Morgunblaðið - 07.05.1991, Side 55

Morgunblaðið - 07.05.1991, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 55 Stigataflan frá því á laugardaginn. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Islenska lagið varð í 15. sæti Naumur sigur Svía SÆNSKA söngkonan Carola bar sigur úr býtum í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva í Róm á Italíu á laugardag- inn. íslendingar urðu í 15 sæti í keppn- inni. Lagið „Fángad av en stormvind“ í flutn- ingi sænsku söngkonunnar Carolu fékk 146 stig í keppninni og var dæmdur sigur. Franska lagið „C’est le dernier qui a parlé“ fékk jafn mörg stig og varð í öðru sæti. íslendingamir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson urðu í 15. sæti en eins og sést á töflunni fékk lagið stig frá Sviss, Svíþjóð, Þýskalandi og Ítalíu. Bakraddir í íslenska laginu „Nína“ sungu, Erna Þórarins- dóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir, Eyþór Am- alds og Richard Scobie. Eyþór lék auk þess á selló. Söngvakeppnin var sú 36. í röðinni. Rannsóknarlög- reglumenn leggja niður vaktþjónustu Gert að kröfu yfirstjórnar RLR FIMM rannsóknarlögreglumenn, sem stofnað höfðu öryggisgæslu- fyrirtækið Vaktþjónustuna hf, hafa ákveðið að hætta starfsemi þess eftir að þeim barst í gærmorgun bréf frá rannsóknarlögreglu- stjóra þar sem segir að þeim sé óheimilt að reka fyrirtækið með- an þeir gegni störfum rannsóknarlögreglumanna. Kjartansson, en að hans sögn hafði talsverður hópur fólks þegar óskað eftir að fyrirtækið gætti eigna þess. Hæstiréttur: Frávísun Steingrími _ felld niður HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi frávísun sakadóms Reykjavíkur á ákæru ríkissak- sóknara gegn Steingrími Njáls- syni, margdæmdum manni fyrir kynferðisafbrot gegn ungum drengjum, og gert sakadómi að*. taka efnislega afstöðu til þeirr- ar kröfu ákæruvaldsins að Steingrími verði gert að sæta sérstökum öryggisráðstöfun- um. Að sögn Gunnleifs Kjartansson- ar, eins fimmmenninganna, höfðu þeir, eins og lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna gera ráð fyrir, tilkynnt um fyrir- hugaða stofnun fyrirtækisins til dómsmálaráðuneytisins í febrúar, áður en fýrirtækið var stofnað. Samkvæmt lögunum beri að til- kynna starfsmönnum það innan tveggja vikna teljist starfsemin ósamrýmanleg starfi þeirra. Að sögn Gunnleifs var ákveðið þegar sá frestur var liðinn án þess að ráðuneytið hefði gert athugasemd- ir að stofna fyrirtækið og hefja reksturinn. Hins vegar hefði syo borist bréf frá dómsmálaráðuneyt- inu þann 26. apríl þar sem rekstur- inn væri ekki talinn samrýmast störfum þeirra. í framhaldi af því hafi rannsóknarlögreglustjóri skrifað fyrrgreint bréf og að svo komnu sjái þeir sig tilknúna að hætta starfsemi fyrirtækisins. Gunnleifur sagði að þeir félagar áskildu sér allan rétt til að krefja ríkissjóð um bætur vegna fjártjóns sem þeim hefðu orðið fyrir enda hefði fylgt því ýmis kostnaður að stofnsetja fyrirtækið. „Við viljum biðja okkar viðskiptavini afsökun- ar á þessu,“ sagði Gunnleifur Islendingar aftur með í viðræðum EFTA og EB um efnahagssvæði: Allra leiða leitað til að ná viðunandi samningum RÍKISSTJÓRNIN hefur fallð Hannesi Hafstein sendiherra og aðal- samningamanni Islands hjá EFTA, að seljast aftur að samningaborði og leita allra leiða til að tryggja að viðunandi samningar náist við Evrópubandalagið (EB) um evrópskt efnahagssvæði. Hannes mun í dag gera samningamönnum EFTA og EB grein fyrir afstöðu íslenskra stjórnvalda til samningaviðræðnanna um sjávarútvegshagsmuni. Á sérstökum fundi um stöðu samningaviðræðnanna á sunnudags- kvöldið samþykkti ríkisstjómin um- boð til handa Jóns Baldvins Hannib- alssonar utanríkisráðherra vegna væntanlegum jarðgöngum um Breiðadals- og Botnsheiði, en vonir standa til þess að hér við Dýrafjörð verði hægt að byggja flugvöll sem hægt verði að fljúga á allan sólar- hringinn, og það gjörbreytir auðvitað öllum samgöngum í lofti fyrir Vest- firði. Brúin styttir leiðina verulega til ísafjarðar, og það er lykilatriði í þessu að losna við vegarkaflann í botni Dýrafjarðar, en þar er oft mjög illviðrasamt," sagði hann. samninganna um evrópskt efna- hagssvæði, og lýsti yfír fullum stuðningi við meðferð hans á málinu. Þá var ákveðið að fela aðalsamn- ingamanni íslands og öðrum íslensk- Mikið fjölmenni var viðstatt þegar fyllingunni að brúnni var fagnað og fyrstu bílarnir óku um hana síðastlið- inn