Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991 Er innflutningur á graníti nauðsynlegur? eftír Sigurð Þ. Ragnarsson Inngangur Nokkur umræða urðu í febrúar og mars um innflutning á norsku graníti til íslands. Finnst mér sú umræða hafa mótast af nokkru *** þekkingarleysi og er það að mínu mati slæmt. í fréttum Stöðvar 2 miðvjkudags- kvöldtö 27. febrúar var rætt við Inga Ú. Magnússon, gatnamála- stjóra, um hugsanlegan innflutning á graníti frá meginlöndum til notk- unar í bundið slitlag á götur borgar- innar. Viðtalið kom í kjölfar fréttar um að íslenskir aðalverktakar hefðu hafið innflutning á slíku efni til íslands til notkunar í bundið slitlag á varaflugbraut Keflavíkurflugvall- ar. í þessum fréttum (þ.e. Stöðvar 2 og Morgunblaðsins) kom fram að sambærilegt efni væri ekki að finna hér á landi og því væri inn- flutningur nauðsynlegur. ~ Ég ætla hér í þessari grein að fjalla um jarðefnið granít, kosti þess og galla, einnig hvers ber að gæta við val á grjóti til gatna og vegagerðar. Bergtegundin granít Storkubergi er almennt skipt nið- ur í mismunandi flokka eftir kísil- magni (Si02) og magni alkalímálma (Na,K) en einnig er tekið tillit til hvort bergið sé svokallað gosberg, þ.e. bergið storknaði á yfirborði ""Sjarðar eða s.k. djúpberg en það berg hefur storknað á löngum tíma (e.t.v. 20-30.000 árum) niðri í jörð- inni. Djúpberg hefur af þessum sökum miklu stærri kristalla sem greinilegir eru með berurti augum. Slíkt sést venjulega ekki í gosbergi nema um díla sé að ræða. Grunnflokkurinn granít er aðeins flokkaður eftír kfsli og storkunar- hætti. Tafla 1 sýnir þessa skiptingu: Si02-> 44-50% 51-65% 66-75% Gosberg Basalt Andesít Líparít Djúpberg Gabbró Díorít Granít Þegar kísilmagn hefur náð um það bil 65% tölum við um að bergið sé súrt og sé kísillinn minni en u.þ.b. 50% tölum við um að bergið sé basískt. Allt þar á milli flokkast ísúrt berg. íslenskur berggrunnur er frekar einsleitur þ.e. fjölbreytni bergteg- unda er ekki mikil enda súrt berg myndað við flókin ferli á löngum tíma. Þessi ferli eru að öllu jöfnu hlutkristöllun (kristaldiffrun) eða uppbræðslu á vötnuðu bergi djúpt í iðrum jarðar í svokölluðum kviku- hólfum. Slík hólf eru talin vera í rótum allra megineldistöðva, t.d. Heklu þar sem kvikuhólfið er þó djúpstætt á um 7 km dýpi. Megineldstöð er eldfjall sem gos- ið hefur mörgum sinnum, og yfir- leitt mörgum mismunandi kviku- gerðum, sem þróast hafa í rótum eldstöðvarinnar. Megineldstöðin er hluti af svonefndu eldstöðvakerfi sem myndar sveim af sprungum og göngum gegnum megineldstöðina. Þótt hér megi finna allar berg- tegundir sem að ofan eru nefndar segir það okkur ekkert um gæði bergsins m.t.t. ýmissa hagnýtingar- sjónarmiða. Áður en berg er mulið til mann- virkjagerðar, kanna jarðfræðingar gæði þess með ýmsum prófunum. Til að mynda viðloðunarpróf þ.e. hversu vel bikið (asfaltið) loðir við kornin, slitpróf, þ.e. hversu vel kornin endast við mikið álag, styrk- leikapróf þ.e. kleyfni steindanna í berginu, hrökknun við snöggt álag og einnig er rannsakaður holrýmis- hluti bergsins. Af framansögðu má sjá að ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar áður en berg er malað niður, t.a.m. í bundið slitlag og það notað til vega- gerðar. Skoðum nú aðeins steindafræði- lega samsetningu graníts. I því eru oftast fleiri eða færri af eftirtöldum sjö steindum: Kvars, alkalífeldspat, plagíóklas, pýroxen eða amfíból, glimmer, magnetít. Langmest er yfirleitt af kvarsi og alkalífeldspati, alls ufn 60-90% en aðrar steindir eru í minna magni. Hvers vegna nefni ég að þær séu í minnihluta allra steinda graníts- ins? Svarið er einfalt. Þessar tvær steindir eru mjög harðar og til að mynda hefur kvars hörkuna 7 í hörkuskala Mohs og alkalífeldspatið hörkuna 6-6,5. A svo hörðum steindum vinna engin nagladekk og t.a.m. rispar sterkur hnífur steindir með hörkuna 5 og lægra. Því sjáum Vinningstölur laugardaginn 4. maí 1991 VINNINGAR 1. 