Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 44
44 MÖRGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 Þuríður Krisijáns dóttir — Minning Fædd 9. janúar 1921 Dáin 28. apríl 1991 Samferðamennimir marka mis- djúp spor í vitund okkar og vinátt- una er hæpið að meta í mánuðum og árum. Leiðir okkar Þuríðar Kristjáns- dóttur lágu saman fyrir fáum árum, en vináttan við hana varð fjölskyld- unni fljótt dýrmæt og takmörk tímans máðust út, er við kynntumst betur sögu hennar, hæfileikum, og lífsviðhorfum. Nú að henni Iátinni minnumst við hennar með þakklæti og virðingu. Kynni okkar Þuríðar hófust er við gerðum með okkur samning. Vetrarlangt kom hún hingað á heim- ilið og tók á móti börnunum úr skó- lanum, annaðist þau og var þeim til samlætis, þar til vinnudegi okkar foreldranna lauk. Það kallaði hún að vera dagamma og þótti fremur létt verk, enda vön meiri umsvifum áður fyrr. En krökkkunum fannst þetta ágætur félagsskapur og sam- an áttu þau þrjú góðar stundir, meðan við sinntum okkar störfum. Með Þuríði eignuðumst við annan vin, Kristin Jónsson, félaga hennar síðustu árin. Þau voru afar samrýmd og reyndar hrífandi saman, enda auðséð að þau gerðu hvort öðru líf- ið bæði skemmtilegra og þægilegra. Stuttar stundir með þeim eftir eril og umferð venjulegra vinnudaga veittu hvíld og nýja orku. Veturinn leið og börnin stálpuðust, en vin- fengið hélst með afmælisboðum og heimsóknum af góðum tilefnum síð- an. Og smám saman kynntumst við áhugamálum Þuríðar, sönglistinni og skógræktinni en þó fyrst og fremst því sem var henni eiginleg- ast, það er ræktun vináttunnar og fjölskyldutengsla, og þar var miklu að sinna og að mörgu að hlúa. Þuríð- ur átti stóran hóp vina, kunningja og skjólstæðinga. Ég held hún hafi safnað að sér fólki alla ævina, og ég tel víst, að flestir þeirra hafi talið líf sitt auðugra fyrir vikið. Það var þá ef til vill ekki svo mikil til- viljun, að leiðir hennar og móður minnar höfðu legið saman fyrir hálfri öld í Héraðsskólanum á Laug- um í S-Þingeyjarsýslu og að á göml- um myndum var þær að finna í kátum hópi. Þeim veittist líka létt að taka upp þráðinn eina dagstund ævistarfinu síðar. Þuríður var hrókur alls fagnaðar á góðum stundum, ræðin, fróð og sagði afar skemmtilega frá. Spaugi- leg atvik á ferðalögum urðu tilefni mikillar kátínu í frásögninni. Á slík- um stundum var gaman að virða þau fyrir sér, Þuríði svo hressa og káta og Kristin kíminn á sinn hljóð- láta hátt og líklega hreykinn af persónutöfrum konu sinnar. Þuríður var líka afar framtaks- söm í áhugamálum sínum. Hún var söngelsk og samdi ljóð við lög, sem Skagfirska Söngsveitin söng og gaf út á plötu. í kórstarfinu gat hún þannig ræktað bæði söngáhugann og samvistir við sveitunga sína og Blömastofa Fnöfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tilkl.22,-einnig umhelgar. Skreytingar við öll tilefni. það var lýsandi fyrir skapandi og ungan hugsunarhátt Þuríðar að hún hafði skipulagt og undirbúið jarð- veginn fyrir skógrækt kórfélaganna norður við Varmahlíð og verður það vonandi að veruleika, þó að hennar njóti ekki við. í sumar átti svo að endurbæta litla sumarhúsið hér skammt frá og una sér í sveitakyrrð- inni, en frá þeim draumum sofnaði Þuríður eftir erfið veikindi síðustu vikna. Þuríður átti stóra fjölskyldu, átta böm og þau síðan fjölda afkom- enda. Hún lét sér afskaplega annt