Morgunblaðið - 07.05.1991, Side 48

Morgunblaðið - 07.05.1991, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 fclk í fréttum VESTMANNAEYJAR Skólakrökkum boðið á leiksýningu DJUPIVOGUR Slógu íslandsmetið í maraþonnámi Nemendum grunnskólanna í Eyjum var boðið á sýningu Þjóðleikhússins á Næturgalanum, eftir H.C. Andersen, í Samkomu- húsinu í Eyjum fyrir skömmu. Leiksýningar þessar voru á veg- um menntamálaráðuneytisins og sáu um 800 krakkar leikritið, á þremur sýningum, í Eyjum og voru ánægð með tilbreytinguna frá hinu hefðbundna skólastarfi. Gengið var með nemendur skólanna fylktu liði frá skólunum í Samkomuhúsið og teygði löng og skrautleg halarófan sig eftir götunum í Eyjum. Grímur Nemendur 9. bekkjar í grunn- skóla Djúpavogar slógu ís- landsmetið í maraþonnámi á dögunum. Þau sátu við nám frá kl. 8.00 að morgni 22. apríl til kl. 20.00 þann 23. apríl. Eina hvíldin var 5 mínútna hlé á klukkustund. Tilgangurinn með þessu mara- þonnámi var að safna áheitum fyr- ir Danmerkurferð bekkjarins í vor. . - G.B. N ýlega voru hér á landi góðir gestir frá Saarbrucken í SAARBRU CKEN * * Utvarpsþáttur um Island Þýzkalandi. Þetta voru þau Jutta Eckler útvarpsmaður frá stærstu útvarpsstöð fylkisins Saarlands og Knut Hanschke, framkvæmdastjóri flugvallarins í Saarbrucken, en hann þekkja margir íslendingar frá því hann var yfirmaður Þýzka ferð- amálaráðsins á Norðurlöndum. Erindið var að geta þætti um ísland, sem útvarpað verður í vin- sælasta útvarpsþætti stöðvarinnar, sem er í umsjá Juttu. Þau tóku við- töl við nokkra íslendinga svo og Þjóðveija sem búsettir eru hér á landi. Tilgangurinn er að segja íbú- um Saarlands frá landi og þjóð og örva áhuga þeirra á landinu. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Krakkarnir úr Hamarsskólanum, 350 talsins, ganga fylktu lidi á leik- sýninguna. AZALEUHÁTÍÐIN Morgunblaðið/KGA Knut Hanschke, Jutta Eckler og dr. Maria Bonner, sendikennari við HI, sem var einn viðmælanda í þættinum. * Prmsessa Islands í Norfolk Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Unnur Jónsdóttir var prinsessa íslands við Azaleuhátíðina í Norfolk í Virginíu helgina 19.-22. apríl. Eins og margir munu minnist átti ísland drottningu hátíðarinnar í fyrra og kom hún siglandi á varð- skipinu Tý tii mótsstaðarins nálægt hafnarsvæðinu í Norfolk. Azaleuhátíðin er helguð aðild- arríkjum NATO og skiptast þjóðirn- ar á um að senda drottningu til hátíðarinnar. Allar hinar eiga þar prinsessur sem fulltrúa. Belgía átti drottninguna í ár og var mikið um dýrðir í Norfolk hátíðardagana þrjá. En fella varð niður hápunkt hátíðar- innar, skrúðgönguna með skraut- vögnum þjóðanna, vegna úrhellis- rigningar. A sex klst. mældist úr- koman rúmlega 150 mm. Hafði ís- lendingafélagið í Norfolk sérstak- lega vandað til skreytingar íslenska skrautvagnsins. Á honum var nýtt og vandað víkingaskip með miklum drekahaus og var þessu nýja skipi gefið nafnið Týr í virðingarskyni við komu varðskipsins á hátíðina fyrir ári. í stafni átti að standa lif- andi víkingur og aftan við hann 6 ungar telpur á upphlut. Allir voru mættir á staðinn og vagninn tilbú- inn eftir mikla vinnu en rigningin kom í veg fyrir að hann kæmist fyrir sjónir almennings. Unnur prinsessa er dóttir Jóns Stefánssonar framkvæmdastjóra hjá Eimskip í Norfolk og Grimsby og konu hans Höllu Guðmundsdótt- ur. Unnur Jónsdóttir prinsessa íslands í Norfolk. Morgunblaðið/RanBy Morr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.