Morgunblaðið - 08.05.1991, Page 1

Morgunblaðið - 08.05.1991, Page 1
56 SIÐUR B 102. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stríðsástand á Kákasus: Gorbatsjov skellir skuldinni á Armena Jerevan, Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, sagði í gær, að skæru- liðasveitir Armena bæru mesta ábyrgð á óöldinni í Kákasus-lýð- veldunum Armeníu og Azerbajd- zhan og væru aðgerðir hersins eingöngu í því fólgnar að uppræta þær. Gorbatsjov sagði, að það væri hlut- verk hersins að afvopna skæruliða- Grænland: Harðneita að hætta við ferð yfir jökulinn Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FJÓRUM norskum stúlkum var nýlega komið til hjálpar þar sem þær voru á leið vestur yfir Grænlandsjökul frá Amm- assalik til Ilulissat (Jakobs- havn) á skíðum. Grænlensk yfirvöld ákváðu að þær fengju aðeins vistir sem nægja til að snúa aftur til Ammassalik og vilja að stúlkurnar hætti við ferðina en þær hafna þeim til- mælum. Stúlkurnar sendu frá sér neyð- armerki eftir að þær höfðu orðið uppiskroppa með eldsneyti og matvæli, týnt prímusnum og þjáðust einnig af niðurgangi. Lögreglustjórinn í Nuuk hefur krafist þess að stúlkurnar hætti við leiðangurinn. Hann hefur reyndar lagt til að tekið verði alveg fyrir slíka leiðangra áhuga- manna. „Afskipti af slíkum „skátaferðum" eru of mikið álag á björgunarsveitirnar sem eru starfræktar til að bjarga okkar eigin fólki þegar mikið liggur við, ekki ævintýramönnum." sveitir, hvetjar sem þær væru, en kenndi aðallega Armenum um. Varn- armálaráðherra og innanríkisráð- herra Sovétríkjanna eru á sama máli og einnig ráðamenn í Az- erbajdzhan, sem segja, að. azersk þorp, í Nagorno-Karabakh eða við armensku landamærin, liggi undir stöðugri skothríð frá armenskum þjóðernissinnum. Levon Ter-Petrosjan, forseti Arm- eníu, sagði hins vegar, að sovéskar og azerskar hersveitir héldu enn uppi árásum á armensk þorp og bæi og hefðu nokkur verið hertekin, þar á meðal bæirnir Terkh, Shurnukh og Kornidzan. Kvaðst hann hafa það eftir vitnum, að hermennirnir hefðu unnið mikil grimmdarverk, skotið fanga og flett höfuðleðrinu af látnum mönnum. Sagði Ter-Petrosjan, að um væri að ræða skipulegar aðgerð- ir af háifu sovéskra stjórnvalda með það að markmiði að hræða Armena til undirgefni við Moskvuvaldið. Sjá „Gorbatsjov lét flytja...“ á bls. 22. Reuter Nýbakaðir lögregluþjónar íPrag Fiðlari leikur lag á brú í Prag á meðan nýjustu lög- regluþjónar borgarinnar ríða hestum sínum framhjá. Ný lögreglusveit tók til starfa í borginni í gær, skip- uð 20 lögregluþjónum sem hafa 12 hesta til umráða og fá það verkefni að annast löggæslu í almennings- görðum borgarinnar. Heryfirvöld í Júgóslavíu segja borgarastyrjöld í reynd skollna á: Herinn býr sig undir bar- daga og varalið kallað út Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Júgóslavíu efndu til neyðarfundar og varalið hers- ins var kallað út í gær eftir að heryfirvöld höfðu lýst því yfir að borgarastyrjöld væri í reynd skollin á í landinu og varað við því að hermenn myndu beita skotvopnum ef ráðist yrði á þá. Júgóslavneskir heimildarmenn sögðu að skriðdrekum hefði verið ekið úr höfuðborginni, Belgrad, og um lýðveldið Bosníu-Hercegovínu. Hörmungarnar í Bangladesh: „Höfum aðeins séð fyrsta þáttinn í harmleiknum“ Dhaka, Bangladesh. Reuter. SHAKERA Begum horfði I\jálparvana á hrægamma og hunda rífa í sig rotnandi lík eiginmanns síns og barna. Skammt frá mátti sjá lík kornabarna, sem fólk hafði í örvæntingu sinni