um þau öll, gleymdi engum og nutu þau stuðnings hennar og leiðbein- inga. Maðurinn hennar og faðir barnanna var mikið fatlaður og frá öðrum veit ég, að lífið var henni oft erfítt og andsnúið. Líklega hefur þessi lífsreynsla, en þó fyrst og fremst eðlislæg manngæska, valdið því, að á efri árum lét hún sér annt um ungt fólk, sem minna mátti sín og studdi þroskahefta einstaklinga með ráðum og dáð til afreka. Til verndar slíku fólki átti hún mikið skap og tilfínningar og var ráðagóð og baráttuglöð. Þuríður hafði einarðar skoðanir á mörgum málum. Pex, neikvæðni og dugleysi var henni ekki að skapi og lét hún fólk gjarnan vita af því, er herini var nóg boðið. Hun taldi, að fólk væri sjálfu sér verst með því hugarfari og að það bæri vott um ístöðuleysi, enda hafði hún fyrir löngu tamið sér bjartsýni og kjark. Þegar Ijóst var, að dagar hennar voru taldir, brást hún við með ein- stöku æðruleysi og bjó sig undir það. En Kristinn og börnin hennar voru líka við hlið hennar, reiðubúin nætur og daga að hlúa að henni síðustu vikurnar heima. Þau öll ásamt ómetanlegri aðstoð heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins gerðu viðskilnaðinn virðulegan og hljóðlátan. Ég og fjölskylda mín vottum Kristni og afkomendum Þuríðar hluttekningu okkar. Við munum minnast Þuríðar Kristjánsdóttur sem merkiskonu, er skilaði miklu ævistarfí og var uppspretta gleði á vegi sínum. Alda Möller í dag verður Hulla amma borin til grafar, en það var hún ávallt kölluð. Mér þykir sárt að þurfa að kveðja hana svona snemma. Ég hef aðeins þekkt hana í sextán ár. Mér fínnst að hún hefði mátt vera hérna miklu lengur hjá okkur. Þegar maður lítur um farinn veg, ryðjast minningarnar að manni. Frá því að ég man eftir mér man ég ömmu svo góða og blíða. Hún var mikil barnagæla og elskaði börn og fékk hún sín notið hjá öllum barna- börnunum sem hún átti. Ávallt þeg- ar við komum í heimsókn til ömmu gaf hún okkur alltaf nammi úr hænunni sinni, sem þótti mjög vin- sæl hjá okkur. Maður gleymir seint þeim góðu minningum sem við áttum saman, sérstaklega um jólin þar sem hennar hefur ávallt notið við, flest jól hefur hún verið hjá okkur mömmu á jólun- um og ég þakka henni fyrir það, en ég veit að hún mun vera hjá okkur öll jól hér eftir og að henni gleymum við aldrei. Það er svo margt sem mig langár að skrifa hér um ömmu, en ætla að láta þetta nægja. Elsku Kristinn, mamma og allir þeir sem þekktu ömmu svo vel stöndum saman í þessari sorg, og biðjum góðan Guð um að varðveita og geyma minningu hennar. Berglind Jónsdóttir Þegar aðeins voru liðnir tveir dagar af nýbyijuðu sumri lést tengdamóðir mín, Þuríður Kristjáns- dóttir, eftir tæplega tveggja mánaða veikindi. Það er erfítt fyrir okkur,- sem næst henni standa, að átta okkur á að hún, þessi hrausta og lífsglaða kona, skyldi svo skyndilega tekin frá okkur. Þuríður, sem alltaf var kölluð Hulla meðal fjölskyldu og vina, var Skagfírðingur, fædd á Krithóli í Lýtingsstaðahreppi 9. janúar 1921. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Þorsteinsdóttir frá Þorsteins- staðakoti í sömu sveit og Kristján Árnason frá Gili í Svartárdal. Þau hjónin eignuðust 9 böm, sem öll komust til fullorðinsára nema nafna tengdamóður minnar sem lést á fyrsta ári, árið 1916. Systkinin eru systurnar Guðrún, fædd 1913, Fjóla, fædd 1918, Ingibjörg, fædd 1922, Þóranna, fædd 1926, allar búsettar á Sauðárkróki og bræðurn- ir Árni, fæddur 1924, og Haukur, fæddur 1928, báðir búsettir á Akur- eyri. Yngsti bróðirinn, Sverrir, fæddur 1931, lést 1982, en hann var búsettur á Eskifírði. Um þau hjónin Ingibjörgu og Kristján er sagt í niðjatali að þau hafí löngum verið fátæk, enda haft fyrir mörgum börnum að sjá. Þau hafa verið gestrisin og greiðasöm og oft hafí verið til þeirra leitað, þegar erfíðleikar steðjuðu að hjá nágrönnum þeirra. Þau bjuggu á Krithóli en síðar í Hamarsgerði, en þaðan átti tengdamóðir mín sínar bernskuminningar. Þau létu af bú- skap árið 1943. Hulla sleit barnsskónum í sveit- inni sinni við leik og störf eins og þá tíðkuðust á barnmörgum heimil- um. Systkinin voru samrýnd og glaðvær og höfðu öll unun af söng, enda er þess einnig getið í niðjatali að Kristján faðir þeirra hafi þótt góður söngmaður. Hugur Hullu stóð til náms og fór hún í Alþýðuskólann á Laugum í Þingeyjarsýslu árið 1940 og var þar tvo vetur. Hún átti góðar minningar frá veru sinni þar og minntist oft á að hún hefði kosið að læra lengur og meira, en því varð því miður ekki við komið. Árið eftir, þann 27. nóvember 1943, giftist hún Gunnari Jóhannssyni frá Mælifellsá og hófu þau sinn búskap þar. Hann var Skagfírðingur í báðar ættir, eldri sonur hjónanna Lovísu Sveinsdóttur frá Mælifellsá og Jóhanns Péturs Magnússonar frá Gilhaga. Nokkru síðar byggðu þau sér íbúðarhús á Varmalæk og settu þar á stofn saumastofu, verslun og síðar gróð- urhús. Gunnar hafði lært skóiðn á Akureyri og þótti með afbrigðum handlaginn. Honum var kaup- mennska og hressileiki í blóð borin og þótti stundum helst til stórhuga í hugmyndum sínum og jafnvel nokkuð á undan sinni samtíð á ýmsum sviðum. Hann fór ekki troðnar slóðir á þessum árum frekar en síðar á lífsleiðinni. Þau hjónin höfðu um tíma margar stúlkur í vinnu við að framleiða skinnjakka og loðhúfur eftir hugmyndum hús- bóndans. Húsmóðirin unga hefur án efa haft í mörgu að snúast á þessum árum, því nú komu bömin þeirra í heiminn, hvert af öðru. Elstur er Bragi fæddur 1944, starfsmaður ÍSAL, giftur Sjöfn Helgadóttur; Sveinn Þröstur, fædd- ur 1945, múrari, sambýliskona Hjördís Mortens; Hjörtur Þór, fædd- ur 1946, húsasmíðameistari, giftur Kristínu V. Richardsdóttur; Kristján Ingi, fæddur 1949, garðyrkjustjóri, giftur Ásdísi Pálsdóttur; Jóhann Vísir, fæddur 1951, veggfóðrari, sambýliskona Ilmur Árnadóttur; Svanhildur Helga, fædd 1952, skrif- stofumaður, sambýlismaður Bjöm Samúelsson, Hrafnhildur, fædd 1955, sjúkraliði, gift Erni Jóhannes- syni, yngstur er Gunnar Þórir, fædd- ur 1962, afgreiðslumaður, sambýlis- kona Rósella G. Mosty. Barnabörnin eru orðin 21 og barnabarnabörnin 5. Þau Hulla og Gunnar ráku saum- astofuna og verslunina til ársins 1954, en þá seldu þau Sveini, yngri bróður Gunnars, eignirnar og fluttu til Reykjavíkur með börnin sín, sem þá vom sex. Gunnar hafði frá unga aldri haft vöðvasjúkdóm, sem þá var lítt þekktur en ágerðist mjög um þetta leyti, og þurfti því að leita sér lækninga hér heima og erlendis. Hann var bundinn við hjólastól frá því hann var innan við þrítugt, en þau létu það ekki aftra sér frá því að setja á stofn verslun og síðar saumastofu hér í Reykjavík, sem framleiddi landsfrægar leðursokka- hlífar og ýmislegt fleira. Mér er það mjög minnisstætt er ég kom á heimili tilvonandi tengda- foreldra minna fyrir meira en