5af5 2PWS . 4af5 FJÖLDI VINNINGSHAFA 3. 4af5 4. 3af5 234 5.685 UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 2.664.211 115.785 3.414 327 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.785.222 kr. Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. við að það hlýtur að vera eftirsókn- arvert í malbik að hafa svo harðar steindir að naglarnir vinni ekki á mölinni heldur vinni sig aðeins nið- ur úr bikinu og þar við sitji. Slíkt gerist ef bergið er nógu sterkt og bikið ekki þess lélegra. En það eru fleiri steindir sem spila inn í þetta. Plagíóklas hefur svipaða hörku og alkalílfeldspatið, pýroxen hörkuna 5-6, magnetít 5,5-6,5 en síðan er það glimmer sem hefur aðeins hörk- una 2,5-3,0. Venjuleg mannsnögl rispar við hörkuna 2,5 og því má sjá hve mjúk sú steind er. Þessi steind er sem og allar hinar í mis- miklu magni (1-5%) ogþví nauðsyn- legt að fylgjast með hlutfallslegu magni hennar. Skoðum aðeins dæmi um steinda- hlutföll í svokölluðu charnockite graníti: 1) kvars 40% 2) mikróklín (alkalí-feldspat) 48% 3) oligoklas (plagíoklas) 6% 4) hypersthen (pýroxen) 3% 5) bíotít (glimmer) 1% Ef hlutfall mjúku steindanna er of hátt verður granltið lélegt til vegagerðar. Þannig hafa Bretar valið þann kost að nota ekki granít í bundið slitlag þar sem . álag er mikið. En önnur ástæða er einnig sem veldur því að þeir nota ekki granft á áiagsvegi. Steindin glimm- er er að því leyti hættuleg að hún endurkastar ljósi og getur þannig blindað ökumenn og valdið slysum. Bretar eru mjög framarlega hvað varðar lága slysatíðni og leggja mikið upp úr því að svo verði áfram. Þeir hafa því hreinlega bannað notkun graníts á fjölförnum vegum þar sem hraði er^mikill. Kleyfni er einn eiginleiki steinda og ræður því hvernig steindir kljúf- ast niður. Þannig er kvars nánast ókleyft en alkalífeldspat klofnar auðveldlega. Kleyfnin skiptir miklu máli, bæði við frostveðrun og hversu auðveldlega steindir brotna niður eftir kleyfnistefnu sinni. Holrýmishluti Hér að framan hef ég gert að umtalsefni hörku og kleyfni steinda sem í bergi eru og þýðingu hörkunn- ar fyrir góða möl til notkunar í bundið slitlag. En að fleiru þarf að hyggja ef vel skal verk vinna. Groppa, nefnilega rúmmálshlut- fall holrýmis í bergi skiptir einnig miklu máli. Holrýmishluti er mældur í pró- sentum og jafnframt skipt í tvo hluta. Þeir eru: 1) Heildarholrýmishluti (total porosity) þ.e. heildarrúmmál allra holrýma í bergmassaeiningu. Sigurður Þ. Ragnarsson 2) Virkur holrýmishluti (effective porosity) þ.e. sá hluti sem vökvi getur komist í og þannig sest til. Frostveðrun er ferli þegar vatn sest í glufur eða holrými, frýs þar og þenst út og sprengir þannig út frá sér t.d. bæði grjót og steypu. Mörg hús hafa einmitt farið mjög illa fyrir áhrif frostveðrunar og nægir þar að nefna Alþingishús íslendinga þar sem veðrunarhraði virðist vera um 2-5 cm á öld. Ef við skoðum kraftana sem þarna eru að verki má nefna að basalt virðist þurfa þrýsting sem nemur 50 kg/cm2 til að brotna og þannig grotna niður. Við *22°C hefur vatn hins vegar þrýsting sem nemur 2100 kg/cm2 þ.e. 42 sinnum meiri þrýsting en þarf til að brjóta niður basaltberg. Það hlýtur því að vera eftirsóknarvert að finna grjót sem hefur nánast engan holrýmis- hluta og koma þannig í veg fyrir