reynt að forða undan flóðinu með því að binda föst í efstu greinarnar. Þannig er ástandið á hörmung- þeim ekki en það var allt til einsk- arsvæðunum í Bangladesh. Dauð- inn blasir hvarvetna við og nálykt- ina leggur fyrir vitin; tíu milljónir manna eru heimilislausar og hung- urvofan og sjúkdómar eiga eftir að taka sinn toll. Talin hafa verið lík 125.000 manna en enginn veit hve mörg eru ótalin, þúsundir eða tugþúsundir veltast um í flóðinu og til sumra svæða hefur varla verið komist enn. „Foreldrar reyndu að binda yngstu börnin sín við greinar stórra tijáa í þeirri von, að flóðið næði is. Veðurofsinn var slíkur, að þau áttu sér aldrei neina von,“ sagði Moudid Ahmed, fyrrverandi vara- forseti Bangladesh, eftir að hafa farið um flóðasvæðin. Sagði hann, að 60% þeirra, sem farist hefðu, væru konur og börn. „Þegar hungrið sverfur að fara vannærðu börnin að deyja eftir fjóra daga og konurnar í Bangla- desh, sem þjást flestar af vannær- ingu, fara að týna töhmni eftir tíu daga. Eftir 15 daga er röðin komin að karlmönnunum," sagði í yfirlýs- ingu frá hjálparstofnuninni Care og þar var varað við rotnandi líkum og skepnuhræjum, sem eitruðu drykkjarvatnið og yllu sjúkdómum eins og blóðkreppusótt, kóleru, taugaveiki og lifrarsýkingu. Starfsmenn hjálparstofnana segja, að margt af fólkinu, sem lifði af fellibyiinn, hafí orðið fyrir and- legu áfalli og neiti enn að skiljast við lík ástvina sinna, barna eða maka, sem nauðsynlegt er að grafa strax. „Við höfum aðeins séð fyrsta þáttinn í harmleiknum. Ég óttast, að þeir, sem á eftir fylgja, hungrið og farsóttirnar, verði enn skelfi- legri,“ sagði einn embættismanna Bangladeshstjórnar. Hersveitir hefðu einnig farið úr herstöðvum sínum til óróasvæðanna snemma í gærmorgun. Heryfirvöld vildu ekki staðfesta þetta. „Borgarastyijöld hefur þegar brotist út í Júgóslavíu,“ sagði Veljko Kadijevic hershöfðingi, varn- armálaráðherra landsins, við Bor- islav Jovic forseta á neyðarfundi forsætisráðs Júgóslavíu. „Herinn bregst við hvers kyns árásum á hermenn og herstöðvar eins og um stríð væri að ræða og skotvopnum verður beitt,“ sagði hann. Ráðherr- ann bætti við að hermönnum hefði verið fyrirskipað að vera í við- bragðsstöðu eftir að nítján ára gam- all hermaður beið bana í mótmælum að minnsta kosti 30.000 manna við flotastöð í hafnarbænum Split í Króatíu á mánudag. Stjórnarerind- rekar sögðust í gær hafa heimildir fyrir því að herinn hefði kallað út varalið. Átök og óeirðir héldu áfram í landinu í gær. Þúsundir manna komu í veg fyrir að skriðdrekar kæmust um bæinn Polog í Bosníu- Hercegovínu með því að . reisa vegatálma. Til skotbardaga kom í nokkrum bæjum í austurhluta Kró- atíu. Ennfremur sprungu tvær sprengjur í þorpinu Brsadin og sprengju var varpað inn í kaffihús í eigu Serba í nágrannabænum Borovo. Skriðdrekasveitir fylgdust með umferð um þrjár brýr milli Rfki Júgóslavfu 1 Slóvenía 4 Serbía* 2 Króatia 5 Svartfjallaland 3 Bosnia-Hersegóvina 6 Makedónia *Til Serbiu heyro sjólfstjórnar- feuier______héruðin Vojvodina 09 Kosovo. austurhluta Króatíu og héraðsins Vojvodinu, sem er byggt Serbum. Fréttaritarar skýrðu frá því að her- lögreglan væri á verði við margar brýr í vesturhluta Króatíu. Forsætisráð Júgóslavíu efndi til neyðarfundar með forsetum júgó- slavnesku lýðveldanna sex í gær. Fulltrúar lýðveldanna og tveggja sjálfstjórnarhéraða eiga sæti í ráð- inu, sem hefur vald til að lýsa yfir neyðarástandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.