aldar- fjórðungi. Yngsta barnið var 2ja ára og allur hópurinn enn heima nema Bragi, sem var þá byrjaður að búa. Ég man að Hulla tók mér mjög alúð- lega og ég veitti því strax athygli hve hún var þá þegar lífsreynd og hafði að mér fannst jákvæð og öðru- vísi lífsviðhorf en ég átti að venj- ast, en því átti ég eftir að kynnast enn betur síðar. Hulla hafði bjart og fallegt yfírbragð og gott lund- erni. Hún var lítið fyrir að hlaða um sig veraldlegum hlutum og var að mér fannst ótrúlega nægjusöm alla tíð. Hún hugsaði þeim mun dýpra og oft ræddum við saman um hvað væri eftirsóknarvert í lífinu og hvað ekki og vorum oftar en ekki sammála, þótt báðar værum við fastar fyrir og ákveðnar í skoð- unum. Við sögðum stundum í gríni að við virtumst vera andlega skyld- ar, enda varð það svo að við leituð- um oft ráða hvor hjá annarri og reyndist það okkur báðum vel. Þau Gunnar höfðu gefíst upp á fyrirtækjarekstrinum, þar höfðu skipst á skin og skúrir. Hann vann um þetta leyti á öryrkjavinnustofu Múlalundar við töskuframleiðslu og síðar sem sölumaður. Á þessum árum má segja að allur hennar tími hafi farið í umönnun eiginmanns og barna, enda var það ærinn starfi fyrir eina manneskju. Oft var hún þreytt og hafði lítinn tíma aflögu til að sinna eigin hugðarefnum, það var helst að hún gæfí sér stund til að taka sér góða bók í hönd, af því hafði hún mikla ánægju. Hún var í eðli sínu mikið náttúrubarn, sem naut þess að fara norður í sveitina sína og anda að sér norðlensku ijall- alofti og angan úr mó. Engri mann- eskju hef ég kynnst sem hafði jafn mikla þörf fyrir að komast í beijamó á haustin. Eitt haustið kom hún því til leiðar áð við, öll fjölskyldan henn- ar, sem gátum komið því við, fórum um helgi í sumarhús í Þingvalla- sveit. Þá var skemmtilegt að fylgj- ast með henni, hún vissi nefnilega af blábeijum uppi í hlíðinni fyrir ofan húsið og átti erfitt með að eira innivið. Langtímum saman sat hún ein með sjálfri sér við beijatínsluna og kom svo til baka með fulla beija- fötu, sælubros á vör og norðlenskan blábeijaglampa í augunum. í svona umhverfi naut hún sín til fulls. Hulla hafði frá unga aldri haft mikinn áhuga á kveðskap og var sjálf vel hagmælt. Eftir hana liggja mörg falleg ljóð, þar sem hún kem- ur á framfæri ýmsum óskum og heilræðum í bundnu máli. Á afmæl- um og öðrum tyllidögum sendi hún gjarna litla vísu til barna sinna, barnabarna og annarra vina og ættingja. Fyrir um það bil tuttugu árum urðu mikil þáttaskil í lífí tengdamóð- ur minnar er þau Gunnar slitu sam- vistir. Líf þeirra hafði oft verið erf- itt en líka viðburðaríkt og alls eng- inn dans á rósum. Hann bjó eftir þetta á dvalarheimili Sjálfsbjargar, en hann var einn af stofnendum félagsins og mjög virkur í baráttu fyrir bættum aðstæðum fatlaðra. Gunnar rak síðustu árin antikversl- un hér í Reykjavík, hann lést 9. janúar 1979 aðeins 57 ára að aldri. Á legstein hans er ljóð eftir Hullu: Fjötrar þeir er fætur þína bundu framar aldrei hefta munu fór, en fijáls og glaður fagnar þeirri stundu er fleyi þínu ýtir burt úr vör, Eftir þetta fór tengdamóðir mín út á vinnumarkaðinn og starfaði í mörg ár sem gangbrautavörður við Langholtsskólann. Þetta starf átti vel við hana og krakkarnir sem fóru um brautina daglega urðu mjög góðir vinir hennar. Þegar hún lét af vörslunni fór hún til starfa á barnaheimili í Kópavogi og veit ég fyrir