrra útboðinu nýtti 131 hluthafi forkaupsréttaí, en 471 aðili keypti hlutabréf á almennum markaði. Seinna útboðið var í októ- ber og keyptu forkaupsréttarhafar öll bréfin, en kaupendur voru 397 talsins. Hlutabréf að nafnvirði 100.547,5 þúsund voru seld fyrir 303.941 þúsund, eða á meðalgengi 3,02. Félagið seldi hlutabréf fyrir Ak-- ureyrarbæ í desember síðastliðnum að nafnvirði rúmlega 33 milljónir króna, þau voru seld á genginu 3,6 qg voru kaupendur 420 talsins. Áður en hlutafjárútboðið fór af stað voru hluthafar um 770, en voru 1.600 í apríl síðastliðnum, en hlut- höfum hefur fjölgað um 830. Akur- eyrarbær er sem fyrr stærsti hlut- hafinn með 58,8% hlutafjárins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.