Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991 35 Húsavík Hagnaður á rekstri KÞ Húsavík. AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingeyinga var haldinn fyrir skömmu og kom þar fram að hagnaður á rekstri félagsins sl. ár var 59,1 millj. króna og er það nokkru meiri hagnaður en á árinu á undan. Auk verslunar rekur kaupfélagið brauðgerð, kjötiðju, mjólkursamlag og sláturhús, fóðurstöð og á stóra hluti í hlutafélögum á staðnum. í skýrslu kaupfélagsstjórans, Hreiðars Karlssonar, kom meðal annars fram að kaupfélágið hélt áfram á þeirri braut er mörkuð var 1989 að bæta reksturinn og treysta innviði sína. Pjárfestingar voru því litlar og skorðaðar við þau verkefni sem brýnust þóttu. Starfsmönnum fækkaði nokkuð og eru nú 165 árs- verk, en nokkrir eru í hlutastörfum. Gerður var samningur við MBH- Baulu um framleiðslu á Bauluvör- um í mjólkursamlagi félagsins. Framleitt var á árinu fóður fyrir Þórshöfn loðdýrabændur við Eyjafjörð og styrkti það rekstur fóðurstöðvarinn- ar en loðdýrabúskapur hefur dreg- ist mjög saman á félagssvæðinu sem og annars staðar. Hagnaður var af rekstri sláturhússins og mjólkurstöðvarinnar. Rekstrartekjur og umboðslaun af versluninni urðu 875 millj. sem er 12,7% aukning fra'fyrra ári, en restrargjöld 866,5 millj. og hagnað- ur af verslun því 8,5 millj. Öll fram- leiðslufyrirtæki félagsins voru rekin með hagnaði svo heildartekjuaf- gangur var 59,1 millj. króna. Akranes Skipuð var nefnd til að endur- skoða samþykkt félagsins með til- liti tii nýrrar laga um samvinnufé- lög sem sett voru á síðasta alþingi. Úr menningarsjóði KÞ voru veitt- ar 500 þúsund krónur og helmingur þeirrar fjárhæðar fer til Safnahúss- ins á Húsavík, sem minningargjöf um Hjördísi Tryggvadóttur Kvaran, en hún var eiginkona Finns Krist- jánssonar, fyrrverandi kaupfélags- stjóra. Stjórn félagsins skipa nú Egill Olgeirsson, formaður, Ari Teitsson, Brynjar Sigtryggsson, Böðvar Jóns- son, Helga Valborg Pétursdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Skarphéðinn Sigurðsson. - Fréttaritari Stykkishólmur Hagnaður af rekstri Skipavíkur hf. Samþykkt að bjóða megi hlutabréf á almennum hlutafj ármarkaði Stykkishólmi. AÐALFUNDUR Skipasmíðastöðvarinnar Skipavíkur hf. var halditm í Stykkishólmi 30. apríl sl. Þar kom meðal annars fram að rekstur hefur verið örlítið minni en sl. ár og stafar það af fækkun starfs- hðs, sem árið 1990 hafa verið 24, Ellert Kristinsson forseti bæjar- stjórnar stýrði fundi en skýrslu stjórnar flutti Sigurður A. Krist- jánsson. Hann sagði að árið hafi að mörgu leyti verið hagstætt fyrir félagið og hagnaður af starfseminni verið 8,7 millj. en fyrir utan Skipa- smíðastöðina rekur félagið verslun með byggingavörur í áður húsa- kynnum Kaupfélagsins. Launa- greiðslur voru tæpar 36 millj. 47 hluthafar eru í Skipavík en þar af á einn aðili 35,3% og fjórir aðilar rúm 13%. Samþykkt var að fella niður í lögum félagsins for- kaupsréttarheimild að hlutafé og mættu þau bjóðast út n nlmennum vegna ónægilegra verkefna. hlutafjármarkaði. Rekstrarreikn- ingur var að niðurstöðum 106.569.400 kr. og efnahagsreikn- ingur kr. 99.220.000 og eigið fé nú tæpar 77 millj. og skýrði Olafur Kristjánsson framkvæmdastjóri reikninga félagsins. Félagið stendur nú í dag á traust- um fótum og var starfsliði og stjórn þakkað fyrir vel unn'm störf. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og alþingismaður tók til máls og þakk- aði stjórn og starfsliði og lýsti hve mikilvægt væri bæjarfélaginu að eiga þessa starfsemi í bænum. - Árni Ráðstefna Nýjungar íhugbúnaði SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ís- lands gengst fyrir ráðstefnu mið- vikudaginn 7. maí nk. Er yfir- skriftin Hugbúnaðargerð — nýir straumar. Gestur ráðstefnunnar er Mary H. Wells, bandariskur ráðgjafi, en auk hennar flytja sex íslenskir aðilar erindi. Mary H. Wells fjallar um hlut- bundna hugbúnaðargerð (objeet oriented technology). Wells er einn af frumkvöðlum þeirrar nýju að- ferðafræði við smíði hugbúnaðar, sem nú fer sem eldur í sinu um tölvuheima, að því er segir í frétta- tilkynningu. Dr. Oddur Benediktsson fjallar um áhrif hlutbundinnar hugbúnað- argerðar á hugúnaðariðnaðinn og Vilhjálmur Þorsteinsson um hlut- bundna hönnun í reynd. Nýjum staðli um notendaskil SAA/CUA, verða gerð skil í erindi dr. Jóns Þórs Þórhallssonar, Margrétar Arn- órsdóttur og Ásgerðar I. Magnús- dóttur. Loks mun Sæmundur Sæ-*“ mundsson kynna svonefnda „ung- versku“, sem er ritháttur fyrir breytunöfn o.fl. Ráðstefnan er haldin í Höfða, Hótel Loftleiðum og stendur frá kl. 13.00-17.10. Ráðstefnustjóri er Halldór Kristjánsson formaður Skýrslutæknifélagsins, en þangað eru menn jafnframt beðnir að snúa sér varðandi þátttöku og aðrar upp- lýsingar. Eigiðfé Sparisjóðs- ins eykst Á SÍÐASTA ári varð 3,4 milljóna króna hagnaður af rekstri Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis, en hagnaðurinn var 9,0 milljónir árið áður. Eigið fé sparisjóðsins í árslok 1990 nam 42,5 milljónum króna sem er 17,3% aukning frá árinu áður. Heildarfjármagn skv. efnahags- reikningi var í árslok 1990 rúm- ar 297 milljónir króna og eig- infjárhlutfallið því 14,3%. Heildarrekstrartekjur Spari- sjóðs Þórhafnar á síðasta áxú voru 42,2 milljónir króna miðað við 65,4 milljónir árið þar áður. Heildar- rekstrargjöld sparisjóðsins námu 19,9 milljónum, en voru 38,5 millj- ónir króna árið 1989. 3 milljónir voru lagðar til hliðar í sérstakan afskrifasjóð til þess að mæta hugs- anlegum útlánatöpum. Það eru 3% af heildarútlánum, vöxtum og ábyrgðum. Heildarinnlán sparisjóðsins voru í árslok 1990 237,5 milljónir króna skv. efnahagsreikningi og höfðu vaxið á árinu um 26,5%. Að meðal- tali var innlánsaukning banka og sjxarisjóða á síðasta ári 15,1%. Utlán Sparisjóðs Þórhafnar og nágrennis námu í árslok um 196 milljónum króna og höfðu vaxið á árinu um 7,11%. Almenn útlán innlánsstofnana jukust á árinu um "19',7%:...—-------------- Morgunblaðið/JónGunnlaugsson , FRAMTAK — Starfsfólk Heimaskaga hf. Þetta er í annað skipti á þremur árum sem Heimaskagi hlýtur viðurkenningarskjöldinn frá Coldwater. Heimaskagi ht. fær viðurkenningu Akranesi. STARFSFÓLK Hraðfrystihússins Heimaskaga hf. á Akranesi gerði sér dagamun fyrir sköiiimu þegar stjórn fyrirtækisins bauð því til hádegisverðar á veitingahúsi. Tilefnið var að Coldwater Seafood í Bandaríkjunuin aflienti frystihúsinu gæðaskjöldinn sein er viður- kenning fyrirtækisins til frystihúsa sem ná góðri vöruvöndun og tryggð við markaðinn á síðasta ári. Páll Pétursson gæðastjóri ávarp- aði stjórnendur og starfsfólk Heimaskaga hf. og afhenti Gylfa Guðfinnssyni verkstjóra gæða- skjöldinn, en þetta er í annað skipt- ið á þrem árum sem Gylfi tekur við þessari viðurkenningu fyrir hönd srarfsfolks sins. Fa!T])aIikaði starfs- fólkinu góðan árangur og nefndi hve mikilvægt það væri að vöru- vöndun og gæði væru í hámarki. Alls voru átta hraðfrystihús víðsvegar um land sæmd þessari viðurkenningu. - J.G. VIÐURKENNING — Páll Pétursson gæðastjóri Coldwater af- hendir Gylfa Guðfinnssyni .vei'kstjóra hjá Heimaskaga á Akranesi gæða- skjöldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.