víst að þar ávann hún sér fljót- lega vinsældir meðal starfsmanna og barna. Á þessum ánim fluttist æskuvinur hennar, Jóhann Jóhann- esson frá Reykjum í Tungusveit, hingað suður og bjuggu þau saman þar til hann lést árið 1982. Hann hafði aldrei gifst og átti engin börn. Hann reyndisf tengdamóður minni vel. Hún hætti störfum fyrir þrem árum og sagði þá að nú væri tími til kominn að fara að njóta lífsins. Með sanni má segja að það hafí gengið eftir, því hún hafði nokkru áður kynnst ágætum manni, Kristni Jónssyni, sem var ekkjumaður. Þau áttu góð ár saman, en því miður alltof fá. Þau tóku virkan þátt N. ýmsu félagsstarfí aldraðra, ferðuð- ust saman innanlands og utan og nutu lífsins á marga lund. Hulla hafði lengi átt sér þann draum að eignast lítinn landskika og koma sér upp sumarbústað. Á s.l. hausti varð þessi draumur henn- ar loks að veruleika, þegar hún og Kristinn keyptu sér lítinn bústað í landi Varmalands í Mosfellssveit. Það stóð til að laga hann og stand- setja í sumar og hafði hún brenn- andi áhuga á þessu verkefni og hugsaði með tilhlökkun til sumars- ins. Hulla var í eðli sínu mjög félags- lynd og hafði mikla unun’af söng. Hún var ein af stofnendum átthaga- kórsins Skagfírsku söngsveitarinn- ar, árið 1970. Hún hafði góða sópr- anrödd og söng með kórnum æ síð- an, nú síðustu árin með Söngfélag- inu Drangey, senm er kór eldri fé- laga úr sveitinni. Þessi félagsskapur gaf henni ómælda gleði og ánægju og þar eignaðist hún góða vini og félaga á þessum 20 árum. í fyrra, þegar söngsveitin átti 20 ára af- mæli, fékk hún mikla löngu.n til að láta eitthvað gott af sér leiða til handa sveitinni. Hún dreif sig norð- ur í „fagra fjörðinn Skaga“, ásamt föruneyti, ræddi við forsvarsmenn Skógræktarfélags Skagfirðinga og fékk úthlutað tæpum 4 ha lands í landi Reykjarhóls við Varmahlíð. Landið er í umsjá Skógræktarfélags Skagfírðinga. Fékk hún Kristján son sinn til að gera frumteikningu að skipulagi landsins og ánafnaði síðan söngsveitinni, á afmælinu, með ósk um að félagarnir færu framvegis norður árlega og ræktuðu þar garð- inn sinn í eiginlegri merkingu. Eftir að tengdamóðir mín veiktist svo skyndilega í mars sl. kom vel í ljós hve þar fór óvenjulega raunsæ og lífsreynd kona, sem hafði svo oft áður reynt hvað lífíð getur skyndi- lega tekið breytta og óvænta stefnu. Hún tók örlögum sínum ávallt með ótrúlegri þrautseigju og viljastyrk og ekki síður nú er hún vissi ná- kvæmlega hvert stefndi. Ég vil að endingu þakka Hullu ömmu, eins og við kölluðum hana gjaman á mínu heimili, fyrir sanna vináttu öll þessi ár og einnig fyrir allt, sem hún veitti bömum mínum, Ríkharði og Þuríði, sem góð amma. Við öll, börnin hennar, hefðum ósk- að þess að hún hefði fengið að njóta samvista með Kristni, sem henni þótti svo vænt um, miklu lengur. Við þökkum honum af heilum hug alla þá elsku og nærgætni sem hann sýndi henni frá því þau kynntust fyrst og fyrir að annast hana heima í veikindum hennar nú síðustu vik- urnar. Einnig vilja börn og tengdabörn Þuríðar koma á framfæri sérstöku þakklæti til hjúkrunarfólks Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins, sem gerðu henni kleift að dvelja heima til hinstu stundar. Megi minningin um góða mömmu, ömmu, langömmu og tengdamömmu lifa í hugum okkar allra, barnanna hennar. Kristín V. Richardsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.