þennan þátt við eyðileggingu jarð- efna. Sú náma sem nú er mest notuð fyrir Reykjavíkurborg er.s.k. Selja- dalsnáma upp af Hafravatni. Þar finnst tiltölulega ljóst innskotsbas- alt, þ.e. basalt sem skotist hefur inn í eldra berg. Basaltið telst vera mjög gott og á skv. mælingum sem gerðar hafa verið að teljast með bestu jarðefnum sem völ er á í bundið slitlag. Virkur holrýmishluti í því er um 0,7% sem er mjög lágt og því eftirsóknarvert. Það granít sem íslenskir aðalverktakar eru að flytja inn er hins vegar með enn minni holrýmishluta sem er nánast 0%. Til þess að fá svo lítinn holrýmis- hluta þarf að öllum líkindum að koma til nýtt ferli sem nefnist myndbreyting. Myndbreyting er það þegar berg grefst í jörðu og hitnar það mikið að það umkristall- ast. Kristallarnir vaxa hver inn í annan og bergið getur orðið geysi sterkt. Til eru ýmis stig þessarar mynd- breytingar og er það almenn regla að myndbreytt berg sem hefur myndbreyst við háan hita er eitt það sterkasta berg sem til er, en aftur á móti er myndbreyting við lágt hitastig til þess eins fallin að gera bergið algerlega ónýtt og með öllu ónothæft til notkunar í bundið slitlag. Berg sem myndbreyst hefur við hátt hitastig er óalgengt hér á landi og að því leyti gæti hugsast að berg sem hér finnst, þ. á m. granít (granófýr) sé ekki eins sterkt og það alsterkasta sem finnst er- lendis. Þó er ekkert hægt að full- yrða um það fyrr en sérstakar rann- sóknir hafa verið gerðar á granó- fýri sem og öðrum bergtegundum og samanburður gerður við innflutt- ar. Granítið sem íslenskir aðalverk- takar eru að flytja inn á að nota í mjög sérhæft verkefni. Um er að ræða varaflugbraut Keflavíkurflug- vallar en eins og margir vita er þar notað mjög hraðvirkt afísingarefni og slík efni, þ. á m. salt, fara mjög illa með bundna slitlagið og flýta fyrir eyðileggingu þess. I frosti byrjar vatnið sem í hol- rýmunum er að þenjast út og um leið að opna bergið fyrir frekara vatni. Síðan þegar salti er dreift, á sér stað afísing og vatnið sem bræð- ist sest í þær glufur sem nýmyndað- ar eru og síðan frýs að nýju og slit- lagið opnast enn frekar. Svona gengur þetta allan veturinn og af- leiðingarnar sjást á vóri hverju. Því skiptir miklu máli að holrýmishlut- fall sé sem allra lægst til að koma í veg fyrir eyðileggingu af þessum völdum. Komist ekki vatn í holrúm sem ekki eru til á sér ekki stað frostveðrun. Rannsóknir á íslensku granófýri (graníti) Fyrst hér að framan nefndi ég að hér á íslandi fyndist m.a. granít eða granófýr. Granófyr er aðeins frábrugðið graníti að því leyti að granófýr er súrt grunnstætt inn- skotsberg. Rannsóknir á íslensku granófýri hvað varðar gæði eru skammt á veg komnar. Því hljóta allar fullyrð- ingar um að hér sé ekki til sambæri- legt efni við innflutt granít að vera algerlega tilhæfulausar og með öllu óþarfar. Hins vegar hafa menn velt því fyrir sér hvað það muni kosta að leggja veg að námum og hefja sprengingar og þar með vera okkur sjálfum nógir hvað varðar ljóst og sterkt götuefni. Niðurstöður úr þeim vangaveltum hafa leitt af sér þá niðurstöðu að ódýrara sé að flytja þessar bergtegundir inn mið- að við núverandi notkun á þessum efnum í malbik og aðra vegagerð. Þarna spilar einnig inn í flutnings- þáttur því dýrt er að flytja slíkt efni landshorna á milli. Að mínu áliti snýst málið um fleiri atriði. í mörg ár höfum við haft mjög endingarlítið malbik og slíkt hefur kostað okkur hundruð milljóna kröna. Allar rannsóknir á bættum Ný myndbönd með íslenskum texta 13 á myndbandaleigurnar CIC MYNDBOND, SÍMI679787
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.