Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 56
NYTTAÍSLAHÐI ^ aualitv M. ® MATVÆLl ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Vestmannaeyjar: Bjargaði félaga sín- umúr sjónum Vestinannaexjum. SKIPVERJA af Sigurbáru VE, Kristin Oskarsson, tók út er verið var að kasta snurvoðinni í Bugtinni um hádegi á sunnu- dag. Kaðall flæktist ura fót Kristins og dró hann út en hann losnaði strax og hann kom í sjóinn. Annar skipverji, sem klæddur var flotgalla, henti sér á eftir honum með Björgvinsbelti meðferðis og tókst að bjarga honum. Krist- inn slasaðist lítillega á fæti en varð að öðru leyti ekki meint af volkinu. „Ég var niðri þegar kallað var að maður hefði farið í sjóinn. Ég dreif mig strax upp og fór í flot- 'vinnugallann minn," sagði Val- garð Jónsson, sem bjargaði félaga sínum. „Þegar ég kom upp voru strákarnir búnir að gera Björg- vinsbeltið klárt en Kristin hafði rekið talsvert frá okkur og misst- um við sjónar á honum um tíma. Þegar við komum svo auga á hann að nýju var rennt að honum og þá henti ég mér út með Björg- vinsbeltið. Það var dálítill kalda- skítur og hreyfing. Mér gekk erf- iðlega fyrst að koma honum í beltið en það hafðist þó að lokum og þá var hægt að hífa hann um borð," sagði Valgarð. Hann sagði * að Kristinn hefði verið orðinn tals- vert kaldur og þrekaður en hefði jafnað sig fljótt. Sjálfum hefði honum verið kalt á höndum og fótum en það hefði ekki verið al- varlegt. Eftir að búið var að ná mönnun- um um borð var sett á fulla ferð til Eyja en gírinn gaf sig á heim- leiðinni og varð því að taka Sigur- báru í tog til hafnar. Kristinn dvelur nú á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Gróðurkemur vel undan vetri Morgunblaðið/KGA í hlýindunum undanfarna daga hefur gróður grænkað í höfuðborg- inni á örskömmum tíma, líkt og bærinn hafi verið málaður grænn. Gróður virðist koma ljómandi vel undan vetrinum, að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir kuldaköst seinni hluta vetrar. „Ég skal ekki neita því að ég hef séð einstaka skemmdir á nokkrum stöðum en annars virðist ástandið vera gott," sagði hann. Tvær vikur eru síðan farið var að gróðursetja tré og runna enda ekkert frost í jörðu en sumarblómin bíða fram yfír miðjan mánuð. Vorleikirnir voru í fullum gangi á Miklatúni í gær eins og myndin ber með sér. Grímur Vestmannaeyjar: Sjómenn taka á sig hluta kostnaðar við kvótakaup KOMIN eru upp nokkur dæmi þess að útgerð og sjómenn geri með sér samninga um þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerðarinnar. Er þá kostnaður vegna kvótakaupanna dreginn frá brúttóverðmæti aflans ásamt öðrum leyfilegum frádráttarliðum, þannig að verð til skipta verður lægra en ella. Þannig eru dæmi um það, að sé selt fyr- ir 120 krónur, komi aðeins á milli 50 og 60 krónur til skipta í stað rúmlega 80. I öðru uppsettu dæmi er rétt skilaverð við sðlu úr gám erlendis 157,43 krónur, en með þátttöku sjómanna í kvótakaupunum verður það 120 krónur. Morgunblaðið hefur undir hönd- um samkomulag milli útgerðar Gjaf- ars VE 600 og áhafnar hans, þar sem áhöfnin samþykkir að taka þátt í kvótakaupum, þrátt fyrir að það sé bannað með lögum. Elías Björns- son, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, segir að nauðsynlegt sé að vara menn við þessu. Það geti ekki gengið að sjó- menn sé þvingaðir til þess að brjóta lög. „Það eru skýr ákvæði um það, hvernig staðið skuli að hlutaskiptum og hve mikið megi taka til hliðar af aflaverðmæti áður en til skipta kemur. Með því að skipum