sunnudag, og skáluðu gestir í kampavíni af því tilefni. Að sögn Jónasar Ólafssonar hefur brú yfir Dýrafjörð miklar samgöngubætur í för með sér, enda hafi þetta verið baráttumál í 20 ár. „Þetta breytir gífurlega miklu í samgöngum á Vestfjörðum ^isamt um fulltrúum í samningaviðræðun- um að setjast að nýju að samninga- borði og leita allra leiða til að tryggja að viðunandi samningar um evrópskt efnahagssvæði náist. íslendingar hættu þátttöku í viðræðunum í síðustu viku til að mótmæla því, að Evrópubandalagið hefur ekki enn lagt fram tilboð í viðræðum um kröfu EFTA um fríverslun með físk á efna- hagssvæðinu. I samþykkt ríkisstjórnarinnar er ítrekað, að af íslands hálfu geti samningar um evrópskt efnahags- svæði hvorki talist viðunandi né í jafnvægi, nema tollar falli niður af íslenskum sjávarafurðum í ríkum EB, til mótvægis við frekari opnum íslensks markaðar fyrir iðnvarning, þjónustustarfsemi og vissar tegundir suðrænnaa landbúnaðarafurða. Þá minnir ríkisstjómin á, að íslenskar sjávarafurðir þurfi nú að keppa á útflutningsmarkaði við sjávarútveg sem nýtur opinberra styrkja. Ríkisstjórnin ítrekar einnig, að veiðiheimildir í íslenskri fískveiðilög- sögu til endurgjalds fyrir lækkun tolla af sjávarafurðum myndi valda óviðunandi ójafnvægi fyrir ísland í EES-samningi og geti þegar af þeirri ástæðu ekki komið til álita. Jafn- framt minnir ríkisstjórnin á, að fiski- stofnar við ísland séu fullnýttir og að íslenskir sjómenn þurfi að sæta ströngum aflatakmörkunum svo að komið verði í veg fyrir hrun þessara stofna. Það sé skylda strandríkis samkvæmt alþjóðalögum, að tryggja innan sinnar efnahagslögsögu að ekki sé gengið of nærri auðlindum sjávar. Sameiginlegur ráðherrafundur EFTA og EB verður í Briissel 13. maí, og verður þar reynt að leysa hnútinn sem samningaviðræðurnar hafa verið í. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins í Briissel gætir vaxandi svartsýni innan EFTA á árangur samningaviðræðnanna, og samkvæmt heimildum í Genf hefur framkvæmdastjórn EFTA stungið undir stól öllum fyrirætlunum um fjölgun í starfsliði bandalagsins vegna framkvæmdar samninganna um evrópskt efnahagssvæði. Bátar slytsavarnarfélagsins í Reykjavík, Henry Hálfdanarson og Jón E. Bergsveinsson, héldu til leit- ar er hjálparbeiðni barst frá rnann- inum um klukkan átta að kvöldi laugardagsins. Fljótlega tókst að miða út fjarskiptasendingar manns- ins og reyndist bátur hans þá vera Krafa ákæruvaldsins er á því reist að sennilegt megi telja að maðurinn muni drýgja afbrot og sé hættulegur umhverfí sínu, með- al annars hafí hann haft í hótunum við fólk. Þegar dómur um 12 mánaða fangelsisvist, sem Steingrímur hefur nú afplánað, var kveðinn upp í Hæstarétti var jafnframt hafnað kröfu um sérstakar örygisráðstaf- anir að lokinni afplánun. Þegar,—^. afplánun dómsins lauk í febrúar- manuði síðastliðnum gerði ákæru- valdið kröfu um þryggisráðstafan- ir með sérstakri 'ákæru og visaði sakadómur henni frá þann 19. mars. í niðurstöðum Hæstaréttar um frávísunardóm sakadóms segir að engar réttarfarsreglur séu því til fyrirstöðu að dæma efnislega um kröfu ríkissaksóknara. í frávísun- ardómi sakadóms hafði verið vísað til þess að aðeins mætti dæma hælisvist af þessu tagi í tengslum við ákveðið brot sem kært hefði verið, auk þess sem Hæstiréttur hefði áður ijallað um kröfuna, svo sem fyrr var rakið, og ekki yrðT séð að forsendur hefðu breyst frá þeim tíma. í Borgarfírði. Mjög var gengið á olíubirgðir bátsins þegar slysavarn- arfélagsmenn komu að og þraut þær skömmu síðar. Var trillan því dregin til hafnar í Reykjavík og þangað var komið aðfaranótt sunnudagsins. Lokið við að fylla að brúnni yfír Dýrafjörð LOKIÐ er uppfyllingu yfir Dýrafjörð að brúnni, sem lokið var við að sniiða síðastliðið haust, en í sumar verður unnið við að breikka uppfyll- inguna og koma fyrir grjótvörn við hana. Jónas Ólafsson, sveitarsfjóri á Þingeyri, sagði í samtali við Morgunblaðið að því verki yrði væntan- lega lokið næsta haust, og jafnframt lagningu bundins slitlags á vegar- kafla beggja vegna brúarinnar. Sjómaður á trillu lenti í hafvillum MENN úr slysavarnardeildinni íngólfi komu manni, sem lent liafðiqp- í hafvillum í dimmri þoku á trillu sinni, Evu ÍS 111, til bjargar að kvöldi laugardagsins. Maðurinn reyndist hafa villst inn á Borgar- fjörð cn taldi sig vera á Skerjafirði eða í Hvalfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.