Morgunblaðið - 07.05.1991, Page 49

Morgunblaðið - 07.05.1991, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 49 VESTMANNAEYJAR Fremur lítil þátttaka 1. maí Stéttarfélögin í Vestmannaeyjum efndu til kröfu- göngu og útifundar á Stakkagerðistúni 1. maí. Fremur lítil þátttaka var í hátíðarhöldunum sem fóru fram í þokkalegu veðri. Fulltrúar Verkakvennafélagsins Snótar, Verkalýðs- félags Vestmannaeyja og Starfsmannafélags Vest- mannaeyja fluttu ávörp á útifundinum. Stella Hauks- dóttir söng baráttusöngva og síðan var slegið á létta strengi, gamanmál flutt og hljómsveitin Papar og nokkrir Eyjasöngvarar fluttu fundarmönnum létt lög. 1. maí kaffi var síðan í Alþýðuhúsinu í Eyjum. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frá 1. maí hátíðarhöldunum í Eyjum. TVÍDRANGAR Maclachlan var farinn að óttast stöðnun sbunwuh Leikarinn Kyle Maclachlan, sá er leikur leynilögreglumanninn Dale Cooper í framhaldsþáttunum um Tvídranga segist óttast töluvert að staðna í hlutverki „Coop“ , en það er gælunafn lögreglumannsins í þáttunum. „Þetta má enginn mis- skilja, ég bókstaflega elska típuna og hef aldrei áður fengið jafn spenn- andi og skemmtilegt hlutverk. En þetta er orðið svo langt að mér finnst ég þurfa að reyna meira í leiklistarbransanum til þess að staðna ekki,“ segir Maclachlan.- Það var af þessum sökum sem Maclachlan tók að sér hlutverk Ray Manzareks í kvikmynd Olivers Stone um Jim Morrison og rokk- sveitina „The Doors“. Og hann hef- ur gert gott betur, gengið frá samn- ingum um stór hlutverk í tveimur kvikmyndum til viðbótar, einni sem sjálfur Robert DeNiro leikstýrir og næstu kvikmynd Davids Lynch, „Ronnie Rocket“. Þrátt fyrir þetta er hann samingsbundinn framleið- endum Tvídranga, að leika „Coop“ allt þar til yfir lýkur, að þættirnir renna sitt skeið eða að Coop verður skrifaður út úr þeim. „Hlutverkið í mynd Olivers Stone kom eins og himnasending, nákvæmlega þegar ég var að byija að finna fyrir pirr- ingi og leiða yfir því að tilbreyting- arleysið væri að ná tökum á mér,“ segir Maclachlan. Maclachlan, sem er 32 ára gamall býr nú með hinni tvítugu Löru Flyun Boyle sem leikur hina sómakæru Donnu í Tvídröngum. Hann segir hana hafa „opnað sig“. Hér áður hafi hann alltaf haft tilhneigingu til að „hverfa inn í sig“ en Lara hafi breytt því. Hann sé bæði opnari og lífsglaðari eftir að hann hitti Löru og hóf sambýli með henni. Sjálf er Lara ung og lítt reynd í karlamál- um, en segir að hún hafi eigi að síður átt þá nokkra kærastana á skólaárum sínum. Hvað Kyle varði þá sé hann stóra ástin og hún reikni ekki með því að líta við öðrum til dauðadags. Lara Flynn hefur sömu sögu að Kyle Maclachlan í gervi sínu í kvikmynd Olivers Stone um Jim Morrison. segja um hlutverk sitt í Tvídröngum. Hlutverk hennar er stórum minna heidur en hlutverk Maclachlans, en mikilvægt þó. En hún segir að stöðnunar hafí verið farið að gæta þrátt fyrir að góður liðsandi ein- kenndi samstarfsfólkið hjá Tvíd- röngum. Hún lék því nýlega í kvik- myndinni „Mobsters" á móti Ric- hard Grieco. Hún segir að framleið- endur og leikstjórar taki sér vel, en segi gjanan, „Ef Vinona Ryder fær ekki hlutverkið, hlýtur þú að fá það.“ Ryder þessi er ung og upp- rennandi stórstjarna sem leikstjórar býtast mikið um. Lara segir að þetta hafí í fyrstu farið mjög í taugarnar á sér, en svo hafi hún uppgötvað nokkuð: „Sú var tíðin að ég var al- veg handviss um að ég fengi aldrei neitt að gera af viti í Hollywood og þyrfti að skrimta á smáhlutverkum. Nú keppi ég við Vinonu Ryder. Þá er að átta sig á því að í Hollywood eru framleiddar svo margar kvik- myndir að Vinona getur ekki leikið í þeim öllum,“ segir Lara. Þau Kyle Maclachlan og Lara Flynn Boyle eru sammála um að framleiðendur Tvídranga hafí gert nokkra skyssu er vinsældir þáttanna fóru dvínandi fyrir nokkru síðan. „Lengst af voru mikil gæði einkenni þáttanna. Fagmannleg vinnubrögð, leyndardómshula og óvæntar uppá- komur héldu fólki í spennitreyjum. En þegar upp komst um morðingja Lauru og farið var inn á nýjar braut- ir misstu margir áhugann. í stað þess að vinna sig út úr því gripu framleiðendur Tvídranga til þéss ráðs sem allt of margir á undan þeim hafa gert. Þeir fóru að tefla fram nýjum stúlkum, ungum, falleg- um stúlkum og í stað þess að taka á efninu var farið að skjóta inn krassandi ástarsenum og smánekt. Það gengur ekki til lengdar," segja Maclachlan og Boyle. Lara Flynn Boyle, starfssystir og sambýliskona Maclachlans. Tréklossarnir með beygjanlegu sólunum nú aftur fóanlegir. Vinsælu dönsku herrainniskórnir komnir aftur GEísiPi Ath.: Greitt er iyrir við- skiptavini í bifreiðageymslu Vesturgðtu 7 BYGGINGAVORUR SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. HE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.