fer fækk- andi, verður minna að gera fyrir sjó- menn og því er staða þeirra veikari. Við höfum dæmi um það, að sjó-, menn taka á sig lækkun á skipta- verði, sem nemur nokkrum tugum Þróunarsamvinnustofnun íslands: Tvö skip smíðuð til rannsókna og veiða á Malawi-vatni í Afríku Þróunarsamvinnustofnun Isiands vinnur nú að undirbúningi útboða fyrir smíði tveggja skipa, sem notuð verða á Malawi-vatni í Afríku. Annað verður rannsóknaskip, hitt fiskveiðiskip. Þróunarsamvinnu- *stofnun fjármagnar smíði ramisóknaskipsins að háifu á móti Norræna þróunarsjóðnum, sem fjármagnar smíði fiskiskipsins að fullu. Að sögn Björns Dagbjartssonar framkvæmdasljóra Þróunarsamvinnustofnunar verður að minnsta kosti annað skipið smíðað hér á Iandi og góðir möguleikar á að hitt verði einnig smíðað hér. Þetta verkefni er hluti af samn- ingi sem gerður var milli Þróunar- 1 sámvinnustofnunar íslands, Nor- ræna þróunarsjóðsins og ríkisstjórn- ar Malawi og undirritaður var í Helsinki í lok síðasta mánaðar. Samningurinn er hluti af fimm ára verkefni Alþjóðabankans til aðstoðar við fiskveiðar og -vinnslu í Malawi. Malawi er lítið ríki í Suðaustur- Afríku á bökkum Malawi-vatns, sem áður hét Nyasavatn. Landið byggja um 8 milljónir manna og veiða þeir um 80 þúsund tonn úr vatninu ár- lega og er fiskur mjög þýðingarmik- ill þáttur í fæðu íbúanna. Björn Dagbjartsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að skipin verði um 40 rúmlestir, fiskiskipið þó nokkru stærra. Rannsóknaskipið á að smíða hér á landi, en hugsanlegt er að smíði fiskiskipsins verði einnig boðin út á hinum Norðurlöndunum. Þar sem skipin eru í grundvallarat- riðum eins, telur Björn ekki ólíklegt að hagkvæmast verði að smíða þau bæði hér á landi, það komi í ljós þegar boðið verður í smíðina, en stefnt er á að útboð fari fram í næsta mánuði. Björn sagði að kostnaður lægi ekki fyrir, en giska mætti á að hvort skip kostaði um 40 milljónir króna, komið á Malawi-vatn. Skipin verða hlutuð sundur að lokinni smíðinni og flutt þannig á vatnið, en langt í 1.000 km leið er þangað frá næstu hafnarborg, sem yrði annað hvort Dar es Salaam eða Durban á austur- strönd Afríku. króna. Sjómannasamband íslands hefur bæði skrifað bréf til LÍU og Útvegsbændafélags Vestmannaeyja vegna þessa og bréflega hótað út- gerð Gjafars, Kleifum hf, málssókn, verði ekki af þessu látið, en allt kemur fyrir ekki," segir Elías. í umræddu samkomulagi segir svo: „Þar sem allur veiðikvóti bátsins Gjafar VE 600 er fullnýttur, gera Kleifar hf., útgerðarfélag bátsins, og áhöfn hans með sér samkomulag um, að áður en skiptaverð er reiknað út, dragist kostnaður við kaup á við- bótarkvóta (veiðiheimildum) frá brúttóverði." í greinargerð með samkomulag- inu segir ennfremur: „Vegna fyrir- spurna um kvótakaup, viljum við benda á að við getum sannað með dæmum að mannskapurinn er að skapa sér betra kaup með því að taka þátt í kvótakaupum, að því til- skyldu að ke^ptur kvóti sé fluttur út í gámum. A árinu 1990 keyptum við talsverðan kvóta án þátttöku mannskaps sem skilaði mannskapn- um mjög góðum tekjum, en útgerðin sat eftir með það lélega útkomu að frekar verður okkar skipi lagt en að gera þetta aftur. Hvaða tekjur hefur mannskapurinn þá? Ef við eigum að gera út eftir að kvóti skipsins er búinn, eigum við aðeins um tvennt að velja, það er að kaupa kvóta eða fiska fyrir aðra á landssambandsverði, sem skilar mannskapnum umtalsvert lægri launum, en að taka þátt í kvótakaup- k um."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.